Morgunblaðið - 06.12.2002, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 06.12.2002, Qupperneq 68
FÓLK Í FRÉTTUM 68 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÚN hefur alltaf verið rosa-lega mikið fyrir að syngja.Hún byrjaði mjög ung að syngja og var tveggja ára þegar hún kunni öll helstu lögin. Til dæmis söng hún „Draum um Nínu“ þegar hún var tveggja ára,“ segir Elísabet Axelsdóttir, móðir Katrínar Sigurðardóttur, nýrrar íslenskrar barnastjörnu. Katrín gefur út breiðskífuna Kötu fyrir jólin en áður hefur hún sungið á fjórar plötur ásamt öðrum. Auk þess að syngja hefur Kata gaman af hestum og fer oft á hest- bak enda býr fjölskyldan á Hvann- eyri. Hesturinn hennar heitir Hnokki en hún segist reyndar ekki eiga hann ein heldur með mömmu sinni. Þrátt fyrir að platan sé gefin út hjá fjölskyldufyrirtækinu Stöðinni segist Elísabet alls ekki hafa ýtt á eftir dóttur sinni í þessa átt. „Það er ekki hægt að pota börnunum sínum svona áfram. Hún hefði aldrei getað sungið inn á þennan geisladisk nema vegna þess að hana langaði svo mikið til þess. Þetta er erfitt og mikil vinna að syngja í hljóðveri og taka upp aftur og aftur. Það getur enginn neytt krakka til að gera svona. Þau verða að vilja þetta sjálf,“ segir hún. Margar helgar í haust fóru í upptökur á plöt- unni og segir Kata að þessi plata hafi verið erf- iðari en hinar, sem hún hefur gert. Öll lögin skemmtileg Fjölskyldan valdi lög- in á plötuna í sam- einingu en bæði eldri og nýrri lög eru á plötunni. Þar er m.a. að finna „Úps nú fór ég of hratt,“ íslenska útgáfu „Oops! … I Did It Again“ með Britney Spears. Kata segist ekki eiga neitt uppá- haldslag á plötunni. „Mér finnst þau öll skemmtileg,“ segir hún. Kata hefur sungið í Kringlunni til að kynna plötuna sína og í fylgd með henni voru tvær vinkonur hennar og bekkjarsystur frá Hvanneyri, Kristrún og Heiðrún, en hinar 11 ára reykvísku yngismeyjar Helen og Karen, syngja bakraddir. Þegar blaðamaður hafði sam- band við fjölskylduna voru vinkon- urnar þrjár, Kata, Kristrún og Heiðrún einmitt að æfa. „Þær eru hérna alla daga til að æfa dansa við lögin,“ segir Elísabet. „Við vorum að æfa rétt áðan og búa til dansa,“ viðurkennir Kata. Stelpurnar semja dansana alveg sjálfar en Kötu finnst leiðinlegast að geta ekki dansað jafnmikið og hinar stelpurnar því hún þarf að syngja. Þeim finnst rosalega gaman að koma fram og mamma Kötu upplýsir að hún hafi sagt eftir að hafa sungið í Kringlunni að þetta væri það skemmtilegasta sem hún hefði gert. „Ég er vön að vera svolítið feim- in en var það ekki þá,“ segir Kata. Hún segist syngja mikið á hverj- um degi. „Ég syng svo mikið í skólanum að sumir eru orðnir pirr- aðir á því,“ segir hún en blaðamað- ur trúir henni vart. „Bara strák- arnir sko,“ útskýrir Kata. Kata er ný, íslensk barnastjarna Kát með ljósa lokka Breiðskífan Kata er komin í versl- anir. Kata og vinkonur koma fram í Kaupfélaginu í Borgarnesi klukkan 17 í dag og Kjarnanum á Selfossi á laugardaginn klukkan 15 og 17. ingarun@mbl.is Katrín Sigurðardóttir heitir tíu ára stúlka, sem var að gefa út sólóplötu. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við Kötu og mömmu hennar en fjölskyldan býr á Hvanneyri. Kata hefur gaman af því að syngja og dansa og fara á hestbak. MAGMA, Norrænir tónlist- ardagar, voru haldnir í Berlín á dögunum. Flutt voru verk eftir sjö íslensk tónskáld á hátíðinni sem þótti vel heppnuð. Þá fór CAPUT-hópurinn utan og lék á tónleikum síðasta daginn. Haukur Tómasson, sem sést hér við kynn- ingarspjöld vegna hátíðarinnar, var meðal höfunda sem áttu verk í Berlín. Það átti Ríkharður H. Friðriksson líka en með honum á myndinni er Guðni Franzson klar- ínettuleikari sem flutti verkið. Ljósmynd/Kjartan Ólafsson Íslensk tón- list í Berlín eins og Valgeir Guðjónsson gerir hér. Þau eru venjulegast heilög í huga unnenda og svo gott sem dauðasynd að hrófla eitthvað við þeim. Þannig pirrar Dylan áheyrendur sína reglu- lega á tónleikum með því að leika sér með sígildu lögin og Frank Zappa gerði sér lítið fyr- ir og tók upp sum hver hljóð- færin á nýjan leik þegar nokkr- ar plötur hans frá sjöunda áratugnum voru endurútgefn- ar. Aðdáendum til mikillar ar- mæðu að sjálfsögðu. Að öllu þessu gefnu kemst Valgeir Guðjónsson bærilega frá sínu. Sum lögin þola nýstárlegt potið ágætlega en önnur verr. Farið er víða um Valgeirs-völl og lög tekin af Stuðmanna-, Spilverks- og sólóplötum en einnig frá plötu Jolla og Kóla og þrjú lög eru tekin af Hrekkjusvínaplöt- unni eilífu. Þótt öll lögin komi heil út úr yfirhalningunni er það ekki svo gott að eitthvað þeirra öðl- ist nýtt og betra líf. Nýju út- gáfurnar eru allar fremur var- færnislegar, bæta engu við en skilja heldur ekkert eftir í sandi og ösku. Gítarleikur Stefáns Magnússonar er hér um bil það eina sem fær mann til að rísa upp við dogg. Hið þreytandi „Popplag í G-dúr“ verður að vísu þolanlegra en lög eins og „Gagn og gaman“, „ÚFÓ“ og „Hægt og hljótt“ ÞAÐ er furðu mikið af safn-, tökulaga- og endurvinnslu- plötum í gangi þessi jólin. Eitthvað sem fúlum gagnrýn- endum virðist bera skylda til að vera í nöp við. En ef vel er með farið er málið einfaldlega hið besta (mjög gott dæmi þessi jólin er platan Freistingar með Nýdanskri). En það er síst hægðarleikur að komast al- mennilega frá starfsemi sem þessari. Safnplötur þurfa að vera vel samsettar og vandað- ar úr því selja á vöruna í annað skipti, tökulagaplötur verða annaðhvort að vera andríkar eða þá að breytt sé út af frum- smíðinni á nýstárlegan og skapandi hátt og endurvinnslu- plötur eins og þessi lúta svip- uðum lögmálum og tökulaga- plöturnar. Það er skiljanlegt að mörgum hrjósi hugur við þegar listamaðurinn ákveður að taka eigin verk til endurskoðunar, skilja ekkert eftir. Í mesta lagi minnist maður upprunalegu laganna og fær yl í hjartað. Þá verður hið ágæta „Kramið hjarta“ hálf andlaust hér. Bet- ur koma lögin nýju út, sem eru fjögur. „Ástin vex á trjánum“, „Enn“ og „Allir þessir gluggar“ eru þannig afbragðs lög, sérstaklega hið síðara, sem fer hæglega upp í þunga- vigtina. „Þú átt það skilið“ er tilþrifaminna en er síst eitt- hvert slor. Yfir það heila eru textarnir eftirtektarverðir; skemmtileg- ir og vel samsettir. Valgeir er dægurtónlistarmaður sem kann að semja texta sem mað- ur heggur eftir, eitthvað sem mætti vera meira um í dag. Það er kannski ljótt að segja það, en blessunarlega var engu misþyrmt hér. Sá árang- ur stendur líkast til upp úr þegar öllu er á botninn hvolft. Hugmyndir sem þessar eru nefnilega hættulegar og voða- verk hafa hlotist þegar menn hafa hrint þeim í framkvæmd. Valgeir sleppur þannig með skrekkinn (skellinn?). Á bjart- ari nótum sýnir platan glöggt að Valgeir er góður lagasmið- ur og á auk þess enn til eitt- hvað í pokahorninu. Vonandi hefur vinnan hér því hrundið okkar manni í gír á nýjan leik. Tónlist Hæ, aftur Valgeir Guðjónsson Skellir & smellir 1001 nótt Skellir og smellir inniheldur „bestu og best geymdu lög Val- geirs Guðjónssonar“ eins og segir á umslagi. Tilefnið er 50 ára af- mæli höfundar. Flytjendur eru Val- geir sjálfur (gítar, kjálkaharpa og söngur), Jón Ólafsson (orgel, raf- píanó og mellótron), Friðrik Sturluson (bassi), Jóhann Hjör- leifsson (trommur og málmgjöll), Stefán Már Magnússon (gítar, mandólín og banjó), Sigurður Flosason (tenór sax og klarinett), Regína Ósk Óskarsdóttir (söng- ur), Pétur Örn Guðmundsson (söngur), Sigrún „Diddú“ Hjálm- týsdóttir (söngur) og Helgi Björnsson (söngur). Lög og textar eftir Valgeir. Pétur Gunn- arsson á þó þrjá og Sigurður Bjóla á í einu lagi. Upptökum stjórnuðu Valgeir Guðjónsson og Jón Ólafs- son, Jón tók upp og Bjólan hljóm- jafnaði. Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Jim Smart Valgeir Guðjónsson kemst betur frá nýju lögunum sínum fjór- um en þeim gömlu, segir í dómnum. DDD vísar ekki til skála- stærðar á brjóstahaldara heldur til tvíeykisins Magn- úsar Jónssonar, fyrrverandi Gus Gus-félaga, og Hlyns Jakobssonar. Að minnsta kosti kallast væntanleg plata þeirra DDD featuring Blake og halda þeir tónleika á Súp- er, efri hæð Astró, á laug- ardagskvöldið í tilefni útgáf- unnar. „Blake er alter-egóið mitt. Hann er svolítið marg- ræður,“ útskýrir Magnús, sem er oftast kallaður Maggi. Blake er kallaður Blake en heitir í raun fullu nafni Sgt. John W. Blake og er „her- maður ástarinnar“. Maggi segir að Blake sé einhvers konar blanda af Barry White, Freddy Merc- ury og Isaac Hayes og bætir við að Blake eigi rætur að rekja til eigin skrifa, „skúffu- bókmennta“, sem komu upp á náttborðið fyrir tveimur ár- um. Nafnið er fengið að láni frá skáldinu William Blake, leik- stjóranum Blake Edwards, og Blake Carrington úr sápu- óperunni Dynasty. DDD, stendur hins vegar fyrir diskó, demanta og dans, og gefur ákveðna mynd af hverju megi vænta af tónlist félaganna. Diskó og „house“- tónlist ráða ríkjum á diskn- um en þó eru á honum nokk- ur lög með öðrum blæ, sem eru eldri og úr smiðju Magga. Maggi og Hlynur kynntust fyrir nokkrum árum í Los Angeles þar sem þeir voru búsettir en hófu samstarf í tónlistinni fyrir tæpum þrem- ur árum. „Þá finnum við að við tengjumst mikið í tónlist- inni. Vorum báðir aldir upp af diskóforeldrum, alltaf spil- uð diskótónlist í partýum,“ segja þeir. Hljómsveitin var stofnuð í fyrra með Barða úr Bang Gang en hann þurfti að draga sig í hlé vegna anna í tónlistinni fyrir hálfu ári. Þrátt fyrir að Barði komi ekki við sögu á plötunni má heyra þar í mörgum góðum og þekktum gestum. Þórir Baldursson, Kjartan Valdi- marsson, Stefán S. Stef- ánsson, Jón Ólafsson, Árni Kristjánsson og Kristján Edelstein leggja allir strák- unum lið. Ennfremur heyrist í söngkonunum Gigi og Urði Hákonardóttur úr Gus Gus. „Gigi er stelpa sem ég hef aldrei séð. Þarna sést máttur internetsins í verki,“ segir Maggi og bætir við að hann hafi kynnst henni í gegnum útgáfufyrirtækið Ovum í Philadelphiu í Bandaríkj- unum. „Ég er búin að vera í samningaviðræðum við þá um dreifingu og samstarf,“ segir Maggi en Blake er enn- fremur að gefa út tvær tólf- tommur um þessar mundir, Blakés Love hjá finnska út- gáfufyrirtækinu Säkho og Ćmon á New Icon. „Mér var bent á þessa finnsku söngkonu og heyrði hana syngja á Netinu. Ég fékk símanúmerið hjá henni og hafði samband en hún sagðist ekki hafa tíma fyrir þetta. Hún er líka djass- söngkona og að læra arki- tektúr. Ég sendi henni samt lagið og þá féllst hún strax á það. Það er mjög gaman að því hvernig þetta lag varð til,“ segir Maggi. Þrátt fyrir að vera saman í hljómsveitinni vinna strák- arnir ekki stöðugt saman heldur skiptast mikið á hug- myndum. „Ég fæ kannski eitthvert lag hjá Magga, sem ég veit ekki hvað er og kem með eitthvað nýtt inn í lagið áður en ég læt hann fá það aftur,“ útskýrir Hlynur. „Stundum lendir maður á einhverjum þröskuldi og stoppar, kemst ekki lengra. Þá er svo gott að geta sent það á hann,“ bætir Maggi við um lagasmíðarnar en þeir vinna síðan sama að loka- útgáfu laganna. Hlynur og Maggi stíga ekki einir á svið á morgun því með þeim verða Helgi Svavar Helgason, Ómar Valdimars- son, Davíð Þór Jónsson, Sam- úel Jón Samúelsson og Ragn- ar „Funky Moses“. DDD og Blake með nýja plötu og útgáfutónleika Diskó, demantar og dans Morgunblaðið/Jim Smart Magnús Jónsson og Hlynur Jakobsson eru DDD en Magnús bregður sér ennfremur í gervi Blake. DDD featuring Blake kemur í verslanir í næstu viku. HekkGabb gefur út og Edda – miðlun sér um dreifingu. Tónleikar á Súper á laug- ardagskvöld.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.