Morgunblaðið - 06.12.2002, Side 72

Morgunblaðið - 06.12.2002, Side 72
72 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ EINHVERS staðar verða vondir aðvera og í nýjustu Bond-myndinni,Die Another Day, hefur „vondikallinn“ bækistöðvar á Íslandi og gerist vænn hluti myndarinnar hérlendis. Bond-mynd stendur heldur ekki undir sér án spennandi bílaeltingaleiks og var aðaleltinga- leikurinn tekinn upp á Jökulsárlóni. Flest önnur atriði sem gerast á Fróni, þ.e.a.s. inni í og við Íshöllina miklu, voru tekin upp í upp- tökuveri í Bretlandi. Í Bond-myndinni A View To A Kill frá 1983 var íslenskt landslag í hlutverki annars lands. Svo hefur einnig verið í ýmsum öðrum tilvikum eins og í Tomb Raider, sem var tek- in hér á landi árið 2000. Nokkuð kaldhæðn- islegt er því að litlu munaði að Íslandshluti Die Another Day yrði tekinn í Alaska en ekki hér á landi, loksins þegar stórmynd átti í raun að gerast á Íslandi, að sögn Helgu Margrétar Reykdal hjá Sagafilm, en fyr- irtækið tók þátt í gerð myndarinnar hér- lendis. Í upphafi hafði Eon Productions, fram- leiðslufyrirtæki Brocoli-fjölskyldunnar, sam- band við Jón Þór Hannesson hjá Sagafilm í ágústmánuði 2001. Framhaldið er nú þekkt og sést afraksturinn í Die Another Day, sem frumsýnd var á föstudag. Í þessari mikilvægu ferð voru fram- línumenn í framleiðslu Bond-myndanna, Michael Wilson aðalframleiðandi, Lee Tama- hori leikstjóri, Peter Lamont, Óskars- verðlaunahafi og leikmyndahönnuður með meiru, og Anthony Waye framleiðandi. Orð Lamonts lýsa vel stemningunni sem myndaðist: „Við heimsóttum fyrst Ísland þegar við mynduðum opnunaratriði A View To A Kill árið 1983. Við snerum síðan aftur til Íslands árið 2001 til að leita að tökustöð- um fyrir Die Another Day. Við heimsóttum nokkra staði en leikstjórinn Lee Tamahori ákvað að Jökulsárlón væri rétti staðurinn fyrir Íshöllina. Síðasta undirbúningsferðin var farin 9. janúar, blautasta dag í manna minnum. Enginn ís var á lóninu, aðeins fljót- andi jakar. Við stóðum frammi fyrir erfiðri ákvörðun. Myndi lónið frjósa? Áttum við að kanna betur aðra staði? Okkur var bent á stað í Alaska sem við skoðuðum, hann reynd- ist öruggur en ekki eins stórbrotinn. Undirbúningur hófst en meðan á honum stóð fengum við upphringingu frá Jóni Þór, lónið var frosið. Við fórum aftur í stutta heimsókn til Íslands og flugum með þyrlu að Jökulsárlóni. Það leit frábærlega út og það sem meira var; ísinn var öruggur. Við hætt- um strax við Alaska og sendum tökuliðið til Íslands. Afraksturinn er sena sem er meist- araverk. Sagafilm á heiður skilinn fyrir fag- mennsku í sérflokki,“ sagði hann. Chris Brock, verkefnastjóri EON, var ánægður með fagmannleg vinnubrögð Saga- film og sömuleiðis Callum McDougall með- framleiðandi og fyrrnefndur Peter Lamont. Sagafilm er að vonum ánægt með viðbrögðin en McDougall segir að þjónusta fyrirtækisins og tökulið hafi verið á heimsmælikvarða. Morgunblaðið/RAX Alvöru Bond-mynd stendur náttúrlega ekki undir sér án spennandi bílaeltingaleiks og var að- aleltingaleikurinn tekinn upp á ísbreiðum Jökulsárlóns. Morgunblaðið/RAX Í nýjustu Bond-myndinni, Die Another Day, hefur „vondi kallinn“ bækistöðvar á Íslandi, þar sem hann á að hafa fundið dýrmætar demantanámur uppi á miðjum jökli. Ánægja með Íslandstökur Sagafilm tók þátt í Bond-ævintýrinu á Jökulsárlóni Sýnd kl. 4 og 6. Vit 461 KRINGLA Sýnd kl. 2.40, 4.45, 6.50, 9 og 11.10. Vit 485 Sýnd kl ÁLFABAKKI Kvikmyndir.is 4 2 . 0 0 0 G E S T I R Á 1 3 D Ö G U M E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P Í ÁLFABAKKA KL. 4 OG 8. B. I. 16. VIT 469.Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna sem ke Jólamyndin Sýnd kl. 4. Fortíðin mun tengja þau! Gwyneth Paltrow og Aaron Eckhart í dularfullri, rómantískri mynd sem hefur fengið lof gagnrýnenda um allan heim. HL. MBLSK RadíóX  ÓHT Rás2  HK DV 1/2 Kvikmyndir.com TILRAUNIN Sýnd kl. 5.50. Ísl. texti. B.i. 16. Yfir 53.000 áhorfendur WITH ENGLIS H SUBTIT LES AT 5.4 5 Sýnd kl. 5.45 með enskum texta 8 og 10.10. B.i. 12. 8 Eddu verðlaun POSSESSION GWYNETH PALTROW AARON ECHART JENNIFER EHLE JEREMY NORTHAM Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Sýnd kl. 4.10, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10.05. 1/2MBL 1/2Roger Ebert  Roger Ebert 1/2 Kvikmyndir.is  DV 4 2 . 0 0 0 G E S T I R Á 1 3 D Ö G U M 1/2HL MBL  RadíóX Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna sem kemur öllum í jólaskap Jólamyndin 2002

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.