Morgunblaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 31 DAGBÓK Kínversk leikfimi - Wushu art (Kung fu) Einnig er boðið uppá varanlega förðun 20% afsl. Heilsudrekinn Kínversk heilsulind Ármúla 17a Sími 553 8282 www.heilsudrekinn.is  Hugræn teygjuleikfimi  Gong Fa  Tai Chi  Sjálfsvörn  Wushu art fyrir börn  Wushu art fyrir unglinga og fullorðna (kennarinn er prófessor í Wushu art)  Einnig kínversk heilsumeðferð Dekurdagar 30% afsl. af grenningarmeðferð Orka  Lækningar  Heimspeki Hóptímar - Einkatímar Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir örlæti og jafn- vel fórnfýsi. Aðrir sjá göf- uglyndi þitt og tign. Þú átt gott með að nýta hæfileika þína. Komandi ár verður eitt þitt farsælasta. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er ákaflega auðvelt að gera of mikið úr ákveðnum kringumstæðum í dag. Þú þarft að sýna aðgát í því sem viðkemur ástamálum, börn- um eða skemmtiiðnaðinum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú skalt forðast þá freistingu að lofa maka eða vini ein- hverju í skyndi. Þú þarft ekki að leika bjargvætti, nema þegar málið snýr að þér. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Dagurinn er kjörinn til orku- ríkra athafna. Vertu bara viss um að bjartsýni þín sé byggð á skynsemi. Þú vilt ekki taka of stóran bita. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Varastu að eyða um efni fram í því sem við kemur börnum og skemmtun í dag. Sýndu aðgát í fjármálunum því of mikil bjartsýni kann að vera dýrkeypt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú finnur til óvenju mikils styrks og orku í dag, einkum með tilliti til fjölskyldunnar. Engu að síður skaltu leita ráða ef þú þarft að taka stóra ákvörðun varðandi fasteignir. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þig dauðlangar að sannfæra einhvern um þitt sjónarhorn í dag. Þú býrð yfir sannfær- ingarmætti en ættir að fara að með gát. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ekki lofa vini meiru en þú getur staðið við. Það er betra að lofa minna en að valda vonbrigðum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Dagurinn er góður til nýrra verkefna. Ekki eyða um efni fram. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú hugsar til framtíðar í dag. Þú hefur meiri áhuga á því sem er framundan en því sem þú hefur í hendi þér. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert ákaflega klár í því að fá aðra til að vinna að þínum málum í dag. Þú átt auðvelt með að fá vini þína til að taka þátt í nýjasta ævintýrinu þínu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Sýndu aðgát í samtölum þín- um við yfirmann í dag. Óhóf- leg bjartsýni getur fengið þig til að halda að þú getir breytt öllu í gull. Mundu eftir raun- sæinu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Með skipulagningu og fyrir- hyggju geturðu náð langt í starfinu í dag. Nú er gott að byrja á nýjum verkefnum. Sýndu öðrum fram á hvers vegna þú hefur trú á hlutn- um. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT ÍSLENSKT VÖGGULJÓÐ Ég skal vaka og vera góð vininum mínum smáa, meðan óttan rennur rjóð, roðar kambinn bláa, og Harpa sýngur hörpuljóð á hörpulaufið gráa. Stundum var í vetur leið veðrasamt á glugga; var ekki einsog væri um skeið vofa í hverjum skugga? Fáir vissu að vorið beið og vorið kemur að hugga. Sumir fóru fyrir jól, fluttust burt úr landi, heillum snauðir heims um ból hús þeir byggja á sandi. Í útlöndum er ekkert skjól, – eilífur stormbeljandi. - - - Halldór Laxness 50 ÁRA afmæli. Laug-ardaginn 28. desem- ber nk. verður fimmtug Hjördís Árnadóttir, Freyju- völlum 1, Keflavík. Af því tilefni munu hún og eigin- maður hennar, Jóhannes Kjartansson, taka á móti ættingjum og vinum í Selinu, Vallarbraut 6, Njarðvík, milli kl. 17–21 á afmælisdag- inn. Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu kr. 1.600 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau heita Anna Kristina Lobers og Brynjólfur Jóhann Bjarnason. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 O-O 6. Be2 Rbd7 7. O-O e5 8. He1 c6 9. Bf1 exd4 10. Rxd4 Rg4 11. Dxg4 Bxd4 12. Be3 Rc5 13. Df3 Be5 14. h3 Kg7 15. Had1 De7 16. De2 He8 17. Dd2 Kg8 18. Bh6 Re6 19. f4 Bd4+ 20. Kh1 Bg7 21. Bxg7 Kxg7 22. g3 h5 23. Bg2 a5 24. f5 Rc5 25. Hf1 De5 26. Df2 g5 27. Dd4 f6 28. Dxd6 Bd7 Staðan kom upp á heimsmeistaramóti 20 ára og yngri sem lauk fyrir skömmu í Goa í Indlandi. Hin 17 ára kínverska hnáta Xue Zhao (2367) og sigur- vegari mótsins, hafði hvítt gegn N Vinuthna (2089). 29. Ra4! Vinnur peð og stuttu síðar skákina. 29...Rxa4 30. Dxe5 Hxe5 31. Hxd7+ Kg8 32. Hxb7 Hd8 33. Hf2 Hd4 34. Hc7 c5 35. Bf3 Hxc4 36. b3 Hc1+ 37. Kg2 Rb6 38. Bxh5 Hd1 39. Bxd1 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. SUÐUR spilar sex tígla og getur lagt upp í fyrsta slag, því slemman er örugg hvernig sem legan er. En skýringar verða að fylgja! Norður gefur; AV á hættu. Norður ♠ Á1062 ♥ Á ♦ K852 ♣Á642 Suður ♠ K754 ♥ – ♦ ÁD7643 ♣KG8 Vestur Norður Austur Suður – 1 lauf 2 hjörtu 3 tíglar 4 hjörtu 5 tíglar Pass 6 tíglar Pass Pass Pass Vestur spilar út tígul- gosa og suður leggur upp. En með hvaða rök- um? Spilið er vandalaust ef spaðinn er 3-2. Gerum því ráð fyrir slæmri spaðalegu. Sagnhafi af- trompar mótherjana, hendir spaða í hjartaás og spilar spaðakóngi og meiri spaða að blindum. Ef vestur fylgir lit með smáspili er tían látin duga í öryggisskyni, en háspil væri drepið og far- ið heim í trompi til að spila aftur spaða að tí- unni. Hættulegasta staðan er þó sú þegar vestur á aðeins einn spaða: Norður ♠ Á1062 ♥ Á ♦ K852 ♣Á642 Vestur Austur ♠ 3 ♠ DG98 ♥ G97532 ♥ KD10864 ♦ G10 ♦ 9 ♣D1075 ♣93 Suður ♠ K754 ♥ – ♦ ÁD7643 ♣KG8 Sagnhafi tekur þá á spaðaásinn og spilar laufi á áttuna (eða gosann ef austur lætur níuna). Vestur er inni og verður að gefa slag á lauf eða spila í tvöfalda eyðu. Það er alltaf gaman að leggja upp, en kannski er fljótlegra að spila svona spil til enda. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Hlutavelta 50 ÁRA afmæli. 30. des-ember verður fimm- tug Guðrún Fjeldsted, bóndi og reiðkennari, Öl- valdsstöðum 4. Hún tekur á móti kunningjum og vinum í félagsheimilinu Þinghamri, Varmalandi, laugardaginn 28. desember milli kl. 17–22. FRÉTTIR BÓKASAFN Hafnafjarðar varð 80 ára á árinu og flutti í nýtt húsnæði á Strandgötu 1 Hafnarfirði. Kvenfélagið Hringurinn í Hafn- arfirði ákvað á þessum tímamótum að styrkja safnið, fyrir valinu urðu hljóðsnældur. Árlega hafa verið veittir styrkir til góðgerðamála. Morgunblaðið/Árni Torfason Anna Sigríður Einarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar, Sig- rún H. Jóhannsdóttir, Halldóra Jóhannesdóttir, Guðfinna Jóhannesdóttir og Ingibjörg G. Karlsdóttir frá Kvenfélaginu Hringnum. Bókasafn Hafnarfjarðar fær hljóðsnældur NOKKUR þúsund manns tóku þátt í friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessukvöld. Gengið var frá Hlemmi, niður Laugaveg og Banka- stræti og á Ingólfstorg en þar flutti Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöf- undur ávarp Samstarfshóps friðar- hreyfinga. Þetta var 23. árið sem friðarganga er farin niður Lauga- veg á Þorláksmessu. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Fjölmenni í friðargöngu HINN 7. janúar hefst hjá Endur- menntun HÍ námskeiðið: Írak og Ír- an – öxulveldi hins illa? Þar mun Magnús Þorkell Bernharðsson, lekt- or við Hofstra-háskólann í Banda- ríkjunum, fjalla um grannríkin Írak og Íran og samskipti þeirra á 20. og 21. öld. Fjallað verður um ýmis mikilvæg stef í sögu Mið-Austurlanda, svo sem birtingarmynd heimsvaldastefn- unnar, olíuauðinn, áhrif kalda stríðs- ins, róttækar stjórnmálahreyfingar undir formerkjum islam, stöðu kvenna, hnattvæðingu og hryðju- verk. Magnús er þekktur fyrir vand- aða og faglega umfjöllun um málefni Mið-Austurlanda og hefur haldið nokkur fjölsótt námskeið á því sviði hjá Endurmenntun, m.a. um Palest- ínu og islam, segir m.a. í fréttatil- kynningu. Kennt verður fjögur kvöld, þ.e. 7. , 9., 13. og 16. janúar kl. 20.15 til 22.15. Námskeið hjá Endurmenntun MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.