Morgunblaðið - 22.12.2002, Síða 23

Morgunblaðið - 22.12.2002, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 B 23 bíó ÞESSI hversdagslegu fyrstu um-mæli Christophers Lee í mín eyruvoru til marks um það sem koma skyldi þessa viku sem við átt- um saman hér í Reykjavík. Það var miður vetur fyrir einum átta árum, alvöruvetur, með fannfergi, myrkri og kulda. Í borginni var haldin nor- ræn kvikmyndahátíð með alþjóðlegri dómnefnd, þar sem þessi sögufrægi leikari var skrautfjöðurin og ég, af einhverjum undarlegum ástæðum, var formaður. Lengi hafði mig langað til að hitta Christopher Lee. Hafði dáðst að honum frá því ég byrjaði að fara í bíó og sá hvernig hann lagði sál sína í að gera makt myrkranna næstum því mennska í Hammer-hrollvekjunum á 6. og 7. áratugnum. Dracula greifi í túlkun Lees er snilldarverk í umhverfi sem oftar en ekki var langt frá því að vera snilldarverk. Fyrsta myndin um Dracula (1958) var reyndar flott og þær næstu stundum prýðilegar en þegar kom fram á 8. áratuginn hall- aði undan fæti. „Þá hætti ég að leika Dracula,“ sagði hann, „vegna þess að framsetningu persónunnar hafði hnignað svo mjög, ekki síst við að flytja hana inn í nútímann, að hún hafði enga merkingu lengur.“ Hann átti þessar sjarmerandi en gölluðu myndir; þegar hann birtist á tjaldinu í svörtu skikkjunni urðu ekki aðeins dauðir menn lifandi heldur dauðar myndir líka. Með blóðhlaupnum stingandi augum og dáleiðandi bassa- rödd og lostafullum dráttum andlits- ins gerði hann greifann að fulltrúa hins eilífa lífsþorsta. Um leið var Christopher Lee holdgerving illskunnar á hvíta tjaldinu. En í veruleikanum og viðkynning- unni var hann góðmennskan upp- máluð. Engir voru stælarnir eða prímadonnuvesenið, heldur varð hann fljótt einn af hópnum og fengi hann danskt ákavíti varð hann hrók- ur alls fagnaðar. Glöggt kom fram hversu vel og víðlesinn hann er; hann hafði lesið Íslendingasögurnar og kunni nöfn á persónum og skil á efni þeirra betur en nokkurt okkar hinna sem vorum með honum þessa viku. Á dómnefndarfundunum hélt hann sig yfirleitt frekar til hlés; athugasemdir hans og álit á einstökum myndum sett fram á knappan hátt en yfirveg- aðan. Við ræddum mikið saman þessa daga og ég fann að hann iðraðist svo margra þeirra verkefna sem hann hefur tekið að sér. Christopher Lee hef- ur leikið í ákaflega mörgum rusl- myndum og er skráður í heims- metabók Guinness sem sú alþjóðleg stjarna sem flest hlutverk hefur leik- ið í bíómyndum, alls um og yfir 300. Reyndar held ég að John Carradine slái það met en hann flokkast líklega ekki undir alþjóðlega stjörnu. Lee sagðist hafa reynt að vanda valið og það hafi þá mistekist, en ekki síður stafaði fjöldi verkefna af efnahagslegum ástæðum; hann hafði fyrir konu og dóttur að sjá. Hann lék Dracula meira en tíu sinnum, Sherlock Hol- mes þrisvar, kínverska stórkrim- mann Fu Manchu fimm sinnum, svo dæmi séu tekin. Yfirleitt var hann eftirminnilegri en myndirnar; t.d. var hann það besta við Bond-myndina The Man With the Golden Gun í hlut- verki bófans Scaramanga – er reynd- ar fjarskyldur ættingi Ians Fleming og lék oft með honum golf – og vafinn í sárabindi tókst honum að gera mú- míuna mannlega í The Mummy. Hann tók hryllingsmyndir sem list- grein alvarlega, kaus að kalla þær frekar „fantasíur“ og stofnaði skammlíft fyrirtæki á 8. áratugnum sem ætlað var að framleiða greind- arlegar hrollvekjur. Þótt hann væri ofurlítið við- kvæmur fyrir þeirri stefnu sem ferill hans hafði tekið gat hann einnig gert grín að honum og sjálfum sér í leið- inni. Hann er lúmskur húmoristi og tók að sér nokkur grínhlutverk og söng meira að segja í einni grínmynd, enda hefur hann skínandi, djúpa söngrödd og er klassískt menntaður söngvari. Christopher Lee er nú skriðinn á ní- ræðisaldurinn. Fullu nafni heitir hann Christopher Frank Carandini Lee og er af ítölskum konungaættum í móð- urlegg. Leiklistin er víða í ættum hans og sjálfur fór hann að leika sem skólastrákur. Hann er fjölmenntaður og talar mörg tungumál, þar af þýsku og frönsku reiprennandi. Í síðari heimsstyrjöldinni var hann í breska flughernum og leyniþjónustunni og hafði áður barist sem sjálfboðaliði í Vetrarstríðinu svokallaða í Finnlandi 1939–1940. Eftir stríðið fór hann að leika og kom fram í aukahlutverkum í fjölda bíómynda áður en Dracula gerði hann að heimsstjörnu á of- anverðum 6. áratugnum. Þegar formaður dómnefndar á norrænu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík beitti sér fyrir því að ís- lenska myndin Börn náttúrunnar yrði verðlaunuð sem besta myndin naut hann til þess drjúgs fulltingis Christophers Lee. Hann var gjör- samlega heillaður af þessari einföldu og tæru sögu um ellina og upprun- ann, lífið og dauðann. Og þegar nið- urstaðan var fengin sagði hann við mig um leið og hann þakkaði ánægju- legt samstarf: „Mikið hefði ég viljað leika hlutverk eins og gamla bóndann á mínum ferli.“ Eftir að við kvöddumst hefur ferill þessa hæfileikaríka en mistæka leik- ara flogið uppávið. Fyrir fjórum ár- um lék hann hlutverk sem reyndi svo um munaði á þessa hæfileika hans, titilhlutverkið í Jinnah sem fjallaði um stofnanda Pakistansríkis. Ég sá sýnt úr þessari mynd í bresku sjón- varpi og ljóst var að hér var Christ- opher Lee með stórbrotnustu leik- ktúlkun ferils síns. En myndin er pakistönsk og hefur lítt verið sýnd á Vesturlöndum, því miður. Engu að síður er hann aftur kominn í fremstu virðingarlínu með þátttöku sinni í Stjörnustríðsmyndunum nýju og í stórvirkinu Hringadróttinssögu og Elísabet drottning sæmdi hann í fyrra CBE-heiðursorðunni. Oft er það svo þegar menn hitta fólk, sem þeir hafa dáð, að viðkom- andi fellur í viðkynningu. Svo var ekki raunin með Christopher Lee. Í hon- um var meiri þyngd og meiri dýpt en mig hafði órað fyrir. Núna má öllum ljóst vera að það er heilmikið stoff í honum Stoffa Lee. Stoffið í Stoffa „Ef ég hefði vitað að hér mætti reykja hefði ég tekið með mér pípuna mína,“ var það fyrsta sem Christopher Lee sagði við mig, þar sem ég púaði vindil á veitinga- húsinu Við Tjörnina. Teinréttur, hár og tignarlegur stóð hann þar á barnum, klæddur dökkum jakkafötum og dumb- rauðu vesti, og við hlið hans falleg dönsk eiginkona í meira en fjóra áratugi, Birgit Kroencke, kölluð Gitte, fyrrum fyrirsæta. Djúp röddin fyllti herbergið og þjón- ustufólkið tiplaði á tánum og gaut á hann augunum ef vera kynni að vígtennurnar sem hann ber í hlutverki konungs vamp- íranna skyldu birtast. Það gerðu þær ekki. Árni Þórarinsson SVIPMYND Christopher Leeræddi á meðan hann dvaldist hér í Reykjavík mikið um tengsl Hringadróttinssögu og íslenskra fornbókmennta og hafði kynnt sér bækurnar vel. Nú leikur hann enn einn fulltrúa illskunnar í stórfenglegri kvikmyndun Peters Jackson á verki J.R.R. Tolkien, Saruman, galdramann allra galdra- manna. Hann er sá eini úr leikhóp og starfsliði myndarinnar sem hitt hefur Tolkien sjálfan. Reuters LIFANDI JÓLATRÉ! við verslanir EUROPRIS HVERGI BETRA VERÐ! 1.flokks Normannsþinur og grenibúnt LYNGHÁLSI 4 OG SKÚTUVOGI 2 Ódýrt fyrir alla! LÁGT OG STÖÐUGT VÖRUVERÐ! Ódýrt fyrir alla! Ódýrt fyrir alla! Ódýrt fyrir alla! Nýtt svínakjöt í úrvali! Svínalundir Nautalundir Kalkúnn Hátíðakjúklingur 119- ÁVEXTIR 1/1 dós Jólaá vextir nir safar íku! Norðlenskt hangikjöt! 895-pr.kg. HANGIFRAMPARTUR úrbeinaður pr.kg.1395- HANGILÆRI úrbeinað 6900- OLÍUMÁLVERK Stór handmáluð Mörg mótív Í gylltum ramma 70 x 80 cm. OPIÐ Í dag sunnudag 10-22 Þorláksmessu 10-23 Aðfangadag 10-14 26990- GÓLFKLUKKA 193 CM. úr tré, m.pendúl 79- JÓLAKAFFI 250gr. pr.kg.699- HAMBORGARHRYGGIR nýreyktir 1. fl. gæði Óskum landsmönnum gleðilegra jóla! Þökkum viðskiptin Eitthvað fyrir alla í jólapakkann! HOLDAKALKÚNN Í JÓLAMATINN! 299-pr.kg. SVÍNABÓGAR 1.fl. nýir og ófrosnir 790-pr.kg. HOLDAKALKÚNN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.