Morgunblaðið - 06.12.2002, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 06.12.2002, Qupperneq 48
MINNINGAR 48 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Magnús FriðrikEinarsson fæddist í Mið-Tungu í Tálkna- firði 29. janúar 1919. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 28. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Einar Jóhannsson frá Skálanesi við Breiða- fjörð, f. 11.9. 1868, d. 25.10. 1934, og kona hans Jónína Jónsdótt- ir frá Álftamýri í Arn- arfirði, f. 2.8. 1880, d. 16.12. 1944. Magnús var næstyngstur 11 systkina en þau voru: 1) Guðmundur Ragnar, f. 30.12. 1901, d. 11.11. 1915, 2) Jónd- ís Sigurrós, f. 18.4. 1903, d. 12.2. 1994, 3) Jóhann Lúther, f. 24.10. 1904, d. 14.6. 1997, 4) Þorleifur Magnús, f. 1.10. 1906, d. 6.10. 1906, 5) Aðalsteinn Einar, f. 5.12. 1907, d. 1.2. 1984, 6) Sigurður Ágúst f. 2.8. 1909, d. 3.3. 1991, 7) Pálína Guð- rún, f. 22.3. 1911, d. 31.5. 2002, 8) Guðbjartur Salómon, f. 4.10. 1914, d. 8.2. 2002, 9) Guðmundur Ragnar, f. 15.1. 1917, og 10) Málfríður Rannveig Oktavía, f. 10.12. 1921. Magnús ólst upp frá sex mánaða aldri hjá móðurbróður sínum Guð- mundi Sigurði Jónssyni, f. 3.9. 1876, d. 6.6. 1953, bónda og kaup- félagsstjóra á Sveinseyri við Tálknafjörð, og konu hans Guðríði Guðmundsdóttur, f. 7.12. 1875, d. 4.7. 1967. Fóstursystkini Magnúsar voru: 1) Guðmundur Ólafur, f. 13.8. 1902, d. 21.7. 1978, 2) Guðríður, f. 16.8. 1903, d. 16.8. 1903, 3) Jón, f. þeirra sonur er Kristófer Máni, f. 1.12. 2001, b) Fannar, f. 16.6. 1978, c) Katrín Huld, f. 26.6. 1980, 3) Jóna Þórdís, f. 16.5. 1956, í sambúð með Salvari Guðmundssyni, f. 15.12. 1957, synir hennar eru a) Ragnar Páll Dyer, f. 30.3. 1977, kvæntur Ágústu Georgsdóttur, f. 25.8. 1975, og b) Andri Már Birg- isson, f. 16.12. 1988. Börn Salvars eru Heiða, f. 11.10. 1982, og Jenni, f. 10.9. 1988, 4) Guðmundur Sig- urður, f. 8.1. 1958, sonur hans og Aðalheiðar Valsdóttur er Magnús Pétur, f. 8.6. 1981, 5) Einar Magn- ússon, kvæntur Gunnhildi Kon- ráðsdóttur, f. 11.2. 1963, þeirra synir eru a) Magnús Friðrik, f. 17.1. 1986, og b) Þorvaldur, f. 4.5. 1993, 6) Magnús Ásgeir, f. 3.12. 1961, kvæntur Heiðu Hringsdótt- ur, f. 25.2. 1961, þeirra börn eru a) Tinna Smáradóttir, f. 28.5. 1981, fósturdóttir, b) Darri Sigurvin, f. 5.3. 1991, og c) Mjöll Sigurdís, f. 12.2. 1999, 7) Kristján, f. 7.2. 1967, kvæntur Ásdísi Ásgeirsdóttur, f. 24.3. 1962, fósturbörn Svandís Hlín Viðarsdóttir Kjerúlf, f. 4.8. 1980, og Elmar Þór Viðarsson Kjerúlf, f. 6.5. 1982. Magnús lauk námi frá Héraðs- skólanum á Núpi. Hann vann ýmis störf á landi og sjó, m.a. starfaði hann við Hvalstöðina á Suðureyri. Árið 1946 gerist hann formlega nemandi í pípulagningaiðn hjá Helga Guðmundssyni, pípulagn- ingameistara í Reykjavík, og starf- aði sem pípulagningameistari þar til hann lauk starfsævi sinni. Lengst af starfaði hann fyrir Sam- bandið. Magnús og Ásdís bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík, fyrst á Hraunteigi 22 en lengst af á Rauðalæk 71. Útför Magnúsar fer fram frá Laugarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14.30. 14.4. 1905, d. 13.7. 1994, 4) Magndís, f. 18.7. 1906, d. 25.9. 1997, 5) Rannveig Oktavía, f. 25.8. 1908, d. 13.4. 1976, 6) Albert Ingibjartur, f. 5.11. 1909, d. 24.6. 1967, 7) Ingileif, f. 19.7. 1911, d. 8.1. 2000. Einnig ól- ust upp hjá Guðmundi og Guðríði á Sveins- eyri þau 1) Ingibergur Benóný Guðmunds- son, f. 14.6. 1894, d. 17.10. 1950, 2) Kristín Berta Ólafsdóttir, f. 11.9. 1922 , d. 3.12. 1986, 3) Viggó Valdimarsson, f. 4.4. 1924. Magnús kvæntist 31. janúar 1948 Ásdísi Bjarnadóttur, f. 26.7. 1926, dóttur hjónanna Jónu Þór- dísar Jónsdóttur frá Suðureyri við Tálknafjörð, f. 8.4. 1900, d. 22.11. 1973, og Bjarna Eiríks Kristjáns- sonar frá Sellátrum í Tálknafirði, f. 21.4. 1900, d. 21.10. 1945. Börn þeirra eru: 1) Þórey, f. 19.6. 1948, hennar sonur og Péturs Sigurðs- sonar er Ásgeir, f. 22.7. 1967 í sambúð með Sigríði Bínu Olgeirs- dóttur, f. 26.1. 1968 þeirra dætur eru a) Þórey f. 22.6. 1996, og b) Telma, f. 22.1. 2002, 2) Bjarni Ei- ríkur, f. 13.3. 1950, dóttir Bjarna og fyrri konu hans Kristínar Snæ- fells er Ásdís, f. 26.5. 1972, í sam- búð með Sigfúsi Ómari Höskulds- syni, f. 23.12. 1970. Seinni kona Bjarna er Svava Víglundsdóttir, f. 30.3. 1955, en þau skildu. Þeirra börn eru a) Jóhanna, f. 2,1. 1977, í sambúð með Olgeiri, f. 3.1. 1964, Ég vil með nokkrum línum minn- ast tengdaföður míns, Magnúsar Einarssonar. Það var fyrir um tuttugu árum að ég kom fyrst heim á Rauðalæk til þeirra Magnúsar og Ásdísar. Fann ég það strax að ég var meira en vel- komin og var gestrisni þar á bæ al- veg einstök. Höfum við fjölskyldan notið þess í gegnum árin þegar við höfum komið í bæinn og ávallt átt þar athvarf. Magnús var mjög barn- góður og alltaf áttu börnin víst eitt- hvert góðgæti í heimsóknum sínum til afa. Hann hafði áhuga á ýmsu, s.s. veðurfari og söfnun ýmiss konar. Skráði hann oft hjá sér upplýsingar um veðurfar og ýmsa daglega við- burði. Magnús var félagslyndur og hafði yndi af því að spjalla. Hann hafði mjög gaman af söng og hafði sjálfur mikla og fallega söngrödd sem fékk stundum að njóta sín á mannamót- um. Fáa hef ég þekkt um dagana sem hafa tekist á við erfiðan sjúk- dóm af jafn miklu hugrekki og dugn- aði og Magnús. Alltaf var hann áhugasamur um endurhæfingu og fékk mikla ánægju út úr leikfimi, gönguferðum og sundi. Þótt heyrnin dofnaði á síðari árum fylgdist hann alltaf vel með öllum fréttum, bæði í blöðum sem og öðrum fjölmiðlum. Magnús var maður ákveðinn, samviskusamur og góðlyndur og allt þetta skilaði honum virðingu sam- ferðamanna sinna í leik og starfi. Er kvöldstjarnan við bláloft blikar og boðar dagsins kveðjustund og reikull skuggi í runni hvikar og rökkrið sígur yfir grund þá hneigir blómið sitt höfuð niður og hverjum manni býðst sátt og friður (Böðvar Guðmundsson.) Elsku Ásdís, friður veri með þér og afkomendum öllum. Heiða Hringsdóttir. Ég ólst að miklu leyti upp hjá afa og ömmu á Rauðalæknum í stórum systkinahópi móður minnar og áttu þau stóran þátt í að móta mín upp- vaxtarár. Að setjast niður og rifja upp minningar hefur reynst mér hjálp í þeirri sorg sem fylgir því að kveðja elsku afa. Góðar minningar sem gott er að leita í og lifa áfram með ástvinum okkar. Jólin á Rauða- læknum, þar sem afi sat í stólnum sínum, setti upp gleraugun og las á pakkana. Gönguferðirnar niður að Sundahöfn og lambalærið á sunnu- dögum þar sem fjölskyldan kom saman. Afi reyndist mér góð fyrir- mynd. Hann var einstaklega ná- kvæmur og samviskusamur í því sem hann tók sér fyrir hendur og hélt öllu vel til haga. Hann var barn- góður maður og nutu dætur mínar óspart hylli hans í heimsóknum okk- ar á Rauðalækinn. Eftir standa dýr- mætar minningar Þóreyjar dóttur minnar um langafa sinn sem hún býr að alla ævi. Ég kveð kæran afa minn með söknuði. Ásgeir. Langafi Magnús var besti langafi sem hægt var að eiga, hann gaf mér alltaf nammi þegar ég kom í heim- sókn. Hann var skemmtilegur langafi, stríddi mér stundum, setti apann upp á hurð og lét sjálfur eins og api svo ég færi að hlæja því hann var svo skrítinn í framan þegar hann gerði þetta. Hann knúsaði mig þeg- ar ég kom í heimsókn og langamma líka. Ég hugsa mikið um langafa því nú eru að koma jól og það er vetur, mér finnst það svo sorglegt. Þórey. Hvað mér finnst erfitt að þú sért farinn frá mér. Aldrei datt mér í hug þegar ég og Ágústa komum til þín í heimsókn á miðvikudeginum að sú heimsókn yrði sú síðasta. Fjöldi minninga kemur upp þegar ég hugsa til þín. Stundirnar með þér og ömmu þegar ég var hjá ykkur um helgar, jólin á Rauðalæknum, gönguferðirnar niður á Kirkjusand og þegar þú sóttir mig á leikskólann. Síðustu árin voru erfið. Þú varst mikið á sjúkrahúsum og oft þungt haldinn en alltaf hélstu góða skap- inu. Mér fannst alltaf gott að vera í kringum þig. Ég veit að þér líður betur núna, afi minn, en ég sakna þín sárt. Ég mun ætíð minnast þín með hlýjum hug, elsku afi, og kveð þig með sökn- uði um leið og ég þakka þér fyrir stundirnar sem við áttum saman. Páll. Látinn er mikill sómamaður. Í dag fer fram jarðarför fyrrverandi tengdaföður míns hans Magnúsar. Með fátæklegum orðum langar mig að minnast hans og þakka honum ógleymanlegar samverustundir. Elsku Magnús minn, það er ávallt sárt að missa góðan vin en það varst þú mér svo sannarlega af heilum hug. Fyrstu kynni mín af þér og heimili ykkar hjóna voru um jólin 1974. Það voru mín fyrstu jól að heiman þannig að margar minning- ar vöknuðu. Þegar ég kom lagðir þú þína traustu hönd á öxl mína og með þínu hlýja brosi sagðir þú: „Vertu velkomin, vina mín, og láttu þér líða eins og heima.“ Þessi trausta hönd og hlýja brást mér aldrei. Magnús, þú varst maður staðfast- ur, heiðarlegur og reglusamur. Þú vildir hafa alla hluti í röð og reglu og orð áttu að standa. Lífshlaup þitt var ekki alltaf auðvelt en þú varst þessi ekta maður, fulltrúi hins iðju- sama og greinda alþýðufólks 20. ald- ar og ævinlega til sóma í orði og verki. Í mínum huga varstu bjarg- fastur klettur sem ávallt var hægt að treysta á. Heimili ykkar hjóna var samastaður fjölskyldunnar og ætið opið öllum. Oft var fjölmennt við borðið í stofunni þegar allir mættu og þú horfðir stoltur yfir hópinn. Á kveðjustund sem þessari, elsku Magnús, rifjast upp svo margar minningar sem birtast ljóslifandi. Alltaf ríkti tilhlökkun og gleði þegar von var á afa og ömmu til Vopna- fjarðar. Það var líka ánægjulegt að sjá og finna hvað þér leið vel þegar þú tókst þér frí og dvaldir hjá okkur. Þú lést aldrei þitt eftir liggja í þeim heimsóknum, gekkst í verkin, jafnt uppvask sem annað. Þú varst gleðimaður og hafðir gaman af að vera í góðra vina hópi. Þú fórst vel með vín og notaðir það til ánægju. Á slíkum stundum naustu þín, söngst með þinni fögru rödd svo undir tók: Hamraborgin rís há og fögur. Þar sem ég hugsa þetta heyri ég tóna þína í eyrum mínum. Þótt fundum okkar hafi fækkað í seinni tíð voru þeir alltaf jafn inni- legir og ánægjulegir. Þegar ég heimsótti þig á sjúkrahúsið 13. júní sl. sárþjáðan held ég að þú hafir haldið að það yrði okkar síðasta stund. Þú sagðir mér hluti sem þú baðst mig að geyma í hjarta mínu þar til leiðir okkar lægju saman á ný, því þetta ættir þú einn með mér. Því máttu treysta, góði vinur, að ég varðveiti. Þú baðst mig fyrir skila- boð eftir þinn dag ef þú hefðir ekki haft tök á því að ganga frá því sjálf- ur, við þeirri bón hef ég orðið. Eftir samtal okkar sagðir þú við mig og kvaddir: Elsku Svava mín, nú get ég kvatt þennan heim sáttur. Ég var hrærð þegar ég kvaddi þig þennan dag og mun minnast hans með vin- áttu og virðingu. Þrítugasta október sl. kom ég í heimsókn á Rauðalækinn, þar áttum við okkar síðasta samtal. Það var yndisleg stund í horninu í holinu. Þar áttum við ætíð góð samtöl. Ég kalla þetta horn sannleikans. Þar gátum við setið og spjallað, gleymt stund og stað hvort sem ég var í heimsókn eða þú tókst símann og hringdir í mig. Kannski, Magnús minn, er fáum ljóst hversu sterk vinátta, tilfinning- ar og traust ríkti okkar á milli, sem aldrei bar skugga á. Í þessari síð- ustu heimsókn varstu hress og rifj- aðir upp svo margt. Þó bar hæst gleði þína er þú sagðir mér frá heim- sókn Kidda. Þú sagðist vera svo þakklátur fyrir að hafa fengið að njóta þessara daga með honum og kynnast honum á ný. Þú varst stolt- ur af yngsta sólargeislanum þínum þegar þú lýstir kvöldverðinum sem hann eldaði og öll fjölskyldan kom saman. Það var tilfinning í röddinni þegar þú sagðir: „Þetta var hátíð, Svava, þetta voru eins og jól fyrir mér,“ og það féllu tár niður kinnar þínar. Þetta voru líka síðustu jólin þín með fjölskyldu þinni kæri vinur. Áður en ég kveð þig, elskulegur, vil ég flytja þér einlæga kveðju frá Jóhönnu, Fannari og Katrínu. Þau vilja segja: Elsku besti afi, við sökn- um þín sárt, við munum aldrei gleyma þér og þeim minningum sem við eigum um þig. Þú varst alltaf svo glaður þegar við litum inn, og í dag hefðum við viljað að þær stundir hefðu verið fleiri. Við erum stolt af að hafa átt þig sem afa. Af öllum þeim gæðum sem okkur veitir viturleg forsjá til ánægjuauka er vináttan dýrmætust (Epikuros.) Elsku besti Magnús minn, það er erfitt til þess að hugsa að eiga aldrei eftir að sjá þig oftar, finna hlýju þína og þiggja þín góðu ráð. En eftir stendur minning um einlægan vin og einstaklega góðan mann. Sú minning lifir að eilífu. Guð geymi þig, þín Svava. Elsku Ásdís mín og aðrir ástvinir, mínar hugheilar samúðarkveðjur til ykkar allra. Ég bið algóðan guð að gefa ykkur styrk, ljós og frið á erf- iðum stundum. Svava Víglundsdóttir. MAGNÚS FRIÐRIK EINARSSON Systir mín, JÓHANNA ÞORLEIFSDÓTTIR, Boðagranda 7, Reykjavík, sem lést föstudaginn 29. nóvember, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag, föstu- daginn 6. desember, kl. 15.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Kristín Þorleifsdóttir. Þorgeir, Toggi vinur minn, hefur flutt sig um stað. Fyrir stuttu kom hann til mín í heim- sókn, brosandi, kjag- andi og með sín einlægu og oft barnslegu augu, bara svona rétt til þess að kasta kveðju. Toggi var traustur vinur og hann var líka traustur samstarfsmaður. Því kynntist ég þegar ég rak félags- heimilið á Seyðisfirði. Toggi gerði engum mein, en lífið var enginn leikur fyrir hann. Hann ÞORGEIR GUÐJÓN JÓNSSON ✝ Þorgeir GuðjónJónsson fæddist á Seyðisfirði 26. júlí 1954. Hann lést á Sjúkrahúsi Seyðis- fjarðar 19. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Seyðisfjarðarkirkju 25. nóvember. þurfti að takast á við það. Toggi var „jaxl“ í lífsins ólgusjó, hann kunni að horfa upp í pusið og mótlætið og brosa eins og sannur sjóari. Það var nefni- lega ótrúlega stutt í húmorinn hjá Togga. Hjartað í honum var blóðrautt af sakleysi og manngæsku. Þar hefur góður drengur flutt sig um stað en skilið eftir sig myndræna minn- ingu fyrir okkur sem vorum svo heppin að fá að kynnast hinum eina sanna Togga frá Seyðisfirði. Seyðfirðingar geta verið stoltir að hafa alið svo góðan dreng sem Toggi var. Toggi, við eigum eftir að hittast aftur, farðu vel með þig á meðan. Ég votta foreldrum, systkinum og eiginkonu samúð mína. Guðmundur Rúnar Lúðvíksson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.