Morgunblaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 25
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 25 R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Jólaball Eflingar-stéttarfélags verður haldið laugardag- inn 28. desember nk. kl. 15 í Versölum, Hall- veigarstíg 1. Miðasala er á skrifstofunni. Tryggið ykkur miða tímanlega. Efling-stéttarfélag. TILKYNNINGAR Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi fyrir „Íbúðahverfi í Norðurbæ“ vegna Sævangs 35 í Hafnarfirði. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 17. desember 2002 að auglýsa til kynningar breytingu á deiliskipulagi fyrir „Íbúðahverfi í Norðurbæ“ vegna Sævangs 35 í Hafnarfirði í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Breytingin felur í sér að gert er ráð fyrir bygg- ingarreit á lóðunum 35, 37, 39 og 41 þar sem heimilt er að byggja nýtt eða byggja við núver- andi hús. Breytingin verður til sýnis í afgreiðslu umhverf- is- og tæknisviðs, Strandgötu 8—10, þriðju hæð, frá 30. desember 2002—24. janúar 2003. Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskipu- lagi. Þeim, sem telja sig hagsmuna eiga að gæta, er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til bæjarskipulags í Hafnarfirði, eigi síðar en 7. febrúar 2003. Þeir, sem ekki gera athugasemd við breytinguna, teljast samþykkir henni. Skipulagsstjóri Hafnarfjarðar. Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi fyrir „Víðistaðasvæði“ vegna stækkunar Víðistaðaskóla í Hafnarfirði Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 17. desember 2002 að auglýsa til kynningar breytingu á deiliskipulagi fyrir „Víðistaðasvæði“ vegna stækkunar Víðistaða- skóla í Hafnarfirði í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Breytingin felur í sér stækkun byggingarreits fyrir Víðistaðaskóla, leikskólann Garðavelli og Skátaheimilið Hraunbúa. Breytingin verður til sýnis í afgreiðslu umhverf- is- og tæknisviðs, Strandgötu 8—10, þriðju hæð, frá 30. desember 2002—24. janúar 2003. Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskipu- lagi. Þeim, sem telja sig hagsmuna eiga að gæta, er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til bæjarskipulags í Hafnarfirði, eigi síðar en 7. febrúar 2003. Þeir, sem ekki gera athuga- semd við breytinguna, teljast samþykkir henni. Skipulagsstjóri Hafnarfjarðar. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Í dag kl. 15.00 Jólafagnaður fyrir eldri borgara. Brigader Ingibjörg Jónsdóttir og kafteinn Miriam Óskarsdóttir stjórna. Sr. Frank M. Halldórs- son talar. Allir hjartanlega velkomnir. mbl.is ATVINNA ✝ Jakob Níels Hall-dórsson fæddist á Akureyri 15. júlí 1924. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 14. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Halldór Ás- geirsson, f. 5. ágúst 1893, d. 17. júní 1976, og Soffía Thoraren- sen, f. 7. desember 1893, d. 22. apríl 1979. Þau eignuðust fjögur börn; Ásgeir, f. 22. ágúst 1919, d. 21. desember 1999, Valdimar, f. 29. janúar 1921, Soffíu, f. 19. jan- úar 1921, og Jakob Níels. Hálf- bróðir, samfeðra, er Þorgeir, f. 20. ágúst 1937. Jakob Níels, eða Nelli eins og hann var ávallt kallaður, kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Birnu Gunnarsdóttur, 23. mars 1958. Foreldrar hennar voru Gunnar Sigurjónsson, f. 5. september 1891, d. 6. febrúar 1960, og Sig- urbjörg Sigurjónsdóttir, f. 14. apríl 1895, d. 18. október 1966. Börn Níelsar og Birnu eru: Sig- urbjörg, f. 17. júlí 1958 og Gunn- ar, f. 28. apríl 1963. Eiginkona hans er Ragnhildur Björg Jósefs- dóttir, f. 15. apríl 1969. Börn þeirra eru Birna Ósk, f. 22. febr- úar 1995, Tinna Björg, f. 26. júní 1998, og Ólafur Níels, f. 9. október 2001. Skólaganga Níels- ar á Akureyri var hefðbundin og lauk hann gagnfræða- prófi frá Gagn- fræðaskólanum á Akureyri. Síðan lá leiðin út á vinnu- markaðinn og fékkst Níels við ýmis tilfall- andi störf. Ungur að árum hóf hann störf hjá Efnagerðinni Flóru og starfaði þar árum saman. Árið 1968 réðst hann til Verðlagseftirlitsins á Ak- ureyri og gegndi því starfi til sjö- tugs, árið 1994. Níels var alla tíð félagslyndur maður og hafsjór af fróðleik. Hann starfaði ötullega með skát- unum á Akureyri og sömuleiðis var hann lengi félagi í Karlakór Akureyrar. Þá má ekki gleyma þeim þætti í lífi hans sem var Knattspyrnufélag Akureyrar. Hann var einn af dyggustu stuðn- ingsmönnum KA og sótti leiki í öllum flokkum og deildum félags- ins og hvatti sína menn af lífi og sál. Útför Jakobs Níelsar Halldórs- sonar verður gerð frá Akureyr- arkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langar í fáeinum orðum að minnast Níelsar Halldórssonar, eða Nella eins og hann var ávallt kall- aður. Nelli var kvæntur móðursyst- ur minni Birnu Gunnarsdóttur og eignuðust þau tvö börn, Gunnar og Sigurbjörgu. Þegar ég var að alast upp á Húsavík var Nelli oft tíður gestur á heimili foreldra minna þar sem hann starfaði hjá Verðlagseft- irlitinu á Akureyri og þurfti því starfsins vegna að ferðast töluvert um Norðurland þar á meðal til Húsavíkur. Einnig komu Nelli og Binna ásamt Gunna og Böggu í fjöl- skylduheimsóknir og þá var oft glatt á hjalla enda léttleikinn ávallt við völd þar sem Nelli var annars vegar. Snemma vakti einstök frásagnar- gáfa Nella athygli mína og ekki skorti brandarana sem runnu upp úr honum hver öðrum betri. Þá hef- ur alltaf verið stutt í húmorinn hjá Gunna og Böggu enda hafa þau ekki langt að sækja hæfileikana. Það var stór stund fyrir lítinn dreng þegar Nelli og Binna buðu honum að koma til Akureyrar eitt sumar og dvelja hjá þeim í Hafn- arstræti 86, þar sem þau bjuggu á þeim tíma. Ég minnist þess tíma sem ég dvaldi hjá þeim með miklum hlýhug. Elskuleg hjón sem áttu svo margt sameiginlegt og gáfu svo mikið af sér. Þrátt fyrir að heimsóknum hafi fækkað á síðari árum hafa leiðir okkar Nella oft legið saman. Þar kemur til að við höfum átt okkur sameiginleg áhugamál, það er knatt- spyrna og fjárrækt. Nelli var á tíma- bili með nokkrar kindur ásamt bróð- ur sínum, Ásgeiri, í fjárhúsi sem stóð á Eyrarlandsholti við gamla golfvöllinn. Nelli kallaði sig gjarnan gangstéttarbónda. Eitt sinn þegar ég átti leið um Akureyri bauð Nelli mér að koma og skoða fjárstofninn hjá sér, hann sagði það ekki verra að fá búfræðing til að taka út rækt- unina hjá gangstéttarbóndanum og lét nokkra gullmola fylgja með. Nelli hafði mjög gaman af kindum og hafði yndi af því að umgangast þær og það leyndi sér ekki þegar við sátum saman á garðabandinu og hann sagði sögur og lýsti búskapn- um í gamansömum tón sem taldi nokkrar kindur, ellefu íslenskar hænur og einn hana svo ekki sé minnst á gæludýrið sem ekki var að minni gerðinni, hryssan Ljóska. Nelli er mesti KA-maður sem ég hef kynnst. Í fjölmörgum ferðum mínum til Akureyrar í gegnum tíð- ina, bæði sem leikmaður og þjálfari yngri flokka Völsungs, hefur Nelli oftast verðið mættur til að horfa á lið frá Völsungi spila við KA. Sama hvað gekk á, Nelli kom ávallt og heilsaði upp á mig þrátt fyrir að ég væri oftar en ekki búinn að bölva KA-mönnum í sand og ösku fyrir grófan leik og lélega dómgæslu, sér- staklega þegar leikir töpuðust enda tapsár með afbrigðum. Hann kom mér fljótlega til að brosa og spurði frétta frá Húsavík og bað að heilsa skyldfólki og vinum enda mikill mannvinur. Síðast þegar ég heim- sótti Nella og Binnu á Akureyri fyr- ir um þremur árum hvatti hann mig til dáða í þeim störfum sem ég hef tekið að mér í verkalýðsmálum, taldi þau krefjandi og sagðist styðja mig í því sem ég tæki mér fyrir hendur og gaf mér nokkur heilræði til að hafa að leiðarljósi í lífinu. Í dag fara í gegnum hugann mörg minningarbrot um góðan mann sem setti svip á umhverfið, mann með mikla hjartahlýju, mann sem lagði mikla rækt við fjölskyldu sína sem var hans hornsteinn í lífinu. Binnu, Böggu, Gunna og fjöl- skyldu votta ég mína dýpstu samúð. Minningin um góðan mann mun lifa með okkur um ókomna tíð. Aðalsteinn Á. Baldursson. Nelli er farinn heim eins og við skátar köllum þá ferð sem farið er í þegar við kveðum þessa jarðvist. Hann kvaddi með reisn, var heima alveg til síðustu stundar. Það var honum einlægast því heimilið og fjölskyldan var honum kærast. Þeg- ar hugsað er til baka um þennan föðurbróður minn, hrannast upp minningarnar og þær allar ljúfar. Þegar ég var lítill drengur voru fáir menn sem ég bar meiri virðingu fyr- ir en Nella. Hann var skáti. Hann var þá slökkviliðsmaður og hann vann í Flóru sem þá framleiddi m.a. karamellur og brjóstsykur. Ég held að það hafi ekki verið hægt fyr- ir ungan dreng í þá daga að eiga meiri hetju sem frænda og vin. Ég var mjög ungur þegar hann tók mig með sér í útilegur í Fálkafell. Það varð til þess að ég gerðist ungur skáti og er enn, alveg eins og Nelli var til síðustu stundar. Hann kunni öll gömlu skátalögin og var sögumaður góður og hafði gaman af að rifja upp gamlar minn- ingar. Hann var handlaginn og smiður góður. Við bræðurnir í Odd- eyrargötunni áttum flottustu kassa- bílana. Þeir voru með fram og aftursæti, húddi, og stýri. Hannaðir og framleiddir af Nella. Þeir voru einnig málaðir og oft í tveimur lit- um. Nelli var annálaður dýravinur. Hann átti um langan tíma fjárhús þar sem hann hafði kindur og hænsni í samvinnu við bróður sinn, og þar var hann oft og lengi og spjallaði við kindurnar og púddurn- ar sínar. Á sumrin fór hann oft upp í fjall og hóaði í kindurnar og gaf þeim brauð. Nelli var ekki bara skáti og dýravinur. Hann var mikill íþóttaáhugamaður og einlægur KA maður. Ég býst við að fáir menn hafi mætt á jafnmarga leiki og hann allt frá yngsta flokki til þess elsta. Hann hvatt leikmennina til dáða á sinn einstaka hátt og gladdist yfir hverj- um sigri. Þegar þeir töpuðu reyndi hann að stappa í þá stálinu og sagði oft að betur mundi ganga næst. Þá var hann söngmaður góður og var félagi í Karlakór Akureyrar í mörg ár. Hann fór m.a. í söngferðaleg með þeim til útlanda. Hann fór hins vegar bara til út- landa til að fara í söngferðalag með karlakórnum eða þá með skátum á skátamót. Ég man sem ungur skáti eftir öllum merkjunum sem hann átti m.a. frá skátamóti í Noregi og jamboree í Frakklandi. Hverju merki fylgdi saga um uppruna þess og hvernig hann eignaðist það. Nelli var mjög vinmargur og einstaklega duglegur að skrifa bréf til vina sinna. Eitt sinn bjó ég erlendis um tíma og þá man ég eftir hvað var gaman að fá bréfin frá Nella. Ég held að fáir hafi sent jafnmörg jóla- kort og hann. Hann byrjaði að skrifa þau á haustin því hvert kort var per- sónulegt og langa stund tók að skrifa hvert þeirra. Heimili Nella og Binnu var mjög gestkvæmt. Þangað var gott að koma. Allir velkomnir og alltaf til kaffi og veislubrauð. Vinir þeirra hvar sem voru af landinu heimsóttu þau og nutu gestrisni þeirra. Þá löðuðust börnin að þeim og fundu það eins og þeir sem full- orðnir voru að þangað voru þau vel- komin. Þegar foreldrar og ættingjar konu minnar frá Noregi komu í heimsókn til okkar voru þau alltaf boðin til Nella og Binnu og ekki var Nelli í vandræðum að tala við út- lendinga. Börnunum mínum þótti vænt um Nella eins og afi þeirra væri, og nú syrgja þau góðan vin og frænda. Ég vil fyrir mína hönd, fjöl- skyldu minnar, systkina og fjöl- skyldna þeirra þakka liðnar stundir. Binnu, Böggu, Gunna og fjölskyldu biðjum við blessunar guðs, en sökn- uður þeirra er mikill. Far þú í friði, kæri frændi, og hafðu þökk fyrir allar góðar stundir sem við áttum saman. Ólafur Ásgeirsson. JAKOB NÍELS HALLDÓRSSON  Fleiri minningargreinar um Jak- ob Níels Halldórsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.