Morgunblaðið - 06.12.2002, Síða 16

Morgunblaðið - 06.12.2002, Síða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16 á mánudögum! Sérrit um bækur fylgir Morgunblaðinu hvern miðvikudag fram að jólum. Allir nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 1111 eða augl@mbl.is Meðal efnis eru viðtöl við höfunda, fréttir og gagnrýni um nýjar bækur. stjóri Stýrimannaskólans, og Björg- vin Jóhannsson, skólastjóri Vélskól- ans, lýstu við undirritun samn- ingsins í gær nokkrum áhyggjum meðal starfsfólks og nemanda skól- anna vegna breytinga á rekstri þeirra. Þeir sögðu Menntafélagið vera að takast á hendur vandasamt verkefni, enda með í höndum eitt mikilvægasta fjöregg þjóðarinnar. Þeir sögðust báðir hafa trú á að vel MENNTAFÉLAGIÐ efh. og menntamálaráðuneytið undirrituðu í gær verksamning um rekstur og starfsemi Stýrimannaskólans í Reykjavík og Vélskóla Íslands. Að Menntafélaginu standa Lands- samband íslenskra útvegsmanna, Samband íslenskra kaupskipaút- gerða og Samorka, samtök raforku, hita- og vatnsveitna. Auk fulltrúa þessara samtaka koma forystumenn úr röðum Farmanna- og fiskimanna- sambands Íslands og Vélstjórafélags Íslands að stjórn Menntafélagsins. Samingurinn tekur gildi 1. ágúst nk. Tómas Ingi Olrich mennta- málaráðherra sagði undirritunina vera merkan áfanga og mikilvægt skref í að efla menntun íslenskra skipstjórnarmanna og vélstjóra. Hann sagði jákvætt að samtök at- vinnulífsins kæmu að menntun og starfsfræðslu þessara stétta með þessum hætti. Guðjón Ármann Eyjólfsson, skóla- tækist til, þjóðinni til heilla og fram- fara. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, sagði að mark- mið Menntafélagsins væri að efla það góða starf sem fyrir er unnið í skólunum. Hann sagðist sannfærður um að með samhentu átaki allra að- ila næðist góður árangur sem nýttist atvinnulífi og námsmönnum sem best um land allt. Mikilvægt skref í eflingu menntunar Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Frá undirritun verksamnings menntamálaráðuneytisins og Menntafélags- ins ehf. F.v. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, Eiríkur Bogason, framkvæmdastjóri Samorku, Haukur Már Stefánsson, stjórnarformaður SÍK, og Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. Menntafélagið ehf. tekur við rekstri sjómannaskólanna BAUGUR ID, dótturfélag Baugs Group hf. hefur keypt 20% hluta- fjár í fasteignafélaginu Stoðum hf. af Kaupþingi banka hf. á 1.400 m.kr. Kaupverð er annars vegar staðgreitt með 600 milljónum króna og hins vegar fjármagnað með lántöku að fjárhæð 800 m.kr. Baugur ID á eftir kaupin sam- anlagt 44,25% hlutafjár Stoða. Þá hefur fyrirtækið gert samn- ing til tveggja ára við Kaupþing um kauprétt á 21,4% hlutabréfa í Stoðum sem eru í eigu Kaup- þings. Áform Baugs eru að selja þau bréf sem kaupréttur er á til innlendra eða erlendra fjárfesta. Bókfært verð á 44,25% hlut Baugs í Stoðum er 2.370 m.kr. Eigið fé Stoða er 4.200 m.kr. Jón Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Baugs ID, segir að með lækkandi vöxtum og stöðugleika í efnahagslífinu verði fjárfestingar í fasteignum væn- legri kostur. Stoðir eigi atvinnu- húsnæði á lykilstöðum á höfuð- borgarsvæðinu og Baugur hafi trú á arðsemi félagsins í framtíð- inni. Viðunandi hagnaður Hreiðar Már Sigurðsson, að- stoðarforstjóri Kaupþings, segir að hagnaður félagsins á viðskipt- unum sé viðunandi. „En þar sem kaupverðið var trúnaðarmál á sínum tíma get ég ekki gefið upp nákvæman hagnað,“ segir hann. Fyrir viðskiptin átti Kaupþing 29,6% í Stoðum og kauprétt á 11,8% í viðbót næsta vor. Ætlunin er að nýta kaupréttinn og selja hlutinn til Baugs ID ásamt þeim hlutabréfum sem eftir eru. Eign Kaupþings í Stoðum var langstærsti eignarhlutur félags- ins í óskráðu fyrirtæki, en fjár- festar í Svíþjóð hafa sem kunnugt er kvartað undan því að Kaup- þing eigi of miklar slíkar eignir. Baugur kaupir í Stoð- um af Kaupþingi KAUPÞING banki hf. hefur keypt 45,8% hlutafjár í Alþjóðalíftrygging- arfélaginu hf. Eftir kaupin á Kaup- þing 58% hlutafjár félagsins, en bank- inn átti fyrir 12,2% hlut. Frá því var greint í tilkynningu frá Kaupþingi í gær að kaupin séu gerð með fyrirvara um að forkaupsréttar- ákvæðum sem í gildi eru samkvæmt samþykktum Alþjóðalíftrygginga- félagsins verði aflétt á hluthafafundi þess í dag. Alþjóðalíftryggingafélagið var stofnað árið 1966. Starfsemi þess er á sviði persónutrygginga og söfnunar- trygginga. Félagið hefur verið í eigu Kaupþings banka og sparisjóðanna frá 1996 og hjá því starfa 25 manns. Ekki frekari kaup Guðrún Inga Ingólfsdóttir, yfir- maður fjárfestatengsla hjá Kaupþingi banka, segir að kaupin séu tilkomin vegna þess að ágætisframtíð sé í rekstri Alþjóðalíftryggingafélagsins og Kaupþing sjái bæði samlegðar- áhrif og góð tækifæri í félaginu. Hún segir að Kaupþing stefni ekki að því að auka hlut sinn í félaginu frekar. Um verðið vill hún ekki tjá sig. Kaupþing kaupir meirihluta í Alþjóða- líftryggingafélaginu SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ auglýsir nú eftir umsóknum um sér- stakan byggðakvóta, allt að 2.000 tonn af óslægðum botnfiski í þorsk- ígildum talið. Þessi sérstaka úthlutun sem nú er nýtt í fyrsta sinn er til stuðnings byggðarlögum sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjáv- arútvegi. Sérstakt punktakerfi er not- að til að meta hlut hvers landsvæðis fyrir sig og kemur mest í hlut byggða við Húnaflóa, 16,54%, en minnst í hlut Vestmannaeyja, 2,07%. Höfuðborgar- svæðið, Reykjanesbær og Vatns- leysuströnd liggja utan þess svæðis sem kemur til greina við úthlutun. Er þá tekið mið af tekjum, íbúafjölda, fólksfækkun, breytinga á aflaheimild- um, lönduðum afla og afla í vinnslu í einstökum sjávarbyggðum. Sjávarútvegsráðherra, Árni M. Mathiesen, kynnti úthlutunina á blaðamannafundi í gær, en umsóknir um veiðiheimildir þurfa að hafa borizt ráðuneytinu eigi síðar en 16. desem- ber og koma þær til úthlutunar á þessu fiskveiðiári. Árni segir að í raun geti hver sem er sótt um en farið verði yfir allar um- sóknir í ráðuneytinu. Til að eiga kost á úthlutun þarf að rökstyðja umsókn- ir og sýna fram á að nýting aflaheim- ildanna komi til góða í veiðum og vinnslu á viðkomandi stað. Við ákvörðun um úthlutun verður meðal annars litið til eftirfarandi atriða:  Stöðu og horfa í einstökum byggð- um með tillit til þróunar veiða, vinnslu og atvinnuástands.  Hvort telja megi líklegt, miðað við þær áætlanir sem fram koma í um- sóknum um aflaheimildir, að úthlut- unin styrki byggðina eða landsvæðið til lengri tíma.  Hvort um sé að ræða samstarfs- aðila í veiðum og vinnslu innan byggða eða landsvæða.  Hvort gripið hafi verið til sértækra aðgerða í sjávarútvegi að undanförnu til styrkingar viðkomandi sjávar- byggðum. Úthlutun þessi byggist á lögum frá 1990 þar sem ráðherra hefur heimild til úthlutunar á 1.500 tonnum af botn- fiski í fyrrgreindum tilgangi. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til breyt- inga á lögum, þar sem lagt er til að heimildin á yfirstandandi fiskveiðiári verði hækkuð í 2.000 tonn. Verði það frumvarp samþykkt má gera ráð fyrir því að 1.552 tonn af þorski, 477 tonn af ýsu, 321 tonn af ufsa og 138 tonn af steinbít komi til úthlutunar. Auk þessa úthlutar Byggðastofnun 1.500 tonna kvóta á ári til byggða í vanda, sérstök úthlutun er til króka- aflamarksbáta og loks hefur verið út- hlutað botnfiskveiðiheimildum til út- gerða sem hafa orðið fyrir verulegri skerðingu í öðrum fisktegundum. Kvóti til byggða- laga í vanda             3 $  4 5 6 +  +5    $%&"                 !"  # $       %   ! &   '( ' &  )(  * &    #  # &  + # , '-  &    ./ # $     0  #   &      1          2  !         )    -                                      !  ! "# $ $ %  ÍSLANDSBANKI hefur tekið í notk- un SAP X-press Mannauðslausn frá Hugbúnaðarlausnum Nýherja. Í fréttatilkynningu segir að markmið Íslandsbanka með því að taka SAP í notkun sé að auka skilvirkni mann- auðsstjórnunar og gera launavinnslu auðveldari. Þá segir að markmiðið sé einnig að auka aðgengi stjórnenda og allra starfsmanna að upplýsingum. Hönn- un og framkvæmd mannauðsferla eigi að vera markvissari, hvort sem um sé að ræða ráðningar, upplýsingar eða ráðgjöf við starfsmenn, starfsþró- un einstaklinga eða önnur starfs- mannatengd mál. „Kerfið var gangsett hjá Glitni 18. október sl. og hafa launakeyrslur ver- ið samkeyrðar fyrir Glitni í SAP kerf- inu með góðum árangri. Stefnt er að því að fyrsta launakeyrsla fyrir Ís- landsbanka úr nýju kerfi verði eftir áramótin,“ segir í fréttatilkynningu. Íslandsbanki tekur upp SAP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.