Morgunblaðið - 06.12.2002, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 06.12.2002, Qupperneq 72
72 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ EINHVERS staðar verða vondir aðvera og í nýjustu Bond-myndinni,Die Another Day, hefur „vondikallinn“ bækistöðvar á Íslandi og gerist vænn hluti myndarinnar hérlendis. Bond-mynd stendur heldur ekki undir sér án spennandi bílaeltingaleiks og var aðaleltinga- leikurinn tekinn upp á Jökulsárlóni. Flest önnur atriði sem gerast á Fróni, þ.e.a.s. inni í og við Íshöllina miklu, voru tekin upp í upp- tökuveri í Bretlandi. Í Bond-myndinni A View To A Kill frá 1983 var íslenskt landslag í hlutverki annars lands. Svo hefur einnig verið í ýmsum öðrum tilvikum eins og í Tomb Raider, sem var tek- in hér á landi árið 2000. Nokkuð kaldhæðn- islegt er því að litlu munaði að Íslandshluti Die Another Day yrði tekinn í Alaska en ekki hér á landi, loksins þegar stórmynd átti í raun að gerast á Íslandi, að sögn Helgu Margrétar Reykdal hjá Sagafilm, en fyr- irtækið tók þátt í gerð myndarinnar hér- lendis. Í upphafi hafði Eon Productions, fram- leiðslufyrirtæki Brocoli-fjölskyldunnar, sam- band við Jón Þór Hannesson hjá Sagafilm í ágústmánuði 2001. Framhaldið er nú þekkt og sést afraksturinn í Die Another Day, sem frumsýnd var á föstudag. Í þessari mikilvægu ferð voru fram- línumenn í framleiðslu Bond-myndanna, Michael Wilson aðalframleiðandi, Lee Tama- hori leikstjóri, Peter Lamont, Óskars- verðlaunahafi og leikmyndahönnuður með meiru, og Anthony Waye framleiðandi. Orð Lamonts lýsa vel stemningunni sem myndaðist: „Við heimsóttum fyrst Ísland þegar við mynduðum opnunaratriði A View To A Kill árið 1983. Við snerum síðan aftur til Íslands árið 2001 til að leita að tökustöð- um fyrir Die Another Day. Við heimsóttum nokkra staði en leikstjórinn Lee Tamahori ákvað að Jökulsárlón væri rétti staðurinn fyrir Íshöllina. Síðasta undirbúningsferðin var farin 9. janúar, blautasta dag í manna minnum. Enginn ís var á lóninu, aðeins fljót- andi jakar. Við stóðum frammi fyrir erfiðri ákvörðun. Myndi lónið frjósa? Áttum við að kanna betur aðra staði? Okkur var bent á stað í Alaska sem við skoðuðum, hann reynd- ist öruggur en ekki eins stórbrotinn. Undirbúningur hófst en meðan á honum stóð fengum við upphringingu frá Jóni Þór, lónið var frosið. Við fórum aftur í stutta heimsókn til Íslands og flugum með þyrlu að Jökulsárlóni. Það leit frábærlega út og það sem meira var; ísinn var öruggur. Við hætt- um strax við Alaska og sendum tökuliðið til Íslands. Afraksturinn er sena sem er meist- araverk. Sagafilm á heiður skilinn fyrir fag- mennsku í sérflokki,“ sagði hann. Chris Brock, verkefnastjóri EON, var ánægður með fagmannleg vinnubrögð Saga- film og sömuleiðis Callum McDougall með- framleiðandi og fyrrnefndur Peter Lamont. Sagafilm er að vonum ánægt með viðbrögðin en McDougall segir að þjónusta fyrirtækisins og tökulið hafi verið á heimsmælikvarða. Morgunblaðið/RAX Alvöru Bond-mynd stendur náttúrlega ekki undir sér án spennandi bílaeltingaleiks og var að- aleltingaleikurinn tekinn upp á ísbreiðum Jökulsárlóns. Morgunblaðið/RAX Í nýjustu Bond-myndinni, Die Another Day, hefur „vondi kallinn“ bækistöðvar á Íslandi, þar sem hann á að hafa fundið dýrmætar demantanámur uppi á miðjum jökli. Ánægja með Íslandstökur Sagafilm tók þátt í Bond-ævintýrinu á Jökulsárlóni Sýnd kl. 4 og 6. Vit 461 KRINGLA Sýnd kl. 2.40, 4.45, 6.50, 9 og 11.10. Vit 485 Sýnd kl ÁLFABAKKI Kvikmyndir.is 4 2 . 0 0 0 G E S T I R Á 1 3 D Ö G U M E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P Í ÁLFABAKKA KL. 4 OG 8. B. I. 16. VIT 469.Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna sem ke Jólamyndin Sýnd kl. 4. Fortíðin mun tengja þau! Gwyneth Paltrow og Aaron Eckhart í dularfullri, rómantískri mynd sem hefur fengið lof gagnrýnenda um allan heim. HL. MBLSK RadíóX  ÓHT Rás2  HK DV 1/2 Kvikmyndir.com TILRAUNIN Sýnd kl. 5.50. Ísl. texti. B.i. 16. Yfir 53.000 áhorfendur WITH ENGLIS H SUBTIT LES AT 5.4 5 Sýnd kl. 5.45 með enskum texta 8 og 10.10. B.i. 12. 8 Eddu verðlaun POSSESSION GWYNETH PALTROW AARON ECHART JENNIFER EHLE JEREMY NORTHAM Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Sýnd kl. 4.10, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10.05. 1/2MBL 1/2Roger Ebert  Roger Ebert 1/2 Kvikmyndir.is  DV 4 2 . 0 0 0 G E S T I R Á 1 3 D Ö G U M 1/2HL MBL  RadíóX Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna sem kemur öllum í jólaskap Jólamyndin 2002
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.