Morgunblaðið - 19.12.2002, Side 65

Morgunblaðið - 19.12.2002, Side 65
KVIKMYNDIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 65 FRIDAY-serían, hugarfóstur rapparans Ice Cube og fleiri, er stórfurðulegt innlegg í bandaríska kvikmyndalandslagið. Um er að ræða gamanmyndir í sígildum „slapstick“-stíl, þar sem tilvera tveggja ungra og ólánlegra manna, er búa í hinu niðurnídda blökku- mannahverfi South-Central í Los Angeles, er dregin sundur og saman í groddalegu háði. Þannig hafa myndirnar sterkan kaldhæðnislegan undirtón og það frumlega við þær er tilraun handritshöfundanna til að spyrða hina vinsælu blökkumanna- glæpamynd saman við slapstick- formið í anda Hollywood-gaman- mynda gulláranna. Þemað sem gengið er út frá er einn óvenjulega óheppilegur föstu- dagur í lífi tveggja undirmáls- blökkumanna (sem í þessari mynd eru leiknir af Ice Cube og Mike Epps), og er handritið í Friday Af- ter Next t.d. haganlega unninn spuni, þar sem hver tilviljunar- kennda atburðarásin rekur aðra í nokkurs konar rússíbanareið um ömurlegt fátækrahverfið á aðfanga- dag. En söluvænleikinn er ekki langt undan í þessum annars háðsku myndum, og er gengið tals- vert langt í að höfða til breiðs hóps áhorfenda með fulltingi lágkúru- legra staðalmynda sem dregnar eru upp af lágstéttarblökkumönnum í Bandaríkjunum. Sumt er þannig fyndið og beitt, eins og t.d. myndin sem dregin er upp af einni sorgleg- ustu verslunarmiðstöð í Bandaríkj- unum, og eltingarleikir þjófa og fórnarlamba þeirra um fátækra- hverfið á aðfangadag. Húsin eru hvert öðru niðurníddara, jafnvel neglt fyrir glugga þeirra, en glað- beittar og yfirdrifnar jólaskreyting- arnar vantar ekki. En þrátt fyrir þessa fínu punkta er myndin í heild hroðvirknisleg og allt of lágkúruleg í gamansemi til þess að hún nái að halda sig innan einhverra írónískra marka. Í þeim húmor er þvert á móti höfðað til þess markhóps sem sækir fordómafullar gamanmyndir og hlær hrossahlátri yfir lauslátum og innantómum ofurbeibum, spólg- röðum unglingspiltum og kjaftfor- um blökkumönnum sem reka við og ropa í kór. Friday After Next nær á ein- hvern undraverðan hátt að leika á mörkum þess sem er gagnrýnið á þessar staðalmyndir og að nota þær til að selja myndina. Reynslan af því að sitja myndina í gegn er því væg- ast sagt blendin. Föstudagar til fums og fáts. Háð og fordómar FRIDAY AFTER NEXT (ÞARNÆSTA FÖSTUDAG) Laugarásbíó Leikstjórn: Marcus Raboy. Handrit: Ice Cube í samvinnu við DJ Pooh. Kvik- myndataka: Glen MacPherson. Aðal- hlutverk: Ice Cube, Mike Epps, John Witherspoon o.fl. Lengd: 85 mín. Banda- ríkin. New Line Cinema, 2002. Heiða Jóhannsdóttir Naomi Campbell ilmvötnin fást í snyrtivöruverslunum og apótekum um land allt KRINGLUNNI - 533 1720 Fullt af flottum toppum ný sending ...úlpurnar komnar aftur Lostafullt og ósiðlegt Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 2 /0 2 miðvikudaginn 8. janúar kl. 19:30 fimmtudaginn 9. janúar kl. 19:30 föstudaginn 10. janúar kl. 19:30 laugardaginn 11. janúar kl. 17:00 3.000 / 2.600 / 2.200 kr. Í lok átjándu aldar þóttust menn vissir um að „hinn lostafulli og ósiðlegi“ vals væri „ein af meginástæðunum fyrir veikleika kynslóðar okkar bæði á sál og líkama.“ Tíminn hefur síðan leikið þessa kenningu grátt en eins og allir unn- endur Vínartónlistar vita er hún sannkallaður óður til fegurðar og lífsgleði. Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar eru vinsælustu sígildu tónleikar ársins. Peter Guth, listrænn stjórnandi Strauss hátíðarhljómsveitarinnar í Vín, stjórnar af sinni alkunnu snilld. Hringdu núna í miðasöluna í síma 545 2500 til að tryggja miða; opið í dag, á morgun og á Þorláksmessu frá 9-17. Gjafakort á Vín er góð gjöf Hafðu samband við miðasöluna og láttu útbúa góða jólagjöf fyrir þína. Hljómsveitarstjóri: Peter Guth Einsöngvari: Garðar Thor Cortes Dansari: Lucero Tena Vínartónleikar í Háskólabíói Miðaverð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.