Morgunblaðið - 11.10.2002, Síða 46

Morgunblaðið - 11.10.2002, Síða 46
MINNINGAR 46 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jón Már Þor-valdsson fæddist í Hafnarfirði 9. des- ember 1933. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi 27. sept. síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Þorvaldar Árnason- ar, skattstjóra í Hafnarfirði, f. 5.1. 1895, d. 15.4. 1958, og konu hans Mar- grétar Sigurgeirs- dóttur, f. 27.9. 1897, d. 14.9. 1937. Jón Már ólst upp á Þórsmörk við lækinn í Hafnarfirði. Systkini Jóns Más eru Sigurgeir lögreglu- þjónn, f. 1923, kvæntur Guðrúnu Finnsdóttur. Árni forstjóri, f. 1925 látinn, hann var kvæntur Huldu Ágústsdóttur, látin. Þóra bóndi og ritari, f. 1927, látin, var gift Jóni Sturlusyni. Þorvaldur kennari, f. 1929, látinn, kvæntur Ólínu Jónsdóttur. Ester, f. 1944, hálfsystir samfeðra gift Karli M. Zophoníassyni. Jón Már kvæntist 1. október 1957 Helgu Finnsdóttur, f. 17.12. 1930, d. 17.8. 1978. Foreldrar hennar voru Finnur Sveinsson, f. 1.10. 1887 d. 12.11. 1982, bóndi og smiður í Eskiholti, Borgar- firði, og Jóhanna María Krist- jánsdóttir, f. 7.10. 1900, d. 5.7. 1976. Jón Már og Helga byggðu sér hús á Svalbarði 3 og fluttu á ur Engilbert Þórðarson tækni- fræðingur. Þeirra sonur er Róbert Helgi, f. 2001. Börn Eng- ilberts eru Viðar, f. 1988, og Silja Sif, f. 1993. Fjóla Guðrún Ara- dóttir, f. 10.5. 1924, var sambýlis- kona Jóns Más um tíma. Jón Már lauk sveinsprófi frá Prentsmiðju Jóns Helgasonar 1955. Hann var í siglingum á ms. Heklu um sumarið 1955. Hann starfaði sem vélsetjari frá 1955: í Prentsmiðju Þjóðviljans til 1957, í Prentsmiðjunni Odda til 1968, í Prentsmiðju Hafnarfjarðar til 1976 og í Skákprenti til 1978. Jón Már var meðeigandi og framkvæmdastjóri í setningar- stofunni Acta hf. í Hafnarfirði frá 1978 til 1984. Hann var síðan verkstjóri í Félagsprentsmiðjunni hf. til 1991. Jón Már veiktist al- varlega og fór í mikla skurð- aðgerð 1991. Að lokinni endur- hæfingu starfaði hann síðan í hlutastarfi hjá Heimaþjónustunni í Reykjavík við umönnun eldra fólks til dauðadags. Jón Már gekk ungur í frímúrarastúkuna Hamar í Hafnarfirði. Hann sinnti einnig ýmsum trúnaðarstörfum fyrir prentara. Hann var í stjórn prentnemafélagsins 1953–1955, í skemmtinefnd og félagsheimila- nefnd HÍP 1962–1964, gjaldkeri HÍP og í trúnaðarmannaráði 1964–1966. Formaður starfs- mannafélags Prentsmiðjunnar Odda og Sveinabókbandsins 1966–1968. Jón Már var trúnað- armaður í Sókn frá 1995. Síðan var hann trúnaðarmaður og í trúnaðarráði hjá Eflingu til 2002. Útför Jóns Más verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hvaleyrarholtið í Hafnarfirði 1961, þar sem Helga rak einnig Húllsaumastofuna, verslun og sauma- stofu. Börnin eru: 1) Finnur Logi Jóhanns- son, smiður og bú- fræðingur, f. 22.1. 1956, kvæntur Odd- nýju Höllu Haralds- dóttur myndlistar- kennara og eiga þau þrjár dætur, Helgu, f. 1983, Huldu, f. 1986, og Hörpu, f. 1990. 2) Þorvaldur Ingi við- skiptafræðingur, f. 3.3 1958, kvæntur Dís Kolbeinsdóttur við- skiptafræðingi, þeirra sonur er Ingi Már, f. 1990. Dóttir Dísar er Erna Hlíf, f. 1980. Þorvaldur var áður kvæntur Bergþóru Árna- dóttur tónlistarmanni. Börn Bergþóru eru Birgitta, f. 1967, og Jón Tryggvi, f. 1971. 3) Helgi Már, f. 15.9. 1961, d. 28.2. 1994. Sonur Helga er Sindri Hrafn, f. 1990, móðir Berglind Víðisdóttir hjúkrunarfræðingur. Fyrrver- andi eiginkona Helga er Stein- unn Baldursdóttir leikskólastjóri. 4) Jóhanna Marín sjúkraþjálfari, f. 11.7. 1965. Fyrrverandi eig- inmaður er Aurelio Ferro arki- tekt. Þeirra börn eru Agnes Helga María, f. 1988, Arianna, f. 1992, og Jón Már, f. 1995. 5) Ingibjörg Agnes hárgreiðslu- kona, f. 14.2. 1975, sambýlismað- Ég sat um kvöld og horfði út á haf og hugsaði um Jesús kvöl og pínu. Ég nýtti allt það vit, sem guð mér gaf og gerði krossmark fyrir brjósti mínu. Ofangreint erindi, úr ljóði eftir skáldið góða, flaug mér í hug, er ég fregnaði andlát yngsta bróður míns, sem lést á afmælisdegi móður okk- ar, 27. sept. sl. Að vísu kom þetta mér ekki svo mjög á óvart, því þegar hann lagðist undir hnífinn, hinn 16. sept. sl, í þriðja sinn á nokkrum ár- um vegna ósæðargúls, hafði ég strax á tilfinningunni, að hann mundi ekki lifa slíkan holskurð af, eftir allt, sem á undan var gengið. Nú stend ég einn uppi, elstur af 5 alsystkinahópi, ásamt hálfsystur okkar samfeðra, sem við vissum ekkert af, fyrr en fyrir nokkrum ár- um. Má nærri geta, að söknuður minn er sár og þótt tengsl okkar Máa, en svo var hann kallaður af ættingjum og vinum frá fyrstu tíð, hafi ekki verið jafn mikil og náin og vera hefði mátt, þótti mér vænst um hann af öllum mínum systkinum, enda hafði hann alla kosti, sem ég hafði ekki. Hann var ljúfur maður í umgengni, strangheiðarlegur, hrekklaus og hvers manns hugljúfi. Þó kom stöku sinnum fyrir, að hann stökk upp á nef sér út af einhverjum smámunum sem öngruðu hann, en jafnan á þann veg, að vekja bros á vörum viðstaddra. En í góðra vina hópi, í samkvæmum af ýmsum toga, svo sem afmælisveislum barna sinna og síðar barnabarna, fermingar- veislum og öðrum slíkum, var hann hrókur alls fagnaðar og var ófeim- inn að standa upp og halda skemmtilega ræðustúfa, við góðar undirtektir viðstaddra. Ungur að árum fetaði hann í fótspor föður okkar og bróður og gekk í frímúr- araregluna í Hafnarfirði, en þótt hann uppljóstraði því aldrei, í hverju sú regla væri fólgin, hefur hann vafalaust þar öðlast mikla reynslu í að eiga vinsamleg sam- skipti við annað fólk, enda bar öllum saman um, að hann ætti auðvelt með koma fólki í gott skap, með ljúf- mannlegri framkomu. Þegar móðir okkar dó, tæplega fertug, var hann á fjórða árinu og varð því lengst okkar systkinanna að búa við hörkulegar uppeldisað- ferðir stjúpu okkar, sem tók við stjórn heimilisins ári síðar. Og þótt ströng væri, tókst henni aldrei að bæla niður alla þá góðu eiginleika, sem honum voru meðfæddir. Hann komst því klakklaust yfir unglings- árin og lærði prentiðn að gagn- fræðanámi loknu og vann í mörg ár við þá iðn, bæði í Odda, Prentsmiðju Hafnarfjarðar, Félagsprentsmiðj- unni og víðar, sem setjari. Árið 1957 kvæntumst við báðir systrum frá Eskiholti í Borgarfirði, mestu dugnaðarkonum, ég Guðrúnu 30. mars og hann Helgu 1. október, á afmælisdegi föður hennar. Þá rak Helga Húllsaumastofuna á Grund- arstíg 4 í Reykjavík, en fljótlega hófu þau að byggja stórt og glæsi- legt hús á Svalbarði 3 í Hafnarfirði og þegar það var tilbúið, flutti hún starfsemina þangað. Reksturinn gekk ágætlega og margir viðskipta- vinir hennar í Reykjavík, héldu við- skiptunum áfram þar. Hagur þeirra jókst jafnt og þétt og gátu leyft sér ýmislegt, sem þau gátu ekki áður, eignuðust fallegt innbú og gátu farið í utanlandsferðir, er þau langaði til. Á næstu árum eignuðust þau 4 mannvænleg börn saman, en Finn Loga átti hún áður. Þangað lögðum við Gunna mín oft leið okkar frá Keflavík. Þar nutum við ætíð mik- illar gestrisni, enda voru systurnar ákaflega samrýndar. Í mörgum hús- unum á „holtinu,“ eins og það var kallað, eignuðust þau marga góða vini, sem héldu tryggð við þau æ síð- an. Þar á meðal var Ólafur H. Frið- jónsson og Katla, sem bjuggu í næstu götu neðan við Svalbarðið. Hann og Mái brölluðu ýmislegt saman, sömdu skemmtiþætti og léku m.a. saman í kvikmynd. Ekki höfðu þau Helga búið í mörg ár á Svalbarðinu, er þau hófu að reisa sér sumarbústað í landi prent- ara við Laugarvatn og þar áttu þau og börnin margar skemmtilegar samverustundir á sumrum. En þeg- ar tölvutæknin fór að ryðja sér til rúms, í kringum 1976, setti Mái á laggirnar lítið fyrirtæki; Acta, sem gekk ágætlega til að byrja með, en einhverra hluta vegna, kannski í og með vegna þess, að hann var ekki nógu „harður nagli“ til að innheimta með hörku útistandandi skuldir, neyddist hann til að hætta þeim rekstri, með umtalsverðum halla. Þetta var nú ekki það versta, heldur hitt, að árið 1978 fær Helga heila- blæðingu og deyr, aðeins 47 ára að aldri. Þá missti hann alla fótfestu í lífinu, hún hafði ætíð verið drif- akkerið hans og barnanna. Nú hóf- ust erfiðir tímar, því hann vantaði allt sjálfstraust, Helga hafði ávallt haft alla stjórn heimilisins á sínum herðum. En með samheldni hans og barnanna, tókst þeim að yfirstíga mestu erfiðleikana. Í fyrstu sá eldri dóttir hans, Jóhanna Marín, þá ein- ungis 13 ára, um heimilishaldið og þótt erfitt væri, jafnframt skóla- göngu, tókst henni það þrekvirki, að halda í horfinu, enda lagðist rekstur Húllsaumastofunnar af, sem hafði árum saman verið mikil tekjulind. Til að létta ábyrgðinni af herðum dóttur sinnar, réð hann til sín ráðs- konu, sem annaðist öll heimilisverk- in eftir það, um nokkurt skeið. Kannski hafði elskulegur bróðir minn ekki mikið fjármálavit, en hon- um þótti innilega vænt um börnin sín og barnabörnin, þegar þau komu til sögunnar og ekki síður þeim um hann. En vegna fjárhagsörðugleika og að eldri börnin voru „flogin úr hreiðrinu,“ seldi hann húsið á Sval- barðinu með trega og flutti, ásamt ráðskonunni, í litla íbúð að Ölduslóð 17 og ekki mörgum árum síðar í enn minna húsnæði í Köldukinninni. Mörgum árum síðar seldi hann sum- arbústaðinn, en sú kvöð fylgdi hon- um, að ekki var hægt að selja hann öðrum en einhverjum úr prentara- stéttinni. Á Máa voru lagðar miklar byrðar og mótlæti í lífinu og hefðu margir kiknað undan slíku álagi, en hann lét það aldrei buga sig – og þó veit mað- ur það ekki, því hann bar aldrei harma sína á torg. Árið 1989 var hann skorinn upp, vegna ósæðar- gúls í kviðarholi og var fljótur að ná sér eftir þá aðgerð og brátt farinn að vinna á fullu, en 1991 lagðist hann aftur undir hnífinn, í það sinn með gúl nálægt hjartanu, var allur flett- ur í sundur og aðgerðin tekin upp á myndband, sem sýnt var á lækna- þingi á Ítalíu síðar. Á tímabili eftir þessa miklu aðgerð, var honum vart hugað líf, en með jákvæðu hugarfari og sterkum lífsvilja, tókst honum um síðir að komast á fætur aftur og þótt endurhæfingin tæki langan tíma, varð hann glaður yfir því, að geta séð barnabörnin sín vaxa úr grasi og eiga með þeim ánægjulegar samverustundir. Eftir síðustu að- gerðina var hann dæmdur 75% ör- yrki og hætti þá að vinna við prent- verkið, en sneri sér að því að sinna sjúkum og sorgmæddum, hafði gott lag á að umgangast slíka einstak- linga. Þá hafði hann einn síns liðs, fengið inni í einni íbúð í SEM-hús- unum við Sléttuveg, fyrst nr. 3 og síðar nr. 7, en þar bjó hann til dauðadags. En árið 1994, varð hann fyrir enn einu reiðarslaginu. Það ár missti hann yngri son sinn, Helga Má, á 33. aldursári, í blóma lífsins, vegna hjartastopps. Ég held að þetta hafi orðið honum sársaukafyllra en öll veikindi hans sjálfs og dregið úr honum mikinn mátt. En þegar sorg- arferlinu lauk, hófst hann handa við að gera vandaða, myndskreytta minningabók um son sinn og vann að henni að mestu leyti sjálfur. Svo reyndi hann að njóta lífsins, sem framundan var, fyrst og fremst með því að umgangast börnin sín og barnabörnin sem mest og varpa birtu inn í líf þeirra, eftir bestu getu. Eftir að hann var orðinn öryrki, fór hann að sýsla við eldamennsku, bjó til vöfflur og eldaði oft hreinasta lostæti úr ýmsu hráefni og bjó til og skreytti ljúffengar brauðtertur, sem hann veitti gestum í litlum sam- kvæmum í sambandi við afmæli barnanna eða önnur hátíðleg tæki- færi. Trúarstyrkur Máa var mikill og í öllu andstreyminu aflaði hann sér styrks í bæninni, sem veitti bæði honum og öðrum andlegan styrk og jafnvægi. Að endingu votta ég öllum að- standendum míns kæra bróður, mína dýpstu samúð og bið góðan guð að veita þeim kraft í sorginni. Sigurgeir Þorvaldsson. Sál mín fylgir þér, uns hún nær þér að lokum í skýjum uppi. Að við séum að skilja, ástin mín, þar skjátlast þér. Þetta ljóð er úr bókinni Japönsk ljóð frá liðnum öldum, sem þú gafst mér fyrir 20 árum og hefur fylgt mér æ síðan. Elsku hjartans pabbi minn, svona byrjaði ég oft bréfin sem ég skrifaði þér frá Ítalíu. Ég fann þau þegar ég, systkini mín, tengdadætur þínar og Birna vinkona þurftum með hjartað fullt af sorg og augun full af tárum að taka saman þínar veraldlegu eig- ur. Ég þakka guði fyrir það að hafa í gegnum tíðina sagt þér það hvað ég elska þig heitt og hvað þú ert mér og okkur öllum mikils virði og munt verða um ókomna tíð. Ég er pabba- stelpa. Þú ert stóri pabbi minn með mjúka faðminn þinn, sem ég gat alltaf leitað til og sagt öll mín leynd- armál án þess að vera hrædd um að þú mundir dæma mig, góði, kær- leiksríki pabbi sem kenndir mér að hlæja, gráta, syngja, dansa, syrgja og allt þar á milli. Þú kenndir mér að finna til með öðrum, að tala aldrei illa um nokkkurn mann, að sjá alltaf það góða í öllu og að hvað svo sem kæmi fyrir myndi sólin alltaf skína á ný. Það er mér, börnunum mínum og öllu því fólki stóru og smáu sem tengdist þér svo sterkum böndum styrkur í okkar djúpu sorg. Þú sagð- ir aldrei, og ég veit að þú hugsaðir það ekki heldur, að lífið væri þér miskunnarlaust, þrátt fyrir að þú hefðir misst móður þína þegar þú varst aðeins á fjórða árinu og átt erfiða æsku. Þú komst með þinni meðfæddu hjartagæsku til manns og giftist mömmu. Þá var hún 28 ára og átti einn son og þú varst 25 ára. Þú gekkst Finnsa bróður í föðurstað og sást til þess að hann hefði sam- band við föður sinn og hans fjöl- skyldu. Þau urðu síðan fjölskyldu- vinir okkar. Ég skildi það þegar ég varð fullorðin að þarna sýndir þú mikinn þroska og mannkærleik, þú vildir stuðla að velferð allra. Eftir 20 ára farsælt hjónaband misstir þú mömmu, þú varst aðeins 44 ára gamall og með fimm börn á heim- ilinu, Ingibjörg systir aðeins á fjórða árinu. Veröldin hrundi hjá okkur. Á næstu 10–15 árum gengu í garð erfiðir tímar. Þú misstir nánast allar veraldlegar eigur þínar, allt það sem þú og mamma höfðuð byggt upp í sameiningu. En það sem verra var; þú misstir heilsuna. Þú sem alltaf hafðir verið svo heilsuhraust- ur. Svo misstir þú Helga bróður 1994. Þrátt fyrir þetta allt hélt lífið áfram hjá þér og fyrir 10 árum end- urheimtum við þig pabbi minn og áttum með þér ógleymanlegar stundir þar sem mikið var hlegið og sungið og líka grátið og faðmlög og kossar gefin og þegin í ríkum mæli. Stundum fengum við okkur gott rauðvín og kannski einn tvo bjóra, það þótti þér svo gott. Við borðuðum saman góðan mat og þá varst þú yf- irkokkurinn. Fórum í sund, leikhús og gerðum ýmislegt saman sem gef- ur lífinu gildi. Þú fylgdist alltaf með því sem var að gerast í bænum og varst svo duglegur að drífa þig og hafðir svo gaman af öllu. Í apríl 1994, nokkrum mánuðum eftir að Helgi bróðir dó, skrifa ég þér … „Ég vil segja þér elsku pabbi minn að ég hef hugsað mikið um æsku og uppeldi okkar krakkanna og það er alltaf að renna betur upp fyrir mér hvað þú hefur verið okkur stórkostlegur faðir og það er ekki síst þér að þakka, elsku pabbi minn, hvað við krakkarnir eigum auðvelt með að umgangast fólk og hvað við eigum öll marga og góða vini og sennilega líka það hvaða ævistörf við höfum valið okkur og hvað okkur er hugleikið allt sem viðkemur mannlegum samskiptum. Ég vil að þú vitir það elsku pabbi minn að við eigum þér svo margt að þakka. Oft vill gleymast að segja það sem ligg- ur á hjarta. En allt það sem dunið hefur yfir okkur núna minnir okkur á það að við verðum að tala alltaf frá hjartanu og vera ekki að geyma það. Ég er svo stolt af þér og dáist að því hvað þú stendur þig vel þrátt fyrir allt og allt“ … og það gerðir þú fram á síðustu stund. Þín elskandi dóttir að eilífu, Jóhanna Marín. Elsku besti pabbi minn. Við erum nýflutt út til Noregs, rétt að koma okkur fyrir þegar Jó- hanna systir hringir út og segir að þú, elsku pabbi minn, sért kominn í aðgerð. Þessi dagur var erfiður, að vera svona langt í burtu og bíða í von og óvon. Það var komið fram á kvöld og loksins var hringt. Þú varst búinn að vera allan daginn í aðgerð, þér var vart hugað líf en þú varst svo duglegur. Við lifðum alltaf í von- inni en svo þurfti að skera þig aftur og þá kom kallið. Þú varst búinn að standa þig svo vel en þetta var of mikið. Já elsku pabbi minn þú sem varst á leiðinni til okkar en nú veit ég að þú verður alltaf hjá okkur og munt passa okkur börnin þín öll. Margs er að minnast og sem bet- ur fer eigum við margar og góðar minningar um þig. Þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar, alltaf jafn létt- ur og kátur. Allar skemmtilegu sög- urnar af þér, t.d. þegar þú labbaðir út á Borgarspítala um miðja nótt eftir að hafa gengið í svefni og læst þig úti, þegar þú varst að prófa gsm- símann þinn og hringdir í sjálfan þig, þegar þú vildir ekki trufla manninn hjá Tal á aðfangadag til að tala inn á talhólfið þitt og þegar þú komst til mín niður á stofu þegar dekkið hafði rúllað undan bílnum þínum. Já pabbi minn, þær eru margar og skemmtilegar sögurnar af þér og þú gerðir mest grín að þér sjálfur og hlóst svo bara að öllu sam- an. Þetta er góður kostur og ég held að þú hafir kennt okkur börnunum þínum að taka lífinu passlega hátíð- lega. Þú varst svo góður og vildir allt fyrir alla. Kærleiksríkur og hélst utan um mann, hlýr og inni- legur, kysstir okkur og knúsaðir og vafðir okkur hlýju og ástúð. Elsku pabbi minn, þinn kærleikur lifir með okkur börnunum þínum og barna- börnum sem elskuðu þig svo heitt. Betri pabba og afa er ekki hægt að hugsa sér. Ég bið góðan guð að venda þig og geyma, við vitum að það var vel tekið á móti þér, elsku pabbi minn. Ég elska þig alltaf. Þín dóttir Ingibjörg Agnes. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, JÓN MÁR ÞORVALDSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.