Morgunblaðið - 11.10.2002, Page 47
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 47
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Með þessum orðum langar mig að
kveðja tengdaföður minn Jón Má
Þorvaldsson og þakka honum alla
hans gæsku gegnum árin. Megi all-
ar þær hlýju kveðjur og óskir, sem
hann færði mér í lífinu, fylgja hon-
um inn í eilífðina.
Oddný.
Elsku afi minn sem hjálpaðir okk-
ur svo mikið að læra og vera hjá
okkur því pabbi okkar býr svo langt
í burtu. Ég man þegar þú komst til
okkar og bjóst til svo góðar fiskiboll-
ur handa okkur. Þú varst alltaf hjá
okkur á jólunum og hjálpaðir
mömmu að elda matinn og last á
pakkana og kortin og komst með
okkur í kirkjuna að hlusta á mig og
Ariönnu syngja. Hvernig verða
þessi jól án þín? Við áttum heima
hjá þér í næstum ár þegar við flutt-
um heim frá Ítalíu, það var svo
öruggt og gott. Hvernig verða af-
mælin okkar, ættarmótin og sam-
komur án þín? Ég sakna þín strax
svo mikið, afi minn. En ég veit að þú
ert á góðum stað núna hjá ömmu
Helgu, Helga frænda og mömmu
þinni og pabba. Það verður svo erfitt
núna hjá okkur án þín, en við verð-
um að hjálpast að öll fjölskyldan.
Ég gleymi þér aldrei, afi minn,
þín
Agnes Helga María Ferro.
Afi minn er bestur í heimi. Og býr
til bestu afabollur í heimi. Það var
svo gott að kúra hjá þér og horfa á
fótboltann í sófanum Það var svo
gaman að gista hjá þér og fara með
þér í Kolaportið og í bæinn og sund.
Það eru svo góðar minningar sem ég
mun aldrei gleyma. Guð geymi þig
fyrir mig. Þinn nafni
Jón Már Ferro.
Ég átti besta afa í heimi. Hann
hjálpaði mér oft að læra undir próf-
in. Hann gerði bestu afabollur í
heimi og var alltaf hjá okkur þegar
mamma var einhvers staðar á fundi
eða skemmta sér. En nú verður afi
ekki með okkur í afmælum, jólum og
öllu. Ég sakna þín strax, en ég veit
að þú passar okkur alltaf. Ég veit að
þú ert núna á góðum stað hjá ömmu
Helgu, mömmu þinni og pabba og
guði.
Þín
Arianna Ferro.
Elsku afi, ég bið guð og alla engl-
ana að passa þig. Ég veit að mamma
á eftir að segja mér hvað þú varst
góður afi minn, sýna mér myndir og
tala mikið um þig. Því ég er svo lítill
ennþá og fékk svo lítið að kynnast
þér. En ég veit að þú átt eftir að
passa mig og amma líka.
Þinn litli
Róbert Helgi.
Elsku afi, við söknum þín. Við
minnumst allra jólanna, þegar við
krakkarnir fengum að draga pakka
af jólastrengnum. Það var alltaf svo
gaman þegar þú birtist óvænt hjá
okkur og hafðir gengið yfir dalinn
þér til hressingar.
Flottu brauðterturnar þínar
vöktu athygli og aðdáun. Þú bjóst til
mjög góðar fiskbollur sem þú gafst
okkur við ýmis tækifæri. Þú varst
alltaf glaður og hress í öllu sem við
gerðum saman.
Elsku afi, við geymum allar fal-
legu minningarnar um þig í hjörtum
okkar.
Guð geymi þig.
Helga, Hulda og Harpa.
Afi Jón, en svo var Jón Már ávallt
nefndur á mínu heimili, er dáinn.
Þessi orð voru mér þungbær þegar
ég þurfti að segja syni mínum þau
föstudagskvöldið 27. september sl.,
en það er okkur huggun í sorginni
að vita að vel verður tekið á móti
honum á nýju tilverustigi.
Ég var 18 ára þegar ég kynntist
Jóni Má og tengdumst við þá strax
sterkum böndum sem alla tíð síðan
hafa verið mér ómetanleg. Þessi
stóri maður, með þessi fallegu augu
og hlýjan faðm átti strax vísan stað í
mínu hjarta. Breitt bros og stórt
hjarta voru hans einkenni.
Mig langar að þakka þér, elsku
Jón minn, fyrir allan þann stuðning
sem þú veittir mér þegar Sindri
minn kom í heiminn og fyrir alla
þína ást og umhyggju til hans.
Þakka þér fyrir elskulegheitin, öll
fallegu jólakortin og falleg orð til
okkar Knúts og barna okkar í gegn-
um árin. Takk fyrir öll fjölskyldu-
boðin sem þú hefur boðið okkur í og
þannig alltaf látið okkur finnast við
vera hluti af þessari yndislegu fjöl-
skyldu. Takk fyrir að kenna Sindra
mínum að gleðjast yfir því smáa og
að andleg verðmæti eru þau verð-
mætustu af öllum verðmætum.
Takk fyrir að hafa verið stráknum
mínum svona yndislegur afi.
Af eilífðar ljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri’ en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Benediktsson.)
Elsku Jón, minning þín mun lifa í
mínu hjarta um alla framtíð. Valdi,
Jóhanna, Finnur og Ingibjörg, ég
sendi ykkur mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Kveðja,
Berglind Víðisdóttir.
Haustið 1996 flutti ég ásamt fjöl-
skyldunni á Sléttuveg nr. 7 í
Reykjavík, eitt af leiguhúsum Ör-
yrkjabandalagsins. Fljótlega varð á
vegi mínum maður sem ég minntist
ekki að hafa hitt áður. Við skiptumst
á nokkrum orðum og hann bauð
okkur velkomin í húsið. Hann var á
þeim dögum að brasa við bíl sem
hann átti og kominn var til ára
sinna. Hann gerði góðlátlegt grín að
sjálfum sér og þeirri vandræðalegu
bílútgerð sem hann glímdi við. Ekki
löngu síðar losaði hann sig við bílinn
og fór eftir það gangandi og í strætó
eins og ég og var áreiðanlega afar
feginn. Maðurinn hét Jón Már Þor-
valdsson.
Jón átti eftir að verða mikill vinur
okkar og aufúsugestur við ýmis
tækifæri. Það fylgdi honum þess-
háttar hlýja og mannkærleikur, sem
vekur í senn aðdáun og gleði yfir því
að enn hlotnist manni sá auður að
kynnast nýju og góðu fólki. Við
borðuðum saman skötu fyrir jólin
eða jafnvel steik þegar við vildum
gera okkur glaðan dag og drukkum
kaffi og átum rjómapönnukökur af
engu tilefni. Á hátíðisdögum orti
hann fallegar vísur til Valgerðar
dóttur okkar. Svo spillti það auðvit-
að ekki fyrir að við höfðum líkar
skoðanir á þjóðmálunum og málefn-
um þeirra sem minna mega sín þjóð-
félaginu. Réttlætiskennd hans var
fullkomlega fordóma- og öfundar-
laus. Hann taldi ósæmilega farið
með þá sem af heilsufarsástæðum
geta ekki tekið þátt í samfélaginu á
sama hátt og hinir hraustu.
Jóns er sárt saknað á mínu heim-
ili og mikil er eftirsjáin að hafa ekki
komið því í verk að bjóða honum í
heimsókn til okkar, eftir að við flutt-
um á Akranes.
Við Jóhanna og börnin sendum
afkomendum og vandamönnum
Jóns okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Helgi Guðmundsson.
Góður vinur okkar er dáinn. Við
þökkum samfylgdina og vinátt-
una. Það var ómetanlegt að fá að
eiga fjölskyldu Jóns Más og
Helgu að vinum, ekki sízt í sam-
eiginlegum sælureit í Miðdal, sem
Helga naut því miður allt of stutt.
Minningin lifir. Sendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur til af-
komenda Jóns Más og Helgu.
Kristján, Sóley og börn.
HINSTA KVEÐJA
✝ Anna Ingadóttirfæddist í Reykja-
vík 29. apríl 1929.
Hún lést á Landspít-
alanum 1. október
síðastliðinn. Foreldr-
ar Önnu voru Guð-
laug Erlendsdóttir, f.
16. apríl 1901, d. 25.
maí 1948, og Ingi
Halldórsson, f. 15.
ágúst 1895, d. 28.
nóvember 1981, bæði
búsett í Reykjavík,
þar sem Ingi starfaði
lengst af sem bak-
arameistari. Systkini
Önnu voru Svava Nielsen Inga-
dóttir, f. 13. maí 1926, d. 16. ágúst
1968, og Hulda Ingadóttir, f. 25.
október 1927, d. 11. apríl 1971.
Anna giftist 4. júní 1949 Ólafi
Sverrissyni, fyrrverandi kaup-
félagsstjóra á Blönduósi og í
Borgarnesi og stjórnarformanni
Sambands íslenskra samvinnu-
félaga um skeið, f. 13. maí 1923.
Foreldrar Ólafs voru Sigurlaug
Guðmundsdóttir, f. 24. júlí 1890,
d. 18. mars 1971, og Sverrir Gísla-
son, f. 4. ágúst 1885, d. 24. mars
1967, bóndi á Hvammi í Norður-
árdal í Borgarfirði og í mörg ár
formaður Stéttarsambands
bænda.
Anna og Ólafur eignuðust fimm
börn. Þau eru: 1) Sverrir Ólafsson
PhD, sérfræðingur hjá British
Telecom, f. 28. október 1950,
maki Shameem Ólafsson, f. 6.
febrúar 1955. Börn þeirra eru
Natalía, f. 4. nóvember 1987, og
Yasmeen, f. 20 nóvember 1991. 2)
Hulda Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari,
MBA, f. 5. júní 1953, maki Stefán
Stefánsson, f. 8. janúar 1953.
Börn þeirra eru Stefán Ingi, f. 7.
ágúst 1976, og Óafur, f. 29. sept-
ember 1984. Hulda á
soninn Sverri, f. 30.
desember 1970, með
Tryggva Jóhanns-
syni, f. 17. október
1952. Sverrir á dótt-
urina Svanlaugu
Birnu, f. 28. október
1993, barnsmóðir
Guðrún H. Ólafs-
dóttir, f. 16. maí
1972. 3) Ingi Ólafs-
son dr. scient, að-
stoðarskólastjóri, f.
26. desember 1954,
maki Ragnhildur Ás-
geirsdóttir, f. 9. maí
1956. Börn þeirra eru Ásgeir, f.
29. maí 1979, Arnar, f. 28. júní
1984, og Viðar, f. 8. apríl 1986. Ás-
geir á dótturina Elenu Dís, f. 2.
nóvember 2001. Barnsmóðir
Tinna Bessadóttir, f. 25. febrúar
1978. 4) Ólafur Ólafsson, forstjóri,
f. 23. janúar 1957, maki Ingibjörg
Kristjánsdóttir, 29. janúar 1962.
Börn þeirra eru Anna Rakel, f. 27.
september 1985, Birta, f. 11. mars
1992, og Ólafur Orri, f. 12. október
1995. 5) Anna Elísabet Ólafsdóttir,
matvæla- og næringarfræðingur,
MBA, f. 2. júlí 1961, maki Viðar
Viðarsson, f. 21. mars 1956. Börn
þeirra eru, Sævar Logi, f. 7. febr-
úar 1988, og Bjarki, f. 15. júní
1995. Anna Elísabet á soninn Ívar
Örn, f. 18. febrúar 1985, með Lár-
usi Elíassyni, f. 20 maí 1959.
Anna ólst upp í Reykjavík. Hún
stundaði nám í Kvennaskólanum í
Reykjavík. Árin 1948 til 1955
bjuggu Anna og Ólafur í Reykja-
vík, 1958 til 1968 á Blönduósi,
1968 til 1984 í Borgarnesi og síð-
an 1984 í Reykjavík.
Útför Önnu fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Með miklum söknuði kveð ég Önnu
Ingadóttur, tengdamóður mína og
kæran vin. Það er mér huggun harmi
gegn að í hvert sinn er ég hugsa til
þessa vinar míns, hlýnar mér um
hjartaræturnar og það færist gleði-
bros yfir andlitið. Anna hefur alla tíð
verið mér og fjölskyldu minni stoð og
stytta í gleði og sorg, mótlæti og með-
byr. Minningin um okkar fyrstu
kynni standa mér ljóslifandi fyrir
hugskotssjónum. Ég heimsótti Önnu
Elísabetu, nú eiginkonu mína og dótt-
ur þeirra hjóna Önnu og Ólafs, en hún
var þá stödd á heimili þeirra í Borg-
arnesi. Heimilið var stórt, bjart,
glæsilegt, en umfram allt hlýtt. Þegar
ég kvaddi seinna um kvöldið, sveif ég
á brott í gleði og bjartsýni um að mér
tækist að vinna hug dótturinnar og
ekki skyggði á sú tilhugsun, hvers
konar öðlingar foreldrar hennar voru.
Það er skemmst frá því að segja að
mál þróuðust þannig að ég eignaðist
nýja vini í Önnu og Ólafi fyrir lífstíð.
Sá vinahópur átti eftir að stækka því
þau hjón eiga fjögur önnur glæsileg
börn og jafnmörg tengdabörn, sem
öll eru Önnu Ingadóttur til sóma og
voru henni óendanlega kær.
Eins og sólin er miðja sólkerfisins,
var Anna miðjan í hópi skyldmenna
og venslafólks. Hún var óþrjótandi
uppspretta samheldni og gleði. Hún
leit aldrei á neitt sem vandamál, ein-
ungis verkefni til úrlausnar. Hún var
fljót að hlaupa til og styðja við bakið á
vinum sínum, sem á þurftu að halda
og er ég viss um að flestir þeir sem til
Önnu þekkja, geta sagt margar sögur
þar að lútandi. Anna var alltaf sú sem
skildi, aldrei sú sem ásakaði. Ég á ótal
margar ljúfar minningar um þessa
glæsilegu konu. Þær mun ég rækta,
því þær sefa mína sorg og söknuð.
Viðar Viðarsson.
Tengdamóðir mín Anna Ingadóttir
er látin 73 ára að aldri. Anna hélt sí-
fellt allri fjölskyldunni í örmum sér og
studdi alla í þeim erfiðleikum sem
upp komu. Einstök samheldni og
samstaða innan fjölskyldunnar voru
Önnu mikið gleðiefni. Á þessari sorg-
arstund þarfnast fjölskylda Önnu
meiri aðhlynningar og styrktar en
nokkru sinni áður. Allir sakna þess-
arar glaðlyndu og hartahreinu konu.
Eitt sem lýsti Önnu vel gerðist árið
1997 þegar ég fór aftur í háskóla. Þá
þurftum við Sverrir að gera ráðstaf-
anir með börnin, Natalíu og Yasm-
een, sem þá voru tíu og sex ára. Eftir
athugun á nokkrum möguleikum
hringdi ég í Önnu og spurði hvort hún
og Ólafur vildu búa hjá okkur í eitt ár
og gæta barnanna. Anna þurfti ekki
lengi að hugsa málið. Jákvætt svar
kom næstum því samstundis. Árið
sem þau dvöldu hjá okkur var frá-
bært. Við nutum þess að hafa Önnu
og Ólaf á heimilinu og endurlífga
þannig gömlu góðu dagana heima á
Íslandi. Anna og Ólafur komu oft í
heimsókn til okkar. Eftir að heilsu
Ólafs tók að hraka kom Anna oftast
ein og dvaldi þá hjá okkur í viku til tíu
daga í senn.
Fráfall tengdamóður minnar skilur
eftir stórt skarð í fjölskyldunni og
mikinn og djúpan sársauka. Það
skarð verður aldrei bætt. Síðan Anna
lést hefur mikið verið grátið. En þeg-
ar tárin þorna verður eina sárabótin
sú að minningarnar um þessa góðu og
hjartastóru konu verða aldrei teknar
frá okkur. Megi allt sem getur hugg-
að á svona erfiðri stundu vera með og
styðja Ólaf og alla stóru fjölskylduna
hennar Önnu Ingadóttur.
Shameem Ólafsson.
Elskuleg amma okkar er dáin. Við
getum ekki trúað því að þetta hafi
gerst. Amma var alltaf svo lífsglöð og
jákvæð. Ekkert var ómögulegt í
hennar augum. Þegar við áttum bágt,
eða illa gekk með einhverja hluti, blés
amma í okkur krafti og hvatti okkur
áfram. Okkur leið alltaf betur eftir að
hafa talað við ömmu.
Okkur þótti sérstaklega skemmti-
legt að vera með ömmu og afa í sum-
arbústaðnum þeirra. Best þótti
ömmu þegar öll barnabörnin voru þar
í einu. Þá var hávaðinn mestur og þá
naut amma sín best. Það var aldrei
neitt mál að elda fyrir alla og baka svo
pönnukökur á eftir. Allir fengu líka
svefnpláss, en þeir sem ekki fengu
rúm tjölduðu bara í garðinum. Það
fannst okkur mest spennandi.
Amma og afi ferðuðust mikið með
okkur mömmu og pabba. Þeim fannst
spennandi að sjá nýja og ævintýra-
lega staði og kynnast nýju fólki. Sú
okkar sem er eldri man eftir nætur-
ferð okkar um skóglendi í Tansaníu
og Kenía. Flugvél sem átti að taka
okkur frá Arusha í Tansaníu til Nair-
óbí í Kenía flaug yfir án þess að taka
okkur með. Í staðinn var okkur út-
vegaður leigubíll. Þetta gat verið
hættuleg ferð þar sem fólk hafði verið
rænt á leiðinni. Mikið er um villidýr á
svæðinu og þurftum við tvisvar að
stoppa til að hleypa ljónum yfir veg-
inn. Ég man hvað það var gott að sitja
við hliðina á henni ömmu og halda í
höndina á henni í þessari ferð.
Við söknum ömmu óskaplega mik-
ið. Minningarnar um góðu tímana
sem við áttum saman verða ætíð með
okkur. Við vonum að afa og öllum í
fjölskyldunni líði eins vel og mögulegt
er á þessum sorglegu dögum.
Natalía og Yasmeen.
Mér var brugðið þegar ég fékk þær
fréttir að Anna væri látin. Ég talaði
við hana kvöldið áður en hún lést og
lét hún þokkalega af sér þrátt fyrir að
vera í erfiðri meðferð. En símtalið var
ekki aðeins um hvernig henni liði,
heldur þurfti hún að fá að vita hvernig
öllum liði í kringum mig og þá sér-
staklega yngsta barnabarninu sem
fæddist með hjartagalla. Hún gladd-
ist með mér yfir því að allt gengi vel
hjá okkur.
Ólafi og Önnu kynntumst við fjöl-
skyldan þegar við fluttum til Borg-
arness fyrir meira en tveimur áratug-
um. Nokkrum dögum eftir að við
komum þangað hringdi hún til okkar
og bauð okkur velkomin. Fjölskyld-
unni var boðið í mat og ef við þyrftum
að fara að heiman þá væru börnin vel-
komin að dvelja hjá þeim á meðan við
værum í burtu. Það er ómetanlegt að
kynnast slíku fólki þegar flutt er á
nýjan stað þar sem maður þekkir
engan.
Þau hjónin sinntu fjölskyldu sinni
af mikilli alúð og voru glöðust þegar
allir voru saman, ungir sem aldnir. Þá
var oft kátt í höllinni.
Þau kynntu okkur fyrir að ég tel
aðaláhugamáli sínu, en það var sum-
arbústaðurinn þeirra, sem þau nýttu
mjög vel ásamt allri sinni góðu fjöl-
skyldu og áttum við margar skemmti-
legar stundir með þeim þar, sem varð
svo til þess að við urðum seinna ná-
grannar þeirra með okkar sumarbú-
stað. Ólafur hefur ekki aðeins misst
eiginkonu sína heldur sinn besta vin.
Við hjónin og börnin okkar biðjum
Guð að vera með fjölskyldunni allri og
þökkum einlæga vináttu til margra
ára.
Auður.
ANNA
INGADÓTTIR