Morgunblaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ALVARLEG ÞRÓUN
Talsmenn Alþjóðakjarnorku-
málastofnunarinnar sögðu í gær að
þróun mála í Norður-Kóreu væri
mjög alvarleg. N-Kóreumenn hafa
nýlega rofið innsigli á kjarnorku-
vinnslustöð í landinu og vísbend-
ingar eru um að þeir ætli að hefja
framleiðslu plútóníums sem hægt
væri að nota í kjarnorkuvopn.
Góður árangur
Jarðhitaleit víða á landinu hefur
gefist vel á árinu og óvæntar orku-
lindir komið í ljós, ekki síst á svæð-
um sem skilgreind hafa verið sem
„köld“. Meðal þessara staða eru
Hjalteyri við Eyjafjörð og Eski-
fjörður.
Mikil kirkjusókn
Mjög góð kirkjusókn var í Reykja-
vík og víða um land um jólin. Var
hún nú jafnvel meiri en undanfarin
ár.
Hagfelldari þróun
Viðskipti með hlutabréf í Kaup-
höll Íslands námu 294,7 milljörðum
króna fyrstu ellefu mánuði ársins.
Er það 115% meiri velta en á öllu
síðasta ári. Forstjóri Kauphall-
arinnar segir athyglisvert hve úr-
valsvísitalan hafi styrkst á árinu og
viðskipti verið lífleg. Hafi þróun
hlutabréfamarkaðarins hér verið
mun hagstæðari en annars staðar.
Debetkortanotkun eykst
Notkun debetkorta færist í vöxt á
Íslandi og tékkanotkun minnkar
jafnt og þétt. Velta með krítarkort
hefur staðið í stað en meira er af
seðlum og mynt er í umferð en áður.
Átta drepnir
Átta Palestínumenn voru drepnir
í átökum við ísraelska herinn á Vest-
urbakkanum og Gaza-svæðinu í
fyrrinótt og í gær. Um þrjátíu særð-
ust og tuttugu voru handteknir.
Fjórir ísraelskir hermenn særðust.
Fastur á Vatnajökli
Bandarískur ferðamaður, sem
hélt til í tjaldi sínu við Grímsvötn á
Vatnajökli, fannst í gærmorgun.
Hafði hann þá verið þar veður-
tepptur í þrjá daga og ákveðið að
biðja um að vera sóttur. Hann var
aldrei talinn í hættu, enda ágætlega
útbúinn.
Í dag
Sigmund 8 Bréf 28
Erlent 14/15 Skák 31
Listir 16/17 Brids 31
Umræðan 18/19 Fólk 32/37
Forystugrein 20 Bíó 34/37
Minningar 22/24 Ljósvakamiðlar 38
* * *
„ÞAÐ er ánægjulegt að fá reglur
sem þessar og aðalatriðið er að þær
séu til þess að bæta siðferði í við-
skiptum en séu ekki samkeppnis-
hamlandi,“ segir Jón Björnsson,
framkvæmdastjóri Baugs Ísland,
um leiðbeinandi reglur um viðskipti
birgja og matvöruverslana sem
Samkeppnisstofnun birti nýverið.
„Við höfum reyndar notast við
ákveðnar siðareglur í rúm tvö ár sem
við höfum farið eftir og þessar reglur
bæta mjög litlu við þær.“ Jón segir
að reglurnar verði ræddar ítarlegar
meðal Baugsmanna á næstu dögum.
Tilgangur að efla virka
samkeppni
Reglurnar taka til viðskipta birgja
og matvöruverslana á dagvörumark-
aði og er tilgangur þeirra að efla
virka samkeppni og stuðla að góðum
viðskiptaháttum, samkvæmt upplýs-
ingum Samkeppnisstofnunar. Þá er
þeim ætlað að stuðla að því að hegð-
un eða athafnir þeirra sem reglurnar
taka til eða ákvæði í samningum
þeirra á milli brjóti ekki í bága við
ákvæði samkeppnislaga.
Í reglunum er fjallað um þau at-
riði sem Samkeppnisstofnun telur
æskilegt að kveðið sé á um í samn-
ingum birgja og matvöruverslana til
að tryggja góða viðskiptahætti og
hagsmuni beggja aðila. Þar er m.a.
fjallað um afskipti fyrirtækja af
verðlagningu og viðskiptakjörum
annarra fyrirtækja og hvernig af-
sláttarkjörum milli birgja og versl-
ana sé best háttað. Fjallað er einnig
um skriflega viðskiptasamninga,
markaðs- og kynningarstarf, hillu-
uppröðun og framsetningu.
Í grein sem fjallar um upplýsingar
um verð segir að matvöruverslun sé
óheimilt að fara fram á það við birgi
að hann miðli upplýsingum um verð
og/eða önnur viðskiptakjör sem aðr-
ar verslanir njóta hjá honum. Á
sama hátt er birgi óheimilt að fara
fram á það við matvöruverslun að
hún miðli sambærilegum upplýsing-
um um viðskipti sín við aðra birgja.
Nákvæm útfærsla á samstarfi
Um markaðs- og kynningarstarf
segir að samstarf skuli útfært með
sem nákvæmustum hætti í við-
skiptasamningum. Tilgreina skuli
gildistíma og skuli samningsaðili
ekki gera þá kröfu til gagnaðila að
hann taki þess utan þátt í kynning-
arstarfi þess fyrrnefnda nema hann
óski þess sjálfur. Markmið regln-
anna er að aðilar beri sem jafnastan
kostnað af markaðs- og kynningar-
samstarfi.
Þá segir í kafla sem nefnist hillu-
uppröðun og framstilling að tilgreina
skuli hvor samningsaðila annist
þessa þætti í matvöruverslun. Í
skýringum Samkeppnisstofnunar
við þá grein segir að birgjar hafi
bent á að með því að annast fram-
stillingu á vörum í hillur matvöru-
verslana leggist kostnaður á þá sem
verslanir hafi einar borið áður. Segir
að þótt margir birgjar telji sig knúna
til að veita verslunum þessa þjón-
ustu, þar sem annars verði viðskipt-
um við þá sagt upp, telji aðrir birgjar
sig hafa hag af því að annast sjálfir
hillurými sem þeim sé úthlutað. Ger-
ir Samkeppnisstofnun ekki athuga-
semd við það hvernig aðilar skipta
með sér verkum í þessu sambandi en
leggur áherslu á að birgjar séu ekki
knúnir til slíkrar vinnu gegn vilja
sínum.
Samkeppnisstofnun telur að í
samræmi við góðar viðskiptavenjur
sé æskilegt að öll fyrirtæki á mark-
aðnum hafi reglurnar til hliðsjónar
við samningagerð, óháð stöðu á þeim
markaði sem þau starfi á. Þó að fyrst
og fremst sé um leiðbeinandi reglur
að ræða kunni það að vera brot gegn
samkeppnislögum ef fyrirtæki með
verulegan markaðsstyrk nýti þann
styrk til að semja sig frá ákvæðum
reglnanna.
Nauðsynlegt í ljósi
samþjöppunar
Jóhannes Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Neytendasamtak-
anna, segist fagna reglunum og þótt
þær séu leiðbeinandi verði markaðs-
ráðandi fyrirtæki að fara eftir þeim
vilji þau ekki brjóta samkeppnislög.
„Mér finnst þessar reglur eðlileg
viðbrögð miðað við það sem á undan
er gengið,“ sagði Jóhannes í samtali
við Morgunblaðið í gær. „Mikil sam-
þjöppun hefur orðið á þessum mark-
aði, jafnt hjá framleiðendum, heild-
sölum og smásölum.
Með þessum reglum er verið að
reyna að tryggja að farið sé að
ákveðnum samskiptaháttum.“
Leiðbeinandi reglur Samkeppnisstofnunar um viðskipti birgja og verslana
„Ánægjulegt
að fá reglur
sem þessar“
ANNAR hluti Hringadróttinssögu, Turnarnir tveir,
var frumsýndur í bíóhúsum í gær. Vafalaust hafa
margir beðið myndarinnar með eftirvæntingu og
var uppselt á flestar sýningar gærdagsins. Frum-
sýningargestir sem mættu í Kringlubíó í gær voru á
öllum aldri.
Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum fyrir um
viku og fékk góða aðsókn.
Morgunblaðið/Þorkell
Beðið eftir Turnunum
GREIÐSLUMIÐLUN lands-
manna tekur stöðugum breyting-
um. Notkun debetkorta færist í
vöxt um leið og tékkanotkun
minnkar jafnt og þétt.
Velta með kreditkort hefur
nokkurn veginn staðið í stað en
meira af seðlum og mynt er í um-
ferð en áður, eða rúmir sjö millj-
arðar króna um síðustu mánaða-
mót.
Í lok október voru ríflega 330
þúsund debetkort í umferð hér á
landi, 3,9% fleiri en í fyrra, og
201 þúsund kreditkort, 0,4%
færri en á síðasta ári.
Guðjón Rúnarsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands banka
og verðbréfafyrirtækja, segir að
undanfarin ár hafi markvisst
verið unnið að því að færa pen-
ingaviðskipti í hagkvæmara
form. Guðjón bendir á að sífellt
tékkarnir öruggari greiðslumáti
en kort og peningar, einkum í
stærri viðskiptum, en þetta eigi
eftir að breytast. Þá telur hann
að fleiri seðlar og mynt í umferð
sé ekki merki um breytta hegðun
neytenda í sínum viðskiptum.
Með fleiri verslunum í landinu,
m.a. í Smáralind, hafi myndast
aukin þörf fyrir skiptimynt.
fleiri einstaklingar nýti sér
greiðsluþjónustu banka og spari-
sjóða við greiðslu allra sinna
reikninga og þar komi kort og
peningar sjaldnast við sögu.
Svipuð þróun hafi átt sér stað á
Norðurlöndum.
Guðjón telur að innan fárra
ára muni tékkanotkun algerlega
leggjast af. Enn finnist mörgum
Debetkortum fjölgar
en tékkum fækkar
!
"
#$$#
%
#$$&#$$$&'''
"
()
* + ,+ -
ELDUR varð laus í einni af sorpgeymslum
í Fjölbrautaskóla Suðurlands um klukkan
hálf sjö í gærkvöld. Slökkvilið Brunavarna
Árnessýslu kom á staðinn, slökkti eldinn og
hreinsaði út úr geymslunni.
Nokkur reykur myndaðist en náði ekki
að komast inn í skólahúsið þar sem sorp-
geymslan er ekki aðgengileg nema utanfrá.
Engar skemmdir urðu á húsinu utan af sóti
og reyk í sorpgeymslunni sjálfri.
Á leiðinni á brunastað lenti einn slökkvi-
bílanna í árekstri við pallbíl á gatnamótum
Engjavegar og innkeyrslu á bílastæði Fjöl-
brautaskólans þegar slökkvibíllinn beygði
inn á innkeyrsluna í veg fyrir pallbílinn.
Skemmdir urðu verulegar á pallbílnum en
frekar lítið sá á slökkvibílnum. Ekki urðu
meiðsl á fólki við áreksturinn.
Morgunblaðið/Sig. Jónsson
Slökkviliðsmenn á Selfossi hreinsa log-
andi rusl út úr sorpgeymslunni í Fjöl-
brautaskóla Suðurlands.
Eldur í Fjöl-
brautaskóla
Suðurlands
Selfossi. Morgunblaðið.
MAÐUR á fertugsaldri skaut á tvo græn-
lenska sleðahunda í Skerjafirði í fyrrinótt.
Eigandi hundanna hafði misst þá frá sér á
Ægissíðunni og þeir síðan ógnað íbúa á
svæðinu.
Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar
bar skotmaðurinn því hins vegar við að
hundarnir hefðu glefsað í kanínur og hann
þá sótt byssu og skotið tveimur skotum að
hundunum og sært annan þeirra. Lögregl-
an kom á vettvang, flutti særða hundinn á
dýraspítalann og tók skotvopnið í sína
vörslu.
Eigandi hundanna tilkynnti um skot-
árásina en mætti síðan á vettvang. Hann
var þá tekinn í rannsókn grunaður um ölv-
un við akstur.
Skotið á sleðahunda
♦ ♦ ♦
Yf ir l i t
Kynningar – Með blaðinu í dag fylgir
auglýsingablað, „Flugeldablaðið,
áramótin 2002–2003“ frá Slysa-
varnafélaginu Landsbjörgu. Blaðinu
er dreift um allt land.