Morgunblaðið - 06.12.2002, Síða 29

Morgunblaðið - 06.12.2002, Síða 29
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 29 HINUM nýja Þverárfjallsvegi, milli Húnaflóa og Skagafjarðar, var vel tekið í haust er umferð var hleypt á hann, þótt enn sé hann ekki fullfrá- genginn. Vegurinn í heild, að nýja 12 km kaflanum meðtöldum, er um 25 km langur og er talsverð samgöngu- bót fyrir Norðlendinga því hann styttir leiðina milli Blönduóss og Sauðárkróks um 38 km. Nú bregður hins vegar svo við að hann er að verða ófær venjulegum fólksbílum vegna aurbleytu. Rúnar Pétursson, verkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki, segir að öxulþungi hafi verið takmarkaður við tvö tonn og séu það einkum jepp- ar og fólksbílar með fjórhjóladrifi sem nú eigi erindi á veginn. Í hlýind- unum sem hafa verið að undanförnu fór klaki úr jörð með þessum afleið- ingum. Stærri flutningabílar voru farnir að festa sig fyrr en varði og var strax brugðist við með þungatak- mörkunum. Rúnar segir mikið vafamál hvort vegurinn, að aurbleytunni frátalinni, þoli almennt þessa umferð um hann nema endarnir verði kláraðir í sam- ræmi við miðkaflann á Þverárfjalli. Fjármagn vanti hins vegar til þess og ekki útséð um framhaldið. Þverárfjallsvegur illfær vegna aurbleytu GÓÐIR gestir komu færandi hendi í heimsókn í Höfðaskóla nýlega. Þar var um að ræða Jóel Kristjánsson, framkvæmdastjóra Skagstrendings hf., og Finn Kristinsson úr stjórn Starfsmannafélags Arnars Hu 1. Jóel afhenti skólanum, fyrir hönd Skagstrendings hf., 16 nýjar tölvur af bestu gerð í tölvuver skólans, fjóra hágæðaprentara, tvær fartölv- ur, skjávarpa og stafræna mynda- vél, allt í mjög háum gæðaflokki. Auk þess fylgdu með ýmis jaðartæki sem tilheyra ofangreindum búnaði. Finnur afhenti skólanum að gjöf við sama tækifæri stafræna upptökuvél af fullkomnustu gerð frá starfs- mannafélagi Arnars Hu 1. Má áætla að samanlagt verðmæti gjafanna sem þeir félagar afhentu sé ekki undir 3,5 milljónum króna. Stella Kristjánsdóttir skólastjóri veitti gjöfunum viðtöku í íþróttasal skólans að viðstöddum nemendum og kennurum. Þakkaði hún hinar höfðinglegu gjafir og sagði það ómetanlegt fyrir skólann að eiga sér slíka velunnara úti í samfélag- inu. Taldi hún að með þessari end- urnýjun á tölvukosti skólans stæðist tölvuver hans samanburð við það besta sem gerist í grunnskólum landsins. Hinar gömlu tölvur skól- ans voru hættar að ráða við nýjustu kennsluforritin sem í boði eru og réðu ekki við þann hraða á Netinu sem fólk sættir sig við í dag. Þá sagði hún að þessi nýju tæki breyttu miklu í sambandi við vinnu við heimasíðu skólans sem stefnt er að að opna á næstunni eftir gagngera endurnýjun. Nemendur skólans klöppuðu síð- an gefendunum duglega lof í lófa enda eru það þeir sem fyrst og fremst njóta góðs af þessum gjöfum. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Eftir afhendingu gjafanna til Höfðaskóla. Frá vinstri á myndinni: Finnur Kristinsson, Stella Kristjánsdóttir og Jóel Kristjánsson. Höfðaskóla færðar höfðing- legar gjafir Skagaströnd www.nowfoods.com www.ef.is Skoðaðu þessa frábæru pönnu! Fást grunnar eða djúpar og sem grillpönnur. 24-26-28-30 sm. Feitislaus steiking. Hagstætt verð! 3 viðurk enningar „Frábær“ hjá þýskum neytenda samtöku m Besta steikarpannan í Evrópu.... samkvæmt dómi þýskra neytendasamtaka

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.