Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ GuðmundurJónsson, fyrrver- andi skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri, fæddist á Torfalæk í Austur- Húnavatnssýslu 2. mars 1902. Hann andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði að morgni fimmtudags- ins 28. nóvember síð- astliðins. Foreldrar Guðmundar voru Jón Guðmundsson bóndi á Torfalæk Guðmundssonar, f. 22.1. 1878, d. 7.9. 1967, og Ingi- björg Björnsdóttir bónda frá Marðarnúpi í Vatnsdal, f. 28.5. 1875, d. 10.9. 1940. Bræður Guð- mundar: Björn Leví veðurfræðing- ur og læknir, f. 4.2.1904, d. 15.9. 1979, kona hans var Halldóra Guð- mundsdóttir, Jóhann Frímann um- sjónarmaður, f. 5.2. 1904, d. 20.3. 1980, kona hans var Anna Sigurð- ardóttir, Jónas Bergmann, fv. fræðslustjóri í Reykjavík, f. 8.4. 1908, kona hans er Guðrún Ög- mundsdóttir Stephensen, Ingi- mundur, f. 18.6. 1912. d. 20.5. 1969, Torfi fv. bóndi á Torfalæk, f. 28.7. 1915, kona hans var Ástríður Jóhannesdóttir. Þá ólu foreldrar Guðmundar upp þrjár stúlkur, Ingibjörgu Pétursdóttur, Sigrúnu Einarsdóttur og Björgu Gísladótt- ur. Guðmundur kvæntist 21.5. 1926 Maríu Ragnhildi Ólafsdóttur frá Brimnesgerði í Fáskrúðsfirði, f. 16.2. 1896, d. 12.9. 1980, dóttur Ólafs Finnbogasonar bónda og konu hans Sígríðar Bjarnadóttur húsfreyju. Börn Guðmundar og Ragnhildar: Jón Ólafur, f. 10.11. 1927, d. 26.5. 1985, deildarstjóri Bútæknideildar landbúnaðarins á Hvanneyri, en kona hans var Sig- urborg Ágústa Jónsdóttir, f. 24.5. ingaskrifstofu ríkisins var hann frá stofnun 1936 til 1947. Formað- ur Verkfæranefndar ríkisins 1946–1965. Í verðlagsnefnd land- búnaðarafurða (sexmannanefnd- in) 1943. Formaður Búnaðarráðs 1945–1947. Formaður nefndar um starfshætti framhaldsdeildar á Hvanneyri 1954–1956 og 1959– 1960. Í tilraunaráði búfjárræktar 1960–1965. Formaður nefndar til að endurskoða lög um bændaskóla 1960–1962. Auk starfa sinna var Guðmundur virkur í félagsmálum; fyrsti formaður Búnaðar- og garð- yrkjukennarafélags Íslands 1972– 1973, var meðal stofnenda Rotary og Oddfellowa í Borgarfirði, for- maður í deild Norræna félagsins í Borgarfirði, einn af stofnendum Félags sjálfstæðismanna á Vestur- landi 1960 og formaður til 1964 og formaður kjördæmaráðs 1963– 1968. Heiðursfélagi Búnaðar- félags Íslands 1972, Búnaðar- og garðyrkjukennarafélags Íslands 1974 og Félags íslenskra búfræði- kandidata 1981. Guðmundur var sæmdur riddarakrossi fálkaorð- unnar 1964. Guðmundur var stofnandi og ritstjóri Búfræðingsins 1934–1954. Samdi form fyrir búreikninga 1930–1932, leiðbeindi bændum um færslu þeirra og gerði skýrslur um niðurstöður þeirra. Samdi og fjöl- ritaði kennslubækur fyrir bænda- skólana. Árið 1939 tók hann saman sögu Bændaskólans á Hvanneyri 50 ára og aftur er skólinn varð 90 ára 1979. Hann skrifaði greinar um landbúnað í blöð og tímarit og flutti erindi á bændafundum, nám- skeiðum og í útvarp. Eftir að emb- ættisstörfum lauk skrifaði hann og ritstýrði þessum bókum: Tilrauna- niðurstöður í landbúnaði 1900– 1965 og 1966–1980. Íslenskir búfræðikandidatar 1974 og 1985. Bókatal 1978. Þá ritstýrði hann bókaflokknum Bóndi er bústólpi í 7 bindum sem út komu á árunum 1980–1986. Útför Guðmundar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. 1930. Þau eignuðust fimm börn, Ragnhildi Hrönn, Jón, Guð- björgu, Guðmund og Sigríði Ólöfu. Sigurð- ur Reynir, f. 6.7. 1930, fv. skólastjóri við Heiðarskóla í Borgar- firði, kona hans var Katrín Árnadóttir kennari, f. 10.8. 1930. Þau eignuðust fimm börn, Guðbjörgu, Guð- mund, Reyni, Ernu og Ragnhildi, sonur Sig- urðar og Lísbet Gests- dóttur er Haukur. Sambýliskona Sigurðar er Laufey Kristjánsdóttir. Ásgeir, f. 16.1. 1933, fv. forstjóri Námsgagna- stofnunar, kona hans er Sigríður Jónsdóttir, fv. námsstjóri, f. 20.8. 1933, en börn þeirra eru Brynhild- ur, Ingibjörg, og Margrét. Kjör- dóttir er Sólveig Gyða blóma- skreytingarkona, f. 17.7. 1946, maður hennar er Gunnar Ólafsson vélstjóri, f. 22.1. 1951, en börn þeirra eru Guðmundur Freyr, Inga María, Sigrún Klara, látin, og Gunnar Óli. Guðmundur varð búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal 1921. Bú- fræðikandídat frá Búnaðarháskól- anum í Kaupmannahöfn 1925. Guðmundur var settur skólastjóri á Hólum í Hjaltadal 1925–1926, vann við mælingar hjá Búnaðar- félagi Íslands 1926–1928. Kennari við Bændaskólann á Hvanneyri 1928–1947, settur skólastjóri á Hvanneyri 1944–45 og síðan skip- aður skólastjóri þar 1947–1972. Guðmundur og Ragnhildur fluttu til Reykjavíkur er hann lét af störfum. Guðmundur hafði forgöngu um stofnun framhaldsdeildar við Bændaskólann 1947 sem var fyrsti vísir að háskólanámi í búfræði hér á landi. Forstöðumaður Búreikn- Í dag er til moldar borinn og kvaddur hinstu kveðju Guðmundur Jónsson, fyrrum skólastjóri á Hvanneyri. Með Guðmundi á Hvanneyri er genginn einn áhrifa- mesti skólamaður íslensks landbún- aðar og munu störf hans lengi marka íslenska búnaðarmenntun. Guðmundur ólst upp á miklu menningarheimili í árdaga síðustu aldar og var staðráðinn í því frá unga aldri að afla sér menntunar á sviði landbúnaðar. Hann hleypti heimdraganum og settist í Búnaðar- skólann á Hólum haustið 1919 og að loknu búfræðiprófi þaðan með glæsilegum vitnisburði innritaðist hann í Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn, þar sem hann lauk kandídatsprófi í búfræði árið 1925. Afskipti Guðmundar af búnaðar- fræðslu hófust í raun strax og hann kom heim frá námi, en þá um haust- ið tók hann að sér að vera í forsvari fyrir Búnaðarskólann á Hólum í námsleyfi þáverandi skólastjóra, Páls Zóphóníassonar. Vorið 1928 réðst hann svo sem kennari við Bændaskólann á Hvanneyri sem varð starfsvettvangur hans æ síðan. Kennslugreinar Guðmundar voru einkum á sviði jarðræktar og bún- aðarhagfræði en jafnframt því var hann verknámskennari skólans um nokkurt skeið. Fyrstu kennslubók- ina, Jarðræktarfræði, samdi Guð- mundur árið 1928. Samhliða kennsl- unni sinnti hann margs konar rannsóknar- og fræðistörfum og skrifaði í blöð og tímarit greinar um landbúnaðarmálefni. Á þessum ár- um vann hann einnig mikið braut- ryðjendastarf er hann, ásamt Þóri Guðmundssyni kennara á Hvann- eyri, hóf að gefa út tímaritið Bú- fræðinginn árið 1934. Fræðigreinar í Búfræðingnum urðu með tímanum uppistaða í kennsluefni í mörgum námsgreinum við bændaskólana. Guðmundur var upphafsmaður að færslu búreikninga hér á landi og var ráðinn forstöðumaður Búreikn- ingaskrifstofu ríkisins, sem var stofnuð árið 1936, og gegndi því starfi þar til hann varð skólastjóri. Vegna þekkingar á hag bænda var hann fenginn til að fjalla um verð- lagningu landbúnaðarafurða 1943– 1947, fyrst í verðlagsnefnd og seinna sem formaður Búnaðarráðs. Hann var formaður verkfæranefnd- ar ríkisins, sem sá um búvélapróf- anir 1946–1965. Árið 1947 urðu breytingar á hög- um Guðmundar, er hann varð skóla- stjóri á Hvanneyri og lét þá af flest- um öðrum opinberum störfum. Hann hafði þá verið kennari á Hvanneyri í um 20 ár og við tóku 25 ár sem skólastjóri eða þar til hann lét af störfum fyrir aldur árið 1972. Þegar Guðmundur tók við skóla- stjórn á Hvanneyri varð það eitt af hans fyrstu verkum að hrinda í framkvæmd fyrsta vísi að háskóla- námi í búfræði hér á landi en stofn- að var til þess þegar haustið 1947. Það var hafið í litlu herbergi í gamla skólahúsinu frá 1910, sem verið hafði kennslutækjageymsla. Þegar starfsemi Framhaldsdeildarinnar á Hvanneyri hófst voru allir forystu- menn íslensks landbúnaðar sam- mála um þörfina fyrir aukinn mannafla til leiðbeininga fyrir ís- lenskan landbúnað og stofnun henn- ar því öllum fagnaðarefni. Þegar frá leið vildu hins vegar ýmsir frammá- menn í landbúnaði flytja námið til Reykjavíkur. Meðal annars var rætt um flutning á deildinni á Alþingi ár- ið 1958 og nokkrum sinnum á Bún- aðarþingi. Það var þá sem Guð- mundar sýndi sinn mesta styrk, hann varði háskólanámið á Hvann- eyri með oddi og egg. Í þeirri orra- hríð, sem oft var hörð og um margt óvægin, lét Guðmundur aldrei deig- an síga og sýndi oft ótrúlega þraut- seigju og kjark. Hann lét ekkert koma sér úr jafnvægi, hvorki hina sætustu sigra né hin sárustu von- brigði og gat að loknum starfsferli sínum á Hvanneyri, árið 1972, af- hent eftirmanni sínum skólann og þar með framhaldsdeildina eða bú- vísindadeildina, eins og hún var þá kölluð. Guðmundur átti sér það tak- mark að Hvanneyri yrði öflug búvís- indastofnun, sem veitti æðri bún- aðarmenntun og sinnti landbún- aðarrannsóknum. Hann gladdist því mjög þegar hann vissi að Alþingi hefði samþykkt ný búfræðslulög ár- ið 1999, sem auk annars breyttu Bændaskólanum á Hvanneyri í Landbúnaðarháskólann á Hvann- eyri, hálfri öld frá því að fyrstu búfræðikandídatarnir frá Hvann- eyri útskrifuðust. Auk allra annarra starfa var Guð- mundur afkastamikill við ritstörf og skrifaði fjölda bóka og greina um margvísleg efni. Mestu afkastaði hann á ritvellinum eftir að hann lét af skólastjórn. Meðal verka Guð- mundar er margt gagnmerkra rita um íslenskan landbúnað, búnaðar- sögu og þjóðlegan fróðleik hvers konar. Guðmundur var óhemju starfsam- ur og sýndi frábæran dugnað og eljusemi í öllu sem hann tók sér fyr- ir hendur. Það er óhætt að fullyrða að fáir Íslendingar hafa skilað öðru eins ævistarfi. Hann af hinni starf- sömu aldamótakynslóð frá fyrri hluta 20. aldar, en það var fólkið sem breytti íslensku þjóðfélagi úr miðaldaþjóðfélagi í tæknivætt þjóð- félag til lands og sjávar. Þó að frá séu talin æsku- og námsár Guð- mundar má fullyrða að hann hafi unnið full 60 ár við embættis-, kennslu-, stjórnunar- og ritstörf í þágu íslensks landbúnaðar. Lengst af þessum tíma var starfsdagurinn mjög langur og oftar en ekki vann hann alla daga vikunnar. Við, gamlir nemendur hans, munum eftir því að það logaði oft ljós í glugganum á skólastjóraskrifstofunni langt fram á nótt. Þá var húsbóndinn á staðn- um að vinna og fylgdist jafnframt með framferði piltanna á heimavist- inni. Margt lagðist á eitt um að gera slík afköst möguleg. Bæði komu þar til miklir hæfileikar, geðslag Guð- mundar og mikið andlegt þrek. Þrátt fyrir langan og oft strangan vinnudag gaf Guðmundur sér stund- ir til þátttöku í margvíslegu félags- og menningarstarfi í heimahéraði og þar, eins og á vettvangi starfsins, var hann í forystu. Hann tók virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins í heimahéraði og á landsvísu. Hann var einn af stofnendum Rotary- klúbbs Borgarness og stofnfélagi bæði karla- og kvennastúkna Odd- fellowa í Borgarfirði. Hann var heið- ursfélagi Bændasamtaka Íslands, Félags íslenskra búfræðikandídata og Búnaðar-og garðyrkjukennara- félags Íslands. Hann var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálka- orðu árið 1964. Guðmundur var gæfumaður í starfi sínu og einkalífi. Hann kvænt- ist árið 1926 Ragnhildi Ólafsdóttur frá Brimnesgerði í Fáskrúðsfirði og eignaðist þar góðan og ástríkan lífs- förunaut sem bjó honum glæsilegt og fallegt heimili. Ragnhildur var ákaflega myndarleg húsmóðir og studdi mann sinn í hans erfiða starfi. Það er mörgum í minni hve vel hún tók á móti gestum, en gest- kvæmt var á heimili þeirra eins og geta má nærri. Í dag er Guðmundur Jónsson lagður til hinstu hvílu. Á skilnaðar- stund kveðja hann Hvanneyringar nær og fjær og Hvanneyrarstaður minnist hans með þökk og virðingu sem helsta brautryðjanda æðra búnaðarnáms á Íslandi og fyrir alla þá vaxtarmöguleika sem hann með verkum sínum hefur gefið staðnum til framtíðar. Í huga okkar sam- starfsfólksins mun hann skipa önd- vegi þegar fjallað er um upphaf og uppbyggingu háskólamenntunar í búfræði hérlendis og framtíð Hvanneyrarstaðarins í hvívetna. Fjölskyldu hans og vandamönnum sendum við hugheilar samúðar- kveðjur. Magnús B. Jónsson og Steinunn Ingólfsdóttir, Magnús Óskarsson, Sveinn Hallgrímsson og Gerður Guðnadóttir. Elsku afi er dáinn, hann var hundrað ára gamall frá því í mars. Þótt endalokin væru honum kær- komin og hann ábyggilega hvíldinni feginn finnum við fyrir tómleika og söknuði. Afi var alltaf stór hluti af lífi okk- ar. Fram að níutíu og sjö ára aldri var hann ætíð með okkur fjölskyld- unni þegar við hittumst heima hjá foreldrum okkar eða á heimilum okkar systra við hátíðleg tækifæri og önnur. Okkur er ógleymanlegt sambandið sem hann náði við börnin okkar. Ungviðið finnur hvort ein- lægur áhugi eða uppgerð liggur að baki orðum og spurningum. Afi hafði mikinn áhuga á starfi þeirra og mátu þau hann mikils. Hann var ávallt aufúsugestur á heimilum okk- ar. Það var notalegt að halda í hönd- ina á afa síðustu tvö árin á Hrafn- istu og rifja upp æskuminningar frá Hvanneyri, minnast afa á kontórn- um frá morgni til kvölds og ömmu sem var alltaf svo létt og kát, mynd- arleg og svo óendanlega hlý og gest- risin. Þau voru höfðingjar heim að sækja og tóku rausnarlega á móti öllum. Hann afi okkar var merkilegur maður, höfðingi og stórmenni en þó laus við allt yfirlæti. Við systur bár- um mikla virðingu fyrir honum alla tíð. Börnin okkar kveðja langafa á Hrafnistu en við systur kveðjum afa á Hvanneyri með virðingu og þakk- læti og gleðjumst yfir endurfundum ömmu og afa. Hilda, Ingibjörg og Margrét Ásgeirsdætur. Guðmundur Jónsson stendur mér lifandi fyrir hugskotssjónum á hlaðinu á Hvanneyri. Hann er að taka á móti bróður sínum og fjöl- skyldu hans. Iðulega komu foreldr- ar mínir við á Hvanneyri til að heilsa upp á Guðmund og Ragnhildi á leið norður í land eða að norðan. Þetta var upp úr miðri síðustu öld. Á þessum tíma tíðkaðist það ekki enn að bæjarbúar legðust í ferðalög langt út fyrir bæjarmörkin nema yf- ir sumartímann. Hraðbatnandi vegasamgöngur og tíðir snjóruðn- ingar áttu eftir að breyta afstöðu okkar að þessu leyti, en upp úr 1950 var tími ferðalaga á Íslandi fyrir all- an þorra fólks einskorðaður við sumarið. Í bernskuminningunni er Hvanneyri samofin sumrinu. Þegar við stigum út úr rykmett- uðum bílnum, sem hossast hafði að því er ungum dreng fannst í heila ei- lífð eftir misjafnlega sléttum mal- arvegi, tók borgfirskur andblær á móti okkur. Í minningunni var Guð- mundur föðurbróðir minn hluti af þessum andblæ. Hraðmæltur bauð hann okkur velkomin, kyssti for- eldra mína og leiddi okkur síðan inn í faðm konu sinnar, Ragnhildar, sem flestum öðrum fremur hafði lag á því að láta gestum sínum líða vel. Að loknu kaffi og súkkulaði var gengið um hlaðið og horft yfir græna vell- ina sem náðu eins langt og augað eygði og hlutu að vera óendanlegir. Reyndar virtist allt á Hvanneyri án þeirra takmarkana sem giltu annars staðar. Húsin voru stærri og glæsi- legri, tún og engjar víðfeðmari og andi framfara sveif yfir staðnum. Manni fannst að á Hvanneyri hlyti að vera hugsað stórt. Guðmundur Jónsson átti án efa verulega hlut- deild í þessum stórhug sem enn er til staðar á Hvanneyri. Úr fjarlægð hef ég fylgst með þeirri ræktarsemi sem Hvanneyr- ingar alla tíð sýndu hinum aldna skólameistara. Þetta hefur verið þeim til mikils sóma, en ber jafn- framt vott um gjöfult ævistarf Guð- mundar Jónssonar á Hvanneyri og hvern hug eftirkomendur hans bera til hans. Ögmundur Jónasson. Guðmundur, elstur föðurbræðra minna, ólst upp á fjölmennu heimili ömmu og afa ásamt fimm bræðrum. Hann kaus víðfeðmari akur að erja en land formæðra og feðra á Torfa- læk og starfsævin spannaði sjötíu ár við kennslu og skólastjórn, auk rannsókna og margvíslegra verk- efna. Þessi yfirvegaði, hógværi og vinnusami maður var ekki gefinn fyrir dægurskraf og gerði stóran mun á menntun og námsgráðum. Hann var fljótur að taka ákvarðanir og stundum snöggur uppá lagið, gerði kröfur til sjálfs sín, samstarfs- manna og nemenda um að nýta allt vel, hvort það voru gáfur, náttúru- gæði, tækni eða fjármunir gilti einu. Nemendum þótti oft nákvæmni ein- kenna um of kennslu hans og miðlun fræða og einkennileg sú árátta að hafa tölur um allt. Markmið hans var að koma öllum til þess þroska sem hæfileikarnir buðu og rækta nemendum sínum manngildi. Úr æsku minnist ég heimsókna fjölskyldunnar frá Hvanneyri. Guð- mundur í jakkafötum, ræddi mál við pabba sem ég skildi tæpast, fannst hann fjarlægur. Síðar í skóla hjá honum í fimm ár, sem heimagangur á heimili þeirra Ragnhildar, kynnt- ist ég vel þeim eiginleikum hans sem of fáir kynntust, hlýju, mann- gæsku og virðingu. Framhaldsdeildungar fóru 1966 í kynnisferð til Norðulanda og Þýska- lands. Við kviðum því að hafa þann gamla sem fararstjóra, vart gæfist ráðrúm fyrir bjór. Á fyrsta degi í steikjandi hita var gengið um skrúð- garða KVL, leiðsögumaður þuldi plöntunöfn. Guðmundur virtist hinn áhugasamasti og við hugsuðum með kvíða til næstu daga. Á Kanal Caf- éen eftir smurbrauð og viðeigandi vökvun hvarf fjörutíu ára aldurs- munur hans og okkar. Hann var gefandi ferðafélagi, fræðari og ferð- in varð okkur upplifun, sem ekki fyrnist meðan hugur okkar starfar. Það er söknuður, ekki sorg þegar öldungur deyr.Við sem erjum ætt- arjörðina þökkum samfylgd, leið- sögn og vináttu og sendum afkom- endum Guðmundar frá Torfalæk hlýjar kveðjur á skilnaðarstund. Jóhannes Torfason. Guðmundur Jónsson, Hvanneyri, var giftur móðursystur minni Ragn- hildi Ólafsdóttur frá Brimnesgerði við Fáskrúðsfjörð, hún andaðist 1980. Þau hjónin voru tíðir gestir á heimili okkar systkina en þó sér- staklega á heimili foreldra okkar, GUÐMUNDUR JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.