Morgunblaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 302. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 mbl.is
Striplast
á fjölunum
Leikdómur um Með fullri reisn
í Þjóðleikhúsinu Listir 17
Falin undur
í hrauninu
Einstæðar hraunmyndanir í
nýuppgötvuðum hraunhelli 20
KIRKJUSÓKN um jólin var mjög góð í
Reykjavík og raunar víða um land að sögn
sr. Jóns Dalbú Hróbjartssonar, prófasts í
Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Segir
hann sóknina jafnvel meiri en undanfarin ár
og hafi gott veður alls staðar átt sinn þátt í
því, svo og aukin fjölbreytni í hvers konar
helgihaldi kirkjunnar um jólahátíðina. Á
höfuðborgarsvæðinu voru nokkuð á annað
hundrað athafnir í kirkjum og heilbrigðis-
stofnunum um hátíðarnar.
Sem dæmi um aukna fjölbreytni í helgi-
haldi segir sr. Jón Dalbú að víða sé nú boðið
upp á samverustund síðdegis á aðfangadag
sem henti t.d. barnafjölskyldum.
Mikil kirkjusókn
ÍSRAELSKI herinn drap að
minnsta kosti átta Palestínu-
menn, særði 30 og handtók 20
í fyrrinótt og gær er ný
átakaalda gekk yfir Vestur-
bakkann og Gaza-svæðið, að
því er haft var eftir palest-
ínskum öryggisfulltrúum.
Fjórir ísraelskir hermenn
særðust, þar af einn alvar-
lega.
Yfirmaður palestínsku lög-
reglunnar í bænum Nablus á
Vesturbakkanum sakaði Ariel
Sharon, forsætisráðherra Ísr-
aels, um að hafa tekið upp
harkalega stefnu í því augna-
miði að krækja í atkvæði í
væntanlegum þingkosningum
í Ísrael í næsta mánuði.
Þegar Sharon hóf kosn-
ingabaráttuna á miðvikudags-
kvöldið sagði hann að „sigur“
á Palestínumönnum væri
nauðsynlegur til þess að hægt
væri að ná friðarsamningum
við nýja kynslóð palestínskra
leiðtoga.
Átta Palest-
ínumenn
drepnir
Ramallah. AFP.
Mikið forskot/14
SKÓLABÖRN í borginni Kandahar í Afganistan þáðu skömmu fyrir jól
gjafir, liti, litabækur og lítil leikföng, sem bandarísk börn söfnuðu fyrir
með því að gefa hvert um sig einn dollara, eða um 85 krónur, til að
gleðja jafnaldra sína í Afganistan. Afgönsku börnin voru ánægð með
gjafirnar, en það var Rauði kross Bandaríkjanna sem skipulagði verk-
efnið. Alþjóða Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn í Afganistan hafa
séð um framkvæmdina og dreifingu gjafanna. Ætlunin er að koma
gjöfum til barna alls staðar í Afganistan.
Morgunblaðið/Þorkell
Börn í Afganistan fá gjafir að vestan
ÞRÓUN mála í Norður-Kóreu er
„mjög alvarleg“, að sögn tals-
manna Alþjóðakjarnorkumála-
stofnunarinnar (IAEA) í gær, og
enginn möguleiki á að N-Kóreu-
menn hafi friðsamleg not fyrir það
plútóníum sem þeir gætu fram-
leitt í kjarnorkuvinnslustöð sem
þeir hafa nýlega opnað aftur.
Vika er síðan N-Kóreumenn
hófu að taka niður eftirlitstæki
IAEA í landinu og rjúfa innsigli á
kjarnorkuvinnuslustöð í Yong-
byon, skammt norður af Pyong-
yang, en sérfræðingar segja að
þar væri hægt að framleiða plút-
óníum til vopnagerðar á nokkrum
mánuðum.
Mohamed ElBaradei, fram-
kvæmdastjóri IAEA, sagði í gær
að N-Kórea gæti ekki haft nein
lögmæt, friðsamleg not fyrir plút-
óníum nú. Það væri alvarlegt
áhyggjuefni að ráðamenn væru að
undirbúa að opna kjarnavinnslu-
stöðvar á ný, án nauðsynlegra var-
úðarráðstafana, og hefja vinnslu
plútóníums. Þetta sýndi að þeir
einnig hefðu þeir rofið innsigli á
átta þúsund notuðum stöngum í
kælitanki þar, en úr þeim sé hægt
á nokkrum mánuðum að ná plút-
óníum til kjarnaoddagerðar.
N-Kóreustjórn hefði „engin not“
fyrir plútóníum í friðsamlegum til-
gangi. „Það bendir til þess að þeir
kunni að hafa eitthvað í hyggju.“
Mark Gwozdecky, talsmaður
IAEA, sagði í gær að stofnunin
gæti „ekki fullvissað umheiminn
um að það sem framleitt er án
okkar eftirlits verði ekki notað í
kjarnorkuvopn“. Bætti hann því
við að þróun mála í N-Kóreu væri
„mjög alvarleg“. Vísbendingar
væru um að N-Kóreumenn ætluðu
sér að ræsa kjarnaofninn í Yong-
byon eftir einn eða tvo mánuði.
Bandaríkjamenn og Bretar
lýstu í gær áhyggjum af þróun
mála og sagði talsmaður Banda-
ríkjastjórnar aðgerðir N-Kóreu-
manna í Yongbyon benda til að
þeir væru að „auka“ brot sín á
þeim loforðum sem þeir hefðu gef-
ið á alþjóðavettvangi.
væru vísvitandi að „tefla á tæp-
asta vað í kjarnorkumálum“.
ElBaradei greindi frá því að
N-Kóreumenn hefðu flutt eitt þús-
und nýjar kjarnorkueldsneytis-
stangir inn í bygginguna sem hýs-
ir kjarnaofninn í Yongbyon og
Þróunin í N-Kóreu
„mjög alvarleg“
Vín, Washington, London. AFP.
Reuters
ElBaradei ræðir við fréttamenn.
GÓÐUR árangur hefur verið af jarðhitaleit
víða á landinu á árinu á vegum orkufyrir-
tækja og sveitarfélaga. Óvæntar orkulindir
hafa komið í ljós, ekki síst á þeim landsvæð-
um sem skilgreind hafa verið sem „köld“.
Meðal þessara staða eru Hjalteyri við
Eyjafjörð og Eskifjörður, en þar standa
hitaveituframkvæmdir fyrir dyrum. Stóru
orkufyrirtækin, eins og Orkuveita Reykja-
víkur og Hitaveita Suðurnesja, hafa staðið
fyrir umtalsverðum tilraunaborunum, m.a.
vegna fyrirhugaðra stóriðjuframkvæmda.
Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR, segir
að árangur tilraunaborana á Hellisheiði á
árinu styrki fyrirtækið í þeirri trú að þar
geti risið góð virkjun. Þá hefur félagið
Þeistareykir ehf. fundið öflugt háhitasvæði
við Þeistareykjabungu í S-Þingeyjarsýslu.
Góður árangur
af jarðhitaleit
Óvæntar/6
SELUR vakti athygli göngumanna inn-
arlega í Fossvogi í gær. Hafði hann skriðið
upp úr fjöruborðinu og virtist hálfgerður
strandaglópur. Komst hann hvorki lönd né
strönd eða kunni bara svona vel við sig á
þurru landi og vildi hvergi fara. Vegfar-
endur reyndu að leiðbeina honum til eðli-
legra heimkynna eftir að hafa skoðað hann
í krók og kring enda ekki á hverjum degi
sem selir gera sig heimakomna á göngu-
stígum höfuðborgarsvæðisins.
Morgunblaðið/Þorkell
Selur í landkönnun
♦ ♦ ♦
Áramótakjólar
og sparigreiðslur
Kjólar og samkvæmishárgreiðslur fyrir
áramótadansleikina Daglegt líf 26