Morgunblaðið - 06.12.2002, Side 55

Morgunblaðið - 06.12.2002, Side 55
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 55 UM þessar mundir eru 20 ár lið- in síðan kvennaathvarfið var stofn- að á Íslandi. Kvennaathvarfið er skjól fyrir konur, sem búa við of- beldi, og börn þeirra. Athvarfið er opið allan sólarhringinn og er starf- semi þess þríþætt. Í fyrsta lagi að taka á móti konum og börnum í dvöl þegar líf þeirra heima við er orðið óbærilegt vegna andlegs og eða líkamlegs ofbeldis. Í öðru lagi er konum boðið að koma í stuðn- ingsviðtöl hjá starfskonum um lengri eða skemmri tíma og í þriðja lagi er boðið upp á símaviðtöl kon- um til styrktar, stuðnings og upp- lýsinga. Einnig er opið hús á fimmtudagskvöldum þar sem konur geta komið saman og deilt sameig- inlegri reynslu sinni af ofbeldi. Á þessum kvöldum er boðið upp á mismunandi dagskrá sem miðar að sjálfstyrkingu og fræðslu fyrir þol- endur ofbeldis. Ekki er um eig- inlega meðferð að ræða í athvarf- inu, heldur er markmiðið hjálp til sjálfshjálpar. Hverri konu er mætt þar sem hún er stödd, hún full- vissuð um að hún sé ekki ein og bent á ýmsar lausnir og úrræði í samfélaginu. Hvort sem kona hefur orðið fyrir líkamlegu, kynferðislegu eða andlegu ofbeldi er henni vel- komið að notfæra sér hvern þann þátt sem athvarfið býður upp á fyr- ir sig. Góð aðstaða er í athvarfinu fyrir börn sem koma til dvalar með mæðrum sínum. Reynsla starfs- kvenna athvarfsins er sú, að konum sem dvelja í athvarfinu gefist mik- ilvægur tími án utanaðkomandi áreitis. Tími í ró og næði til að vega og meta stöðu sína, hlusta eftir andlegri og líkamlegri líðan sinni og þörfum. Þannig gefst þeim dýr- mætt tækifæri á eigin forsendum til að taka mikilvægar ákvarðanir fyrir sig og börn sín. En áhersla er lögð á það í athvarfinu að þolendur ofbeldis þekkja sjálfir best stöðu sína, þarfir og væntingar. Á þeim 20 árum sem Kvennaathvarfið hef- ur starfað hafa þær breytingar helstar orðið að færri konur koma til dvalar en meira er um að þær komi í stuðningsviðtöl. Hugsanleg skýring er sú að konur hafi með auknu sjálfstæði sínu fleiri úrræði og þar með fleiri útgönguleiðir. Einnig hefur það aukist á síðustu árum að konur sem búið hafa við andlegt ofbeldi án þess að líkam- legt ofbeldi sé því samhliða leiti til Kvennaathvarfsins. En 60% kvenna í athvarfinu árið 2001 komu vegna andlegs ofbeldis. Með sóttum stuðningi í athvarfið hefur fjöl- mörgum konum gefist tækifæri til að m.a. greina vanda sinn, öðlast styrk, takast á við tilfinningar og síðast en ekki síst að vinna sig út úr ofbeldissambandi. Kvennaat- hvarfið í dag Eftir Ástu Guðmunds- dóttur, Áslaugu Ein- arsdóttur, Kolbrúnu E. Pétursdóttur, Körlu Karlsdóttur og Ragn- heiði K. Pétursdóttur Höfundar eru starfskonur Kvennaathvarfsins. - HÉLSTU í alvöru að þetta tæk- ist hjá þér? hvíslaði hann ógnandi. Hún starði upp til hans. - Hélstu í alvöru að þetta væri svona auðvelt? Hún hristi höfuðið hægt. (Arnaldur Indriðason. 2001. Graf- arþögn, bls. 52.) Hvers vegna í ósköpunum lætur kona heimilisofbeldi yfir sig ganga? Hvers vegna fer hún ekki? Þetta er þó svo einfalt! Við gerum ráð fyrir því að stöðugt sé um ofbeldi að ræða í sambandinu, en sú er ekki raunin. Það skiptast á skin og skúr- ir og sjá má ákveðið ferli sem nefnt hefur verið ofbeldishringurinn. Allt leikur í lyndi en síðan hleðst upp spenna sem fær útrás með líkam- legu ofbeldi en oftar en ekki and- legu ofbeldi. Þegar bráir af gerand- anum iðrast hann gjörða sinna og gerir allt til þess að bæta fyrir brot sitt. Síðan rúllar sambandið áfram hringinn og það er eins og góðu tímabilunum fækki eða að þau standi skemur yfir. Konan fer að gera allt til þess að koma í veg fyrir ofbeldið, reynir að lesa í allar at- hafnir makans og gera honum allt til hæfis. Þetta er þó maðurinn sem hún giftist eða hóf sambúð með í rósrauðum bjarma ástarinnar og hún heldur dauðahaldi í vonina, vonina um að góðu tímabilunum fjölgi. Eina sem hún þarf að gera er að vanda sig aðeins betur við elda- mennskuna, heimilisstörfin, barna- uppeldið og huga að öllum þörfum makans. Hún finnur sárt til van- máttarkenndar, hefur mikla sekt- arkennd og finnst hún ekki hafa marga kosti í lífinu. Sjálfsmyndin er í molum enda býr hún við and- legt ofbeldi. Í ofbeldissamböndum, hvort heldur sem um líkamlegt eða andlegt ofbeldi eða sambland þess er að ræða, er karlinn búinn að ná algjörri stjórn á lífi konunnar. Hann hefur meiri áhrif á líðan, hegðun og skoðanir hennar en hún sjálf. Hún er oftar en ekki mjög einangruð og leitar hvorki til fjöl- skyldu sinnar né vina í vanlíðan sinni, því hún hefur ekki leyfi til þess. Hann fylgist með samskiptum hennar við aðra og hún þarf að gera grein fyrir öllum ferðum sínum. Líðan hennar hefur verið líkt við líðan gísla, nefnt Stokkhólmsheil- kennið. Í báðum tilfellum hafa einn eða fleiri aðilar líf annarrar mann- eskju í sínum höndum. Og hvað gerum við þegar okkur er haldið í gíslingu? Jú, við reynum að lifa af með því að læra á þann sem heldur okkur í gíslingu. Við megum ekki gleyma því að hægt er að brjótast undan oki ofbeldis. Þá er mjög mik- ilvægt að finna fyrir skilningi og stuðningi samferðamanna sinna sem vita að ofbeldið er ekki á ábyrgð þess sem fyrir því verður heldur þess sem beitir því. Hvers vegna fer hún ekki? Eftir Jónu Sigurlín Harðardóttur Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka um kvennaathvarf. „Við megum ekki gleyma því að hægt er að brjót- ast undan oki ofbeldis. Þá er mjög mikilvægt að finna fyrir skilningi og stuðningi samferðamanna sinna ...“ SJÁVARÚTVEGSSTEFNA Frjálslynda flokksins mun hleypa nýju lífi í byggðir landsins. Stefnan mun byggjast á þeirri leið að strandveiðiflotinn færist úr kvótakerfi undir sóknarkerfi. Að- skilja þarf veiðar og vinnslu og um leið stuðla að löndun alls afla á ferskfiskmarkaði. Þegar fyrningar- leið er valin með innköllun veiði- heimilda þarf að tryggja að útgerð- um sé áfram tryggður veiðirétturinn á fimm ára aðlögunartíma breyt- inga. Nauðsynleg forsenda breyt- inganna er að skipta fiskveiðiflot- anum upp í fjóra aðgreinda útgerðarflokka. Frystitogara-, nóta- veiði- og flottrollsflotinn (sem einn af fjórum útgerðarflokkum) geti verið áfram í framseljanlegu kvóta- kerfi innan eins útgerðarflokks. Þessi útgerðarflokkur geti ekki keypt frekari heimildir niður fyrir sig frá öðrum útgerðarflokkum inn- an íslenskrar landhelgi. Ljóst er að þessi leið mun hleypa miklu lífi í byggðir landsins. Hin erf- iða umræða brottkasts mun heyra sögunni til, opnað verður fyrir nýlið- un í greinina og sjónarmiðum fisk- vinnslu án útgerðar verður mætt með þeirri skipan að öllum afla verði landað á ferskfiskmarkaði. Jöfn tækifæri, réttlæti og frjáls sam- keppni eru gildi sem loks munu líta dagsins ljós eftir myrkviði undan- farinna tuttugu ára. Hvert bæjarfélag mun finna fyrir miklum breytingum á stuttum tíma. Andrúmsloftið verður þægilegra og biturð vegna óréttlátra úthlutana og mismununar fyrri ára mun hverfa. Við mun taka heilbrigð kappsemi í takt við forsjá Íslendingsins og bæði afla- og útflutningsverðmæti sjáv- arfangs mun stóraukast í hverri byggð fyrir sig. Óeðlilegt peninga- veldi örfárra fjölskyldna mun lapp- ast niður og við tekur frumburð- arréttur allra einstaklinga í hverri byggð að nýta þjóðarauðlindina. Það er ekki ætlan Frjálslynda flokksins með nokkru móti að hrifsa til sín veiðirétt núverandi kvótaeig- anda, síður en svo. Einungis að jöfn tækifæri til veiða, frumburðarréttur allra, verði tryggð og réttlæti við út- hlutun fari á annan veg en raunin er í dag. Ef fólk kýs óbreytta stjórn kastar það um leið frá sér frum- burðarréttinum sem um getur að of- an, kastar fyrir róða valmöguleika afkomenda sinna á að starfa í grein- inni þegar fram í sækir og um leið lofar þá einræðisstjórn sem ein- göngu stendur ósvikinn vörð við hallir þeirra valdamestu og ríkustu. Í haust hafa ungir og efnilegir einstaklingar hist í viku hverri í höf- uðstöðvum Frjálslynda flokksins. Um er að ræða vel menntað fólk. Ég hef mætt á þessa á fundi og tel öruggt mál að sá hugur og kraftur ásamt þeirri hæfni sem unga fólkið færir vopnabúri Frjálslyndra muni hleypa óvæntu lífi í kosningabaráttu vetrarins. Margir vilja halda að liðs- menn Frjálslynda flokksins séu að- allega gamalmenni eða fólk sem með einum eða öðrum hætti er minni máttar í samfélaginu. Þetta er ekki rétt þótt ljúft sé til þess að hugsa að eldri borgarar og við- kvæmari einstaklingar finni fyrir þeirri velvild sem þeim sannarlega er ætluð hjá Frjálslynda flokknum. Um er að ræða fólk sem af góðri hugsjón og sterkri réttlætiskennd hefur ákveðið að bjóða Frjálslynda flokknum krafta sína. Ef þessir sömu aðilar væru í einhverju frama- poti eða fíflagangi væri skjólið lík- legast að finna annars staðar, líkleg- ast við hvolpaleik og slef undir þægilegum strokum bláu handar- innar. Það fylgir hugur máli hjá þeim sem hafa gengið til liðs við Frjálslynda flokkinn. Sverrir Hermannsson, sem er enn sem komið er starfandi þingmaður flokksins, hefur ákveðið að víkja fyr- ir ungum og kraftmiklum einstak- lingum sem svo sannarlega munu láta mikið að sér kveða á næstu misserum. Í tíð Sverris hefur flokk- urinn dafnað og styrkst. Í dag nýtur flokkurinn virðingar og aukins fylgis sem sannaði sig í síðustu borgarstjórnarkosningum en þá hlaut F-listinn rúmlega 6% fylgi. Flokkurinn verður gerður nú- tímalegri. Flokkurinn er með skarpa stefnu í öllum málaflokkum. Heimasíða flokksins mun verða öfl- ugt málgagn hans en þar verður að finna allt sem að starfi flokksins lýt- ur. Öflugir markaðsmenn munu ná til þeirra yngri, þeirra sem minna láta sig landsmálin varða, en þessi hópur er óvenjudrjúgur. Talsmenn flokksins verða vandlega valdir sem og frambjóðendur hans, en boðið verður fram í öllum kjördæmum. Umfram allt verður á ferðinni ungur flokkur sem mun berjast með kjafti og klóm og byltingaranda fyr- ir réttlæti, jöfnum tækifærum og velferðarmálum þeirra sem minnst mega sín. Markmið okkar er að auka fylgi flokksins úr 4,2% í 10% á landsvísu. Ef þessi markmið okkar verða að veruleika mun núverandi ríkisstjórn falla. Við mun taka stjórn sem mun starfa fyrir fólkið í landinu. Öll sú hagræðing og vel- megun sem núverandi ríkisstjórn stærir sig af er einungis hagræðing og velmegun fyrir stærstu fyrir- tækja- og fjölskyldublokkir lands- ins. Við óbreytt ástand munu millj- arðar áfram streyma út úr landinu og það er hróplegt óréttlæti gagn- vart þjóðinni sem á auðlindina. Sýnum kjark og treystum nýju fólki fyrir stjórn þessa lands. Frjálslyndi flokkurinn vill þér vel lesandi góður. Frumburðar- rétturinn – rétt- ur okkar allra Eftir Gunnar Örlygsson Höfundur er stuðningsmaður Frjálslynda flokksins. „Milljarðar munu áfram streyma út úr landinu.“ www.starri.is Sérhæfing í Intel-vörum Móðurborð - Örgjörvar - Flatir skjáir 3ja ára ábyrgð Kokkabókastatíf Verð 3.990 kr. Klapparstíg 44 Sími 562 3614 Litir: Svart, blátt, grænt, grátt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.