Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.12.2002, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 51 Takk fyrir alla þína ást og um- hyggju við okkur systkinin, kæri frændi. Ekki síst takk fyrir árin okkar á Hvanneyri þar sem við nutum kærleika ykkar Ragnhildar beggja. Það einkenndi ykkur bræðurna frá Torfalæk samheldni og umhyggja fyrir fjölskyldum hver annars sem vissulega hefur haft áhrif á okkur bræðrabörnin og verið okkur gott fordæmi. Guð gefi þér góða heimkomu, kæri föð- urbróðir, og megi sá sem öllu ræð- ur veita fjölskyldunni huggun sína og láta ljós góðra minninga lýsa um ókomin ár. Samúðarkveðjur frá okkar fjöl- skyldum. Ingibjörg Björnsdóttir, Guðmundur Björnsson. HINSTA KVEÐJA Sveinbjarnar og Elínborgar í Sól- heimum 38. Þau komu við hvert til- efni sem var og létu sig ekki muna um að keyra frá Hvanneyri til Reykjavíkur og til baka sama kvöld- ið – ekki voru malbikaðir vegir þá eða Hvalfjarðargöng. Þessar heim- sóknir sýndu að við áttum góða vini og við vorum hreykin að fá Ragn- hildi og Guðmund í heimsókn. Ég dvaldi á Hvanneyri nokkur sumur, þá unglingur við heyskap, en svo gerðu systkini mín einnig, en það var skemmtilegur og lærdóms- ríkur tími sem ég minnist með hlý- hug og virðingu. Heimilið að Hvann- eyri var okkur alltaf opið og móttökurnar alltaf svo sjálfsagðar og um leið höfðinglegar þar sem Ragnhildur fór með stjórn. Guðmundur var góður húsbóndi, ákveðinn í fyrirmælum, skilnings- ríkur og réttsýnn. Hann hafði ekki mörg orð um hlutina en það var tek- ið eftir þeim. Með góðri minningu og þakklæti vottum við aðstandendum okkar hluttekningu. Haukur Sveinbjarnarson og Margret. Guðmundur frá Torfalæk mark- aði djúp spor í sögu búnaðarfræðslu á Íslandi. Á langri starfsævi var hann kennari og skólastjóri á bændaskólunum, þó lengst af á Hvanneyri. Hann ruddi braut nýju námsefni og samdi kennslubækur fyrir nýjar og eldri námsgreinar. Guðmundur var í senn frum- kvöðull og brautryðjandi æðri bú- fræðimenntunar hér á landi, en á þeim grunni sem hann lagði starfar nú Landbúnaðarháskólinn á Hvann- eyri. Hann kom víðar við með fé- lagsstarfi og ritstörfum, einkum á sviði landbúnaðar og sýna umfangs- mikil störf hans að hann hefur verið óvenjulegur starfsmaður sem ekki skorti hæfni, vilja né þrek við verk sín. Kynni okkar Guðmundar voru ekki persónuleg svo heitið gæti fyrr en hann var kominn nokkuð á átt- ræðisaldur. Þá var hann enn að verki við ritstörf, öflun heimilda og stjórn á útgáfu bókaflokks um merka bændahöfðingja. Á þeim ár- um lét hann ekki deigan síga. Áhug- inn var sterkur og viljinn vakandi við að koma því áfram sem hann var að fást við. Þó lét hann lítið yfir sér og verkum sínum. Hann var ekki maður auglýsinga heldur verka. Oft er það einkenni merkra manna. En ég kynntist því líka að hann var einstaklega góðgjarn, hlýr og ljúfur maður, sem gott var að blanda geði við. Það er ylur í minn- ingunni um kynni okkar, hógværð hans og vinsemd. Því kveð ég hann með þökk að leiðarlokum. Blessuð sé minning Guðmundar frá Torfalæk. Pálmi Jónsson. Lokið er langri og farsælli ævi míns ágæta læriföður Guðmundar Jónssonar, fyrrum skólastjóra á Hvanneyri. Lífsferill Guðmundar mætti vera fyrirmynd þeirra sem áherslu leggja á heilsurækt og lík- amsþrótt. Hann var alla sína löngu starfstíð hófsamur, reglusamur, kvikur í hreifingum og sívinnandi án þess að bera með sér þá spennu og flýti sem fylgir mörgum stjórnend- um nútímans. Hvanneyri var starfsvettvangur og heimili Guðmundar í nær hálfa öld og að öðrum ólöstuðum átti hann stærstan þátt í vexti og viðgangi Bændaskólans á Hvanneyri sem segja má að hafi verið staðfestur með setningu laga um Landbúnað- arháskólann á Hvanneyri. Menntun er undirstaða framfara í hverri at- vinnugrein og þróun búnaðarmennt- unar undir leiðsögn Guðmundar því veigamikill þáttur í framþróun ís- lensks landbúnaðar. Þótt Guðmundur hefði brennandi áhuga á flestum þáttum landbún- aðarins lagði hann öðru fremur áherslu á hagfræði og bókhald. Þannig þróaði hann færslu búreikn- inga bænda og var raunar faðir bændabókhalds hérlendis og jafn- framt stofnandi Búreikningastofu landbúnaðarins og veitti henni for- stöðu fyrstu 10 árin. Sú stofnun hef- ur síðan þróast í áranna rás og ber nú heitið Hagþjónusta landbúnaðar- ins með aðsetur á Hvanneyri. Guðmundur Jónsson var gerður að heiðursfélaga Bændasamtaka Ís- lands fyrir mikil og farsæl störf í þágu bændastéttarinnar. Bændasamtök Íslands senda að- standendum samúðarkveðjur um leið og látið er í ljós þakklæti fyrir mikilvægt og farsælt ævistarf Guð- mundar Jónssonar. Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Guðmundur á Hvanneyri átti ræt- ur að rekja norður í Húnavatns- sýslu. Þar ólst hann upp á kunnu myndarbúi, Torfalæk. Ekki var þá mikill kostur skólagöngu fyrir æskufólk, en Guðmundur mun hafa numið meira heima hjá foreldrum sínum en þá var títt. Hann var sagð- ur óvenju námfús og las af ákefð þann bókakost sem til náðist. En sérstaklega kynnti hann sér það sem ritað var um landbúnað og af- komu fólks í sveitum. Guðmundur varð snemma dugandi og vinnusam- ur á heimili sínu og kynntist gerla þeim búskaparháttum sem hér voru við lýði fyrstu áratugi fyrri aldar. Hann mun hafa verið á átjánda ári er hann lauk prófi sem búfræð- ingur frá Hólum. Og þá var stefnt á aukna menntun í landbúnaðarfræð- um. Hann fór í búnaðarháskóla í Danmörku og lauk þar kandidats- prófi á árinu 1925. Að námi loknu gerðist hann kennari við búnaðar- skólann á Hvanneyri. Þá var þar skólastjóri Halldór Vilhjálmsson, sem eins og Guðmundur, var kandidat frá búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn. Hann var líka Norðlendingur, fæddur í Laufási við Eyjafjörð. Það er athyglivert að margir af umbótamönnum okkar í málefnum landbúnaðarins eiga rætur að rekja til Norðurlands. Torfi Bjarnason í Ólafsdal var að vísu fæddur vestur á Skarðsströnd en fór ungur að árum að Þingeyrum í Húnavatnssýslu. Þar bjó þá Ásgeir Einarsson, frændi Torfa, og var hann kunnur sem ein- staklega framsýnn og dugandi bóndi. Ekki er vafi á því að þar lærði Torfi margt um búskap og styrkti trú sína á framtíð hans. En það var eins með þá báða þessa forystumenn í landbúnaði okkar, Torfa og Guðmund, að báðir fluttust þeir til Borgarfjarðar. Torfi settist að á Varmalæk, mikilli kosta- jörð, en Guðmundur fór til Hvann- eyrarskólans. Torfi hugleiddi þá að koma upp búnaðarskóla, sem byggði á einkaeign. Úr varð að hann keypti Ólafsdal vestra og kom þar upp skóla. En Guðmundur varð forystu- maður og skólastjóri opinbers skóla og ríkisbúskapar á Hvanneyri á árinu 1947, er þá verandi landbún- aðarráðherra, Pétur Magnússon, skipaði hann í það starf. Ekki fer mála í millum að margir aðrir framsýnir menn á sviði ís- lensks landbúnaðar lögðu hönd á plóginn að bæta þekkingu á leiðum til bættrar afkomu bændafólks í landinu. Eigum við þeim sannarlega þökk að gjalda. En á engan er hall- að þótt sagt sé að íslenskur land- búnaðar eigi Guðmundi Jónssyni einna stærstan þátt að þakka fyrir þær stórstígu framfarir sem í skóla- stjóratíð hans urðu í nýsköpun tækja og starfsaðferðum landbún- aðarins. Vettvangur starfa þeirra Torfa í Ólafsdal og Guðmundar á Hvann- eyri var um margt ólíkur. Annar berst fyrir því að bæta tæki og vinnubrögð frá því sem verið hafði nær óbreytt í aldir. Undirstaða þessa atvinnuvegar var grasið. Los- un þess og hagnýting var grunn- urinn. Bóndi einn var spurður um það hverjar hefðu verið mestu fram- farir í landbúnaði á nítjándu öldinni. „Skosku ljáirnir, sem Torfi kynnti á sinni tíð,“ var svarið. Með svipuðum hætti vann Guð- mundur að því að færa vinnu manna og dráttarhesta úr erfiðu og af- kastalitlu handverki í nýtingu öfl- ugra dráttarvéla og heyskapartækja sem þeim fylgdu. Nýrri og stærri verkfæri og vélar sem afköstuðu margfalt meira, bæði við ræktun og uppskeru bættu hag bænda og þjóð- arinnar allrar. Við þetta umbóta- starf var Guðmundur óþreytandi og hugkvæmur. Byggði hann þá bæði á eigin reynslu auk þess sem hann fylgdist vel með hugmyndum ann- arra framfaramanna, innanlands og utan og reynslu þeirra. Ég fékk færi á því að kynnast starfsháttum og stefnumiðum hans, er við áttum saman sæti í nefnd sem samdi frumvarp um bændaskóla á árunum 1960–62. Þar kom þekking hans og fylgni glögglega fram. En Guðmundur lét ekki nægja að beita sér fyrir framförum í landbúnaði. Hann var áhugasamur um velfarnað annarra þjóðmála. Þannig var hann um skeið formaður félags sjálfstæð- ismanna á Vesturlandi og ennfrem- ur formaður kjördæmisráðs þess. Það var viðkvæmt og vandasamt starf – engu síður en nú. En flestir töldu forystu hans í þeim efnum hyggilega. Persónulega átti ég því láni að fagna að eignast vináttu Guðmund- ar á unga aldri og lágu leiðir okkar oft saman, ekki síst meðan ég var sýslumaður Borgfirðinga. Var þá gott og gagnlegt að ráðgast við hann um þau málefni, sem til heilla horfðu fyrir héraðið. Nú þökkum við hjónin og börn okkar allar góðar stundir, sem við áttum með Guð- mundi og fjölskyldu hans. Við send- um þeim hugheilar kveðjur í dag og biðjum þess að minning sæmdar- mannsins Guðmundar Jónssonar megi lengi lifa með þjóðinni. Ásgeir Pétursson. Við sem þessi orð ritum áttum því láni að fagna að eiga langa og góða samleið með Guðmundi Jónssyni, skólastjóra Bændaskólans á Hvann- eyri; fyrst tveir okkar í námi og síð- ar allir í störfum okkar fyrir íslensk- an landbúnað. Guðmundur er einn minnisstæðasti persónuleiki sem við höfum kynnst og á þessari kveðju- stundu er okkur efst í huga dreng- lyndi hans, góðmennska og mann- kærleikur. Líf hans og störf einkenndust af visku, þekkingu, mikilli dómgreind og fagmennsku. Öll verkefni sín leysti hann vel og vandlega af hendi; frábær kennslu- og stjórnunarstörf við bændaskól- ann í áratugi og vönduð ritstörf, auk fjölmargra annarra verkefna sem hann tókst á hendur á langri lífsleið. Hann var sístarfandi meðan aldur og heilsa leyfði. Sem dæmi um ritstörf Guðmund- ar má nefna skráningu hans og sam- antekt á öllum vísindaritgerðum sem út hafa komið um íslenskan landbúnað frá upphafi. Þetta er mikið verk, sem hann vann að eftir að hann lauk störfum á Hvanneyri fyrir aldurs sakir. Verkið er ómet- anlegt framlag til íslenskra búvís- inda sem mun auðvelda vísinda- mönnum rannsóknarstörf á sviði landbúnaðar um alla framtíð. Guðmundur var verðugur arftaki framúrskarandi skólamanna sem byggðu upp kennslu í búfræði og búvísindum á Hvanneyri. Hann lagði grundvöll að búfræðikennslu á háskólastigi með stofnun framhalds- deildarinnar á Hvanneyri um miðja síðustu öld. Guðmundur var í far- arbroddi í búfræðikennslu í landinu á þeim tíma sem landbúnaðurinn tók sem mestum framförum eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Hefur hann og hin fjölmenna og vel menntaða sveit búfræðinga og bú- vísindamanna frá Hvanneyri átt mikinn þátt í þeirri byltingu. Við söknum okkar góða læri- meistara, samstarfsmanns og vinar, og það gera einnig eiginkonur okk- ar, Helga, Inga Lára og Oddný, sem allar tengdust honum nánum vin- áttuböndum. Við sendum fjölskyldu Guðmundar innilegustu samúðar- kveðjur. Björn Sigurbjörnsson, Ingvi Þorsteinsson, Sveinn Runólfsson. Að kvöldlagi árla í október 1969 kom ég til námsdvalar á Hvanneyri. Þar sem ég stend á skólahlaðinu sé ég hvar þéttvaxinn, léttstígur eldri maður kemur niður tröppur skóla- hússins og býður gott kvöld. Við heilsumst og er ég segi til nafns réttir hann örlítið úr annars tein- réttu baki, hallar undir flatt, augna- ráðið leitar til hliðar og hann segir: ,,Jahá, þú ert Gunnar, sæll góði og velkominn til Hvanneyrar.“ Þarna hitti ég fyrsta sinni Guðmund Jóns- son, fyrrum skólastjóra á Hvann- eyri, sem í dag er kvaddur hinztu kveðju, en hann andaðist fimmtu- daginn 28. nóvember sl. á eitthundr- aðasta og fyrsta aldursári. Þessi fyrstu kynni hafa æ síðan verið mér minnisstæð. Hann spurði frétta af högum mínum, foreldrum og fjölskyldu, – búskapnum heima og fleiru. Fyrir mig, sem hafði kynnst samskiptum nemenda og stjórnenda í öðrum heimavistarskól- um, voru móttökurnar sérstæðar. Þær lýstu persónueiginleikum Guð- mundar, – mannlegri hlýju og að vera góður hlustandi. Í ýmsu tilliti var hann sérstæður skólamaður og naut virðingar sem slíkur. Hann var umburðarlyndur og yfirvegaður í framgöngu. Hann naut þess að vera meðal æskufólks og bar mikið traust til nemenda sinna og sam- starfsmanna. Að sama skapi sárnaði honum mjög brygðust þeir trausti hans. Hann trúði á gildi menntunar fyr- ir landbúnaðinn. Enn í dag býr ís- lenskur landbúnaður að framsýni og þrautseigju sem hann sýndi í ára- langri og erfiðri glímu við að koma á fót framhaldsmenntun í búfræði hér á landi. Uppbygging háskólanáms á landsbyggðinni þótti ekki jafn sjálf- sagður hlutur fyrir miðja síðustu öld og raunin er í dag. Fjölmörg minnisstæð atvik koma í hugann þegar minnst er kynna af Guðmundi skólastjóra á Hvanneyri. Hann markaði skýr spor í litríka búnaðarsögu liðinnar aldar. Guð- mundi var lærdómsríkt að kynnast og fá að njóta vegferðar með honum um hríð. Við Lóa sendum ástvinum hans og fjölskyldu samúðarkveðjur. Gunnar Guðmundsson, Akranesi. Kveðja frá Rótarýklúbbi Borgarness Rótarýklúbbur Borgarness var stofnaður 14. september 1952, og því nýlega orðinn hálfrar aldar gam- all. Guðmundur Jónsson, þá skóla- stjóri á Hvanneyri, var einn stofn- félaga. Honum var mjög annt um klúbbinn, sótti vel fundi og stundaði félagsstarfið af kostgæfni. Að sögn rótarýfélaga sem til hans þekktu var hann afar heill í öllum sínum störfum. Hann gegndi trúnaðar- störfum fyrir klúbbinn, var m.a. for- seti hans. Heiðursfélagi klúbbsins var hann kjörinn 1972. Guðmundur Jónsson var ná- kvæmur í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur, eljumaður sem kom miklu í verk, og hann hafði til að bera óbilandi jafnaðargerð. Hann var alvörumaður, en átti þó til góð- látlega kímni. Það var Rótarýklúbbi Borgarness mikil gæfa að eiga Guðmund Jóns- son að fyrstu tvo áratugina sem klúbburinn starfaði. Hans er minnst sem hins ágætasta félaga. Klúbb- urinn sendir eftirlifandi ættingjum hans samúðarkveðjur. Fyrir hönd Rótarýklúbbs Borg- arness, Finnur Torfi Hjörleifsson.  Fleiri minningargreinar um Guð- mund Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Olof Kaijserfæddist í Härnö- sand í Svíþjóð 28. desember 1914. Hann lést í Stokk- hólmi 15. nóvember síðastliðinn. For- eldrar Olle, en svo var hann nefndur, voru báðir læknar. Hann las í Uppsöl- um, fil. kand. og jur. kand., giftist 1939 Villemo Lindeberg, f. 1916, d. 1982, og tók sama ár til starfa í utanríkisþjónust- unni. Á stríðsárunum vann hann í Hamborg, Ósló og Helsinki, en eftir stríðslok var hann sendur til aðalræðismannsskrifstofunnar í New York. Eftir það starfaði Olle í nokk- ur ár í Ankara, í Haag og kom svo aftur til Stokk- hólms. Árin 1962–67 var hann sendiherra Svía í Lusaka, 1967– 72 í Wellington og 1978–80 í Reykja- vík. Í Malexander áttu þau Olle og Villemo heimili sitt í Svíþjóð, þar hittist fjölskyld- an, börn og seinna barnabörn og börn þeirra, á sumrum og þangað fluttu þau á eftirlaunaárum. Útför Olof Kaijser verður gerð frá kirkjunni í Malexander í dag. Það var bjart kringum sendiherra- hjónin á Íslandsárunum, en þá var ég í Árbæjarsafni. Olle og Villemo höfðu mikinn áhuga á landinu, ferðuðust víða og gengu á Heklu eins og ekkert væri. Enda voru þau vön að ganga á sænsku fjöllin ásamt börnum sínum og Olle var hreykinn yfir að hafa tvisvar lokið „Vasaloppet“ á skíðum. Þau nutu þess að leika á golfvellinum í öllum veðrum, en tóku líka virkan þátt í menningarlífinu, ekki síst í Norræna húsinu. Bæði höfðu mikla ánægju af sögu og gátu tengt Ísland og Nýja-Sjáland, þar höfðu þau líka notið sín, í gegnum Daniel Solander, en hann var einn af lærisveinum Línnés sem ferðaðist um heiminn. Olle skrifaði Med Solander runt Nya Zeeland og Villemo Med Solander på Island, greinar sem birtust í bókinni Daniel Solander 1733–1782. Fyrir mér stendur Olle sem hinn dæmigerði sænski embættismaður, hár, grannur, alvörugefinn, vel að sér í öllu og kurteis. Villemo, sem bar nafn úr kvæði eftir Fröding, var frú- in sem vann eldhússtörfin og fékk gestina jafnframt til að njóta sín. Lífsgleðin leiftraði í kringum hana. Í Svíþjóð var Olle virkur í Sam- fundet Sverige-Island, safnaði í sjóð fyrir félagið og mætti alltaf glaður og reifur á ársfundi, en seinast var lík- aminn farinn að gefa sig. Gott er að minnast þeirra sendi- herrahjónanna Olle og Villemo Kaijser, þau voru sannir vinir Ís- lands. Nanna Hermansson. OLOF KAIJSER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.