Morgunblaðið - 06.12.2002, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 06.12.2002, Qupperneq 32
LISTIR 32 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ KRAKKARNIR í hverfinu er yfirskriftListafléttu í Langholtskirkju á morg-un kl. 17.00 en eins og nafnið gefur tilkynna verður dagskráin borin uppi af listamönnum sem ólust upp í nágrenni Lang- holtskirkju í Vogahverfi. Kristinn Sigmundsson og Bubbi Morthens syngja, Kristinn syngur ýmis vel þekkt lög og með félaga sínum Jónasi Ingi- mundarsyni. Bubbi verður hins vegar með gít- arinn sinn og syngur meðal annars lög af nýrri plötu sinni. Rithöfundarnir Steinunn Sigurð- ardóttir og Einar Már Guðmundsson eru líka Vogakrakkar og lesa upp úr verkum sínum. „Ég þekkti Kristin nú ekkert, þannig lagað,“ segir Bubbi inntur eftir kynnum sínum af Kristni Sigmundssyni í Vogahverfinu, „en ég vissi af honum. Hann var poppari, eða var alla vega með tilraunir til popps. Ég kynntist honum ekkert fyrr en seinna á árbakkanum, því við erum báðir haldnir illkynjaðri veiðidellu. Ég man vel eftir honum í gamla daga. Hann var í Hamrahlíðinni og gott ef hann var bara ekki í hljómsveit með Agli [Ólafssyni]. Kristinn er þannig týpa að hann fer ekkert framhjá manni. En Einsa og Ingi- björgu er ég búinn að þekkja alveg frá því við vorum unglingar.“ En kann Bubbi skýringu á því að svo margir listamenn hafi sprottið úr melum og móum þessa fyrsta úthverfis baby boom-kynslóðarinnar. „Ég veit það ekki. Ég bjóst nú við því að Breiðholtið myndi skila af sér svona öflugri bylgju og það gerði það að einhverju leyti, og það er ekki ólík- legt að Grafarvogurinn geri það líka. En það var bara svo mikið af krökkum í Vogahverfinu. Kannski hefur það líka haft áhrif að þá var sjón- varpið í fríi á fimmtudögum og fór í frí á sumrin. Það er ekki verri skýring en hver önnur.“ Bubbi er nýkominn úr söngferð um landið, þar sem hann hefur sungið á 47 tónleikum. „Það var hús- fyllir alls staðar nema á tveimur stöðum, þannig að ég kvarta ekki.“ Bubbi heldur svo sína árlegu Þorláksmessutónleika á Hótel Borg og segist ætla að vera þægur. En það er ekki allt búið með tónlist og bók- menntum á Listafléttunni í Langholtskirkju. Tolli bróðir Bubba sýnir nokkur málverk sín, og Ingibjörg, sem Bubbi minntist á, kynnir dag- skrárinnar, er auðvitað Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri. Eins og á fyrri Listafléttum eru matarlistinni einnig gerð skil og verður sá þáttur á þjóðlegum íslenskum nótum að þessu sinni enda við hæfi á aðventunni. Aðgangseyrir er 1.500 krónur en 1.000 fyrir eldri borgara og skólafólk. Bubbi Morthens og Kristinn Sigmundsson á Listafléttu í Langholtskirkju „Það var bara svo mikið af krökkum í Vogahverfinu“ Morgunblaðið/Golli Bubbi Morthens JÓLAÓRATÓRÍA Bachs er mikið verk og stórbrotið. Ásamt Messíasi Händels er það án efa þekktasta og vinsælasta verk allra tíma fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit sem teng- ist jólum. En ólíkt verki meistarans frá Halle, sem nær frá fæðingu til krossfestingar, fjallar Jólaóratórían aðeins um fyrstu vikuna í lífi Jesú og það sem má leggja út af henni, eins og húslíbrettisti Bachs í Leipzig, Pic- ander – líklegasti höfundur nýsömd- ustu textahlutanna – var svo laginn við að hætti lútherskra rithöfunda á blómaskeiði píetismans. Verkið er svokölluð kantötuóratóría; skiptist í sex parta sem hver getur staðið sjálfstæð, en myndar samt eins kon- ar „framhaldssögu“ í heild, eins og fram kom af fróðlegu spjalli Hall- dórs Haukssonar í tónleikaskrá. Í gærkvöld var fluttur fyrri helmingur verksins, kantötu 1–3, en í kvöld verða seinni kantöturnar (4.–6.) teknar fyrir. Óratórían hefst á glæsilegum kór- söng, „Jauchzet, frohlocket“, þar sem íslenzkun Þorsteins Valdimars- sonar vísar í veraldlegan upphafs- texta kórsins, „Dunið, þér bumbur! Þér básúnur, hljómið“ enda var kór- þátturinn, líkt og margir aðrir kórar og aríur óratóríunnar, endurnýtt efni úr eldri kantötum Bachs, m.a.s. veraldlegum – þessi t.a.m. til dýrðar kjörfurstynjunni af Saxlandi. Strax við þetta upphafsstykki tók sig upp gömul ónotakennd sem manni geng- ur erfiðlega að venjast. Ekki vegna flutnings, öðru nær, heldur hins af- leita og alræmda ofhljómburðar kirkjunnar, sem – m.a.s. ekki skemmra frá en á 4. bekk frá kór- hvelfingu þar sem flytjendum var komið fyrir – afskræmdi hljómlistina á verri veg en maður hefur áður upp- lifað í musteri Hallgríms (og er þá mikið sagt) með hvellu þreföldu tremólói sem helzt minnti á delíríum tremens. Eftir hlé að lokinni 2. kant- ötu færði undirr. sig um set lengst aftur, og hvarf þá tremólóið en fjar- læg hlustræn þokumóða tók við; ekki gott heldur, en þó illskárra. Er manni hulið af hverju mannskapnum var ekki stillt upp í turnenda, sem jafnan hefur gefizt betur en í land- suðurendanum undir næpunni. Það segir sig sjálft, að við slíkar aðstæður er tómt mál að ætla að meta kór og hljómsveit á nákvæmum mælistikum. Söngles og undirspils- minni aríur komu þó ögn skýrar út. Gunnar Guðbjörnsson heyrðist af þeim sökum allra einsöngvara óbrjálaðast þar sem hann var guð- spjallamaður og fór með „secco“- söngles, en átti líka eina aríu, Frohe Hirten, og kom manni satt að segja á óvart hvað hann slapp þar vel frá flúrsöngskröfum Bachs. Hin heims- kunna finnska mezzo, Monica Groop, söng alt-hlutverkin af hlýrri mýkt, þar sem helzt voru aríurnar Bereite dich Zion, hin vögguhlýja Schlafe, mein Liebster og Schliesse, mein Herze (við fiðlufylgirödd). Andreas Schmidt var öruggur og hljómmikill í sínu, þó að kólóratúrinn væri stund- um svolítið höstugur. Marta Guðrún Halldórsdóttir komst að mörgu leyti vel frá sínum aríum (þó að sú fræg- asta, Ekkóarían sé eftir í kvöld), en raddstyrkurinn var oft heldur ójafn – e.t.v. að hluta vegna „messa di voce“ viðleitni – og datt af þeim sök- um stundum inn og út úr kontra- punkti við obbligato-fylgirödd eða bassameðsöngvaranum í dúettnum Herr, dein Mitleid. Þar var maður reyndar ósáttur við löngu forslags- nótur beggja í B-kaflanum (Deine holde Gunst) sem hljómuðu þung- lamalegar og órytmískar. Hitt stóð þó eftir – að svo miklu leyti sem heyrt varð við vonlausar aðstæður – að söngur og spila- mennska heildarinnar var í topp- flokki eins og við var að búast af Mótettukórnum, SÍ og fyrrgetnum buðlungseinsöngvurum. Hefði vissu- lega verið gaman að geta heyrt þau almennilega. Kannski væri bezta ráðið að hafa vasaútvarp með heyrn- artól meðferðis og hlusta á upptök- una frá RÚV … Dynjandi bumbur og básúnur TÓNLIST Hallgrímskirkja J.S. Bach: Jólaóratórían, kantata 1–3. Marta G. Halldórsdóttir (S), Monica Groop (A), Gunnar Guðbjörnsson (T), Andreas Schmidt (B), Mótettukór Hall- grímskirkju og Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Stjórnandi Hörður Áskelsson. Fimmtudaginn 5. desember kl. 19.30. AÐVENTUTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson TILNEFNINGAR til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fóru fram í NASA við Austurvöll í gærkvöld. Tilnefndar voru fimm bækur úr flokki fræðirita og bóka almenns efnis og fimm bækur úr flokki fag- urbókmennta. Úr flokki fagurbókmennta voru tilnefndar: Hvar sem ég verð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur, útgef- andi Mál og menning. Leiðin til Rómar eftir Pétur Gunnarsson, út- gefandi Mál og menning. LoveStar eftir Andra Snæ Magnason, útgef- andi Mál og menning. Samúel eftir Mikael Torfason, útgefandi JPV- útgáfa. Sveigur eftir Thor Vil- hjálmsson, útgefandi Mál og menn- ing. Úr flokki fræðirita og bóka al- menns efnis voru tilnefndar Dulin veröld eftir Guðmund Halldórsson, Odd Sigurðsson og Erling Ólafs- son, útgefandi Mál og mynd. Ísland á 20. öld eftir Helga Skúla Kjart- ansson, útgefandi Sögufélag. Land- neminn mikli eftir Viðar Hreinsson, útgefandi Bjartur. Skrýtnastur er maður sjálfur eftir Auði Jónsdótt- ur, útgefandi Mál og menning. Þingvallavatn, ritstjórar Pétur M. Jónasson og Páll Hersteinsson, út- gefandi Mál og menning. Tvær þriggja manna dómnefndir tilnefndu bækurnar, hvor í sínum flokki. Dómnefndina í flokki fræði- rita og bóka almenns efnis skipuðu Sigríður Th. Erlendsdóttir, Þor- steinn Vilhjálmsson og Hjalti Hugason, sem var formaður. Dóm- nefndina í flokki fagurbókmennta skipuðu Gísli Marteinn Baldursson, Þorleifur Hauksson og formaður var María Kristjánsdóttir. Þriggja manna lokadómnefnd tekur nú við og velur eina bók úr hvorum fimm bóka flokki. Í dóm- nefndinni sitja þau Hjalti Hugason og María Kristjánsdóttir ásamt for- manni lokadómnefndar sem forseti Íslands skipar. Forseti Íslands af- hendir verðlaunin á Bessastöðum í lok janúar. Tilnefningar til Íslensku bókmennta- verðlaun- anna Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Höfundar bókanna sem tilnefndar eru til bókmenntaverðlauna. SENDIHERRA Svía á Íslandi, Bertil Jobeus, veitti í gær Sveini Einarssyni, rithöfundi og leikstjóra, stórriddarakross hinnar konunglegu Norður- stjörnuorðu við hátíðlega at- höfn í húsakynnum sendiráðs- ins í Reykjavík. Ákvörðunin um orðuveitinguna var tekin af Karli Gústafi Svíakonungi. Við- staddir athöfnina voru vinir Sveins og fjölskylda. Morgunblaðið/Sverrir Sveinn sæmdur stórriddarakrossi Lífsorka – Bók um lífsstíl, starfslok og góða heilsu er eftir Þóri S. Guð- bergsson. Í fréttatilkynn- ingu segir m.a.: Bókin bendir á leiðir til að rækta hug og hönd og hvernig hægt er á öllum æviskeiðum að horfa til framtíðar. Hún fjallar um réttindi fólks, hlutverk lífeyrissjóða, bætur almannatrygginga, fé- lagasamtök og félagsþjónustu, ævi- lengd og ónæmiskerfi, áföll og sorg, gildi hreyfingar og næringar og nauð- syn þess að eiga sér heillandi áhuga- mál.“ Útgefandi er Hugsmiðjan. Höfundur sér um dreifingu. Bókin er 255 bls., prentuð í Odda. Verð: 2.980 kr. Handbók Alltaf á þriðjudögum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.