Morgunblaðið - 06.12.2002, Page 30

Morgunblaðið - 06.12.2002, Page 30
LANDIÐ 30 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Snorrabraut 38, sími 562 4362 Kápur stuttar og síðar Fullt af tilboðum Ullarjakkar frá kr. 7.900 Mokkakápur frá kr. 9.990 Yfirstærðir Komið og skoðið úrvalið Ný sending frá Spáni og Mexíkó Mikið úrval af fallegum gjafavörum, einnig á gömlum trúmyndum og krossum. Gjafa gallery Frakkastíg 12, sími 511 2760 Sendum í póstkröfu Jólagjöfina finnið þið í Langur laugardagur 20% afsláttur föstudag og laugardag Laugavegi 5 og Spönginni símar 551 3383 - 577 1660 Ullaryfirhafnir eru komnar Hægt að snú a við Tvær s íddir Húfurí stíl Laugavegi 46, sími 561 4465 Villtar & Vandlátar Laugavegi 29 • Sími 552 4320 Höldur Eitt mesta úrval landsins af skápa- og skúffu- höldum Langur laugardagur FRAMLEIÐSLA á hálsmixtúru úr íslenskum fjallagrösum er hafin á Húsavík. Það er matvælagerðin Bú- bót ehf. sem framleiðir hana í sam- starfi við Íslensk fjallagrös ehf. og var samningur þessa efnis undirrit- aður fyrir skemmstu að viðstöddum iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Val- gerði Sverrisdóttur. Á bakvið fram- leiðsluna standa lyfja- og heilsu- vörufyrirtækið Líf hf. og líftæknifyrirtækið Prokaria hf. Að því er fram kom í máli Guð- mundar Jónssonar framkvæmda- stjóra Íslenskra fjallagrasa ehf. við þetta tækifæri, er útrás fyrirtæk- isins á þeim afurðum sem verið hafa í vöruþróun hjá þeim sl. tíu ár nú hafin. Fyrirtækin sem standa að Íslenskum fjallagrösum hafa ein- sett sér að ná öflugri markaðsstöðu í Eystrasaltslöndunum og í fram- haldi af því á Norðurlöndunum, Þýskalandi, Bretlandi og Póllandi. Sú vörulína sem lengst er komin í markaðssetningu og sölu erlendis eru Soprano hálstöflurnar. Þær hefðu slegið í gegn í Eystraslats- ríkjunun og yfir fjögur hundruð apótek væru með þær í sölu og eft- irspurn mikil. Fjallagrasasnapsinn sem framleiddur er í Borgarnesi hefði notið vinsælda sem gjafavara og Fjallagrasahylki væru stöðugt vinsæl. Þá væri verið að leggja lokahönd á þróun nokkurra nýrra vörutegunda sem færu í fram- leiðslu á næstu vikum. Guðmundur sagði að lyfjarann- sóknir væru nú í gangi í samstarfi við stórt erlent lyfjafyrirtæki og þróunarvinna á fleiri vöruflokkum úr íslenskum jurtum væru í vinnslu. Nú væri verið að hefja þessa fram- leiðslu á hálsmixtúrunni á Húsavík, í nýjum umbúðum sem hannaðar hefðu verið fyrir alla vörulínu Ís- lenskra fjallagrasa. Ætlunin væri einnig að hefja hér á staðnum fram- leiðslu á magamixtúru, en ýmsar rannsóknir hafa leitt í ljós jákvæð áhrif fjallagrasanna á maga og meltingu. Heimamarkaður skiptir líka máli Að sögn Guðmundar skiptir heimamarkaðurinn fyrirtækið einnig afar miklu máli. Á síðasta ári var safnað hálfu tonni af fjallagrös- um, aðallega á Melrakkasléttu og á Vest-fjörðum.Við söfnunina hefði fyrirtækið notið góðs samstarfs við fjölmarga bændur á þessum svæð- um auk þess sem fjallagrösin voru mulin á Bíldudal. Stefna fyrirtæk- isins væri sú að hafa framleiðslu á vörum sínum vítt og breitt um land- ið. Hann sagði að góð verkkunnátta og áhugi starfsfólks hefði gert það einkar eftirsóttarvert fyrir Íslensk fjallagrös ehf. að hefja þessa fram- leiðslu á Húsavík í samvinnu við Bú- bót ehf., ekki væru nema um þrír mánuðir frá því byrjað var að tala saman og framleiðslan væri hafin. Jakob S. Bjarnason fram- kvæmdastjóri Búbótar ehf. var að vonum mjög ánægður með þennan samning sem hann sagði mik- ilvægan fyrirtækinu. Þessi fram- leiðsla færi vel með annarri fram- leiðslu fyrirtækisins sem er aðallega í sultugerð. Jakob sagði sex manns starfa hjá Búbót og ekki væri ætlunin að fjölga þeim, a.m.k fyrst um sinn. Fyrirtækið er í hús- næði sem áður hýsti Mjólkursamlag Kaupfélags Þingeyinga, þar er einnig til húsa fyrirtækið Sól- brekka ehf. sem framleiðir berja- vínið Kvöldsól úr íslenskum berj- um, rabbabara og kryddjurtum og er því óhætt að segja að þessi fyr- irtæki nýti landsins gæði til sinnar framleiðslu. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagði þetta mikla gleðistund fyrir þá sem hlut ættu að máli og lýsti yfir mikilli ánægju með árangur Íslenskra fjallagrasa ehf. og taldi framtíðina bjarta þar á bæ. Hún sagði þessa framleiðslu vera jákvæða á margan hátt, þarna væri t.d. verið að nýta íslenskar afurðir til að framleiða vöru sem skapaði bæði atvinnu á landsbyggðinni og útflutnings- tekjur um leið. Að lokinni undir- skrift samningsins skáluðu þau Jak- ob, Valgerður og Guðmundur í mixtúrunni góðu sem vel að merkja er alkóhólfrí. Ráðherra fékk sér reyndar annan til, sagði kosn- ingavetur framundan og ekki veitti sér af að hafa raddböndin í lagi. Framleiðsla fjallagrasa- mixtúru hafin hjá Búbót ehf. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Samninginn undirrituðu Jakob S. Bjarnason hjá Búbót (l.t.v.), Valgerður Sverrisdóttir og Guðmundur Jónsson hjá Íslenskum fjallagrösum. Húsavík EINAR Pétursson rekstrarfræðing- ur verður næsti bæjarstjóri Bolvík- inga. Gengið var frá ráðningu hans um síðustu helgi og mun hann taka við starfinu strax eftir áramót. Ólafur Kristjánsson, sem verið hefur bæjarstjóri í Bolungarvík frá árinu 1986 og setið í sveitarstjórn fyrir Bolvíkinga frá árinu 1966, ósk- aði eftir því að hætta sl. vor bæði sem bæjarfulltrúi og bæjarstjóri. Starfssamningur Ólafs hefur verið framlengdur til áramóta eða þar til nýráðinn bæjarstjóri tekur við. Einar Pétursson er þrjátíu og þriggja ára, fæddur og uppalin Bol- víkingur, sonur hjónanna Helgu Aspelund og Péturs Guðna heitins Einarssonar, en hann er sonur hins þekkta athafnamanns Einars heitins Guðfinnssonar. Að loknu stúdentsprófi frá Verk- menntaskólanum á Akureyri lagði Einar stund á flugnám og lauk einka- flugmannsprófi og bóklegum áfanga að atvinnuflugmannsréttindum. Einar lauk prófi í rekstrarfræði við Viðskiptaháskólann á Bifröst sl. vor og hóf nám í viðskiptafræði nú í haust. Hann áætlar að ljúka BS-prófi í vor, þar sem hann eigi þess kost að stunda námið að mestu í fjarnámi eftir að hann flytur til Bolungarvíkur til að taka við bæjarstjórastarfinu. Einar er kvæntur Anítu Ólafsdótt- ur frá Ísafirði og eiga þau átta ára gamlan son. Einar sagði í samtali við Mbl. að starfið legðist ljómandi vel í sig og spennandi væri að fá tækifæri til að vinna að framtíðarverkefnum heima- byggðar sinnar. Hann sagði það reyndar hafa verið áform þeirra hjóna að setjast að úti á landi að námi loknu og ekki væri það verra að fá tækifæri til að setjast að á Vestfjörðum, þar sem þau ólust upp. Tekur við starfi bæjarstjóra Bolungarvík Næsti bæjarstjóri Bolvíkinga, Einar Pétursson, mátar bæjarstjórastólinn hjá honum stendur Ólafur Krist- jánsson sem senn lætur af störfum, en hann var bæjarstjóri í rúm 16 ár. Ljósmynd/Gunnar Hallsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.