Morgunblaðið - 11.10.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.10.2002, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 41 ÍSLENSKI laxinn skapar þjóðar- búinu meira en tvo milljarða króna í árlegar tekjur. Íslenskar laxveiðiár laða til sín innlenda og erlenda veiði- menn þar sem við getum eitt fárra landa í heiminum boðið umhverfis- vænan villtan lax. Óspilltir og villtir laxastofnar eru dýrmætar perlur í ís- lensku þjóðfélagi. Það er talið að rúmlega 60 þúsund landsmanna stundi stangveiði í ám og vötnum og margir hafa hér mikilla hagsmuna að gæta. Það sætir mikilli furðu að hægt sé að horfa framhjá alþjóðareglum og ákveða að ekki skuli leitað til sérfræð- inga um jafn afdrifaríka og hættulega ákvörðun um sjókvíaeldi sem valdið getur genamengun og afræktun á svo dýrmætum fiski, íslenska laxinum. Í nágrannalöndum okkar hefur sjó- kvíaeldi valdið óbætanlegum skaða á villtum laxastofnum. Bein áhrif á villta laxastofna eru sjúkdómar, eins og kýlaveiki og ISA-veiran, laxalús og erfðamengun. Laxastofnar hér eru fremur litlir sem þýðir að áhrifin geta komið fyrr fram en t.d. í Skotlandi og Noregi. Hvað er það sem fær stjórnvöld í landinu til að heimila risalaxeldi af norskum stofni í sjókvíum í Mjóafirði og Berufirði án þess að áður hafi farið fram mat á umhverfisáhrifum? Hvor laxeldisstöðvanna má framleiða 8.000 tonn af laxi. Víða er í gildi Evróputil- skipun um að skilyrðislaust beri að framkvæma umhverfismat sé fiskeld- ið ætlað fyrir 100 tonna lífmassa eða meira. Hættir laxinn að rata heim? Reynsla annarra landa af sjókvía- eldi er að það hefur umtalsverð um- hverfisáhrif og því veldur kæruleysi stjórnvalda hér á landi mörgum stangveiðimanninum miklum áhyggj- um. Komið hefur í ljós að úrgangur- inn úr fyrirhuguðu laxeldi í Mjóafirði er eins og frá 40.000 manna byggð- arlagi. Þá er það ætíð svo og hefur verið alls staðar í heiminum að lax sleppur úr kvíum og sleppilax af er- lendum uppruna hefur varanleg og óbætanleg áhrif á villta laxastofna með erfðablöndun og smitsjúkdóm- um. Ef villti laxinn blandast eldislax- inum og tapar með því hæfileika sín- um til að rata heim í sína á og lifa þar af má gera ráð fyrir hruni villtra stofna laxveiðiáa. Hún er ekki gömul laxeldisstöðin í Mjóafirði. Fyrsta stórslysið hefur samt gerst í laxeldisstöðinni í Mjóa- firði. Mikill laxadauði varð í byrjun september og fékk laxeldisstöðin áminningu fyrir að hafa vanrækt að tilkynna Hollustuvernd um það. Jafn- framt var stöðin áminnt fyrir að hafa urðað 48 tonn af laxi í Mjóafirði þrátt fyrir að þar sé enginn samþykktur urðunarstaður. Hvað næst? Um ástæður laxadauðans var sagt að mikill vindhraði og sjávarstraumar hefði eyðilagt varnarnet utan við 25 eldiskvíar. Þetta gerist í byrjun september, hvernig verður það í vetur þegar vindhraðinn verður sem mestur? Hvað gerist þá? Það er staðreynd að hvergi í heim- inum er nauðsynleg tækniþekking til staðar sem gerir stórar sjókvíar öruggar. Þær eru allar reyndar af óöryggi og lax sleppur alltaf úr þeim. Það vekur einnig athygli í þessu, hvaða refsingu er beitt? Jú, menn fá áminningu! Refsiákvæðin eru ekki þung í rekstrarleyfum eldisstöðv- anna. Hvernig er opinberu eftirliti hátt- að? Eru þetta hlutlausir menn og hvaða reynslu hafa þeir? Í 1. grein í rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldið í Mjóafirði stendur að örmerkt verði að minnsta kosti 10% gönguseiða vegna 4.000 tonna framleiðslu sem dreift verði jafnt á eldiskvíarnar. Er það rétt að aðeins 5% seiðanna hafi verið merkt? Hvað með sleppilaxinn? Fyrst van- rækt er að tilkynna um mikinn laxa- dauða, hvað með tilkynningar um lax sem sleppur úr kvíunum? Það má lesa fréttir erlendis eins og „Upp kemst um 170.000 sleppilaxa úr eldiskvíum í Maine“ . Hvernig er ástandið fyrir austan hjá okkur? Miðað við reynslu annarra þjóða í kringum okkar eigum við ekki von á góðum fréttum úr sjókvíaeldinu fyrir austan. Snemma þessa árs kom frétt frá Færeyjum, ein af mörgum, „800.000 eldislaxar sleppa“. Sagt var að óveðrið hafi rifið kvíarnar upp og mölvað þær mélinu smærra. Megum við búast við lýsingu eins og þessari í vetur? Förum varlega í sjókvíaeldið Er ekki rétt að staldra aðeins við og fara hægar í sjókvíaeldi af norsk- um stofni í íslenskum fjörðum? Taka eitt skref í einu og standa betur að málum. Vanda vel allan undirbúning og rannsóknir fagaðila en ekki að hunsa varúðarráðstafanir eins og gert hefur verið, því miður. Stangveiðimenn hafa margir rætt við mig um þetta stóra mál og hafa áhyggjur af því og telja það alvarlegt hversu óvarlega hefur verið farið af stað. Margir landsmanna eiga sínar bestu stundir við laxveiðiárnar. Þeir njóta tímans þar, útiverunnar og feg- urðar landsins í góðum félagsskap í nálægð við íslenska umhverfisvæna laxinn. Þetta hefur Ísland upp á að bjóða eitt fárra landa í heiminum í dag. Er það þess virði að fórna þess- um auðæfum fyrir stundargróða sem enginn veit hvort skilar einhverju nema slysum? Sjókvíaeldi – hvenær verður næsta slys? Eftir Þorstein Ólafs Höfundur er viðskiptafræðingur og stjórnarmaður í SVFR. „Er ekki rétt að staldra aðeins við og fara hæg- ar í sjókvía- eldi af norskum stofni?“ SJÚKRAÞJÁLFUN er líkt og margar greinar á heilbrigðissviði ung starfsgrein. Þótt rekja megi upphaf sjúkraþjálfunar aftur til Hippókratesar má segja að formlega hafi greinin ekki orðið til fyrr en í upphafi síðustu aldar. Nú í dag er sjúkaþjálfun orðin mikilvægur þátt- ur í endurhæfingu hér á landi líkt og annars staðar í heiminum og árlega njóta a.m.k. 10% íslensku þjóðarinn- ar þjónustu sjúkraþjálfara. Frá 1976 hefur kennsla í sjúkra- þjálfun farið fram við Háskóla Ís- lands en enn sem komið er hefur ekki verið boðið upp á framhalds- eða viðbótarnám á vegum náms- brautar í sjúkraþjálfun. Nokkur fjöldi sjúkraþjálfara hefur farið utan til framhaldsnáms, aðallega til Evr- ópulanda og til Ástralíu. Nú í byrjun október hófu 33 íslenskir sjúkra- þjálfarar viðbótarnám á háskólastigi í Manual Therapy eða sérhæfingu í greiningu og meðferð á hrygg og út- limum. Námið, sem fer að öllu leyti fram hér á landi, er á vegum Háskóla í Flórída í Bandaríkjunum, Univers- ity of St. Augustine. Skólinn sem stofnaður var 1966 býður m.a. upp á grunnnám í sjúkraþjálfun auk þess að bjóða upp á ýmsar leiðir til fram- haldsnáms. Markmið námsins er að nemendur öðlist þekkingu í sérhæfðri grein- ingu og meðferð á hrygg og útlimum sem byggist á starfshæfni stoðkerf- isins og frávikum frá eðlilegri starfs- hæfni. Námið er þannig uppbyggt að kennarar frá St. Augustine koma hingað til lands með vissu millibili og kenna í 4–6 daga í senn, alls átta sinnum. Nemendur fá send kennslu- gögn og geta því undirbúið sig fyrir hvern hluta námsins og halda nám- inu áfram með heimaverkefnum að námskeiði loknu jafnframt því að sinna starfi sínu, en allir þátttakend- ur eru starfandi sjúkraþjálfarar. Gert er ráð fyrir því að námið taki þrjú ár en því lýkur með munnlegu, skriflegu og verklegu prófi. Áður hafa tæplega 30 íslenskir sjúkra- þjálfarar lokið þessu námi hér á landi og nú hafa rúmlega 30 hafið það. Það hlýtur að vera fagnaðarefni, bæði fyrir stétt sjúkraþjálfara sem og þá sem þurfa á þjónustu sjúkra- þjálfara að halda, að innan greinar- innar sé frumkvæði og metnaður til að bæta við sig þekkingu. Viðbótarnám í sjúkraþjálfun Eftir Valgeir Sigurðsson „Sjúkraþjálf- un er orðin mikilvægur þáttur í end- urhæfingu hér á landi …“. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.