Morgunblaðið - 11.10.2002, Síða 68

Morgunblaðið - 11.10.2002, Síða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Háhraðasítenging við Netið MÖGULEGT er að boðið verði upp á grænlenskar rjúpur á heimilum landsmanna um jólin en Verndar- sjóður villtra laxastofna (NASF) undirbýr nú slíkan innflutning í sam- vinnu við samtök veiðimanna á Grænlandi. Orri Vigfússon, formað- ur NASF, segir að nú sé verið að ganga frá leyfi í landbúnaðarráðu- neytinu, en embætti yfirdýralæknis hafi þegar heimilað tilraunainnflutn- ing á 6.000 rjúpum. Gert er ráð fyrir að innflutningurinn hefjist í nóvem- ber. Orri segist telja að á Íslandi sé markaður fyrir allt að 60–80.000 rjúpur á ári hverju, veitingamenn bíði nú þegar spenntir eftir fyrstu sendingunni. Grænlenski rjúpna- stofninn hafi verið minna rannsak- aður en aðrir stofnar, en margir telji að hann standi vel og víða sé mikið af rjúpu á Grænlandi. Veiðarnar muni aðallega fara fram á vesturströnd landsins. Aðspurður hvers vegna NASF komi að þessu verkefni segir Orri að verndun villtra laxa í sjó sé höfuðverkefni sjóðsins, sem hafi keypt eða yfirtekið veiðikvóta í flest- um löndum umhverfis N-Atlantshaf. Sjóðurinn vinni að því að finna ný at- vinnutækifæri fyrir veiðimenn sem áður veiddu lax í net. Höfuðáhersla sé lögð á sjálfbærni stofna. Rjúpan kemur laxinum til bjargar Þannig hafi NASF t.d. tekið þátt í því að byggja upp veiðar og vinnslu á Grænlandi auk veiða á grásleppu og snjókrabba. Rjúpnaverkefnið hafi verið í undirbúningi síðustu 2–3 ár og því megi segja að rjúpan komi laxinum til bjargar. Orri segist reikna með að fara til Grænlands á næstu dögum en þá muni sérfræðingar samtaka veiði- manna á Grænlandi skoða og velja veiðisvæðin og útfæra málið í sam- ráði við heilbrigðisyfirvöld þar í landi. „Mikill spenningur er fyrir þessu verkefni, ekki síst þar sem við erum með tvöfalda verndarsamn- inga sem eru atvinnuskapandi á svæðum þar sem skilyrði fyrir at- vinnurekstur eru erfið, nema um sé að ræða umhverfisvænar og sjálf- bærar veiðar og ferðamennsku. Ef þessi tilraun tekst vel er um að ræða beinan og óbeinan hagnað fyrir 1.800 lögbýli á Íslandi auk þess að skapa Grænlendingum tekjur,“ segir Orri. Hann vísar þar í að á Íslandi hafi 1.800 lögbýli tekjur af laxveiðihlunn- indum. Ef enginn lax sé veiddur í sjó fari fiskurinn upp í ár á Íslandi og í öðrum löndum við N-Atlantshafið til að hrygna. Þannig megi efla laxveiði úr ám og um leið atvinnulíf í landinu. Grænlenskar rjúpur í verslanir Verndarsjóður villtra laxastofna undirbýr innflutning VERULEGUR samdráttur er yfir- vofandi á augnlækningadeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss þar sem 25–30 milljónir króna vantar upp á til reksturs deildarinnar út nóvem- ber og desember. Samdrátturinn mun einkum koma niður á sjúklingum sem eru á biðlista eftir aðgerð en mun ekki bitna á inni- liggjandi sjúklingum, bráðaþjónustu eða hálfbráðaþjónustu. Um eitt þús- und manns eru á biðlista eftir að- gerð, flestir vegna ísetningar gervi- augasteins. 5–6 mánaða bið er eftir aðgerð og er útlit fyrir að hún muni lengjast en ekki er vitað hve mikið. Friðbert Jónasson, yfirlæknir á augnlækningadeild, segir að á næstu tveimur vikum þurfi deildin að fara að draga saman starfsemina ef ekki takist að fá það fé sem vantar upp á. Að svo komnu máli er ekki útlit fyrir að til uppsagna komi á deildinni. Árlega eru gerðar um 1.300–1.400 aðgerðir á deildinni, eða 3–4 á dag að meðaltali, en ekki er vitað hve mikið þeim muni fækka vegna samdrátt- arins. Enn er þó haldið úti fullri starfsemi og er ekki byrjað að til- kynna fólki á biðlistum um það sem í er í vændum. Fjárskortur á augnlækningadeild Landspítalans Verulegur samdráttur yfirvofandi PÖNNUKÖKUR með tómöt- um, ætiþistlum og fisksalati, rabarbarafíkjusúpa og fleiri framandi tilbrigði við hefð- bundnar íslenskar matarupp- skriftir er að finna í nýrri mat- reiðslu- og fræðibók, The Culinary Saga of New Iceland, Recipes from the Shores of Lake Winnipeg (Matargerðar- saga Nýja-Íslands – uppskriftir frá bökkum Winnipeg-vatns). Bókin er eftir Vestur-Íslend- inginn Kristinu Olafson-Jenk- yns, sem síðastliðinn sunnudag fékk gull- og silfurverðlaun Cuisine Canada, samtaka sér- fræðinga innan veitinga- og matvælaiðnaðarins. Auk upp- skrifta að séríslenskum réttum, sem fylgdu Íslendingum til Vesturheims um 1875, safnaði Kristin mörgum tilbrigðum við upprunalegu uppskriftirnar. Uppskrift- ir að arf- leifðinni  Matargerð/B2 HVASST var undir Eyjafjöllum í gær eins og sjá má á myndinni, sem tekin var við Seljalands- skála, þar sem fossarnir hrein- lega fuku upp og í vesturátt undan sterku austan rokinu. Bú- ist er við mikilli rigningu á Suð- urlandi í dag og eru vegagerð- armenn í viðbragðsstöðu því óttast er að skemmdir geti orðið á vegum og brúarmannvirkjum vegna vatnavaxta. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Fossarnir fjúka upp VEIRUSÝKING með kvefein- kennum og meltingartruflunum er nú að ganga, að sögn Jörundar Kristinssonar, heilsugæslulæknis á heilsugæslustöðinni í Efstaleiti og á Læknavaktinni. Einkennin eru hálssærindi, beinverkir og höfuð- verkur og oft væg ógleði og jafnvel uppköst eða niðurgangur. Jörund- ur segir að fyrst hafi byrjað að bera á þessum einkennum fyrir um þremur vikum. Ekki sé um far- aldur að ræða, en talsvert margir hafi leitað til læknis vegna þessara einkenna síðustu þrjár vikur. Jörundur segir að yfirleitt gangi veikindin yfir á um viku, en melt- ingarfæraeinkennin geti verið langvinn og standi í nokkra daga. Einstaka hafi fengið í lungun, í kinnholur eða eyru samfara sýk- ingunni, en það séu mjög fáir. „Þetta gengur yfir af sjálfu sér og það þarf yfirleitt ekki að sækja til læknis. Þetta lagast ekki við sýkla- lyfjagjöf og gengur yfir á um viku. Ef fólk fær fylgikvilla eða sjúk- lingar verða mjög illa haldnir er sjálfsagt að leita læknis,“ segir Jörundur. Hann segist ekki telja að þetta sé sama veirusýking og hafi gert vart við sig á Hrafnistu- heimilunum í Reykjavík og Hafn- arfirði. Byrjað að bólusetja gegn inflúensu fljótlega Aðalatriðið sé að fólk fari vel með sig, taki tillit til veikindanna og fari ekki af stað of snemma. Einnig þurfi fólk að gæta þess að innbyrða nægan vökva. Jörundur segir að byrjað verði að bólusetja við inflúensu fljótlega, síðustu tvö ár hafi inflúensan verið mjög seint á ferðinni og ekki sé búist við að hún láti á sér kræla fyrr en eftir áramót. Veirusýk- ing með kvefi og meltingar- truflunum MÓÐIR og dætur hennar tvær, 8 og 9 ára gamlar, sem slösuðust al- varlega í bílslysinu í Skutulsfirði síðastliðinn sunnudag, létust allar í gær á Landspítalanum í Fossvogi, samkvæmt upplýsingum sem feng- ust hjá sjúkrahúsinu í gærkvöldi. Þær höfðu legið meðvitundarlausar á gjörgæsludeild spítalans í fjóra daga. Slysið varð í Kirkjubólshlíð, utan við Bása í Skutulsfirði, upp úr klukkan 14 á sunnudag þegar jeppi, sem mæðgurnar voru í ásamt fjór- um öðrum, valt. Ökumaður jeppans missti stjórn á honum er kerra, sem hann dró, fauk til. Fimm manns slösuðust og voru fluttir til Ísafjarð- ar en þar var tekin ákvörðun um að senda mæðgurnar til Reykjavíkur með þyrlu Gæslunnar. Lögreglan á Ísafirði annast rannsókn á slysinu. Ekki er unnt að greina frá nöfn- um hinna látnu að svo stöddu. Umferðarslysið í Skutulsfirði á sunnudag Mæðgurnar létust á sjúkrahúsi í gær

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.