Morgunblaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 9 Glæsilegur samkvæmis- fatnaður Glæsilegir galakjólar fyrir áramótin Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið í dag frá kl. 12.00—18.00, laugardag frá kl. 10.00—15.00. Glæsilegur fatnaður frá Ítalíu RAÐGREIÐSLUR Ný sending á útsöluverði 5% aukaafsláttur m.v. staðgreiðslu Sími 861 4883 á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hóteli, Sigtúni, Reykjavík Útsala • Útsala föstudag 27. desember kl. 13-19 laugardag 28. desember kl. 12-19 sunnudag 29. desember kl. 13-19 mánudag 30. desember kl. 13-19 Verðdæmi Stærð Verð áður nú staðgreitt Pakistönsk 60x90 9.800 6.400 Pakistönsk „sófaborðsstærð“ 125x180 cm 44.900 28.400 Rauður Afghan 100x180 cm 29.300 21.900 og margar fleiri gerðir. TÍÐARFARIÐ hefur verið fremur óvenjulegt á landinu það sem af er þessum vetri, a.m.k eru Vestfirð- ingar ekki vanir því að jörð sé sem að vori væri fram að jólum. Sumum líkar þetta vel, öðrum finnst vanta smá snjóþekju til að geta notið vetraríþrótta en einnig verður þá bjartara í svartasta skammdeginu. Það er ekki óvanalegt að listmál- arar standi úti við trönur sínar á hvaða árstíma sem er og fangi hug- hrif sín til náttúrunnar á strigann. En hér fyrir vestan hlýtur það að heyra til undantekninga að hægt sé að mála mynd af Bolungarvík í haustlitunum þegar komið er fram í síðustu viku í aðventu. Jón Hermann Sveinsson, listmál- ari á Suðureyri, hefur að undan- förnu notað blíðuna til að ljúka við mynd sem hann hefur verið að mála af Bolungarvík og fjallahringnum sem myndar hinn tignarlega bak- grunn byggðarinnar. Jón sagðist vera að leggja síðustu hönd á verkið er fréttaritari Morg- unblaðsins hitti hann við trönur sín- ar úti við Óshólavita á dögunum. Jón stundaði nám við Myndlista- skólann í Reykjavík þar sem hann naut leiðsagnar listamannanna Sig- ríðar Björnsdóttur og Hrings Jó- hannessonar. Hann vann við múr- verk með listinni fram til ársins 1994 að hann veiktist í baki og varð að hætta sem múrari. Frá því hefur hann eingöngu unnið að list sinni. Jón kvaðst hafa tekið þátt í all- mörgum samsýningum og tvisvar haldið einkasýningu, aðra í vinnu- stofu sinni sem hann var með í Hnífsdal fyrir fáum árum og síðan sýndi hann í Hveragerði. Jón segir að Bolungarvíkur- myndin sem hann er með á trön- unum sé fyrir nokkru seld og hún fari nú innan tíðar í innrömmun hjá Dagnýju Þrastar í Rammagerð Ísa- fjarðar. Ljóst er að það mun auka gildi myndarinnar að sýna Bolung- arvík í þessu umhverfi á aðvent- unni. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Jón Hermann Sveinsson við fullgert verk sitt með Bolungarvík í baksýn. Í haustlitunum á aðventunni Bolungarvík. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.