Morgunblaðið - 06.12.2002, Side 12

Morgunblaðið - 06.12.2002, Side 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ LÁTINN er í Reykja- vík Reynir Ármannsson fv. póstfulltrúi. Reynir var sonur Ármanns Eyjólfssonar trúboða og Guðrúnar Reinalds- dóttur verkakonu. Reynir fæddist 11. ágúst 1922 og ólst upp í Reykjavík. Hann starf- aði í meira en hálfa öld hjá Pósti og síma í Reykjavík en einnig á Keflavíkurflugvelli. Reynir tók virkan þátt í félagsmálum. Hann var formaður Póstmannafélags Íslands 1970–1976, formaður Neytenda- samtakanna 1976–82. Þá var hann um skeið formaður félagsins Ís- land–Ísrael og Nátt- úrulækningafélags Reykjavíkur. Þá sat hann í stjórnum Heilsuhælisins í Hveragerði, Vel- unnarafélags Borgar- spítalans og Fugla- verndarfélags Íslands. Eiginkona Reynis var Stefanía Guð- mundsdóttir en hún lést 1999. Hann eign- aðist fimm börn sem öll eru á lífi. Andlát REYNIR ÁRMANNSSON FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ og hagdeild ASÍ deila um hvaða áhrif hækkun gjalds á tóbaki og sterku áfengi hefur á skuldir heimilanna. Hagdeild ASÍ heldur því fram að skuldir heimilanna hækki um 0,3% og greiðslubyrðin aukist að jafnaði um 0,3% á ári að öðru óbreyttu vegna hækkana á áfengi og tóbaki. Þessu er mótmælt í vefriti fjár- málaráðuneytisins, sem kom út í gær. Þar segir að fráleitt sé að halda því fram að hækkun gjaldsins leiði til hliðstæðrar hækkunar á skuldum heimilanna og greiðslubyrði lána með þeim hætti sem gert hafi verið m.a. af hálfu ASÍ. Bent er á að hafa verði í huga að þessar gjaldahækkanir leiði til hækkunar neysluverðsvísitölunnar til skamms tíma en hafi hvorki áhrif á undirliggjandi verðbólgu né verð- lagsþróun til lengri tíma litið. Gera megi ráð fyrir að verðbólga verði undir verðlagsmarkmiðum Seðla- bankans næstu tvö ár. Einnig er bent á að gjaldahækkanirnar treysti af- komu ríkissjóðs og stuðli þannig að auknum stöðugleika sem aftur muni hamla gegn verðbólgu. Hagdeild ASÍ birti svo yfirlýsingu síðdegis í gær þar sem þessum skrif- um fjármálaráðuneytisins er mót- mælt. Segir þar að hagdeild ASÍ standi fast við útreikninga sína. „Það er beinlínis rangt sem haldið er fram í vefriti fjármálaráðuneytis- ins að hækkun neysluverðsvísitölu leiði ekki til hliðstæðrar hækkunar á verðtryggðum skuldum heimilanna. Það er ennfremur villandi að ein- stök hækkun neysluverðsvísitölu leiði ekki til varanlegrar hækkunar á höf- uðstóli verðtryggðra skulda, eins og fjármálaráðuneytið lætur í veðri vaka. Slík hækkun leiðir strax til hækkunar á höfuðstól verðtryggðra skulda og hækkar þar með greiðslu- byrði lánanna til frambúðar.“ Fjármálaráðuneytið og hagdeild ASÍ Deilt um áhrif verðhækk- ana á skuldir heimilanna TUTTUGU og eitt olíuskip hefur lagst að bryggju hér við land það sem af er þessu ári samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni og öll þeirra leggjast að á suðvesturhorninu. Skipin sem hingað koma eru á bilinu 4–15 þúsund tonn að stærð og er flutninsgeta þeirra samsvarandi. Þess má geta að olíuflutningaskipið Prestige sem sökk undan spænsku Atlantshafsströndinni fyrir tæpum tveim- ur vikum var með 77 þúsund tonn af olíu innan- borðs. Evrópusambandið birti á dögunum lista yfir 66 skip sem sögð eru of hættuleg til að sigla á evr- ópsku hafsvæði og er listinn birtur á vef fram- kvæmdastjórnarinnar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa a.m.k. tvö þessara skipa komið hingað til lands á síðustu árum, annað þeirra er fraktskip en hitt olíu- flutninga- og eiturefnaskip. Samkvæmt nýjum reglum Evrópusambandsins og Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar, IMO, er gerð krafa um að olíuskip séu með tvöfaldan byrð- ing. Reglurnar taka gildi í þrepum en eftir 2015 mega skip með einfaldan byrðing ekki lengur leggj- ast hér að landi. Mjög mikið öryggi er í því fólgið að hafa tvöfaldan ytri byrðing. Ef ytra lag skipsins rofnar er annað fyrir innan sem kemur í veg fyrir leka. Að sögn Helga Jóhannessonar, forstöðumanns hjá Siglingastofnun Íslands, ber fulltrúum stofn- unarinnar að fara um borð í a.m.k. fjórðung þeirra skipa sem hingað koma. Skipin eru skoðuð hátt og lágt og frágangur farms, skírteini, búnaður og fleira kannaður. Reglurnar gilda bæði um skip sem skráð eru í Evrópu og þau sem skráð eru annars staðar og leggjast hér að. Engar reglur sem skylda skip að sigla úti fyrir ákveðnum svæðum Engar reglur eru hins vegar til í dag sem skylda skip til að sigla úti fyrir ákveðnum svæðum í kring- um landið. Nefnd sem skipuð var af samgöngu- ráðuneyti til að fjalla um aðskildar siglingaleiðir skilaði af sér áliti í árslok 2000 en tillögur nefnd- arinnar hafa enn ekki komið til framkvæmda. Að sögn Helga Jóhannessonar miðuðu þær m.a. að því að skip sigldu fjær landi, sérstaklega úti fyrir Reykjaneshrygg. Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri í sam- gönguráðuneytinu, segir að talsvert hafi verið unn- ið með tillögurnar án þess að komist hafi verið að niðurstöðu um reglur um siglingaleiðir. „Það var farið mjög ítarlega yfir þetta með skipa- félögunum, Hollustuvernd, Landhelgisgæslunni og fleiri.“ Hún segir að í ljós hafi komið að kostnaðurinn við framkvæmd þeirra hefði orðið of mikill, m.a. í ljósi tillagna um breytta stjórnsýslu, en undirstrikar að verið sé að vinna að málinu innan ráðuneytisins. Skip með hættulegan varning tilkynni um ferðir sínar Samgönguráðherra hefur á hinn bóginn lagt fyr- ir Alþingi frumvarp til laga um vaktstöð siglinga sem komið yrði á hér á landi. Henni er ætlað að vera miðstöð skipaumferðar í íslenskri lögsögu og halda utan um stjórnun hennar. Í lögunum er m.a. kveðið á um að öll skip sem sigla inn í íslenska efnahagslögsögu með hættu- legan og mengandi varning umfram ákveðið magn tilkynni um ferðir sínar með tilteknum fyrirvara. Þá hefur umhverfisráðherra lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um verndun hafs og stranda þar sem m.a. er að finna sérákvæði um varnir og við- brögð gegn bráðamengun sjávar. Í lögunum er einnig að finna ákvæði þar sem seg- ir að samgönguráðherra verði heimilt, að höfðu samráði við umhverfisráðherra, dómsmálaráð- herra og sjávarútvegsráðherra, að setja reglugerð um siglingar skipa innan mengunarlögsögu Íslands sem flytja olíu eða hættulegan varning. Að sögn Ingimars Sigurðssonar, skrifstofustjóra hjá umhverfisráðuneytinu, stendur einnig til að gefa út vákort af ströndum landsins þar sem verður að finna allar upplýsingar sem koma að gagni verði mengunaróhapp. Verið er að útbúa kort af suður- og vesturströnd landsins og hefur það þegar verið kynnt hlutaðeigandi aðilum. 21 olíuskip hefur lagst að bryggju hérlendis það sem af er þessu ári Tvö skip af bannlista ESB hafa komið til Íslands NÚ ber kennsluhald í skólum skýr merki þess að jólin eru í nánd. Jólaseríur og alls kyns skreytingar hanga uppi og bera sköpurum sínum, nemendunum, fagurt vitni. Jólunum fylgja líka próf og þá er betra að hafa ein- beitinguna í lagi í upprifjunartím- unum svo allir fari nú sáttir í jólafríið. Vera kann að þessi nem- andi í Miðbæjarskólanum hafi verið að nema fróðleik af vörum kennara síns þegar ljósmyndari átti leið um miðbæinn í gær. Eða kannski að rabba við skólafélag- ana í frímínútum sem fáir höfðu hug á nota til útivistar, eins og veðrið var nú leiðinlegt. Morgunblaðið/Golli Í skóla fyrir jólin „ÞETTA eru ákveðin vonbrigði,“ segir Reinhard Reynisson, bæjar- stjóri á Húsavík, um synjun land- búnaðarráðherra á erindi þess efnis að leyfa innflutning á krókódílum frá Bandaríkjunum til Húsavíkur. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra segir að erindinu hafi verið hafnað á faglegum nótum og ekki síst vegna sjúkdómahættu. „Krókó- dílar eru miklir síklaskrokkar og salmonella gæti fylgt þeim og fylgir þeim hvar sem þeir eru,“ segir Guðni. Hann segir ennfremur að það sé líka ábyrgðarhluti að flytja dýr í náttúru sem sé allt önnur en þeirra. Skriðdýr séu ekki til í ís- lenskri náttúru og þau hafi þróast við allt aðrar aðstæður en hér ríki. „Við Íslendingar þurfum að hugsa um það, að við eigum sérstæða nátt- úru og sérstaka búfjárstofna, sem við erum öfundaðir af, og verðum þess vegna að fara gætilega með innflutning á öllum nýjum dýrateg- undum og sjá til þess, sé það gert, að þær passi við okkar náttúrulegu aðstæður.“ Svínvirkar í Colorado Reinhard Reynisson segir að hann og orkuveitustjóri Orkuveitu Húsavíkur hafi sýnt málinu áhuga sem einstaklingar en ekki embætt- ismenn með það í huga að nýta heitt affallsvatn til að ala í krókódíla og láta þá eyða lífrænum úrgangi jafn- óðum og hann félli til, það er fersk- um sláturúrgangi frá fiskeldi og fiskvinnslu, eins og gert sé í Banda- ríkjunum með góðum árangri. „Hugmyndin svínvirkar í Colorado og við sáum ekki annað en allar for- sendur væru til að láta hana virka vel hérna og engin hætta væri á að þessi dýr blönduðust út í íslenska náttúru.“ Reinhard segir að ákvörðun ráð- herra byggist á áliti yfirdýralæknis og héraðsdýralæknis og áhuga- mönnum um innflutning krókó- dílanna þyki ástæða til að fara nán- ar í saumana á því áliti. „Okkur finnst að ýmislegt sem kemur fram í þeim álitsgerðum sé dálítið gildis- hlaðið frekar en að vera endilega byggt á hörðum og yfirveguðum vís- indum,“ segir hann og bætir við að málið verði skoðað í rólegheitum. Yfirdýralæknir og héraðsdýra- læknir lögðu til við ráðuneytið að það hafnaði umsókninni. „Innst í mínu hjarta hef ég alltaf verið sann- færður um það að krókódílar eiga ekki heima í okkar náttúru og gætu valdið hér sjúkdómum, eins og fram kemur í umsögn héraðsdýralæknis- ins, og ekki síður eru þetta hættuleg dýr við ákveðnar aðstæður og geta skaðað fólk,“ segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Krókódílaeldi ekki leyft á Húsavík „Þetta eru ákveðin vonbrigði“ GÓÐ viðbrögð hafa orðið við kalli Blóðbankans um að fólk gefi blóð. Í síðustu viku gáfu 850 manns blóð í Blóðbankanum og er það met. Yfir 750 manns komu í Blóðbankann frá mánudegi til föstudags og 100 í blóð- söfnunarbílinn. Vikulega leggja að jafnaði um 350 manns leið sín í Blóð- bankann til að gefa blóð. En þótt lagerstaða Blóðbankans sé aftur orðin góð segir starfsfólk bankans að enn sé full þörf á að fólk komi og gefi blóð. Stöðug þörf sé á blóði og afar mikilvægt sé að tryggja að til séu nauðsynlegar varabirgðir blóðs hér á landi. 850 gáfu blóð á einni viku LÖGREGLAN í Reykjavík handtók tvo menn, 19 og 26 ára gamla, í bíl- skúr í vesturbæ Reykjavíkur á þriðjudag um leið og lögregla lagði hald á 72 hassplöntur sem þar voru í ræktun. Mennirnir voru yfirheyrðir og sleppt að því loknu enda telst mál- ið upplýst. Í ár hefur verið lagt hald á hátt í 1.000 plöntur í Reykjavík. Hassplöntu- rækt í Vestur- bænum ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.