Morgunblaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÉG á von á barni. Þegar þetta er
skrifað eru aðeins nokkrir dagar
þangað til að það á að fæðast. Ég
hef verið að vonast til þess að það
komi ekki fyrr en eftir áramót,
svona til þess að ég geti átt mína
þrjá mánuði í fæðingarorlof í stað-
inn fyrir tvo. Ef það kemur fyrir
tólf á gamlársdag fæ ég tvo mánuði
en ef það kemur eftir miðnætti fæ
ég þrjá.
Þetta bjóst ég við að yrði eina
áhyggjuefnið vegna fæðingaror-
lofsins. En það var aldeilis mis-
skilningur. Tíu dögum fyrir áætl-
aðan fæðingardag og fimm dögum
fyrir jól barst móðurinni í pósti
bréf frá Tryggingastofnun. Þar var
henni tjáð að henni hafði verið
synjað um fæðingarorlof.
Fæðingarstyrkur
38.015 kr.
Ástæðan fyrir þessari synjun var
sú að hún var talin hafa verið utan
vinnumarkaðar í heila tvo virka
daga nú í haust. Þá stóðu yfir flutn-
ingar hjá okkur og var hún hvergi
skráð í vinnu fyrstu tvo daga
ágústmánaðar.
Einnig var henni tjáð að hún hafi
ekki náð 25% starfshlutfalli í fjóra
virka daga að auki.
Á þessum forsendum var henni
neitað um fæðingarorlof en sagt að
hún fengi fæðingarstyrk í staðinn
sem er aðeins 38.015 krónur á
mánuði. Á að vera hægt að lifa á
þessu? Ef einstæð móðir á barn
þarf hún að framfleyta sér og barni
sínu á 38.015 krónum á mánuði?
Það hlýtur að vera morgunljóst að
upphæð sem þessi er gersamlega
fáránleg.
Undarleg túlkun
á lögum
En síðan að hinu. Er það rétt-
lætanlegt að neita foreldri um fæð-
ingarorlof eingöngu vegna þess að
það er ekki skráð á vinnumarkaði í
fáeina daga?
Lögin segja að foreldri ávinni
sér rétt til töku fæðingarorlofs með
því að vera samfellt á vinnumark-
aði í sex mánuði á undan fæðing-
ardegi. Í reglugerð um fæðingaror-
lof er tekið fram í 4. grein: „Með
samfelldu starfi er átt við að for-
eldri hafi verið í a.m.k. 25% starfi í
hverjum mánuði á innlendum
vinnumarkaði í sex mánuði fyrir
upphafsdag fæðingarorlofs.“
Mér reiknast svo til að móðirin
hafi aldrei farið undir 85% starf í
hverjum mánuði. Samt gerist
Tryggingastofnun svo djörf að
synja henni um fæðingarorlof.
Það virðist vera að starfsmenn
Tryggingastofnunar hafi ekki lesið
reglugerðina og lögin eða þá skilji
ekki hvað þar stendur.
Tilraunadýr
Var það meiningin með setningu
þessara laga og reglna að hafa af
fólki sjálfsagðan rétt á töku fæð-
ingarorlofs? Það væri ágætt ef al-
þingismenn og ráðherrar gætu
frætt okkur og starfsmenn Trygg-
ingastofnunar um það.
Í samtali mínu við starfsmann
stofnunarinnar kom fram að það er
óvissa um hvort þessi afgreiðsla sé
nákvæmlega rétt túlkun og við
hvött til þess að kæra þetta til sér-
stakrar úrskurðarnefndar sem og
við höfum gert. En að mínu mati er
það ekki forsvaranlegt að nota fólk
sem tilraunadýr á þennan hátt til
að fá lagatúlkanir á hreint. Og allra
síst rétt fyrir fæðingu barnsins og
rétt fyrir jólin.
Við foreldrarnir óskum starfs-
mönnum Tryggingastofnunar
gleðilegra jóla.
GUÐMUNDUR KR. ODDSSON,
framhaldsskólakennari,
Hrísalundi 16-A, Akureyri.
Jólaglaðningur –
synjun um
fæðingarorlof
Frá Guðmundi Kr. Oddssyni
17. 12. 2002 heyri ég í útvarps-
þætti að ötull talsmaður sérrétt-
indasinna – prófessor Sigurður
Líndal – hefur ekki bara verið að
smíða nýja stjórnarskrá handa
Færeyingum heldur líka nýtt orð
handa okkur hér innanlands.
Réttindafíkla kallar hann þá
sem halda fast á lögréttum jafn-
ræðissjónarmiðum.
Gott ef þessi Napóleon Norð-
urAtlantshafsins telur þau sjón-
armið svona háskalega vanabind-
andi.
Sérréttindafíklar eru þekktir úr
mannkynssögunni og veikindi
þeirra bitna jafnt á flestum okkar.
Eftir nýstárlega sjúkdómsgrein-
ingu prófessorsins er ljóst að mun-
urinn á hópunum tveim – rétt-
indafíklum og sérréttindafíklum –
felst í mismunandi orðalagi um
svipuð veikindi þeirra Jóns og séra
Jóns. Svo vitnað sé til gamals orð-
tækis.
Vonandi er beygur Sigurðar á
rökum reistur.
Og prófessor Sigurður er raunar
ekki fyrsti heimspekingurinn sem
telur að mannsandinn sé veikindi í
efninu.
Enda jafn frjáls að hugsun sinni
og þó hún sé frá öðrum komin.
Þökk sé réttindafíklum fyrri
alda.
ÞORGEIR ÞORGEIRSON,
rithöfundur.
Gjafir eru yður gefnar
Frá Þorgeiri Þorgeirsyni