Morgunblaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 19
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 19
Áramótagetraun Morgunblaðsins birtist í blaðinu þriðjudaginn 31. desember nk.
og verður hún þrískipt; barnagetraun, unglingagetraun og fullorðinsgetraun.
getraun
13 – 17 ára
Unglingagetraun
Íslenska orðabókin 2002
Útgefandi Mál og menning.
Tónlist að eigin vali frá Skífunni
að andvirði 10.000 kr.
Boðsmiðar fyrir tvo á kvikmynd að eigin vali
frá Smárabíói.
1
2
3
18 ára og eldri
Fullorðinsgetraun
Gjafabréf með ferð fyrir tvo til Evrópu á einhvern
af áfangastöðum Flugleiða.
Tónlist að eigin vali frá Skífunni
að andvirði 10.000 kr.
Ísland í hers höndum eftir Þór Whitehead.
Glæsilegt stórvirki um sögu stríðsáranna á Íslandi.
Útgefandi Vaka Helgafell.
1
2
3
5 – 12 ára
Barnagetraun
Áskrift að Andrési Önd í heilt ár (52 blöð).
Útgefandi Vaka Helgafell.
Tónlist að eigin vali frá Skífunni
að andvirði 10.000 kr.
Boðsmiðar fyrir tvo á kvikmynd að eigin vali
frá Smárabíói.
1
2
3
Á BAK við langflestar vefsíður
heimsins eru textaskjöl, full af
skipunum sem skilgreina umbrot
og útlit eins og það á að birtast í
vefvafra (browser). Þessar skip-
anir eru hluti af skipanamáli sem
heitir HTML. Það eru til margar
leiðir til að smíða vefsíður og flest-
ir fara þá leið að nota myndræn
vefsmíðatól eins og t.d. Macro-
media Dreamweaver eða Microsoft
Frontpage sem búa til HTML-
kóða úr þeim aðgerðum sem not-
andinn framkvæmir.
Í árdaga vefsins var í raun að-
eins einn kostur til að læra vef-
smíði; með sjálfsnámi. Eins og
flestir vita sem við vefsmíðar hafa
fiktað er hægt að læra þær á eigin
spýtur, ef fólk hefur þá eiginleika
sem sjálfsnám krefst. Síðar var
farið að kenna vefsmíði á mörgum
stöðum og er svo komið að tugir
skóla bjóða upp á vefsmíði í nám-
skrám sínum.
Hvað þarf til að
gera góðan vef?
Á liðnum árum hafa margir
spreytt sig á vefsmíðum, enda er
skemmtilegt að búa til vef, hvort
sem er fyrir sjálfan sig eða aðra.
Lengi framan af var algengt að
menn teldu vefsmíðar fyrst og
fremst snúast um kóðann (HTML)
og útlitshönnunina, en yfirsást
hversu miklu máli innihaldið og
skipulag þess skipta þegar smíða á
góðan vef.
Sá misskilningur að kóðun vef-
síðna sé það sem mestu máli skipt-
ir er því miður enn algengur.
Grunnatriðin í kóðun vefsíðna geta
flestir lært á innan við klukkutíma
og krefst í raun lítillar tæknilegrar
þekkingar. Að hafa tilfinningu fyr-
ir skipulagi vefjar og efnistökum
er flóknara fyrirbæri og skiptir
einnig meira máli. Auðvitað þarf
kóðinn að vera réttur til að vefsíð-
an virki sem skyldi en réttur kóði í
vondu skipulagi með lélegu not-
endaviðmóti gerir lítið gagn. Ef
vefgestir geta ekki fundið efnið
vegna lélegs skipulags þá er vef-
urinn lélegur og nær ekki mark-
miðum sínum.
Í stuttu máli má segja að fjögur
atriði skapi góðan vef:
1. Innihald sem höfðar til mark-
hópsins.
2. Gott skipulag með gegnsæju
viðmóti til að auðvelt sé að finna
það efni sem á honum er.
3. Hann þarf að virka vel tækni-
lega, í öllum þeim vöfrum sem
markhópurinn notar.
4. Hann þarf að vera léttur og
fljótur að hlaðast inn.
Það sem gott vefsmíðanámskeið
þarf fyrst og fremst að taka á eru
liðir 2 og 3. Rétt er að taka fram
að eðlileg sérhæfing í þessum
geira gerir það að verkum að fæst-
ir þeir sem smíða vefi smíða útlitið
á hann, sú vinna liggur oftast hjá
auglýsingastofum og grafískum
hönnuðum.
Hvernig er kennslan?
Í námslýsingum margra skóla er
ekki minnst einu orði á skipulag
og viðmót vefja. Ég hef að sjálf-
sögðu ekki sótt þessi námskeið og
get ekki fullyrt að ekkert sé kennt
á þeim sem ekki er í námslýs-
ingum, en sú staðreynd að á þessi
grundvallaratriði er ekki minnst í
þeim er því miður ekki traustvekj-
andi.
Þetta er miður. Með því að
kenna aðeins HTML og/eða hvern-
ig einstök forrit virka er verið að
svipta grunninum undan vefsmíð-
um þeirra sem ekki hafa kynnt sér
þetta mál á annan hátt. Í þessum
tilvikum lærir fólk einungis að
setja saman einingar vefjarins en
ekki að hugsa og smíða heildstæð-
an vef.
Að kenna kóðun án þess að
kenna hvernig á að skipuleggja
vefi og hanna á þá gott viðmót er
að mörgu leyti sambærilegt við að
kenna fólki að keyra bíl án þess að
kenna því umferðarreglurnar. Það
er vissulega hægt að keyra bíl án
þess að kunna umferðarreglurnar
en við getum öll verið sammála um
að það myndi seint bæta ástandið í
umferðinni.
Ég er alls ekki að segja að nám
sem aðeins kennir hvernig setja
skal saman vefsíður sé sjálfgefið
vonlaust nám, heldur að slíkt nám
gefur nemendum allt of þrönga
sýn á hvert markmið vefsmíða er.
Og í raun þarf á fæstum stöðum
miklu að bæta við því ekki þarf
mikinn tíma til að koma
áhugasömum nemendum af stað
þegar gott vefviðmót er annars
vegar.
Hvað má betur fara?
Flestir sem ég kenni vefsmíði
eru að sækjast eftir þekkingu á því
hvernig á að smíða vefi frá grunni,
ekki bara að bæta við efni á vefi
sem þegar hafa verið smíðaðir. Og
jafnvel þeir sem ætla einungis að
bæta við efni, þurfa að hafa þekk-
ingu á því hvar efnið á að vera í
veftrénu og hvernig rétt sé að
setja það upp.
Góð vefsmíðakennsla þarf að
taka á öllum ofangreindum atrið-
um, þó að hugsanlegt sé að sleppa
vefmyndavinnslunni og gera ráð
fyrir að grafískir hönnuðir vef-
síðna kunni sitt fag. Hún þarf að
kenna nemendum að horfa heild-
rænt á vefinn sem þeir eiga að
smíða og auðvelda þeim að sjá
hvaða leiðir eru bestar í hverri
stöðu fyrir sig.
Því miður einblína flestar
kennslubækur á HTML-kóðann og
sleppa því oftast að fjalla um
skipulag og viðmót. Þær bækur
sem síðan fjalla um viðmót eru því
miður oft svo fræðilegar og óhlut-
bundnar að flestir vefsmiðir hafa
af þeim lítið gagn án mikillar yf-
irlegu, auk þess sem fáar þeirra
fjalla sérstaklega um viðmót og
skipulag vefsíðna. Ég hef tekið
saman úr handbók minni; „Vef-
smíðar – hugsunin, smíðin og
tæknin“ helstu meginatriði góðs
vefviðmóts og skipulags og sett á
http://this.is/gunnar, aðgengilegt
öllum án endurgjalds.
Hvað getur þú gert?
Ef þú hyggur á vefsmíðanám
hvet ég þig til að lesa námslýsingu
þeirra námskeiða sem þú ætlar að
sækja og sjá hvort þar er farið í
þessa þætti því skipulag og not-
endaviðmót vefsíðna eru gífurlega
mikilvægir þættir fyrir þann sem
vill læra þær hliðar vefsmíða sem
máli skipta.
Ef þú ert þegar búinn að læra
eitthvað í vefsmíðum en finnst þig
vanta þekkingu á viðmóti og skipu-
lagi þá er óþarfi að örvænta. Ein
ágætis leið til að læra þetta er að
skoða þá vefi sem þér finnst vera
góðir og auðrataðir og reyna að
átta þig á hvað veldur því að þeir
eru betri en aðrir. Einnig eru til
ágætis vefsvæði sem fjalla um
þetta efni og eru tenglar í nokkur
slík á http://this.is/webdesign.
Að lokum vona ég að engum
finnist að sér vegið með þessari
grein, fyrir mér vakir eingöngu að
benda á það sem ég tel geta farið
betur í vefsmíðakennslu hérlendis
í von um að íslensk vefhönnun
muni batna og þroskast á komandi
árum.
Kennsla í vefsmíðum
Eftir Gunnar
Grímsson
Að kenna
kóðun án
þess að
kenna
hvernig á að
skipuleggja vefi og við-
mót er að mörgu leyti
sambærilegt við það, að
kenna fólki að keyra bíl
án þess að kenna því
umferðarreglurnar.
Höfundur er viðmótshönnuður og
ráðgjafi. gunnar@this.is
www.starri.is
Sérhæfing í
Intel-vörum
Móðurborð - Örgjörvar
- Flatir skjáir
3ja ára ábyrgð