Morgunblaðið - 11.10.2002, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 11.10.2002, Qupperneq 42
UMRÆÐAN 42 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ UNDIRRITAÐUR dregur enga dul á, að honum þykir forseti Banda- ríkjanna viðsjárverður maður og það svo mjög að miklum áhyggjum veld- ur. Það er ógnvænlegt þegar æðsti valdamaður voldugasta ríkis verald- ar fyllir hóp stríðsæsingamanna og tekur einarða forystu í þeim efnum, að því er bezt verður séð. Á það verður ekki lögð of rík áherzla, að morðárásirnar á Banda- ríkin í september 2001 voru viðbjóðs- legt níðingsverk, sem að sínu leyti gerbreytti heimsmyndinni. En að breytingin yrði með þeim hætti að æðstu valdamenn herveldisins í vestri skuli ætla að gjalda líku líkt ór- aði engan fyrir. Uppi eru hótanir um að hefja gereyðingarstríð á hendur þjóðríki, í þessu falli Írak, í trássi við vilja Sameinuðu þjóðanna ef svo vill verkast, en allar aðrar lausnir látnar lönd og leið. Hér getur stjórnlaus hefndarhug- ur ekki ráðið för. Eitthvað annað býr undir og veldur ósköpunum. Það er bitur reynsla allra þjóða og alda, að vopnasalar eru helztu orsakavaldar styrjalda. Og því næst græðgin – og raunar sama eðlis – að ná að sölsa undir sig ný lönd og auðlindir þeirra. Hinir mætustu stjórnmálamenn kveða nú upp úr með það tæpitungu- laust að Bandaríkjastjórn gangi það helzt til með hernaði sínum gegn Írak að ná um olíulindir þess, sem munu vera hinar næst-auðugustu í heimi. Með því þjóna þeir olíufurstum í landi sínu, sem taldir eru eiga ötula stuðn- ingsmenn í varaforseta USA og varn- armálaráðherranum. Talið er, að morðárásirnar 11. sept. 2001 eigi aðalrót sína að rekja til ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs, þar sem ofstækismenn hafi verið að hefna aðfara Ísraela við Palestínu- menn. Skyldu menn því halda að það ætti að vera helzta verkefni USA að stilla þar til friðar, enda eru þeir þeir einu í víðri veröld sem það geta ef vildu. En hvað gerist? Clinton, fyrrver- andi forseti USA, virtist gera alvarlegar tilraunir til friðstillingar austur þar, en núverandi stríðsforseti dregur taum Sharons eingöngu, sem orsakað hefir ógnarástand á svæðinu. Skyldi Bush forseti halda að slíkt framferði verði til að draga úr líkum á frekari voðaverkum hinna íslömsku hermd- arverkamanna? Síðustu fregnir herma að hann hafi beðið Sharon að doka ögn við meðan hann reynir að fá þjóðir heims til að fallast á hernaðar- áætlun sína. Hernaðaráætlun, af því sem alls engin áform virðast vera um annað, sízt friðarumleitanir. Fyrir friðelskandi smáþjóð sem áður lá á hjara veraldar, en nú um þjóðbraut þvera, hlýtur þessi ógn- vænlega þróun að vera hið mesta áhyggjuefni. Ekki virðist það þó vera einhlítt þar sem íslenzki stagkálfurinn í emb- ætti utanríkisráðherra telur það hlut- verk sitt að baula undir með stríðs- herrunum. Ef einhver telur að með því, sem hér hefir verið sagt, sé verið að bera blak af Saddam Hussein, þá er það grundvallarmisskilningur. Stríðsæsinga- menn Eftir Sverri Hermannsson „Það er bitur reynsla allra þjóða og alda, að vopnasalar eru helztu orsakavaldar styrjalda.“ Höfundur er alþingismaður. EINN af hverjum fimm Íslend- ingum er með gigt. Í huga flestra er gigt fylgifiskur þess að eldast. Það er síður en svo raunin, því hver sem er getur fengið gigt, börn, unglingar og ungt fólk. Gigt er ólæknandi sjúkdómur. Til eru margir gigtarsjúkdómar sem hafa mismunandi einkenni, en flestir eiga þeir það sameiginlegt að valda verkjum, þreytu og stirðleika. Ein- staklingur sem greinist með gigt mun alltaf vera með gigt, þótt hægt sé í mörgum tilvikum að halda einkennum niðri með réttum lífsháttum og meðferð, m.a. lyfja- gjöf og iðju- og sjúkraþjálfun. Þótt gigt hafi mikil áhrif á daglegt líf fólks og framtíðaráætlanir er hægt að lifa með gigt. Margir sem eru með gigt geta unnið og gert það sem heilbrigðir geta, á hinn bóginn þarf að taka tillit til þessa ævi- langa og oft kvalafulla sjúkdóms. Að greinast með ólæknandi sjúkdóm getur reynst mjög erfitt. Ekki síst ef um er að ræða ungan einstakling sem er að koma út á vinnumarkaðinn, mennta sig eða stofna fjölskyldu. Ungt fólk spyr sig annarra spurninga en þeir sem eldri eru. Ungt fólk gæti til dæmis haft áhyggjur af því hvort rétt sé að eignast börn. Það hefur einnig aðrar áhyggjur af framfærslu sinni og námsframvindu. Það sér e.t.v. fram á það að menntunarmögu- leikar og möguleikar til starfs- frama séu aðrir og minni en það gerði ráð fyrir. Mikilvægt er að einstaklingar sem eiga við langvarandi sjúkdóm að stríða geti leitað stuðnings hjá fólki í svipaðri stöðu og það sjálft. Þess vegna var nýlega stofnaður áhugahópur ungs fólks með gigt. Hann var stofnaður með það í huga að efla stuðningsnet þeirra sem stríða við gigt og til þess að skapa vitund í samfélaginu um það að allir geti greinst með gigt, líka ungt fólk. Hinn 12. október næstkomandi verður alþjóðlegi gigtardagurinn haldinn hátíðlegur, en yfirskrift dagsins er „Ert þú með gigt?“ Í til- efni dagsins verður boðið upp á op- ið hús í húsi Gigtarfélagsins, Ár- múla 5, milli kl. 13 og 16. Þar verður boðið upp á fræðslu, kynn- ingar og skemmtun. Áhugahópur ungs fólks mun kynna starfsemi sína ásamt öðrum áhugahópum innan Gigtarfélagsins. Þá munu fé- lagsmenn standa fyrir dreifingu bæklings í tilefni dagsins. Að lok- um viljum við hvetja sem flesta til að sýna málefnum félagsins stuðn- ing og láta sjá sig. Vissir þú að ungt fólk fær gigt? Eftir Baldvin Zarioh og Stefán Má Gunnlaugsson „… hver sem er getur fengið gigt, börn, ung- lingar og ungt fólk“. Baldvin Zarioh er verkefnastjóri. Stefán Már Gunnlaugsson er fræðslufulltrúi Biskupsstofu. Stefán Már Gunnlaugsson Baldvin Zarioh ÉG gleðst mjög yfir drift þeirra manna sem á morgun opna formlega Pálsstofu á Stokkseyri, til minningar um Pál heitinn Ísólfsson, tónskáld og dómorganista. Frumkvæði þeirra, Bjarka Sveinbjörnssonar, Björns Inga Bjarnasonar, Einars Einars- sonar, Siggeirs Ingólfssonar, Elvars Guðna Þórðarsonar og Jóns Jónas- sonar er til mikillar fyrirmyndar og þáttur í því að minnast frumkvöðla í tónlistarlífi okkar Íslendinga og upp- runa þeirra. Þetta er stór þáttur í menningartengdri ferðaþjónustu um leið og við varðveitum með þessum hætti sögu og menningu þjóðar okk- ar. Vonandi er þetta fyrsta skrefið í því að byggja upp tónminjasafn á Ís- landi. Ég hef ásamt nokkrum öðrum áhugasömum þingmönnum mælt fyr- ir þingsályktunartillögu á Alþingi um stofnun og rekstur tónminjasafns á Stokkseyri. Þetta er vel við hæfi því vagga tónlistarlífs á landinu var í þorpunum við Suðurströndina – Eyr- arbakka og Stokkseyri. Upphafið má rekja til Hússins á Eyrarbakka en það er nú nýtt undir starfsemi Byggðasafns Árnesinga. Þar er safnstjóri Lýður Pálsson sem lagt hefur þessum tillögum lið. Íbúar Hússins á Eyrarbakka höfðu gjarnan mikil áhrif á menningarlíf í héraði einkum á tíma Lefolí verslunarinnar. Á tímabili má segja að á Eyrarbakka væru mun meiri umsvif en í höfuð- borginni sjálfri. Árið 1847 settust sæmdarhjónin Guðmundur Thorgrímssen og Sylvía Níelsdóttir Thorgrímssen að í Hús- inu sem faktorshjón. Á þessum tíma var m.a. stofnaður Barnaskólinn á Eyrarbakka sem er elsti starfandi barnaskóli landsins. Því hefur verið haldið fram að evr- ópsk tónlist hafi flust á Eyrarbakk- ann með Sylvíu árið 1847. Sylvía kenndi á píanó, m.a. dætrum sínum, en það hljóðfæri þótti mjög framand- legt á Íslandi í þá daga. Píanó kom í Húsið á Eyrarbakka árið 1871 og er einn af kostagripum safnsins í dag en píanóið átti eftir að verða örlagavald- ur í íslensku tónlistar- og menningar- lífi. Nefna má að Páll Ísólfsson, ung- ur að aldri, heyrði fyrst í þessu píanói og varð í senn „undrandi og glaður yfir þessum töfratónum“ eins og seg- ir í endurminningum hans. Á þessum tíma var mikið sungið og spilað í Hús- inu. Spilað var á gítar og harmonikku og langspil. Þá voru kynnt verk eftir Mozart, Brams, Schubert og Bach. Verk þessara snillinga höfðu ekki heyrst fyrr á Íslandi. Á þessum tíma kom einnig norska tónskáldið Johan Svendsen í heimsókn (1867) og er tal- ið að hann hafi samið lagið „Hrafninn flýgur um aftaninn“ í Húsinu á Eyr- arbakka. Listamaðurinn Ásgrímur Jónsson var á unga aldri vikapiltur í Húsinu en í æviminningum sínum lýsir hann þessari tónlistarmenningu vel. Uppúr þessari tónlistarmenn- ingu spruttu tónlistarmenn eins og Sigfús Einarsson, Haraldur Sigurðs- son frá Kaldaðarnesi, Friðrik Bjarnason, Hallgrímur Helgason og frumkvöðlarnir frá Seli, þeir: Bjarni, Jón, Ísólfur og Gísli Pálssynir. Enn- fremur má nefna þá bræður Júníus og Pálmar Pálssyni. Áhrif þessarar fjölskyldu varir enn á tónlistarlíf á Ís- landi. Sigurður Ísólfsson var þekktur hljóðfæraleikari af þessum rótum. Flestir núlifandi Íslendingar þekkja t.d. Þuríði Pálsdóttur söngkonu. Í tónlistarlífinu í dag eiga nokkrir popptónlistarmenn rætur að rekja á þessar slóðir, t.d. Ragnhildur Gísla- dóttur og Móeiður Júníusdóttir. Af núlifandi tónskáldum frá Stokkseyri má nefna Pálmar Þ. Eyjólfsson. Tónlistarmenningu hefur ekki ver- ið sinnt sem skyldi og fremur lítið verið skráð og fjallað um starf ís- lenskra tónlistarmanna. Þá er hvergi hér á landi sérstakt tónlistarsafn þar sem finna mætti á einum stað muni og ritaðan fróðleik um þróun og sögu tónlistar. Eyrarbakki og Stokkseyri eru steinsnar frá mesta þéttbýli landsins og með væntanlegum Suðurstrand- arvegi yrði safn þetta vel í sveit sett í nýjum ,,menningarhring“. Með stofnun og starfrækslu þessa safns yrði tónlistinni í fyrsta sinn gert jafn- hátt undir höfði og ýmsum listgrein- um og minningu þeirra sem ruddu brautina reistur veglegur minnis- varði. Æskilegt væri að stofnun og rekst- ur tónminjasafnsins væri sameigin- legt verkefni ríkis, sveitarfélagsins Árborgar, héraðsnefndar Árnessýslu og Byggðasafns Árnesinga og þjóð- minjasafnsins. Því væri nauðsynlegt að þessir aðilar hefðu samstarf um verkið þegar í upphafi ásamt áhuga- hópi um þetta málefni en fjölmargir aðilar hafa sýnt málinu áhuga. Menningartengd ferðaþjónusta verður æ vinsælli og hluti af afþrey- ingu nútímamannsins. Heimsóknir ungs fólks í tónlistarnámi geta tengst safni sem þessu. Í safninu má hugsa sér tónleikahald og þar gæti einnig verið sýnishorn af hljóðfærum. Það er skylda okkar að varðveita þessa merku tónlistarsögu og Páls- stofa er einmitt eitt skref á þeirri vegferð okkar. Höldum áfram að varðveita og minna á menningu okk- ar og sögu og sýna því fólki tilhlýði- lega virðingu sem lagt hefur grunn- inn að tónlistarsögu okkar. Ég gleðst innilega yfir þessum áfanga. Stofnun og rekstur tón- minjasafns á Stokkseyri Eftir Ísólf Gylfa Pálmason Höfundur er alþingismaður. „Það er skylda okk- ar að varð- veita þessa merku tón- listarsögu og Pálsstofa er einmitt eitt skref á þeirri vegferð okkar.“ LÍTIÐ sem ekkert hefur verið byggt af smáíbúðum undanfarin ár. Það hefur skapast ófremdarsástand á húsnæðismarkaðinum hvað varðar ungt fólk og úrval af hentugu hús- næði er mjög bágborið, hvort sem er af leigu- eða eignarhúsnæði. Það verður að breyta þessu og taka veru- lega til hendinni. Í öllu neytendaum- hverfi í hverju samfélagi eru öruggt húsnæði og viðráðanlegir kostir fyrir ungt fólk grundvöllur að allri vel- ferð. Þúsundir ungs fólks eru nú í miklum vanda staddar vegna úr- ræðaleysis í húsnæðismálum og eru annaðhvort upp á ættingja komnar eða þurfa að hírast í litlum og léleg- um kompum. Þessu verður að breyta með rótttækum hætti og til er snjöll leið að því marki að nægt úrval og viðráðanlegt verð á húsnæði fyrir ungt fólk náist. Mikilvægt er að grípa til brýnna aðgerða sem duga til frambúðar og skapa varanlegan og góðan kost fyr- ir ungt fólk í húsnæðismálum og fjölga smáíbúðum til leigu eða eign- ar. Það er ömurlegt fyrir ungt fólk að stíga fyrstu skrefin út í lífið og hafa fárra góðra kosta völ til að koma þaki yfir höfuðið um leið og verið er að stofna fjölskyldu. Þeir kostir sem bjóðast gagnast fáum og það verður að greiða úr ástandinu. Tillögur um átak í þessum málum eru í burðar- liðnum hjá Samfylkingunni og höf- um við íslenskir jafnaðarmenn að fyrirmynd aðgerðir sænskra jafnað- armanna sem réðust í slíkt átak með góðum árangri. Þessar tímamótatil- lögur reifaði formaður flokksins á fundi á dögunum sem lið í stefnumót- un um málefni ungs fólks. Kjallarakompa á okurprís Með markvissum aðgerðum og samstilltu átaki er hægt að gjör- breyta því ástandi og hreyfa við þeirri kyrrstöðu sem skapast hefur á húsnæðismarkaðinum. Hvort heldur er í Reykjavík eða á öðrum þéttbýlis- stöðum landsins. Það þarf að stofna sérstök húsnæðisfélög til að ráðast í átak í uppbyggingu smáíbúða með þátttöku félagasamtaka, ríkis, fyrir- tækja og sveitarfélaga. Slíkt hús- næðisfélag mætti t.d. stofna innan Félagsbústaða eða með þátttöku þeirra og fulltingi. Smáíbúðirnar væru hvort heldur er til leigu á fé- lagslegum markaði eða eignar. Það er óþolandi að ungt fólk eigi ekki kost á góðum og hagstæðum úrræð- um í húsnæðismálum og það hefur skapast mikil þörf á varanlegum og raunhæfum úrbótum í þessum mál- um. Kyrrstaðan og hugmyndaleysið í þessum málum er með ólíkindum. Það er skylda samfélagsins að hlúa vel að unga fólkinu, sem í alþjóða- væddum heimi velur sér búsetu eftir því hvar gott er að búa en sest ekki sjálfkrafa að á Íslandi í þröngum kjallara á okurprís. Íbúðir fyrir ungt fólk Eftir Björgvin G. Sigurðsson „Það þarf að stofna sér- stök hús- næðisfélög til að ráðast í átak í uppbyggingu smáíbúða …“. Höfundur er varaþingm. Samfylk- ingarinnar í Suðurlandskjördæmi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.