Morgunblaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 26
DAGLEGT LÍF 26 FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ  Inga Blöndal fulltrúi hjá Landssímanum, er tengdadóttir Soffíu Auðar. Hún keypti kjólinn sinn í Portúgal í fyrrahaust. Kjóllinn er svartur fínprjónaður með glitþráðum. Sjalið keypti Inga í Debenhams. „Ég gekk framhjá búð- inni í Portúgal dag eftir dag og horfði á kjólinn í glugganum en búðin var alltaf lok- uð. Svo síðasta daginn var loks búið að opna og kjóllinn passaði, ótrúlegt en satt,“ segir Inga. Hún og maðurinn hennar, Hjálmar Diego Haðarson, eru að fara á Óp- eruballið í þriðja skipti og Inga tekur undir með tengdamóður sinni og mágkonu um að nýárskvöld sé afar hátíðlegt hjá fjölskyld- unni. „Þarna komum við saman á glæsilegu kvöldi þegar jól og stress er búið og byrjum nýtt ár. Maturinn er æðislegur, þjónustan og skemmtiatriðin frábær og við upplifum okkur sem prinsessur,“ segir Inga og lítur á Heiðbjörtu sem tekur heilshugar undir.  Þorgerður Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri Álforma ehf. og mað- urinn hennar Jón Björnsson eru að fara á Óperuballið í þriðja skipti. Þau fara með tvennum vinahjónum og er Óperuballið orðið að föstum lið í hátíðahöldunum. Þor- gerður er í þrískiptum svörtum kjól, þ.e. pilsi, topp og jakka. Þetta sett keypti hún í Bandaríkjunum í haust og ætlar að nota í fyrsta skipti nú um áramótin. Svartir kjól- ar eru greinilega sívinsælir sem sam- kvæmiskjólar og oft er annað sem skreyt- ir þá, í tilviki Þorgerðar pallíettur á pilsinu, toppnum og jakkanum. „Nýárs- kvöld er ákaflega hátíðlegt og músíkin á Óperuballinu er á heimsmælikvarða,“ segir Þorgerður. Hún segir að á ballinu dansi allir eins og þeir geta, ekki þurfi mikla kunnáttu til. Þorgerður lærði sjálf að dansa sem unglingur í Gúttó þar sem pabbi hennar stjórnaði gömlu dönsunum.  Heiðbjört Haðardóttir húsmóðir er dóttir Soffíu Auðar og tekur undir með móður sinni þegar hún segir að nýárskvöld sé glæsilegt kvöld hjá fjöl- skyldunni. Heiðbjört og maðurinn hennar, Valur Stefánsson, sækja nú Óperuballið í tí- unda skipti. Heiðbjört keypti kjólinn í versl- uninni Stasiu í sumar og er ekki viss um hvort hún fer í honum eða öðrum vínrauðum á nýársdansleikinn. Kjóllinn er svartur klass- ískur og fylgir honum síður jakki. „Það koma allir í sínu fínasta en það skiptir ekki mestu máli að vera alltaf í nýjum kjól. Mestu máli skiptir að vera í því sem manni líður vel í. Þetta er hátíðlegt kvöld þar sem fjölskyldan kemur saman, alveg æðislegt,“ segir Heið- björt. „Við hittumst í afslöppuðu og yndislegu umhverfi. Allt jólastress er búið og þetta verður skemmtileg samverustund fjölskyld- unnar.“  Soffía Auður Diego húsmóðir og eigandi Blikkiðjunnar er nýbúin að kaupa sér þennan kjól í Cosmo. Þetta er ermalaus hlýrakjóll með víðu pilsi, glansandi ljósfjólublár með pallíettu- og perluskrauti. „Það er svo gaman að dansa í kjól með víðu pilsi,“ segir Soffía. Með kjólnum fylgdi samkvæmisveski og lítið sjal yfir axlirnar í sama lit. Soffía keypti sér m.a.s. skó í sama lit í Debenhams, en þeir sjást reyndar ekki! Hún iðar af tilhlökkun og segist hafa „ánetjast“ nýársballinu í Broadway strax eftir fyrsta hátíðardansleikinn fyrir fimmtán árum. Þegar samstarf Broadway og Íslensku óperunnar hófst svo árið 1994 héldu Soffía Auður og maðurinn hennar, Höður Guðlaugsson, áfram að sækja ballið og Soffía segir þetta vera sína jólagjöf. M orgunblaðið/H alldór K olbeins Kjólarnir og hárið Í jóla- og áramótaboðum skrýðast margir sínu fínasta pússi og hafa síst minna við ef dansleikir eru á dag- skránni. Steingerður Ólafsdóttir skoðaði kjóla fjögurra kvenna sem ætla á Óperuballið á nýárskvöld og Valgerður Þ. Jónsdóttir fékk útlistanir hársnyrtimeistara á samkvæmishárgreiðslum við hæfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.