Morgunblaðið - 11.10.2002, Side 51

Morgunblaðið - 11.10.2002, Side 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 51 ✝ Martina ErnaSiegfriedsdóttir fæddist í Magdeburg í Þýskalandi 27. júlí 1934. Hún lést á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi 3. október síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjónin Siegfried Ulbrich, f. 13. janúar 1901, og Gisela Ulbrich fædd Lüdicke, f. 2. desem- ber 1908. Systur Martinu eru Almut Kühl, f. 1936, og Heidi Jedelsky, f. 1939. Martina giftist 23. júlí 1957 Daníel Sigurðssyni, f. 17. septem- ber 1926, d. 21. maí 1985. Börn þeirra eru: 1) Jónína Gisela Herta, f. 1958, gift Jóhanni Ingólfssyni, f. 1957. Dóttir hennar frá fyrra hjónabandi er Thorana Elín Dietz, f. 1978, sambýlismaður hennar er Þorsteinn Jónsson, f. 1976. Börn Jónínu og Jóhanns eru Ósk, f. 30. júní 1987, d. 30. júní 1987, Heiða Björk, f. 1988, Ingólfur, f. 1990, og Ólöf Lovísa, f. 1992. 2) Sigurður Marteinn, f. 1959, kvæntur Þór- unni Björk Einarsdóttur, f. 1959. Börn þeirra eru Andri Martin, f. 1983, Eyþór Dan, f. 1994, og Elín Huld, f. 1996. 3) Þröstur Sigfreður, f. 1962, kvæntur Helgu Báru Magnúsdóttur, f. 1966. Dóttir hans frá fyrra hjónabandi er Hrafnhildur Ýr, f. 1983. Börn Þrastar og Helgu Báru eru Ari Þór, f. 1988, Daníel, f. 1991 og Ar- on Ingi, f. 1994. 4) Hanna Guðríður, f. 1963, gift Ámunda Inga Ámundasyni, f. 1961, börn þeirra eru María Lovísa, f. 1983, og Pétur Daníel, f. 1988. 5) Kristján Gunnar Helmut, f. 1966. 6) Daníel, f. 1971. Martina ólst upp í Magdeburg, en eftir heimsstyrjöldina síðari fluttist hún til Büceburg því heimili hennar var eitt þeirra er sprengd voru upp í stríðinu. Eftir fermingu á pálmasunnudag árið 1950 sótti móðir hennar hana til Þýskalands, en hún hafði þá dvalið á Íslandi í einhvern tíma. Martina var fyrst í vist hjá Brodda Jóhannessyni, svo hjá Ásgeiri Ásgeirssyni forseta á Bessastöðum og starfaði á Landa- koti þar til hún giftist Daníel Sig- urðssyni. Var hún heimavinnandi að mestu leyti þar til hann lést. Eft- ir það starfaði hún í matvöruversl- uninni Grímsbæ, þar til hún lét af störfum sökum heilsubrests. Útför Martinu verður gerð frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Martina systir okkar er látin. Það er sárt fyrir okkur sem eftir erum að hún sé farin, en hvíld fyrir hana eftir langa baráttu við krabbamein. Martina fæddist í Magdeburg og sleit barnskónum í Þýskalandi. Pabbi okkar féll í stríðinu þegar Martina var 10 ára gömul. Heimili okkar var eyðilagt af sprengjum. Stuttu seinna fluttum við til ann- arrar borgar. Mamma var hjúkrun- arfræðingur og fann hún sér starf á Íslandi. Martina kom til Reykjavík- ur árið 1950, 15 ára gömul. Stríðs- árin og örlögin réðu því að sam- bandið milli okkar systranna var sérstaklega náið. Það minnkaði ekki þegar við Almut fluttum aftur til Þýskalands með mömmu okkar. Martina bjó og starfaði fyrstu ár- in á Íslandi á heimili Brodda Jó- hannessonar. Þar kynntist hún ís- lensku heimilis- og samkvæmislífi. Broddi reyndist ungu stúlkunni vel. Árið 1957 giftist hún Daníel Sig- urðssyni og var hjónaband þeirra mjög hamingjuríkt. Daníel dó fyrir aldur fram árið 1985. Martinu þótti alltaf gaman að heimsækja ætt- ingjana í Þýskalandi en heima vildi hún eiga á Íslandi. Þau Daníel eign- uðust sex myndarleg börn. Við syst- urnar í Þýskalandi erum ánægðar með að hafa haldið svona góðu sam- bandi við þau öll og í framtíðinni munu þau minna okkur á systur okkar. Martina unni blómum og fuglum. Pabbi, sem var náttúrufræðingur, annaðist vel um elstu dóttur sína og sýndi henni ungri gróður og fugla heima í Elbe-dalnum sem hún gleymdi aldrei. Síðustu árin þegar hún hafði meiri tíma fyrir sig þótti henni gaman að rækta blóm og fylgjast með fuglum sem hún þekkti vel. Oft fór hún á bókasafn til þess að fá bækur um líf á Íslandi fyrr á tímum. Við töluðum oft um þennan liðna tíma í íslensku þjóðlífi og sendi hún okkur myndbönd með þjóðleg- um þáttum. Nú biðjum við þess að systir okk- ar fái að hvíla í friði. Megi vernd- arenglar vaka yfir þér Tinchen. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Minning þín mun lifa áfram í huga okkar. Þínar systur Almut og Heidi. Elsku amma, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Ég vil að þú vitir hvað ég er þakklát fyrir þessar síðustu stundir sem við áttum saman. Mér þótti alltaf gott að koma til þín í heimsókn, og þegar við vorum einar gátum við stundum spjallað um allt milli himins og jarð- ar. Skemmtilegast fannst þér samt að tala um lífið og gömlu dagana í Þýskalandi. Við rifjuðum líka upp tímana þeg- ar ég var lítil stelpa í pössun hjá ömmu sinni. Ég man að þú bakaðir ekki oft, en fyrir mig bjóstu stund- um til möndluköku sem mér þótti sérstaklega góð og best þótti mér þegar þú leyfðir mér að borða dálít- ið af deiginu. Ég minnist þess líka hversu auð- velt þú áttir með að umgangast fólk og hversu vel fólki leið í návist þinni. Þú varst alltaf opin, hrein og bein og iðulega að grínast að sjálfri þér fyrir bjagaða íslensku eða mismæli. Elsku amma, það er von mín að núna sért þú komin til afa sem þú saknaðir svo sárt og að Ósk litla systir mín sé með ykkur. Ég mun alltaf sakna þín. Þín Þórana. Elsku amma, þegar ég minnist þín og þeirra stunda sem við áttum saman kemur vikan sem ég dvaldi ásamt þér hjá systrum þínum í Þýskalandi fyrst upp í hugann. Þessi ferð er mér ógleymanleg og í henni kynntist ég þér enn betur. Þið systurnar voruð frábærar og skemmti ég mér konunglega. Stuttu seinna fóru veikindin að gera vart við sig og smám saman varð mér ljóst að þeim skiptum, sem þú drægir fram myndaalbúmin þín, færi fækkandi. En þeir sem þekktu þig ættu að kannast við hve gaman þér þótti að sýna okkur barnabörn- unum myndir af forfeðrum. Þetta vakti mig til umhugsunar og hef ég reynt að leggja mig fram um að taka hversdagsleikann ekki sem sjálf- sagðan hlut. Þrátt fyrir að þú sért ekki lengur meðal okkar hér á jörðu muntu allt- af lifa í minningunni. Þín verður saknað á næstu nemendasýningu, en þú sást þér alltaf fært að mæta og studdir mig í dansinum. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig að, sakna þín. Þín dótturdóttir María Lovísa. Elsku amma okkar, en hvað er sárt að vera búin að missa þig. Við barnabörnin eigum þér svo mikið að þakka. Þú varst alltaf svo góð við okkur öll og þegar við komum stundum í mat eldaðir þú þessa ljúf- fengu kjötsúpu sem öllum þótti svo góð. Nú ertu lögst í þína hinstu hvílu. Vertu sæl elsku amma og þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með þér, megir þú hvíla í Guðs friði. Þín barnabörn, Heiða Björk, Ingólfur og Ólöf Lovísa. Ég kynntist Martínu vinkonu minni þegar ég og Nína dóttir henn- ar vorum unglingar, þá var Martína að ala upp börnin sín sex, en ég kynntist henni enn betur þegar hún hóf að vinna hjá okkur hjónum í Matvörubúðinni Grímsbæ 1985, þá var hún nýorðin ekkja. Það voru viss forréttindi að fá að kynnast Mart- ínu. Hún sagði okkur hjónunum margar sögur af því sem hún þurfti að ganga í gegnum í stríðinu, liggja í felum í kjöllurum, hafa lítið sem ekkert að borða og tala ekki um þegar pabbi hennar var skotinn í stríðinu. Martína var mjög trúuð og góð kona og vildi öllum vel. Hún hafði líka skemmtilegan húmor og kom okkur oft til að hlæja. Árin okkar í Grímsbæ var skemmtilegur tími. Martína var mjög góður og heiðarlegur starfs- kraftur. Hún sá um mjólkina, ostinn og grænmetið og stóð sig frábær- lega. Við Martína höfðum mikið samband eftir að við hjónin hættum í Grímsbæ, þá rákum við söluturn vestur í bæ og kom hún oft að heim- sækja mig og færði mér kjötsúpu. Ég fór til hennar í hádeginu á hverj- um degi í þrjá mánuði og við borð- uðum saman. Martína veiktist alvarlega í júlí í fyrra. Þá greindist hún með krabba- mein og gekk í gegnum erfiða með- ferð með hetjuskap. Í fyrrasumar komu systur hennar tvær sem búa í Þýskalandi og fjölskyldur þeirra og héldu ættarmót fyrir norðan. Hún fór norður þrátt fyrir veikindi sín. Martína átti góða að. Börnin hennar önnuðust hana við sjúkra- beðið. Hún naut góðrar umönnunar á líknardeildinni í Kópavogi og lést þar 3. október. Við vottum börn- unum hennar, fjölskyldum þeirra og systrum hennar innilegustu samúð. Þorgerður og fjölskylda. MARTINA ERNA SIEGFRIEDSDÓTTIR Horfinn er á braut góður félagi og vinur. Gunnar Steingrímsson var einn af stofnfélög- um í Lionsklúbbnum Frey árið 1968. Á ferli sínum í Frey voru honum fal- in trúnaðarstörf í öllum nefndum klúbbsins, var formaður starfsárið 1977–1978. Til marks um hve mikið traust var til Gunnars borið má geta þess að hann hefur verið í fjáröfl- unar- og líknarnefnd samfellt frá árinu 1983 þar af formaður tvö starfsár. Árið 1975 var Gunnar for- maður nefndar klúbbsins sem þá var falið að sjá um umdæmisþing lions sem er mjög viðamikið starf. Gunnar var sæmdur æðsta heiðursmerki lionshreyfingarinnar, Melvin Jones- skildinum, árið 1993. Auk þess að vera lionsfélagi þess sem þetta ritar var Gunnar einnig vinnufélagi. Hann var einstakt ljúf- menni, samviskusamur og ósérhlíf- inn til allra verka. Á vinnustað naut hann ómældrar virðingar, ekki bara sem yfirmaður heldur frekar fyrir kosti sína. Gunnars verður sárt saknað. Við lionsfélagarnir sendum Dóru, dætr- unum og öðrum ættingjum samúðar- kveðjur. F.h. Lionsklúbbsins Freys Gunnar Kr. Gunnarsson. GUNNAR H. STEINGRÍMSSON ✝ Gunnar H. Stein-grímsson skrif- stofustjóri fæddist í Kaupmannahöfn 5. desember 1929. Hann lést á líknar- deild Landakotsspít- ala 4. október síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Bú- staðakirkju 10. októ- ber. Um sjö tugir ára eru liðnir síðan við Gunnar vorum settir saman út í blómagarð, sem þá var framan við gamla prestsbústaðinn í Görð- um á Álftanesi, og við höfum fylgzt að síðan. Mæður okkar Oddný og Þorbjörg voru syst- ur. Eftir lát móður minnar 1934 voru sterkar taugar sem tengdu mig Oddnýju móður hans allt hennar líf, og vinátta Gunnars var sem sjálfsagður hlutur. Nú er hann farinn eftir mjög erfið veikindi síðustu ára. Hann var hár maður vexti og bar sig vel, fríður sýnum og góðlegur í allri framkomu, lét ekki bera á því, þótt hann skipti skapi, og lagði ávallt jákvætt til mála. Hann vildi öllum gott gera og síðustu vikurnar, er hann var orðinn mjög þjáður, spurði hann þá sem heimsóttu hann og hjúkrunarfólkið, hvort hann gæti ekki gert eitthvað fyrir það. Með skóla vann hann ýmsa vinnu, en tvö sumur var hann á togara með Hall- dóri Ingimarssyni skipstjóra. Á yngri árum lærði hann svifflug og hafði mikla ánægju af, en hætti því er lífsstarfið hófst. Við unnum saman sumarið 1950 í Hvalstöðinni og eftir það vann hann verzlunarstörf, þar af 45 ár sem fulltrúi framkvæmda- stjóra hjá O. Johnson & Kaaber hf. Hann var vel liðinn af eigendum, samstarfsmönnum og þeim sem hann átti samskipti við. Við sem eftir stöndum vottum Halldóru Óladóttur og fjölskyldu samúð og kveðjum vammlausan mann og drúpum höfði í þögn. Halldór Guðmundsson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGFÚS SIGFÚSSON, Gröf, Víðidal, sem andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi sunndaginn 29. sept- ember, verður jarðsunginn frá Undirfellskirkju laugardaginn 12. október kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Sigfúsdóttir, Helgi Ingólfsson, Benedikt Sigfússon, Skúli Sigfússon, Jóhanna Sigfúsdóttir, Erlendur Sigtryggsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HÓLMSTEINS SIGURÐSSONAR frá Ytri-Hofdölum. Inga Hólmsteinsdóttir, Sigurður Hólmkelsson, Sigríður Hólmsteinsdóttir, Davíð Helgason, Marteinn Hólmsteinsson, Stella Guðbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Alúðarþakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru móður og tengdamóður, MARGRÉTAR HRÓBJARTSDÓTTUR, Bröttugötu 12, áður Gvendarhúsi, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Theodór Guðjónsson, Esther Jónsdóttir, Þuríður Selma Guðjónsdóttir, Engilbert Halldórsson, Guðrún Kristín Guðjónsdóttir, Páll Pálmason, Hallfríður Erla Guðjónsdóttir, Þorgeir Magnússon. Elskulegur bróðir minn, faðir okkar og afi, GUÐMUNDUR GÍSLASON bóndi, Kársstöðum í Helgafellssveit, sem andaðist á St. Franciskusspítalanum fimmtudaginn 26. september, verður jarðsunginn frá Narfeyrarkirkju, Skógarströnd, laugardaginn 12. október. Gísli Gíslason, Gunnar Guðmundarson, Margrét Guðmundardóttir, Jóhannes Ásbjarnarson og afabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.