Morgunblaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Jólamyndin 2002 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 2, 4 og 6 með íslensku tali. Sýnd kl. 2 og 5 íslenskt tal. Sýnd kl. 8 enskt tal. Sýnd kl. 1.50 og 3.55.  Roger Ebert 1/2 Kvikmyndir.is  DV1/2HL MBL E I N N I G M E Ð Í S L E N S K U Sýnd kl. 6.20, 8.10 og 10.10. Sýnd kl. 1.45, 4, 8 og 10.20. H.K. DV GH. Vikan SK RadíóX SV. MBL GH. Kvimyndir.com B.Ö.S. Fréttablaðið Tónlist eftir Sigur Rós.  RadíóX Gleðileg jól Loksins, Loksins Framhald af Stellu í Orlofi, einni vinsælustu grínmynd íslendinga fyrr og síðar Kvimyndir.is WITH ENGL ISH SUBT ITLES AT 5. 55 8 Eddu verðlaun Yfir 55.000 áhorfendur Sýnd kl. 5.55 með enskum texta, 8 og 10.05. B.i. 12 ára. Y F I R 6 0 . 0 0 0 G E S T I R Stórkostlegt ævintýri frá Disney byggt á hinu sígilda og geysivinsælu ævintýri um Gull Eyjuna eftir Robert Louis Stevenson l i i f i i í il i i l i i ll j f i i Það voru 1200 manns um borð þegar það týndist fyrir 40 árum.. nú er það komið aftur til að hrella þig! Sýnd kl. 11 og 12.50. B.i. 16. Sýnd kl. 10.10. B.i. 16. KRINGLAN ÁLFABAKKI Y F I R 6 0 . 0 0 0 G E S T I RRoger Ebert Kvikmyndir.is RadíóXDV HL MBL KRINGLAN Sýnd kl. 4, 8 og 11.30. Vit 482. B.I. 12 ára Kvimyndir.com HK DV E I N N I G M E Ð Í S L E N S K U T A L I KRINGLAN Sýnd kl. 2,5 og 8 með íslensku tali. ÞRENNAN kennd við Hringa- dróttin – Lord of the Rings – var löngum álitin ófær til kvikmynda- gerðar en fyrsti hluti hennar, Föru- neyti hringsins – The Fellowship of the Ring stóð uppúr bestu myndum síðasta árs. Þökk sé hinum hæfileika- ríka (þá nánast óþekkta) leikstjóra, Peter Jackson, sem reyndist lúra á fullri hendi af trompum. Fyrst af öllu hafði hann á hreinu tökustaðina sem voru nærhendis í hans eigin, fríða föð- urlandi, Nýja Sjálandi. Sem minnir ekki lítið á okkar eigið; smáfrítt, hrikalegt og allt þar á milli og fellur með útsjónarsemi að undraveröld Tolkiens. Í öðru lagi er hann snjall brellumeistari og á Weta Digital, háa- tæknismiðjuna sem stendur að baki mikils hluta tölvuvinnunnar sem er snar þáttur í endursköpun ævintýr- isins. Í þriðja lagi var Jackson, í sam- vinnu við Frances Walsh, búinn að sjá fyrir sér framvinduna, hvernig mætti raða þessu þriggja binda stórvirki Tolkiens niður í filmræna held. Þá var þessi nýsjálenski galdrakarl búinn að ígrunda leikhópinn, sem skiptir ekki litlu máli. Enn kom Jack- son á óvart er hann kallaði til kunna B-myndaleikara til að fara með burð- arhlutverk garpanna í myndbálknum. Ekki síst Viggo Mortensen sem leik- ur hinn hugumprúða Aragorn og Sean Bean sem holdiklæddi Bórómir í fyrstu myndinni. Báðir standa sig með stakri prýði þótt lítið hafi á þá reynt af alvöru fyrr en nú. Í hlutverk Hobbitanna týndi hann einnig til ung- leikara sem höfðu svo sem ekki sann- að sig heldur, en öllum finnast ómiss- andi í dag. Þá leitaði hann til Ians McKellens, Christophers Lees og Ians Holms, þriggja, breskra stór- leikara í lykilhlutverk hinna eldri og vísari og gat ekki valið betur. Jackson lúrði á enn einu snilldar- bragði sem var að taka allar mynd- irnar þrjár í beit svo yfirbragð þeirra verður hið sama og er nú að ganga frá útliti Hilmir snýr heim – The Return of the King – síðustu myndarinnar sem kemur á markaðinn í desember að ári. Nú er röðin komin að miðkafla Hringadróttinssögu, Tveggja turna tal - The Twin Towers, sem dregur nafn sitt af turnunum Orþanka í Ísarngarði og Myrkravirki í Mordor. Hefur tæpast verið beðið eftir nokk- urri kvikmynd með þvílíkri eftirvænt- ingu í röska tvo áratugi – eða síðan The Empire Strikes Back, annar (eða fimmti) hluti stjörnustríðsmyndanna kom á markaðinn 1980. Líkt og þá stendur framhaldið undir væntingum og gott betur. Í Föruneyti hringsins varð Jackson að kynna til sögunnar flestallar persónur myndbálksins, bæði mennskar, álfa, tröll, dverga, galdrakarla og fleiri furðuverur; auk hins framandi umhverfis og andrúms- lofts sem allt setti vissar hömlur á at- burðarásina. Að þessu sinni eru vel- flestir áhorfendur með á nótunum og Tveggja turna tal fyrir vikið bæði þéttari, hraðari og skemmtilegri en hennar frægi forveri. Undir leiðsögn kynjaskepnunnar Gollrið halda Hobbitarnir Fróði (Elij- ah Wood) og Sómi (Sean Astin) áfram sinni örlagaferð til Mordor. Félagar þeirra og kynbræður, Pípinn (Billy Boyd) og Kátur (Dominic Mon- aghan), lenda í höndunum á Trjá- skegg. Hetjurnar Aragorn, Gimli (John Rhys-Davis) og Legolas (Or- lando Bloom), vingast við framandi þjóðflokk Rohana, en Þjóðan (Bern- ard Hill), konungur þeirra er að ánetjast Sarúman hinum illa (Christopher Lee), fyrir tilstilli Gríms Ormstungu (Brad Dourif), er fé- lagana ber að garði. Þremenningarnir fá Þjóðan til að berjast við ómennskan her illmennisins í virki sínu og verða þau átök hatrömm og kosta miklar fórnir. Leikslok eru tvísýn uns Gand- álfur kemur til skjalanna og síðan Ferðin sækist firna THE LORD OF THE RINGS: THE TWO TOWERS (HRINGADRÓTT- INSSAGA: TVEGGJA TURNA TAL) Laugarásbíó, Regnboginn, Smárabíó, Sambíóin Kringlunni, Bíóhöllin Akranesi, Borgarbíó Akureyri Leikstjóri: Peter Jackson. Handrit: Frances Walsh, Peter Jackson o.fl. Eftir skáldverki J.R.R. Tolkiens. Kvikmynda- tökustjóri: Andrew Lesnie. Tónlist: How- ard Shore. Aðalleikendur: Elijah Wood, Ian McKellen, Viggo Mortensen, Sean Astin, Billy Boyd, Cate Blanchett, Christopher Lee, Liv Tyler, Brad Dourif, Andy Serkis, John Rhys-Davies, Bernard Hill. 179 mín. New Line Cinema. Banda- ríkin 2002.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.