Morgunblaðið - 11.10.2002, Qupperneq 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 45
✝ Kristján Alberts-son fæddist í
Súðavík 28.4. 1944.
Hann lést á Líknar-
deild Landspítalans
föstudaginn 4. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Albert J. Kristjáns-
son, f. 3.10. 1920, frá
Furufirði, og Guð-
laug K. Guðlaugs-
dóttir, f. 23.12. 1920,
frá Búðum í Hlöðu-
vík. Kristján var
næstelstur sex
systkina. Elst var
Guðlaug Ingibjörg, f. 19.9. 1942,
d. 3.11. 1964, Vignir, f. 21.9.
1947, Guðný, f. 8.6. 1952, Árni
E., f. 6.5. 1957, og Hersir Freyr,
f. 11.3. 1961. Fósturbræður
Kristjáns eru Albert Geir, f. 21.7.
1961, og Jónas Karl, f. 9.5. 1963.
Kristján giftist 31. desember
1966 Þóru Bjarnveigu Jónsdótt-
ur frá Eyri í Skötufirði, f. 6.
mars 1950. Foreldrar hennar
voru Jón Þórarinn Helgason, f.
16.5. 1894, d. 29.12. 1971, og
María Þorsteinsdóttir, f. 6.12.
1912. Kristján og
Þóra hófu búskap í
Hafnarfirði árið
1966 og hafa búið
þar síðan. Þau eiga
fjögur börn. Þau
eru: 1) Þorsteinn
Ingi, f. 18.6. 1966,
maki Hrönn Guðríð-
ur Hálfdánardóttir,
f. 3.9. 1966. Börn
þeirra eru Hálfdán
Þór og Erla Rut. 2)
Albert Víðir, f. 16.8.
1968, maki Guðný
Nanna Þórsdóttir, f.
12.9. 1977. Sonur
hans er Kristján Ottó, en börn
þeirra saman eru Bjarni Þór,
Steinar Freyr og Sonja Sif. 3)
Berglind Ósk, f. 3.2. 1982, maki
Jóhannes Guðni Jónsson, f. 5.9.
1980. 4) Jón Dagur, f. 16.10.
1983.
Kristján starfaði lengst af sem
skipstjóri, en síðustu árin starf-
aði hans sem Hafnarvörður við
Hafnarfjarðarhöfn.
Útför Kristjáns fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Er-at maður alls vesall
þótt hann sé illa heill:
Sumur er af sonum sæll
sumur af frændum
sumur af fé ærnu
sumur af verkum vel.
(Úr Hávamálum.)
Það er erfitt að kveðja. Jafnvel þó
að ég hafi vitað um stund að það
kæmi að því að ég þyrfti að kveðja
föður minn kemur það mér í opna
skjöldu að geta ekki lengur notið
þess að hafa hann mér við hlið.
Þó er ég þakklátur fyrir þann
tíma sem okkur var gefinn og gaf
okkur tækifæri til að fara vestur
hinsta sinni og ljúka við ýmislegt
sem gera þurfti.
Alltaf var hann ötull við vinnu og
ég minnist þess að hann kom heim
af sjónum á miðri nóttu og kom inn í
herbergi til okkar bræðra, klappaði
okkur á kollinn og kyssti okkur og
þegar ég faðmaði hann fann ég lykt-
ina af saltstorkinni lopapeysunni
hans og fann til þess öryggis er barn
fær sem hvílir í örmum föður síns.
Þetta er mín fyrsta minning um föð-
ur minn.
Engum manni hef ég kynnst sem
var jafn ósérhlífinn og viljugur til
vinnu enda var það ekki fyrr en á
unglingsárum sem ég kynntist hon-
um að einhverju ráði, þegar ég fór
með honum til sjós og vil ég meina
að þau kynni hafi verið með ágætum
góð.
Mér til mikillar hrellingar þá tóku
foreldrar mínir upp á því að eignast
fleiri börn eftir 14 ára hlé og litu þá
yngri systkini mín dagsins ljós og
það var oft gaman að sjá hversu
blíður og góður þessi harði sjómað-
ur gat verið. Ég var þó furðu fljótur
að sjá hversu mikil blessun þessi
litlu stýri voru honum enda var
hann fljótlega búinn að fá sér vinnu í
landi og virtist líka það vel.
Síðustu árin hefur smíði sumarbú-
staðarins á Eyri verið hans helsta
áhugamál enda ber húsið sjálft þess
vitni hversu vel honum leið þegar
hann hafði nóg fyrir stafni og það er
erfitt að hugsa til þess að það eru
ekki nema tveir mánuðir síðan við
stóðum saman á veröndinni og dáð-
umst að útsýninu yfir fjörðinn sem
skartaði sínu fegursta í sumarblíð-
unni.
Þær verða víst ekki fleiri slíkar
samverustundirnar hjá okkur feðg-
um þannig að því miður verð ég að
láta mér nægja þær stundir sem við
þó fengum notið saman.
Hugur einn það veit
er býr hjarta nær,
einn er hann sér um sefa.
Öng er sótt verri
hveim snotrum manni
en sér engu að una.
(Úr Hávamálum.)
Albert Víðir Kristjánsson.
Pabbi minn var hetja, eftir allt
það sem lagt var á hann og hvað
hann stóð sig vel í öllum þessum
veikindum sem hann þurfti að ganga
í gegnum.
Hann mátti ekki vera að því að
vera veikur, hann var alltaf að
dunda sér við eitthvað á meðan hann
gat, það leið ekki sá dagur sem hann
fór ekki með Kaffon út að ganga ef
hægt var og þá var oft gengið niður
á Höfn að hitta vinnufélagana eða til
að pússa nokkra platta fyrir
mömmu eða renna píróla í handrið á
Eyri, og ekki var hann lengi að.
Þetta fannst honum nú ekki mikið
mál, það varð að klára að renna þá
áður en við færum á Eyri um sum-
arið því hann var staðráðinn í að
komast þangað og þangað komst
hann og var þar í rúman mánuð og
undi sér vel. Þetta var hans líf og
yndi að vera þarna og dytta að hús-
inu, greiða úr netunum og leggja
þau í sjóinn. Ekki datt mér í hug að
ég ætti eftir að kveðja pabba minn
rúmum tveim mánuðum seinna eftir
þennan tíma okkar saman á Eyri.
Þetta sumar mun alltaf verða mér
ofarlega í minni eins og allur okkar
tími og þær stundir sem við eyddum
saman og hreyknust er ég af því að
vera óskin hans pabba míns, eina
stelpan hans.
Þegar ég var lítil stelpa var geng-
ið með mig um gólf allan tímann
sem pabbi var í landi, það mátti ekki
heyrast í mér, þá var ég komin í
fangið á pabba mínum um leið og
undi mér vel. Hann pabbi minn var
góður maður, vildi gera öllum vel og
hugsaði vel um sína.
Svona er mannlífssagan,
sumir ungir falla,
aðrir eftir standa,
örvinglaðir að kalla.
Þeir eiga aðeins eftir
örlagaþáttum hlýða,
kveðja sól og sumar,
sofna, – hætta að líða.
(Ragnar S. Helgason frá Hlíð.)
Elsku pabbi minn, ég kveð þig
með miklum söknuði, minningin um
besta pabba í heimi mun lifa í hjarta
mínu að eilífu, það getur enginn
komið í þinn stað.
Þín dóttir
Berglind Ósk.
Sumri hallar og haustlaufin fjúka
í vindinum. Eftir standa nakin tré í
húminu og minna á að senn fer í
hönd vetur þegar náttúran leggst í
dvala til að vakna til nýs lífs að vori.
Mitt í þessari hringrás náttúrunnar
hefur eitt fegursta mannanna lauf
fallið, hann Kristján bróðir, mágur
og frændi okkar er fallinn í valinn.
Ekkert fær þessu snúið við og eftir
stendur sú eina von að söknuðinn
megi með tímanum sefa með minn-
ingunni um hann og þökk fyrir að
hafa fengið að njóta samvista við
hann.
Ótal myndir koma upp í hugann
og verður trauðla komið í orð, en
eftir stendur minningin um dugmik-
inn, rólyndan mann sem aldrei féll
verk úr hendi, en var samt alltaf
fyrstur mættur til að rétta hjálpandi
hönd þegar á þurfti að halda. Hann
var ekki maður margra orða, en
framkvæmdi því meira. Var glettinn
og gamansamur án þess að vera há-
vær eða ofsafenginn. Æðruleysi var
honum í blóð borið og þrautagöngu
síðustu tveggja ára, í kjölfar alvar-
legs slyss og síðar veikinda sem
lögðu hann að velli, tók hann án þess
að bugast nokkru sinni.
Kristján var með eindæmum
barngóður og var seinþreyttur að
leika við smávaxna frændur og
frænkur þegar hann kom í heim-
sókn. Þær heimsóknir verða ekki
fleiri.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Elsku Þóra, Þorsteinn, Albert,
Berglind, Jón Dagur og fjölskyldur.
Ykkar missir er mikill. Megi Guð
styrkja ykkur við fráfall Kristjáns
og sefa sorg okkar allra.
Árni, Elínrós og börn.
Í dag verður kvaddur hinstu
kveðju mágur minn, Kristján Al-
bertsson, og vil ég að leiðarlokum
minnast hans með nokkrum orðum.
Kristján, eða Kitti eins og hann var
oftast kallaður, var ekki aðeins mág-
ur minn heldur einnig kær vinur
sem alltaf var hægt að treysta á. Ég
þarf að hverfa aftur til ársins 1973
til að rifja upp okkar fyrstu kynni.
Ég kynntist það ár Guðnýju systur
Kitta. Skömmu eftir að kynni okkar
hófust hafði hann samband við syst-
ur sína og bað hana að passa fyrir
sig, hann ætlaði með Þóru konu
sinni á sjómannaball. Ég fór með
Guðnýju þetta kvöld og voru það
mín fyrstu kynni af Kitta og Þóru.
Það fyrsta sem mér datt í hug þegar
ég kom inn til þeirra var: „Hér hlýt-
ur að búa smiður en ekki sjómaður,“
því íbúðin var eitt stórt listaverk og
ég átti síðar eftir að komast að því
að það lék allt í höndunum á þessum
hægláta manni. Síðar þegar við
Guðný hófum búskap mætti Kitti til
að hjálpa okkur og það var raunar
sama hvert vandamálið var, hann
kunni ráð við flestu.
Kitti var mikið náttúrubarn í eðli
sínu og verstfirsku fjöllin og dalirnir
sem fóstruðu hann í æsku toguðu
hann til sín af slíkum krafti að hann
byggði sér og fjölskyldu sinni sum-
arhús að Eyri við Skötufjörð, en þar
er fæðingastaður Þóru konu hans og
þar var dvalist á hverju sumri.
Þangað kominn skipti Kitti um gír,
setti á sig stígvél og breyttist úr
borgarbarni í sveitadreng og naut
sín sem aldrei fyrr. Og þrátt fyrir
veikindi tókst honum með hjálp
Þóru sinnar að dvelja þar, nú síðast í
sumar, og ég veit að það var honum
mikils virði.
Þóra var honum mikill styrkur og
stoð í veikindum hans og börn
þeirra einnig. Ég votta Þóru og
börnum, tengdabörnum og barna-
börnum samúð mína. Öldruðum for-
eldrum Kitta, þeim Albert og Guð-
laugu, bið ég Guð að gefa styrk. Ég
kveð góðan dreng og þakka sam-
fylgdina.
Rafn Sigþórsson.
Nú er komið að kveðjustundinni,
kæri frændi, ég var að vona að við
ættum eftir að hittast aftur hér fyrir
vestan. En enginn veit sína ævi fyrr
en öll er.
Það er sagt að ræturnar séu
sterkar í okkur Vestfirðingunum og
við eigum erfitt með að slíta þær.
Þannig var það með þig, þú og fjöl-
skyldan þín voru nýbúin að byggja
upp ykkar draumastað í Skötufirði
og þangað var oft komið. Ekki voru
fáar ferðirnar í gömlu átthagana í
Súðavík að heimsækja vini og
vandamenn, og því næst lá leiðin á
Ísafjörð. Í flestum þínum ferðum
var komið við að heimsækja gömlu
frænku sem býr enn í litla húsinu
sem afi þinn fæddist í. Nú síðast
tvisvar s.l. sumar. Þá kíktir þú einn-
ig inn hjá mér og sagðir mér að von-
andi værir þú komin yfir versta
tímabilið í veikindunum, þú litir
björtum augum á framtíðina, en
þinn tími var kominn.
Ég minnist þess þegar þið elstu
systkinin komuð í bæinn þegar þið
bjugguð í Súðavík. Ég var á svip-
uðum aldri og fannst þetta spenn-
andi, ekki var síðra þegar við amma
fórum með vinafólki í bíltúr inn eft-
ir, en þá átti enginn bíla svo þetta
var mikið ferðalag.
Ekkert varð úr því að við end-
urtækjum ættarmótið góða í
Reykjanesi fyrir fimm árum en þá
hittist í fyrsta sinn Albertsættin,
vonandi verður af því, og þá lifir
minningin um góðan dreng sem
verður ekki með okkur.
Ég vil þakka þér, kæri frændi,
fyrir þína tryggð við ömmu og okk-
ur frændsystkinin hér á Ísafirði.
Megi algóður guð styrkja fjöl-
skyldu þína, aldraða foreldra og
systkini þín í þeirra miklu sorg.
Hvíl þú í friði.
Þín frænka
Kristjana ( Kiddý).
Kristján frændi minn er allur,
langt um aldur fram.
Ég man fyrst eftir Kristjáni þeg-
ar ég kom við í Súðavík á leiðinni í
sveitina í Trékyllisvík, þá gisti ég
alltaf hjá Albert og Laugu. Kristján
var þremur árum eldri en ég, en
samt tókst með okkur góður vin-
skapur, þótt leikbróðir minn í fjöl-
skyldunni yrði Vignir. Ég man þeg-
ar fjölskyldan flutti til
Hafnarfjarðar og bjó fyrst á Hval-
eyrinni. Ég kom oft þangað í heim-
sókn, því alltaf hefur verið mjög góð
vinátta og samband milli fjölskyldn-
anna. Kristján var Vestfirðingur og
fór það aldrei á milli mála. Ungur
fór hann til sjós, starfaði bæði sem
stýrimaður og skipstjóri og einu
sinni leysti ég hann af í línuróðri á
Sigurjóni Arnlaugssyni.
Leiðir okkar Kristjáns lágu enn
frekar saman árið 1995 þegar hann
hóf störf hjá Hafnarfjarðarhöfn þar
sem við unnum saman síðan. Það
var alltaf létt í kringum Kristján,
aldrei lognmolla og oft kom Vest-
firðingurinn upp í honum. Kristján
var hagur verkmaður og kom að vel-
flestum verkum hjá höfninni, meðal
annars sinnti hann trésmíðum fyrir
höfnina og var eins og smíðakunn-
áttan væri honum meðfædd, enda
ekki langt að sækja það í móðurætt-
ina.
Í dag kveðjum við góðan dreng
sem gerði ekki á nokkurs manns
hlut og var ávallt reiðubúinn ef ein-
hvern vantaði hjálp.
Farðu í friði á þeim leiðum sem
þú hefur nú lagt út á, frændi minn.
Þóra, Þorsteinn, Albert, Berglind
og Jón Dagur, guð blessi ykkur og
gefi ykkur styrk til að takast á við
framtíðina án Kristjáns okkar.
Már Sveinbjörnsson.
KRISTJÁN
ALBERTSSON
Frænka okkar,
JÓHANNA ELÍASDÓTTIR
frá Melkoti,
Stafholtstungum,
verður jarðsungin frá Stafholtskirkju laugar-
daginn 12. október kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi.
Fyrir hönd frændfólks,
Andrés Ólafsson.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ARNDÍS PÉTURSDÓTTIR,
Háaleitisbraut 49,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum í Fossvogi að
morgni fimmtudagsins 10. október.
Kristrún Ólafsdóttir, Árni Hróbjartsson,
Lilja Ólafsdóttir, Þorkell Jónsson,
Pétur Ólafsson, Valgerður Jónsdóttir,
Ólafur Ólafsson, Matthildur Laustsen,
barnabörn og barnabarnabörn.
MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudagana, frá þriðjudegi til sunnudags. Greinunum er
hægt að skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent
sjálfvirkt um leið og grein hefur borist), á disklingi eða í vélrituðu
handriti. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsyn-
legt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heima-
sími) fylgi með. Bréfsími fyrir afmælis- minningargreinar er 569 1115.
Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morg-
unblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins
Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum grein-
um.
Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar
og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um
foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður
gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Um hvern lát-
inn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um
50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Birting afmælis- og
minningargreina