Morgunblaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 23
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 23
✝ Friðrik Jónassonkennari fæddist
á Breiðavaði á
Fljótsdalshéraði 23.
júlí 1907. Hann lést á
Elli- og hjúkrunar-
heimilinu Grund
hinn 9. desember síð-
astliðinn. Friðrik var
sonur Jónasar Ei-
ríkssonar, hrepp-
stjóra á Breiðavaði,
áður skólastjóra á
Eiðum, f. 1851, d.
1924, og Helgu Bald-
vinsdóttur ráðskonu
hans, f. 1871, d. 1958.
Eldri hálfbræður Friðriks (börn
Jónasar með konu sinni Guðlaugu
Margréti Jónsdóttur, f. 1853, d.
1906) voru: a) Halldór frá Eiðum
cand. phil., kennari, starfsmaður
Hagstofunnar og ritstjóri, b) Jón
Gunnlaugur, málari, síðan kaup-
maður á Seyðisfirði, c) Benedikt,
verzlunarstjóri á Vestdalseyri og
kaupmaður á Seyðisfirði, d) Þór-
hallur, hreppstjóri á Breiðavaði, e)
Gunnlaugur, bankagjaldkeri og
skrifstofustjóri á Seyðisfirði, og f)
Emil Brynjólfur, símstjóri á Seyð-
isfirði. Þeir bræður eru allir látnir.
Friðrik var þríkvæntur. Fyrsta
kona hans (g. 1928) var Hólmfríð-
ur Hemmert kennari, f. 22. júní
1902, d. 25. maí 1988. Þau skildu,
en hún giftist aftur. Barn þeirra:
Jóhanna Arnljót kennari í Kópa-
vogi, f. 12. febr. 1929, gift Baldri
Þorsteinssyni skógfræðingi, f.
1924. Börn þeirra eru fimm: 1)
Þorsteinn kennari í Uppsölum í
Svíþjóð, f. 7. mars 1952, var kvænt-
ur Ingileif Steinunni Kristjáns-
dóttur líffræðingi. Þau skildu.
1990, var í sambúð með Vali Þ.
Norðdahl. Dóttir þeirra er Klara,
f. 29. sept. 1983. 2) Hörður iðnað-
armaður, f. 11. júlí 1963. Dætur
hans eru Ásthildur Ásta, f. 13. feb.
1986, með Sigurlaugu Gunnars-
dóttur, og Ásta Camilla, f. 17. mars
1988, með Camillu Eyvindsdóttur.
3) Höskuldur, f. 16. febr. 1965,
kvæntur Michaleu Uferbach Aðal-
steinsson. Þau reka hestabúgarð í
Austurríki. Börn þeirra eru Signý,
f. 3. des. 1989, Aðalsteinn, f. 15.
feb. 1991, Guðni Þór, f. 4. júlí 1998
og Sóley Björk, f. 27. nóv. 2002. 4)
Sigríður söngkona, f. 15. febr.
1967. Fyrsti sambýlismaður henn-
ar var Claus Rainer. Barn þeirra
er Christian Bjarki Rainer, f. 9.
okt. 1987. Annar sambýlismaður
Sigríðar var Gunnar Baldvin
Valdimarsson húsasmíðameistari
og dætur þeirra eru Helga Sigrún,
f. 24. sept. 1991 og Guðný, f. 15.
maí 1993.
Þriðja kona Friðriks (g. 1966)
var Magnea Hjálmarsdóttir kenn-
ari, f. 29. des. 1908, d. 25. feb. 1996,
og var hann seinni maður hennar.
Þau voru barnlaus.
Friðrik lauk kennaraprófi frá
Kennaraskólanum 1928 og
íþróttakennaraprófi frá Statens
Gymnastik-Institut í Kaupmanna-
höfn 1929. Hann starfaði við
kennslu, jafnt almenna og í sundi
og öðrum íþróttum, á Seyðisfirði
1929–1931, á Ísafirði 1931–1947
og við ýmsa skóla í Reykjavík
1947–1972. Hann starfaði einnig
sem bókavörður við bókasafn Elli-
og hjúkrunarheimilisins Grundar
um árabil. Friðrik starfaði við
sundkennslu á sumardvalarheimili
Styrktarfélags lamaðra og fatl-
aðra í mörg ár, síðast í Reykjadal í
Mosfellssveit, en Magnea kona
hans var þar í forstöðu.
Útför Friðriks verður gerð frá
Fossvogskapellu í dag og hefst at-
höfnin kl. 15.
Dóttir þeirra er Krist-
ín Þyrí félagsráðgjafi,
f. 10. sept. 1977. Sam-
býliskona Þorsteins
var Carina E. Lindh
sjúkraliði, en hún lést
árið 1998. Sonur
þeirra er Jóhann Frið-
rik, f. 27. apr. 1987. 2)
Björn Eðvald raf-
magnstæknifræðing-
ur, f. 13. febr. 1954. 3)
Friðrik Már hagfræð-
ingur, f. 11. apr. 1957,
kvæntur Kristínu
Björnsdóttur hjúkrun-
arfræðingi, en börn
þeirra eru Jóhanna Katrín há-
skólanemi, f. 1. apr. 1980, í sambúð
með Karli J. Garðarssyni háskóla-
nema, og Björn Már, f. 11. júní
1990. 4) Baldur Tumi, læknir og
sérfræðingur í húðsjúkdómum, f.
30. júní 1959, kvæntur Sólveigu
Önnu Bóasdóttur guðfræðingi, en
börn þeirra eru Nína, f. 24. jan.
1986, og Kolbeinn Tumi, f. 24.
febr. 1991. 5) Guðrún Margrét lög-
fræðingur, f. 26. júní 1968. Sam-
býlismaður Guðrúnar er Gunnar
Sturluson hæstaréttarlögmaður.
Dóttir þeirra er Borghildur, f. 8.
maí 1998.
Önnur kona Friðriks (g. 1935)
var Sigríður Júdit Magnúsdóttir
frá Sæbóli í Aðalvík, f. 29. júní
1910, d. 23. jan. 1969. Þau skildu.
Dóttir þeirra er Björk Helga Frið-
riksdóttir húsfreyja í Reykjavík, f.
4. nóv. 1936, giftist Aðalsteini
Höskuldssyni bifreiðarstjóra,
seinna starfsmanni Landsbanka
Íslands, f. 1920, d. 1987. Börn
þeirra eru fjögur: 1) Helga hús-
móðir, f. 7. des. 1960, d. 1. ág.
Afi okkar Friðrik Jónasson er
genginn.
Þegar barn kynnist afa sínum þá
er það fyrirvaralaust og án skírskot-
ana í nokkra átt. Einstaklingurinn
vex síðan úr grasi og afinn eldist, inn
í myndina bætist bakgrunnur afa og
innsýn í það umhverfi sem hann lifði
við. Ef heppnin er með þá er afa-
barnið orðið þroskaður einstakling-
ur þegar afinn deyr og getur bætt
ofannefndu í sjóð lífsreynslu sinnar
og fundið hjá sér að hann eða hún
gengur rudda slóð.
Að þessum orðum sögðum getum
við systkinin sagt að afi okkar var
kraftakarl. Svolítið einkennilegt
kannski að orða þetta svona? Hann
var kennari og hafði bókband og
bókasöfnun að aðaltómstundagamni.
En þegar skyggnst er betur í lífs-
hlaupið sést að hann var óhræddur
við að breyta til, og að vaxtarlagi og
limaburði var hann kraftakarl. Frið-
rik Jónasson fæddist og ólst upp í
Eiðaþinghá, fallegri og gróðursælli
sveit. Faðir hans, Jónas Eiríksson,
skólastjóri Eiðaskóla, hefur verið
þroskaður maður er afi var að vaxa
úr grasi og getað gefið honum gott
veganesti. Afi var alla tíð óskaplega
stoltur af föður sínum. Eftir kenn-
aranám fór afi til Kaupmannahafnar
í nám í íþróttafræðum. Að ganga
menntaveginn var ekki sjálfsagt á
þessum tíma hvað þá að fara utan til
að stunda framhaldsmenntun. Eftir
eitt ár í Kaupmannahöfn var komið
nóg, Friðrik Jónasson kom heim og
hóf lífsstarf sitt sem var kennsla,
bæði venjuleg bókleg kennsla og
sund og íþróttakennsla.
Hann afi okkar var alltaf þráð-
beinn í baki og bar sig vel. Hann
kenndi okkur bræðrunum að synda,
hann var klæddur í úlpu og gekk á
hvítum töflum þegar hann var við
útisundlaugina í Reykjadal. Hann
hrópaði leiðbeiningar dimmri röddu.
Einu sinni á sumri var fatasund og
björgun á sundi æfð við „raunveru-
legar“ aðstæður. Er þetta gert í
sundkennslu í dag? Skemmtilegt var
það allavega.
Önnur minning um afa var þegar
hann var að gera eitthvað á heimili
þeirra Magneu í Sigtúni. Þá setti
hann upp hattkúf og klæddist svolít-
ið eldri jakka, engin sóðaleg vinnuföt
þar, líklega var stéttvitundin sterk-
ari þá en nú, fyrir utan að afi var
mikið snyrtimenni og smekkmaður í
klæðaburði. Magnea Hjálmarsdóttir
var þriðja kona afa og lífsförunautur
svo langt sem við munum. Heimili
þeirra var friðsælt og fallegt og kom
ekkert annað til greina. Jafnvel
kraftmiklum strákum fannst eins
gott að vera ekki með neinn tæting
heldur halda sig að bókunum en af
þeim var nóg. Þau hjón voru bæði
guðspekilega þenkjandi og eftir á að
hyggja þá hvíldi búddísk ró yfir
íbúðinni í Sigtúni. Miðlar og nátt-
úrulækningamatur var í hávegum
hafður. Þegar lesið var um stemn-
inguna hjá Þórbergi í Sálminum um
blómið fannst okkur hún eiginlega
kunnugleg.
Afa og Magneu fannst gaman að
ferðast og fóru víða. Merkilegust var
líklega ferðin til Landsins helga. Í
stað þess að bögglast með myndavél
keypti afi gjarna skuggamyndir sem
hann síðan sýndi þeim sem áhuga
höfðu, er heim kom. Þeim er kváðu
dyra til að boða hitt eða þetta var
einnig boðið uppá skuggamyndasýn-
ingu og hermir flökkusögnin að ekki
hafi verið reynt frekar að snúa guð-
spekingnum í Sigtúni.
Afi var þrígiftur og var amma
okkar Hólmfríður Hemmert fyrsta
kona hans. Þau hljóta að hafa verið
glæsilegt par en slitu fljótlega sam-
vistir. Ennþá er afi var um áttrætt
hélt fullorðin vinkona því fram við
eitt okkar að frá honum stafaði
„mikil orka“.
Við vísum til upphafsorða þessa
pistils og finnum að viðkynningin við
afa hefur gert okkur ríkari. Það að
hafa kynnst því hvernig hann kaus
að haga sínu lífi gefur okkur spegil
að skoða okkar eigin lífsstíl í.
Okkur langaði að deila þessum
minningabrotum um afa okkar þess
fullviss að þannig hefði hann viljað
láta minnast sín, sem hnarreists
manns, lífskúnstners á sinn hátt.
Þessi mikli líkamsstyrkur sýndi sig í
lokin þegar hver skráveifan fylgdi
annarri án þess að leggja hann að
velli, þar til honum var veitt hvíldin
og anda hans leyft að kanna anda-
heimana eins og hann hefur efalaust
alltaf langað til. Hafi trú hans á
framhaldslífið enst þá átti hann von
á að hitta þar ástvini sína aftur.
Baldur Tumi Baldursson,
Björn Eðvald Baldursson,
Friðrik Már Baldursson,
Guðrún Margrét Baldurs-
dóttir,
Þorsteinn Baldursson.
Fáir eru nú eftir okkar á meðal, er
útskrifuðust sem barnakennarar frá
Kennaraskóla Íslands þegar Magn-
ús Helgason var þar skólastjóri
(1908–1929). Einn af þeim síðustu
var að kveðja fólk og frón. Það var
hann Friðrik Jónasson. Hann lést á
Grund, þar sem hann hafði dvalist
um skeið, farinn að heilsu og kröft-
um.
Friðrik var bæði með almennt
kennarapróf og íþróttakennarapróf
frá Statens Gymnastik Institut í
Kaupmannahöfn. Hann var því vel
menntaður kennari.
Um kennaraferil hans og ævi geta
menn lesið í tímaritinu Heima er
bezt, júní 1999. Þar segir hann frá
foreldrum sínum og heimaslóðum,
en fæddur var hann að Breiðavaði í
Eiðaþinghá. Nám stundaði hann
kornungur í Eiðaskóla, þegar Ás-
mundur Guðmundsson, síðar pró-
fessor og biskup, var þar skólastjóri.
Friðrik vildi að námi loknu á Eiðum
komast inn í annan bekk Kennara-
skólans (þeir voru þá þrír), en Magn-
ús skólastjóri taldi hann of ungan til
þess, svo að hann hóf námið í fyrsta
bekk. Fannst Friðrik það allt annað
en gott. Kennaraprófi lauk hann
1928, tvítugur að aldri, sem var
óvenjulegt þá. Hann hætti kennslu
hálfsjötugur. En hætti Friðrik þá
allri starfsemi? Nei, ekki aldeilis.
Hann var iðinn bókbindari og að
sama skapi vandvirkur. Umgengni
við bækur var honum hrein unun.
Um skeið var hann bókavörður á
Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund
(nú Dvalar- og hjúkrunarheimili)
hér í borg. Það átti vel við hann.
Meðan viðtalið við Friðrik í Heima
er bezt var í smíðum átti ég margan
fund með honum á heimili hans.
Þess er gott að minnast. Kvaddur er
heiðursmaður, sem skilaði góðu ævi-
starfi.
Ættmennum vottast samúð við
brottför hans. Og hvíli hann nú í friði
eftir langa og farsæla ævi.
Auðunn Bragi Sveinsson.
FRIÐRIK
JÓNASSON
✝ Inga Jóhannes-dóttir fæddist á
Seyðisfirði 28. des-
ember 1912. Hún
lést 17. desember
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Jóhannes Sveinsson
úrsmiður á Seyðis-
firði, f. 2.6. 1866, d.
21.11. 1955, og Elín
Júlíana Sveinsdóttir,
kona hans, f. 10.7.
1883, d. 25.4. 1952.
Systkini Ingu voru:
Ágústa, f. 1898, d.
1981, Haraldur, f.
1903, d. 1982, Sigrún Svafa, f.
1905, d. 1919, Dóróthea, f. 1906,
d. 1982, Sigríður, f. 1907, d.
2002, Klara, f. 1909, d. 1923,
Sveinn, f. 1910, d. 1929, Einar
Sveinn, f. 1914, d.
1994, Guðlaug, f.
1916, d. 1981, Ólaf-
ur Gísli, f. 1917, d.
1959, Þorgerður
Sigurrós, f. 1922, d.
1950, og Guðmund-
ur, f. 1925, d. 1981.
Inga giftist Steini
Stefánssyni á Seyð-
isfirði árið 1970 en
þau skildu tveimur
árum síðar. Eftir
það bjó hún með
Katli Ólafssyni, f.
1917, þar til hann
lést í maí 2001. Árið
1962 tók Inga í fóstur Kristin
Magnús Ólafsson, f. 1957.
Inga verður jarðsett frá Foss-
vogskapellu í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Inga er sú síðasta af börnum Jó-
hannesar og Elínar sem hverfur yfir
móðuna miklu. Af þessum stóra hópi
lifðu þær lengst Sigríður, móðir mín
og Inga enda þótt fimm ára aldurs-
munur væri á þeim. Sigríður var
jarðsett 16.12. og Inga kvaddi þenn-
an heim deginum síðar. Inga var sjö-
unda í röð barna foreldra sinna og
þegar hún var nokkurra daga gömul
var hún tekin í fóstur af Gunnari
Bjarnasyni skósmið á Seyðisfirði og
Valgerði Ingimundardóttur en þau
voru nokkuð vel efnuð og barnlaus.
Tengsl voru milli fjölskyldnanna þar
sem Sigurður, bróðir Jóhannesar,
var kvæntur systur Valgerðar, Sig-
ríði Guðrúnu Ingimundardóttur.
Áttu þau Sigurður og Sigríður Guð-
rún eina dóttur sem einnig var skírð
Inga í höfuðið á afa sínum í móður-
ætt. Sigurður flutti til Vesturheims
árið 1912 ásamt þremur öðrum
systkinum sínum, Einari, Eyjólfi og
Þóreyju. Þessum fósturforeldrum
reyndist Inga ákaflega vel og þau
áttu skjól hjá henni allt til dauðadags.
Það verða oft blendnar tilfinningar
sem börn bera með sér sem gefin eru
úr stórum systkinahópi. Fyrir for-
eldrunum vakir yfirleitt að bjóða
börnum sínum betra atlæti en hægt
var að bjóða í heimahúsi en fyrir
þeim sem gefinn er verður sú spurn-
ing áleitin: „Af hverju ég?“
Það var fróðlegt að heyra viðhorf
þeirra systra, Ingu og Siggu móður
minnar, um þetta mál. Inga öfundaði
Siggu af því að hafa fengið að vera í
stóra hópnum og fannst að þar hlyti
að hafa verið sífellt glatt á hjalla.
Sigga öfundaði Ingu af því hvað hún
fékk gott að borða og hvað hún átti
fallegt dót og fékk að vera í friði með
sitt. Mamma sagði mér af því að Inga
hefði fengið bæði egg og mjólk í
morgunmat sem sjaldgæft var að
aðrir fengju en þau allra yngstu af
stóra hópnum heima.
Inga var vel gefin og hefði í raun
haft mikla möguleika til mennta og
sjálfstæðis en það er spurning sem
aldrei fæst svarað af hverju hún sval-
aði ekki sinni miklu menntunarþrá.
Hún sagði mér að hún hefði verið að
því komin að lesa utanskóla til að
komast inn í Menntaskólann á Ak-
ureyri en þá bauðst henni góð vinna
og þetta tækifæri bauðst kannski
aldrei aftur. Hún fór þó einn vetur til
Edinborgar í enskunám og lærði þar
líka bæði matreiðslu og hótelrekstur
og langt fram eftir aldri var hún í ým-
iss konar námi, lærði þýsku og
frönsku auk enskunnar og einnig
lauk hún námi fyrir leiðsögumenn
eftir að hún var komin á eftirlaun.
Inga fékk snemma fína vinnu á
símstöðinni á Seyðisfirði sem var
miðstöð samskipta á þessum árum og
tengiliður Íslands við umheiminn.
Inga byrjaði að vinna við Símann að-
eins 16 ára, árið 1928. Hún var fljót-
lega sett í ábyrgðarstöðu og hafði góð
laun miðað við konur á þessum árum.
Þegar hún síðan flutti til Reykjavíkur
árið 1950 með fósturforeldra sína,
beið hennar ný staða hjá sama fyr-
irtæki og alls vann hún fyrir Land-
símann samfleytt í 42 ár og gat þess
vegna farið á eftirlaun árið 1970 að-
eins 58 ára.
Þegar Inga var fimmtug tók hún í
fóstur ungan dreng, Kristin Magnús
Ólafsson. Þessum dreng unni hún
miklum hugarástum og sá aldrei sól-
ina fyrir honum. Hún vildi honum allt
það besta og var eins og æðarkollan
tilbúin að reyta af sér sína síðustu
fjöður til þess að búa í haginn fyrir
hann. Þótt hún væri vel efnuð eftir
langa starfsævi í góðu starfi kveður
hún nú þennan heim án nokkurra
veraldlegra gæða. Allar eigur sínar
hafði hún gefið í von um að gjafir
hennar gætu orðið til góðs.
Það var ómetanlegur stuðningur
fyrir hana hversu vel Ketill sambýlis-
maður hennar hugsaði um hag henn-
ar í nær þrjá áratugi. Ketill var hlýr
og elskulegur maður og hvers manns
hugljúfi. Hann verndaði Ingu og
studdi allt þar til kallið hans kom á
síðasta ári. Börn Ketils og tengda-
börn hafa einnig verið Ingu ómetan-
leg stoð þegar erfiðleikar steðjuðu
að.
Inga frænka eins og við kölluðum
hana var fríð kona, hafði fallegt hár
og var alltaf fín og vel til höfð. Hún
var að vísu allaf nokkuð sérsinna og
ég veit ekki hversu margir hafa í
raun þekkt hana. Hún bar ekki til-
finningar sínar á torg og mörgum
þótti hún tilgerðarleg. En trúlega var
þetta aðeins einhvers konar gríma
sem skýldi henni fyrir sársauka
heimsins. Hún var lögð til hinstu
hvíldar daginn áður en hún hefði orð-
ið níræð. Inga var fædd í desember
og jólin voru hennar tími. Nú hafa
þær báðar systurnar, Inga og Sigga,
kvatt jarðvistina í þessum desem-
bermánuði þegar myrkrið er dimm-
ast en jólaljósin ljóma og lýsa upp
myrkur norðurslóða. Saman fylgjast
þær að inn á ný tilverustig þar sem
von er um nýjan og bjartari dag.
Sigrún Klara Hannesdóttir.
INGA
JÓHANNESDÓTTIR