Morgunblaðið - 06.12.2002, Síða 1

Morgunblaðið - 06.12.2002, Síða 1
STOFNAÐ 1913 286. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 mbl.is Barnastjarna áHvanneyri Katrín Sigurðardóttir 10 ára sendir frá sér plötu Fólk 68 Jón Gnarr stígur fram á ritvöllinn með Plebbabókina Daglegt líf 4 Tengdur Íslandi Knattspyrnustjóri Everton hefur oft komið til Íslands Íþróttir 3 JACQUES Chirac Frakklandsforseti stað- festi í gærkvöld, að ríkisstjórnir Frakk- lands og Þýzkalands hefðu komið sér sam- an um að leggja til, að Tyrkjum yrði boðið að hefja viðræður um aðild að Evrópusam- bandinu um mitt ár 2005, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Chirac sagði það vera sameiginlega af- stöðu stjórnvalda í París og Berlín að ætla að leggja það til við bandamenn sína í hin- um ESB-ríkjunum að þeir ákvæðu á leið- togafundi í lok árs 2004, á grundvelli mats- skýrslu framkvæmdastjórnar sambands- ins, hvort Tyrkir hefðu náð nægilegum árangri í að nálgast það að uppfylla aðild- arskilyrðin. „Ef það verður tilfellið gætu aðildarviðræður hafizt í júlí 2005,“ sagði Chirac á blaðamannafundi í París eftir við- ræður við Anders Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, sem gegnir for- mennsku í ESB þetta misserið. Yasar Yakis, utanríkisráðherra Tyrk- lands, kvaðst ekki vera ánægður með tillög- una. „Við myndum ekki samþykkja þetta,“ sagði hann. „Þetta er undir Evrópusam- bandinu komið en það verður mjög erfitt að útskýra þetta fyrir almenningi í Tyrk- landi.“ AP Anders Fogh Rasmussen, forsætisráð- herra Danmerkur, og Jacques Chirac Frakklandsforseti á fundi í París í gær. Leggja til að- ildarviðræður við Tyrki 2005 París, London. AFP. AÐ MINNSTA kosti 17 manns létu lífið í stórhríð sem geisaði í gær á austurströnd Bandaríkjanna frá Massachusetts suður til Texas. Rúm milljón heimila í Norður- og Suður-Karólínu varð rafmagnslaus þeg- ar tré féllu á rafmagnslínur. Mörgum skólum var lokað vegna óveðursins og þúsundir bíla festust í snjósköflum. Bandaríkjamaður beitir hér hundi fyrir sleða barna sinna við þinghúsið í Washington-borg. Reuters Vetrarhret í Washington LJÓST er að sameining SR-mjöls og SVN mun leiða til hagræðingar í rekstri, sem vart getur þýtt annað en fækkun fiskimjölsverksmiðja. „Ég vil ekki tjá mig um það á þessu stigi hvar komið gæti til frekari lokunar verksmiðja, umfram það sem þegar hefur verið ákveðið á Reyðarfirði,“ segir Finnbogi Jóns- son, formaður stjórnar SR-mjöls. Kristinn V. Jóhannsson, stjórn- arformaður Síldarvinnslunnar, rit- ar pistil um stöðu fiskimjölsiðn- aðarins á heimasíðu SVN. Þar segir hann: „Nú er starfandi á Íslandi 21 fiskimjölsverksmiðja, flestar nýjar eða endurbættar og með afkasta- getu upp á 1.000 tonn eða meira á sólarhring. Það þýðir að ársaf- kastageta þeirra er milli 6 og 7 milljónir tonna á ári, en þær vinna úr um það bil einni og hálfri milljón tonna, sem þýðir að meðalnýtingin er innan við 25 prósent. Það er að sjálfsögðu óviðunandi til lengdar.“ Ljósmynd/Friðþjófur Helgason Fækkun verksmiðja UNNIÐ er að sameiningu Síld- arvinnslunnar í Neskaupstað og SR-mjöls. Gangi hún eftir verður til fyrirtæki með um 300.000 tonna aflakvóta í uppsjávarfiski, loðnu, kolmunna og síld, hið lang- stærsta á því sviði á Íslandi. Verðmæti þessara heimilda upp úr sjó gæti verið um 2,3 milljarðar króna miðað við að afl- inn færi allur til bræðslu og fyrir hann yrðu greiddar 7.500 krónur á tonnið. Útflutningsverðmæti yrði þá líklega tvöfalt meira eða 4,6 milljarðar króna. Verðmætin geta orðið enn meiri með vinnslu til manneldis. Saman myndu fyrirtækin eiga 6 fiskimjölsverksmiðjur á svæð- inu frá Siglufirði og réttsælis um landið allt vestur í Helgu- vík á Reykja- nesi. Sameigin- leg velta félaganna á þessu ári er um 11 milljarð- ar króna og hagnaður um 1,6 millarðar. Mikil eignatengsl eru milli þessara félaga tveggja og Sam- herja. Saman eiga Samherji og SVN um 43% í SR-mjöli og Sam- herji er langstærsti hluthafinn í Síldarvinnslunni sé hlutdeildar- félag hans, Snæfugl, talið með. Þessi félög, Samherji, Síldar- vinnslan og SR-mjöl, og dóttur- og hlutdeildarfélög þeirra, ráða yfir um 35% loðnukvótans, 43,6% kolmunnakvótans, 36,4% í norsk- íslenzku síldinni og 33,3% í Ís- landssíldinni. Í tonnum talið gætu heimildir félaganna þriggja í loðnu numið um 310.000 tonn- um, nálægt 120.000 tonnum af kolmunna, um 36.000 tonnum af síld við Ísland og um 47.000 tonn- um af norsk-íslenzku síldinni. Í allt í kringum 500.000 tonn af uppsjávarfiski sem er nálægt þriðjungi heildaraflans. Verð- mæti 500.000 tonna upp úr sjó gæti verið um 3,8 milljarðar króna og 7,6 milljarðar í útflutn- ingsverðmætum. Eiga 300.000 tonna kvóta í uppsjávarfiski Unnið að sameiningu Síldarvinnslunnar og SR-mjöls  Sameinað/14                           SAMNINGAMENN stjórnarinnar á Sri Lanka og tamílskra skæruliða lofuðu í gær varanlegum friði á eyj- unni eftir að hafa náð tímamóta- samkomulagi um að vinna að stofn- un sambandsríkis þar sem tamílski minnihlutinn fengi sjálfstjórn í eig- in málum. Þetta var niðurstaða fjögurra daga friðarviðræðna sem lauk í Ósló í gær eftir margra mán- aða tilraunir Norðmanna til að binda enda á borgarastyrjöld sem hefur kostað yfir 60.000 manns lífið á nítján árum. Þjóðfrelsishreyfing tamíl-tígr- anna hefur barist fyrir sjálfstæðu ríki tamíla í norður- og austurhluta Sri Lanka frá 1983 en hefur nú fall- ið frá kröfunni um aðskilnað gegn því að tamílar fái „verulega sjálf- stjórn“ í eigin málum. Lofa friði á Sri Lanka Ósló. AP, AFP. FARSÍMI varð 23 ára grískum smala til bjargar þegar hann klifraði upp í tré á flótta undan banhungruðum úlfaflokki, að sögn grískra fjölmiðla í gær. Smalinn Teofilos Amarantidis var á asna á leiðinni frá yfirgefnu þorpi við landamærin að Búlgaríu þegar hann tók eftir stórum úlfi sem elti hann. Hann stökk þá af baki asnans og flúði upp í kast- aníutré en allar bjargir virtust bannaðar þegar um 20 glorsoltnir úlfar umkringdu hann. Það var þá sem smalanum hugkvæmd- ist að hagnýta sér tæknina og nota farsím- ann til að hringja í bróður sinn sem mætti með byssu og fældi vargana burt. Úlfarnir fóru þó ekki með tóman maga því að þeir átu tíu geitur áður en þeir héldu til Búlg- aríu. Farsíminn bjargaði smalanum Aþenu. AFP. ♦ ♦ ♦ Á plebbalegum nótum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.