Morgunblaðið - 19.12.2002, Page 52

Morgunblaðið - 19.12.2002, Page 52
UMRÆÐAN 52 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á ÖLLUM tímum hafa verið til heyrnarlausir einstaklingar sem ekki hafa getað skilið eða talað mælt mál. Þar sem heyrnarlausir einstaklingar hafa komið saman hafa þeir þróað með sér samskipta- form, táknmál. Heyrnarlausir hafa svo aftur myndað með sér ákveðna menningu og samfélag sem verður til vegna einangrunar þeirra. Saga íslensks táknmáls Öldum saman hafa heyrnarlausir ekki mætt miklum skilningi. Allt fram á 16. öld höfðu menn ekki skilning á því að málleysi gæti staf- að af heyrnarleysi og þeir þá taldir haldnir illum anda, geðbilaðir eða fávitar. Á 19. öld var farið að senda heyrnarlaus börn til Danmerkur og þá var einnig fyrsti íslenski mál- og heyrnleysingjakennarinn skipaður. 1922 voru sett lög um heyrnleys- ingjaskólann. Er þó vafamál hversu gott það gerði heyrnarlaus- um því þar voru heyrnarlaus börn sett í sama bekk og heyrandi van- gefin börn. Táknmál var aldrei bannað í skólanum en leitast var við að kenna nemendum þau orð sem þeir skildu. Þegar Félag heyrnarlausra var stofnað 1960 var lagður grunnur að þeirri réttindabaráttu sem unnin er enn þann dag í dag. Þótt rólega hafi verið farið af stað unnust mikl- ir áfangasigrar eins og þegar heyrnarlausir gátu þreytt ökupróf og fengið ökuréttindi. Félag heyrnarlausra sótti strax mikinn styrk í Norðurlandaráð heyrnarlausra en þá stóðu hin Norðurlöndin framar í málefnum heyrnarlausra en Íslendingar. Tímamót urðu í samfélagi heyrn- arlausra þegar Samskiptamiðstöð heyrnarlausra var stofnuð 1991 með lögum frá Alþingi. Í stað þess að hagsmunasamtök stæðu fyrir skemmtanahaldi fyrir heyrnarlausa var farið að berjast fyrir viður- kenningu táknmáls sem móðurmáls heyrnarlausra. Einnig var hafið átak í atvinnumálum heyrnarlausra og hefur atvinnuleysi meðal þeirra snarlækkað í kjölfarið. Er íslenskt táknmál móðurmál heyrnarlausra? Táknmál er talað af heyrnarlaus- um um allan heim og líta þeir á það sem móðurmál sitt. Heyrnarlaus börn læra táknmál í barnæsku rétt eins og heyrandi börn læra móð- urmál sitt. Flest heyrnarlaus börn alast upp hjá heyrandi foreldrum og komast ekki í kynni við táknmál fyrr en þau byrja í skóla. Hvað þetta snertir standa Íslendingar vel að vígi því að Heyrnleysingjaskólinn býður upp á forskóla fyrir 4–7 ára börn. Auk þess býður yngri deild forskóla ráðgjöf og fræðslu fyrir 2–6 ára heyrnarskert börn sem eru á leikskólum. Afstaða ríkisvaldsins Á árunum 1999–2000 var unnin skýrsla á vegum menntamálaráðu- neytisins um réttarstöðu heyrnar- lausra. Í tilkynningu ráðherra seg- ir hann að í skýrslunni sé gerð tillaga um lögbundinn rétt heyrn- arlausra til túlkaþjónustu. Afmarka þurfi sérstaklega þann kostnað sem slíkri þjónustu fylgir og hver skuli standa straum af honum. Að mati menntamálaráðherra er þetta raunhæf leið að því marki, að tákn- málið hljóti viðurkenningu sem móðurmál heyrnarlausra. Farin verður sú leið að efla menntun á sviði táknmáls auk efl- ingar túlkaþjónustu. Efla á stöðu íslensks táknmáls heyrnarlausra innan skólakerfisins bæði í aðal- námskrá grunn- og framhalds- skóla. Finnland hefur sérstöðu á meðal Norðurlandaþjóðanna því að 1995 var réttur heyrnarlausra til notk- unar á táknmáli bundinn í stjórn- arskrá. Finnar telja að þar með hafi staða táknmáls styrkst veru- lega. Þar hefur m.a. verið lögð sérstök áhersla á að auka framboð á tákn- málsnámskeiðum, gera þau jafn- rétthá og annað tungumálanám og fjölga skólum þar sem boðið er upp á kennslu í táknmáli. Í Svíþjóð geta heyrandi náms- menn valið sænska táknmálið sem annað eða þriðja erlenda málið í skólum. Þótt ekki sé enn búið að við- urkenna íslenskt táknmál sem móðurmál heyrnarlausra og þar með að tryggja rétt þeirra til að nota íslenskt táknmál í samskiptum við aðra í samfélaginu hafa margir áfangasigrar náðst. Í heild má segja að réttarstaða íslensks tákn- máls sé sambærileg við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum að Finnlandi undanskildu. Niðurstaða Áhrifasamtök heyrnarlausra á Íslandi hafa lagt áherslu á að tákn- mál yrði viðurkennt sem móðurmál heyrnarlausra enda er það eitt að- albaráttumál áhrifasamtaka heyrn- arlausra um allan heim. Telja þau að réttur þeirra sé tryggður með jafnvægisreglu íslensku stjórnar- skrárinnar. Baráttan mun halda áfram þar til fullnaðarsigur hefur unnist. Að fá íslenskt táknmál við- urkennt sem móðurmál heyrnar- lausra er ekki fjarlægur draumur heldur sjálfsagður réttur íslenskra þegna, heyrnarlausra sem heyr- andi. Íslenska táknmálið er móðurmál Eftir Fjalar Frey Einarsson Höfundur er nemandi við KHÍ. „Táknmál verði viður- kennt sem móðurmál heyrnar- lausra.“ Í TILEFNI af 50 ára afmæli Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra var efnt til ráðstefnu í október sl. undir yfirskriftinni: ,,Nýjar áherslur í iðjuþjálfun og sjúkraþjálfun barna.“ Tveir virtir erlendir fyrirles- arar, dr. Mary Law, iðjuþjálfi og prófessor við McMaster-háskólann í Ontario í Kanada, og dr. Thubi Kol- obe, sjúkraþjálfari og prófessor við háskólann í Illinois í Chicago í Bandaríkjunum, fluttu erindi auk ís- lenskra sjúkra- og iðjuþjálfa. Margir fyrirlestranna fjölluðu um hvernig auka megi færni og þátttöku barna við daglega iðju. Fyrirlestrarnir voru mjög áhugaverðir og sem dæmi um umfjöllunarefni má nefna iðju- miðuð matstæki, reiðþjálfun barna með heilalömun, ævintýrameðferð og sjálfstæða búsetu. Ráðstefnuna sótti stór hluti þeirra þjálfara sem vinna með börnum og unglingum. Efni ráðstefnunnar var sérstaklega áhugavert fyrir þjálfara Æfinga- stöðvar SLF (ÆSLF) þar sem meirihluti skjólstæðinga eru börn. Iðjuþjálfun á sér langa sögu og frá upphafi hefur iðjan verið aðalvið- fangsefni iðjuþjálfa, þ.e. að vinna með fólki sem af einhverjum ástæð- um er ekki fært um að taka virkan þátt í verkum sem eru því mikilvæg. Börn sem koma í iðjuþjálfun á Æf- ingastöð SLF eiga flest í erfiðleikum með færni við daglega iðju. Um get- ur verið að ræða færni við að klæða sig í sokka, reima skó, eiga samskipti við jafnaldra, beita skriffæri og skærum á viðeigandi hátt eða grípa bolta. Hversu smávægileg sem frá- vikin virðast vera geta þau haft mikil áhrif á daglegt líf barnsins og vellíð- an. Mikilvægt er að greina í hverju vandi barnsins felst með athugunum og öflun upplýsinga frá barninu sjálfu og þeim sem því tengjast, allt eftir aldri og aðstæðum barnsins. Mæta þarf þörfum barnsins og vinna með þá þætti sem hindra það hvað mest í að taka þátt í daglegum við- fangsefnum. Um getur verið að ræða að leiðbeina og kenna barninu tiltek- in verk eða að veita því fjölbreytta örvun í gegnum leik. Í iðjuþjálfun er lögð áhersla á þætti sem efla börnin í því sem þau vilja eða þurfa að takast á við, s.s. að klæða sig og snyrta, sinna skóla- starfi eða tómstundum. Gerðar eru kröfur til barnanna í samræmi við getu þeirra og athygli þeirra vakin á styrkleikum sínum. Markmiðið er að styrkja sjálfsmat þeirra, stuðla að aukinni vellíðan og ýta undir að þau verði betur í stakk búin til að takast á við verkefni sem áður hafa reynst þeim erfið. Hjá Æfingastöð SLF starfa 10 iðjuþjálfar þar af 2 í útibúi Æfinga- stöðvarinnar í Hafnarfirði. Ástæður þess að barni er vísað í iðjuþjálfun geta verið margvíslegar en oftast eru það áhyggjur foreldra eða fag- aðila sem verða til þess að leitað er til læknis sem síðan óskar eftir mati iðjuþjálfa. Þjálfunin fer fram í iðju- þjálfunardeild ÆSLF á Háaleitis- braut og við Strandgötu í Hafnar- firði. Auk þess er lögð sífellt meiri áhersla á að færa þjónustuna nær börnunum í það umhverfi sem barnið dvelur yfir daginn, svo sem í leik- skóla eða skóla, og er þá ýmist um þjálfun eða ráðgjöf að ræða. Leitað er í auknum mæli eftir ráð- gjöf iðjuþjálfa varðandi vinnuað- stöðu nemenda og ýmis hagnýt úr- ræði. Oft snýst ráðgjöfin um breytingar á verklagi og umhverfi barnsins, svo sem að gera húsnæði aðgengilegra, bæta setstöðu og leið- beina varðandi grip um skriffæri. Ör þróun hefur orðið innan iðju- þjálfunar og er mikilvægt að iðju- þjálfar tileinki sér þær nýjungar sem reynast vel. Ráðstefna á borð við þá sem SLF stóð fyrir er góð fagleg styrking og staðfesti að iðjuþjálfun á Æfingastöð SLF er í fullu samræmi við þær áherslur sem eru innan fags- ins. Við leggjum okkar af mörkum til að veita þeim börnum sem til okkar leita bestu mögulega þjónustu. Við viljum að lokum þakka þeim fjölmörgu styrktaraðilum sem og öðrum þeim sem gerðu þessa ráð- stefnu að veruleika. Hún mun án efa skila sér m.a. í bættri þjónustu við skjólstæðinga Æfingastöðvar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Vinna, lesa, iðja Eftir Gerði Gústavs- dóttur og Valrós Sigurbjörnsdóttur „Börn sem koma í iðju- þjálfun á Æfingastöð SLF eiga flest í erf- iðleikum.“ Höfundar eru iðjuþjálfar á Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Valrós Sigurbjörnsdóttir Gerður Gústavsdóttir Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr. PLUS PLUS ww w. for va l.is Til sölu Hestamiðstöðin Hindisvík, Mosfellsbæ Um er að ræða heildareignina sem er ca 800 fm og skiptist í 46 hesta hús, spónageymslu, hlöðu, hnakkageymslu, skrifstofu, kaffistofu, salerni og reið- höll með möguleika á stækkun. Góðar leigutekjur af reiðhöll. Efri hæð hússins býður upp á mikla möguleika, t.d. væri hægt að gera íbúð, veitingasal o.s.frv. Einnig fylgja eigninni afnot af beitarhólfi í eigu bæjarins. EIGN ÞESSI BÝÐUR UPP Á MIKLA MÖGULEIKA T.D. FYRIR TAMNINGA- MENN, REIÐSKÓLA, FERÐAÞJÓNUSTU O.FL. Allar nánari uppl. á skrifst. J Faxafeni 5 108 Reykjavík Sími 588 8477 betrabak@betrabak.is www.betrabak.is TEMPUR INNISKÓR TEMPUR HÆGINDASESSA TEMPUR BAKSTOÐ TEMPUR-HÁLSKRAGINN TEMPUR-HEILSUKODDI BARNA Yfir 32.000 sjúkra- þjálfarar, kírópraktorar og læknar um heim allan mæla með Tempur Pedic, þ.á.m. á Íslandi. Heilsunnar vegna Jólagjöf sem lætur þér og þínum líða betur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.