Morgunblaðið - 22.12.2002, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 27
Störf í grunnskólum
Reykjavíkur
Laugalækjarskóli,
símar 588 7500 og 897 5045
Kennsla í 7. og 8. bekk frá áramótum, kennslu-
greinar stærðfræði og enska.
Skólaliði í 50% starf frá áramótum, vinnutími
eftir hádegi.
Seljaskóli, sími 557 7411
Myndmenntakennsla frá og með áramótum,
vegna forfalla.
Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskóla-
stjóri viðkomandi skóla. Umsóknir ber að
senda til skóla. Laun skv. kjarasamningum
Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélög.
Nánari upplýsingar um laus störf og grunn-
skóla Reykjavíkur er að finna á netinu undir
www.grunnskolar.is .
Skólaskrifstofa
S E L T J A R N A R N E S B Æ R
A
ug
l.
Þó
rh
ild
ar
22
00
.1
61
Atferlismeðferð
fyrir einhverfa
Leikskólasérkennari, þroskaþjálfi eða
starfsmaður með aðra uppeldismenntun
óskast til að vinna með einhverfu barni
í leikskólanum Mánabrekku á
Seltjarnarnesi.
Í leikskólum Seltjarnarness er öflugur faglegur
stuðningur vegna barna sem njóta sérkennslu. Góð
þekking og reynsla á atferlismeðferð er til staðar.
Mánabrekka er 4ra deilda leikskóli og í almennu
starfi leikskólans er lögð rík áhersla á umhverfis-
og náttúruvernd.
Upplýsingar gefa:
Dagrún Ársælsdóttir leikskólastjóri í síma 5959281.
manabrekka@seltjarnarnes.is
og Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
í síma 5959130. hrafnhildur@seltjarnmarnes.is
Vefstjóri
Starf vefstjóra Ríkisútvarpsins er laust til
umsóknar. Vefur Ríkisútvarpsins er einn af 10
mest sóttu vefjum landsins.
Við erum að leita eftir vefstjóra í a.m.k. 50%
starf.
Vefstjórinn þarf að hafa víðtæka tölvuþekk-
ingu og reynslu í vef- og margmiðlun.
Æskilegt er að vefstjórinn þekki til forrita sem
notuð eru við vinnslu og rekstur vefsíðna
og geti veitt ráðgjöf um þróun vefs Ríkisút-
varpsins.
Vefstjóri mun vinna með starfsfólki Texta-
varpsins.
Ætlast er til frumkvæðis og sjálfstæðis í
vinnubrögðum og að viðkomandi eigi auð-
velt með að vinna með öðrum í hóp.
Auk góðrar íslenskukunnáttu þarf umsækj-
andi að hafa vald á ensku og gjarnan einu
Norðurlandamáli.
Reynsla af vinnu á fjölmiðlum er æskileg.
Nánari upplýsingar veitir yfirmaður tölvudeild-
ar í síma 515 3000.
Laun samkvæmt viðeigandi kjarasamningi við
starfsmenn ríkisins.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og
starfsreynslu þurfa að berast skrifstofu starfs-
mannastjóra, Útvarpshúsinu, Efstaleiti 1, fyrir
8. janúar nk.
Félagsráðgjafi
Félagsráðgjafa vantar við Fjölskylduþjónust-
una Lausn, Sólvallagötu 10. Um er ræða fullt
starf til eins árs frá 1. mars 2003.
Félagsráðgjafamenntun nauðsynleg og æski-
legt er að umsækjandi hafi sérmenntun í fjöl-
skyldumeðferð, ásamt reynslu og þekkingu
í lausnamiðaðri fjölskyldumeðferð.
Mikilvægt er að viðkomandi hafi áhuga á
þróunarvinnu og hafi frumkvæði til að vinna
sjálfstætt. Reynsla af kennslu er góður kostur.
Í starfinu felst að geta veitt lausnamiðaða með-
ferð á faglegan hátt með viðtölum við einstak-
linga, fjölskyldur og hópa, ásamt því að geta
skipulagt og kennt á námskeiðum.
Fjölskylduþjónustan Lausn er meðferðar og
ráðgjafastöð sem rekin er af Félagsþjónustunni
í Reykjavík. Lausn er brautryðjandi í innleið-
ingu lausnamiðaðrar fjölskyldumeðferðar á
Íslandi. Hugmyndafræðin sem að baki starf-
seminni liggur grundvallast einkum á því að
gefa fólki möguleika á að breyta lífi sínu á já-
kvæðan hátt á tiltölulega stuttum tíma. Þjón-
ustan er tilboð til borgarbúa.
Laun samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur-
borgar og Stéttarfélags íslenskra félagsráð-
gjafa.
Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2003. Um-
sóknum skal skila til Félagsþjónustunar í
Reykjavík, Síðumúla 39, 108 Reykjavík,
merktar: „Félagsráðgjafi Lausn“.
Nánari upplýsingar veitir Helga Þórðardóttir,
forstöðumaður í síma 552 5881, netfang: hel-
gath@fel.rvk.is .
Sjá einnig almennar upplýsingar um laus störf
og starfsmannastefnu Félagsþjónustunnar á
vefsíðunni: www.felagsthjonustan.is .
Vélritun
af hljóðupptökum
Vandvirka vélritara með góða íslenskukunnáttu
vantar í hlutastörf til vélritunar á fundargerðum
af hljóðupptökum með aðstoð diktafóns. Í boði
er sveigjanlegur vinnutími í þægilegu umhverfi.
Áhugasamir leggi inn umsókn á auglýsinga-
deild Mbl. eða á netfangið reynirb@vortex.is
merkta: „V—13134“.
Starfið gæti hentað einstaklingi með haldgóða
menntun og reynslu á rafmagnssviði.
Starfssvið:
Rannsóknir
Skráning gagna
Afgreiðsla fyrirspurna
Fræðsla
Starfið gerir kröfu um kunnáttu í textameðferð og
skýrslugerð og æskilegt er að viðkomandi hafi góð
tök á öðru Norðurlandamáli og ensku.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknir óskast sendar til Hagvangs merktar
„Sérfræðingur“ fyrir 6. janúar 2003.
Upplýsingar veitir Ari Eyberg.
Netfang: ari@hagvangur.is
Skógarhlíð 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700
Bréfasími 520 4701 • www.hagvangur.is
Sérfræðingur
Opinber stofnun á rafmagnssviði
óskar að ráða sérfræðing til starfa.