Morgunblaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 15 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 1 63 80 12 /2 00 1 Útsalan stendur yfir frá föstudegi til þriðjudags. gervijólatré jólapappír jólaseríur jólaskraut jólatrésfætur jólaskreytingar og fleira og fleira 20-50% afsláttur af kertum Sólhattur FRÁ Ertu með kvef eða flensu? H á g æ ð a fra m le ið sla FRÍHÖFNIN -fyrir útlitið A ll ta f ó d ýr ir ROBERTSON lávarður, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins (NATO), sagði í gær að óhugsandi væri að Bandaríkjamenn gripu einhliða til hernaðaraðgerða gegn Írökum. Lávarðurinn kvaðst einnig líta svo á að aðildarríkjum NATO bæri siðferðisleg skylda til aðstoða Bandaríkjamenn á hvern þann veg sem þörf væri á kæmi vopnaeftirlit í Írak ekki að tilætl- uðum notum. Robertson sagði í samtali við breska útvarpið BBC að George W. Bush forseti Bandaríkjanna hefði fram til þessa fylgt forskriftum Sameinuðu þjóðanna í Íraksdeil- unni. Aðspurður kvaðst fram- kvæmdastjórinn ekki telja að breyt- ing yrði þar á. Bandaríkjamenn gætu ekki gripið einhliða til aðgerða gegn Írökum og Saddam Hussein forseta. Slíkt væri í raun ógerlegt. Bandaríkjamenn myndu þannig ávallt þurfa að leita til stjórnvalda í öðrum ríkjum t.a.m. vegna umferðar um lofthelgi og nýtingar á flugvöll- um. Bandaríkjamenn hefðu byggt upp breiðfylkingu þjóða gegn þeirri ógn sem stafaði af þróun gereyðingar- vopna í Írak. Sú breiðfylking yrði virkjuð neitaði Saddam Hussein Íraksforseti að verða við kröfum Sameinuðu þjóðanna um afvopnun. Þar með myndu Bandaríkjamenn leita eftir stuðningi Sameinuðu þjóð- anna yrði ekki komist hjá því að fara með hernaði gegn Írökum. Robertson minnti á að aðildarríki NATO hefðu skuldbundið sig á leið- togafundi bandalagsins í Prag í haust að veita Bandaríkjamönnum alla þá aðstoð sem þeir kynnu að fara fram á. Vopnaeftirliti á vegum Sameinuðu þjóðanna var haldið áfram í Írak um jólin. Kannaðar voru m.a. efnaverk- smiðjur og nokkrar birgðastöðvar hersins. Í gær yfirheyrðu eftirlitsmennirn- ir yfirmann Tækniháskóla Bagdad- borgar en það er í annað skiptið frá því að vopnaeftirlit hófst sem þeir ræða við íraskan vísindamann í því skyni að afla upplýsinga um þróun gereyðingarvopna í landinu. Sagði yfirmaðurinn, Mazen Mohammad Ali, í sjónvarpsviðtali að hann hefði verið spurður um skipulag stofnun- arinnar sem hann stýrði og þá starf- semi sem þar færi fram. Þá hefði hann verið beðinn um að greina frá nöfnum þeirra sem kenndu við há- skólann og tengslum stofnunarinnar við aðrar menntastofnanir og stjórn- ardeildir. Talsmaður Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar (IAEA) Mark Gwozdecki, sagði í vikunni að unnið væri að því fara með íraska sérfræð- inga úr landi til að hægt yrði að yfir- heyra þá utan Íraks. „Við þurfum að gæta öryggis þeirra, annaðhvort að sjá þeim fyrir hæli erlendis eða tryggja að þeir verði óhultir í Írak vilji þeir fara þangað aftur.“ Yfirmaður tengslanefndar Íraka við vopnaeftirlitsmennina, Hossam Mohammad Amin hershöfðingi, sagði í gær, að eftirlitsmennirnir hefðu ekki fundið neinar sannanir þess að það væri rétt, sem Banda- ríkjamenn og Bretar halda fram, að Írakar hafi í fórum sínum gereyð- ingarvopn. Stuðnings Sameinuðu þjóðanna verður leitað Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir aðildarríki NATO skuldbundin til að aðstoða Bandaríkin í Íraksmálinu STJÓRN George W. Bush Banda- ríkjaforseta hyggst leggja til að net- þjónustufyrirtæki verði skylduð til að aðstoða við að byggja upp miðstýrt kerfi sem geri kleift að fylgjast með því sem fram fer á Netinu og ef til vill einstökum notendum þess, að sögn dagblaðsins The New York Times. Sumir af ráðamönnum í netfyrir- tækjunum óttast að verði tillögurnar að veruleika sé hætta á að aðgang- urinn verði notaður til víðtæks per- sónueftirlit og persónuvernd al- mennra borgara verði skert. Spyrja þeir hver verði þá gerður ábyrgur fyrir dómstólum. Netið verði vaktað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.