Morgunblaðið - 06.12.2002, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 06.12.2002, Qupperneq 57
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 57 ÚTGEFANDI: Rannsóknarstofn- un byggingariðnaðarins. Höfundur: Ragnar Gunnarsson, Verkvangi. Undirritaður er búinn að lesa þetta rit frá upphafi til enda og hafa bæði gagn og gaman af. Ritið er þægilegt í aflestri og leiðir mann í gegnum völundarhús lagna frá inn- taki til útrása, með ýtarlegum skýr- ingum á einstökum kerfum og tækj- um. Útskýringar og myndir eru skemmtilega fram settar og maður fær í hverjum kafla þær upplýsingar sem þörf er á , einnig ábendingar um þjónustu og hver ætti að sjá um hana. Ritið auðveldar almenningi áreið- anlega að átta sig á hvað er að gerast í lagnakerfum þeirra ef eitthvað fer úrskeiðis og hvenær leita á eftir lag- færingum. Ritið er til þess fallið, að það verði lesið af öllum sem þurfa skýringa við um sitt kerfi, og þeir munu finna það sem þeir leita að auðveldlega og fá þá ekki flókna orðaskýringu með allskonar nöfnum sem almenningur kann engin skil á , heldur kemur mynd af viðkomandi kerfishlut með nöfnum þeirra búnaðarhluta sem við sögu koma, þannig að hver og einn getur talað við sinn fagmann á máli sem báðir skilja og þannig komist fram hjá allskonar misskilningi sem alltof oft kemur upp vegna þess að menn nefna hlutina ólíkum nöfnum. Ritið hentar einnig fagmönnum bæði til upprifjunar og til þess að geta sýnt þeim, sem þeir eru að að- stoða – vinna fyrir – greinargóðar myndir í þrívídd, sem flestir skilja betur en tákn og strik á blaði, þó að sjálfsögðu verði það áfram skilamáti á hönnun fyrir kerfin jafnt til útboðs sem og til efnisáætlana. Það sem sagt er um tæringu og mismunandi efnainnihald vatns á hinum ýmsu stöðum á landinu er mjög áhugavert og þörf áminning til allra sem eitthvað koma að lagna- kerfum og auðveldar val á efni sem á viðkomandi stað hentar vegna að- stæðnanna þar. Ég mæli með því að sem flestir til- einki sér efni bókarinnar þannig að þeir geti leitað í henni, notað vitn- eskju sem hingað til hefur verið ansi fjarlæg mörgum húseigandanum, sem þó í mörgum tilvikum er að fjalla um stærstu fjárfestingu á æv- inni þegar hann er að ráðskast með sína íbúð. Það er mjög vel til fundið að benda sérstaklega á og leggja áherslu á að húsráðendur, jafnt karlarnir sem konurnar, kynni sér ákveðna hluti varðandi íbúðina sína eins og t.d. það að vita hvar og hvernig á að skrúfa fyrir vatn inn í íbúðina. Og enginn vafi er á að margir munu líta ábendingar um hitastýr- inguna í íbúðinni sinni hýru auga, því að rekstrarkostnaður íbúðar hlýtur alltaf að vera fyrir alla húsráðendur mjög mikilvægt mál. Ég vil óska höfundi til hamingju með gott rit sem á eftir að koma mörgum að góðum notum. Lagnaþekking – vitneskja – reynsla – umhverfi Eftir Egil Skúla Ingibergsson „Ég mæli með því að sem flestir tileinki sér efni bók- arinnar þannig að þeir geti leitað í henni ...“ Höfundur er rafmagnsverkfræðingur. BANDALAG ÍSLENSKRA LEIKFÉLAGA Tilboð á andlitsmálningu Vatnslitabox frá Kryolan með 24 litum á 3.500 kr. Sendum í póstkröfu! Laugavegi 96 • www.leiklist.is • 551 6974 www.icehotel.is • Bókunarsími 5050 910 Icelandair hótelin... Gjafabréf á alla dreymir um ...er gjöfin sem dásemdir og dekur Langar þig að gefa Klapparstíg 27, sími 552 2522 HOKUS POKUS MARGIR LITIR kr. 8.900
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.