Morgunblaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 30
DAGBÓK 30 FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Laug- arnes kemur í dag. Dettifoss kemur og fer á morgun. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó í dag kl. 14, félagsvist mánudag 30. desember kl. 14. Árskógar 4. Kl. 13–16.30 opin smíða- og handa- vinnustofan, kl. 13.30 bingó. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 böðun, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 frjálst að spila í sal. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 op- in handavinnustofan, hárgreiðslustofan opin kl. 9–16.45 alla daga nema mánudaga. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9–12 applikering, kl. 10–13 opin verslunin. Bingó. Félagsstarfið Hæðar- garði 31. Kl. 9–12 böðun, kl. 9–16.30 opin vinnu- stofa, myndlist, kl. 9.30 gönguhópurinn Gönu- hlaup leggur af stað, kaffi eftir göngu, allir velkomnir, kl. 14 brids og spilamennska, hár- greiðslustofan opin 9–14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13. opið hús, spilað á spil. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félags- heimilið verður lokað til mánudagsins 6. janúar. 2003. Gerðuberg, félagsstarf, Föstudaginn 27. desem- ber og mánudaginn 30. desember er opið frá kl. 9–16.30. Allar upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kynningarfundur verð- ur í Gjábakka 2. janúar kl. 14. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið frá kl. 17, heitt á könnunni. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, fótaaðgerð og hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun. Fótaaðgerð, hár- snyrting. Allir velkomn- ir. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi. Fimmudag kl. 10, aðra hverja viku púttað á Korpúlfsstöðum, hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á þriðju- dag kl. 9.45 og föstudag kl. 9.30. Uppl. í s. 545 4500. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 alm. handavinna, kl. 10– 11 kántrý dans, kl. 11–12 stepp, kl. 13.30–14.30 sungið við flygilinn, kl. 14–15 félagsráðgjafi á staðnum, kl. 14.30–16 dansað í aðalsal. Vitatorg. Kl. 8. 45smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bók- band og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og leikfimi, kl. 12.30 leir- mótun, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Félag einhleypra. Fundur á morgun kl. 21 í Konnakoti á Hverfisgötu 105. Nýir félagar vel- komnir. Munið gönguna mánudaga og fimmtu- daga. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður unga foreldra með börn sín á fimmtudag kl. 13– 15 á Loftinu í Hinu hús- inu, Pósthússtræti 3–5. Opið hús og kaffi á könn- unni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Minningarkort Minningarkort Minn- ingarsjóðs hjónanna Sigríðar Jakobsdóttur og Jóns Jónssonar á Giljum í Mýrdal við Byggðasafnið í Skógum fást á eftirtöldum stöð- um: Í Byggðasafninu hjá Þórði Tómassyni, s. 487- 8842, í Mýrdal hjá Ey- þóri Ólafssyni, Skeiðflöt, s. 487-1299, í Reykjavík hjá Frímerkjahúsinu, Laufásvegi 2, s. 551-1814 og hjá Jóni Aðalsteini Jónssyni, Geitastekk 9, s. 557-4977. Minningarkort ABC- hjálparstarfs eru af- greidd á skrifstofu ABC- hjálparstarfs í Sóltúni 3, Reykjavík í síma 561 6117. Minningar- gjafir greiðast með gíró- seðli eða greiðslukorti. Allur ágóði fer til hjálp- ar nauðstöddum börn- um. Minningarkort Barna- heilla til stuðnings mál- efnum barna fást af- greidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561 0545. Gíróþjónusta. Barnaspítali Hringsins. Upplýsingar um minn- ingarkort Barnaspít- alasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hrings- ins í síma 551 4080. Kortin fást í flestum apótekum á höfuðborg- arsvæðinu. Bergmál, líknar og vinafélag. Minningar- kort til stuðnings orlofs- vikna fyrir krabba- meinssjúka og langveika fást í síma 587 5566, alla daga fyrir hádegi. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525 1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningarkort Thor- valdsensfélagsins eru til sölu í Thorvaldsens- bazar, Austurstræti 4, s. 551 3509. Samúðar- og heilla- óskakort Gídeonfélags- ins er að finna í anddyr- um eða safnaðarheimil- um flestra kirkna á landinu, í Kirkjuhúsinu, á skrifstofu KFUM&K og víðar. Þau eru einnig afgreidd á skrifstofu Gídeonfélagsins, Vestur- götu 40, alla virka daga frá kl. 14–16 eða í síma 562 1870. Allur ágóði fer til kaupa á Nýja testa- mentinu sem gefin verða 10 ára skólabörnum eða komið fyrir á sjúkra- húsum, hjúkrunarheim- ilum, hótelum, fang- elsum og víðar. Minningarspjöld Kristniboðssambands- ins frást á skrifstofunni, Holtavegi 28 (hús KFUM og K gengt Langholtsskóla), sími 588 8899. Minningarkort Grafar- vogskirkju. Minningarkort Grafar- vogskirkju eru til sölu í kirkjunni í síma 587 9070 eða 587 9080. Einnig er hægt að nálg- ast kortin í Kirkjuhús- inu, Laugavegi 31, Reykjavík. Líknarsjóður Dómkirkj- unnar, minningarspjöld seld hjá kirkjuverði. Minningarkort Stóru- Laugardalssóknar, Tálknafirði, til styrktar kirkjubyggingarsjóði nýrrar kirkju í Tálkna- firði eru afgreidd í síma 456 2700. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafnar- firði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blóma- búðinni Burkna. Minningarkort Áskirkju eru seld á eftirtöldum stöðum: Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, þjónustu- íbúðum aldraðra við Dal- braut, Norðurbrún 1, Apótekinu Glæsibæ og Áskirkju Vesturbrún 30 sími 588-8870. KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboða. Minningar- kort félaganna eru af- greidd á skrifstofunni, Holtavegi 28, í síma 588 8899 milli kl. 10 og 17 alla virka daga. Gíró- og kredidkortaþjónusta. Slysavarnafélagið Landsbjörg, Stangarhyl 1, 110 Reykjavík. S. 570 5900. Fax: 570 5901. Netfang: slysavarna- felagid@landsbjorg.is Í dag er föstudagur 27. desember, 361. dagur ársins 2002, Barnadagur. Orð dagsins: „Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir læri- sveinar, ef þér berið elsku hver til annars.“ (Jóh. 13, 35.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 orsakast, 4 lína, 7 kven- dýrið, 8 vömb, 9 reið, 11 skylda, 13 ljúka, 14 ár- stíð, 15 lesti, 17 takast, 20 hlass, 22 traf, 23 læsum, 24 dýrið, 25 tekur. LÓÐRÉTT: 1 orðrómur, 2 að aftan- verðu, 3 fífl, 4 rithátt, 5 úldin, 6 arka, 10 lævís, 12 flýtir, 13 sprækur, 15 hamingja, 16 malda í mó- inn, 18 hökum, 19 auður, 20 heiðurinn, 21 líkams- hlutinn. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 getspakur, 8 kaldi, 9 aggan, 10 pál, 11 teina, 13 særir, 15 skass, 18 stöng, 21 tek, 22 riðla, 23 akurs, 24 kappsfulla. Lóðrétt: 2 efldi, 3 skipa, 4 aðals, 5 ungar, 6 skot, 7 snýr, 12 nes, 14 ætt, 15 sort, 16 auðna, 17 staup, 18 skarf, 19 ötull, 20 gust. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... Í HUGA Víkverja eru jólin kominþegar klukkan í turni Dómkirkj- unnar slær sex, en þá situr Víkverji ævinlega prúðbúinn og vatnsgreidd- ur nokkrum metrum neðar og eilítið austar og hefur gert svo lengi sem hann man eftir sér. Jólamessan í Dómkirkjunni er alveg ómissandi upphafspunktur jólahátíðarinnar, ekki aðeins fyrir þá sem sækja hana á hverju ári heldur líka hjá þeim mörgu, sem heima sitja og hlusta á útvarpið, en ævinlega er útvarpað beint úr Dómkirkjunni á aðfanga- dagskvöld. Á aðfangadagskvöld eru allir auð- vitað í sérstöku hátíðarskapi þótt kirkjan sé troðfull og þröngt megi sáttir sitja. Umburðarlyndið gagn- vart málgefnu smáfólki er meira en alla jafna í messu, enda er jólaguðs- þjónustan fjölskyldumessa og enginn skilinn eftir heima. Víkverji gat þó ekki annað en brosað þegar sungið var „Í dag er glatt í döprum hjörtum“ og söfnuðurinn spurði: „Og hvað mun syngja englaraustin blíða?“ Því var samstundis svarað með mjög kröft- ugu öskri úr barka lítils spariklædds engils, á að gizka tveggja ára – og heyrðist um allt land eins og vera ber. x x x Í UNGDÆMI Víkverja var ekkimikið barnaefni í sjónvarpinu um jólin. Það voru nokkrir klukkutímar af teiknimyndum, sem byrjað var að sýna um eittleytið á aðfangadag og hætt upp úr kl. fjögur, muni Víkverji rétt. Svo var jólastundin okkar á jóla- dag og ekki mikið meira en það. Þetta þóttu Víkverja samt miklar hátíðis- stundir enda var barnaefni í Sjón- varpinu svo sem tveir klukkutímar á viku að jafnaði þegar þetta var. Núna er barnaefni í sjónvarpinu nánast stanzlaust frá morgni til síð- degis á aðfangadag, jóladag og annan í jólum. Eflaust finnst mörgum for- eldrum þetta hin bezta barnapössun, enda límist smáfólkið við skjáinn og hvorki heyrir né sér annað en það sem þar fer fram. Víkverja fannst nú samt að börnin hans ættu að koma með að keyra út jólapakka á aðfanga- dag og að þau ættu líka að verja jóla- deginum í lestur jólabókanna og að leika sér með nýja dótið sitt þangað til kominn væri tími til að fara í jóla- boð, en allt þetta finnst Víkverja til- heyra jólahátíðinni. Heima hjá Vík- verja var því slökkt á sjónvarpinu og í staðinn lesið og farið í Barbí saman. Ef Víkverji á að segja eins og er finnst honum komið fullmikið af því góða og engin þörf á öllu þessu barnasjónvarpsefni á jólunum. x x x NÚ ER jólakaupæðið búið og þátekur næsta kaupæði við, þ.e. flugeldaviðskiptin. Víkverji hefur aldrei verið mikið fyrir að skjóta upp flugeldum. Þegar hann hefur látið í ljós þá skoðun sína að með flugelda- skothríðinni sé bara verið að brenna peningum horfa menn gjarnan hneykslaðir á hann og spyrja hvort hann vilji ekki styrkja gott málefni – björgunarsveitirnar og íþróttafélög- in, sem selji flugeldana. Víkverji spyr á móti: Kæmi það ekki björgunar- sveitunum og íþróttafélögunum bet- ur ef menn gæfu þeim bara pen- ingana, sem þeir hefðu ella eytt í flugelda, án þess að þessi ágætu sam- tök þyrftu á móti að verja háum fjár- hæðum til að kaupa þetta áramótadót inn? Lélegt söngnámskeið ÉG vil koma á framfæri hvað það er lélegt söng- námskeiðið hjá Siggu Bein- teins og Maríu Björk. Dótt- ir mín var að klára annað námskeiðið hjá þeim og hún bað um að fara ekki á annað námskeið hjá þeim, meira að segja hún er búin að fá nóg. Það er engin metnaður í þessu hjá þeim. Ef barnið er ekki efni í stórsöngvara þá er því ekki sinnt. Eftir tvö námskeið var María Björk ennþá að spyrja fyrir framan hana „hvað heitir barnið“. Hver tími var í klukkutíma og söng hvert barn tvö lög og restina af tímanum var hún að lita. Námskeiðið kostar 16.000 krónur – 8 tímar. Það tel ég vera nokkuð mikið fyrir að lita. Síðustu tvö skiptin var ég komin með hana klukk- an 12 og var þá kennarinn ekki mættur. Það var vid- eóupptaka í einum tíman- um, sem þurfti að borga aukalega fyrir og ef þú borgaðir ekki þá hafði barn- ið ekkert í tímann að gera. Ég kom að ná í hana og þá átti hún eftir að syngja og var hún látin syngja lag sem hún kunni ekki og Maríu var alveg sama um það. Það eina sem komst að var að klára þetta. Í staðinn fyrir að láta barnið syngja eitthvað sem hún kann. Þannig að videóið er ekkert spennandi. Sem betur fer keypti ég ekki margar spól- ur til að gefa í jólagjafir. En ég vill þakka Helgu Möller kærlega fyrir. Þeg- ar hún var að kenna, hafði maður á tilfinningunni að hún hefði áhuga á þessu. Það eru ekki öll börn efni í söngvara en þegar maður borgar fyrir svona nám- skeið þá vill maður að það sé metnaður fyrir að sinna barninu og hann er enginn hjá þeim. Það eina sem kemst að er að fá sem flesta og afgreiða þetta svo á sem einfaldastan hátt. Þetta eru aðeins örfá dæmi og eru þau miklu fleiri hvað varðar barnið mitt og önnur börn sem hafa gefist upp á nám- skeiðum hjá þeim. Erla Jóhannsdóttir. Austfirskir Staksteinar MIKIÐ þætti mér vænt um ef einhver getur gefið mér upplýsingar um hvar ég get náð í snældu eða geisladisk með lögunum „Óbyggðirn- ar kalla“ og „Fljótsdalshér- að“ eftir Friðjón Jóhanns- son. Ég held að nafnið sé Austfirskir Staksteinar. Vinsamlega hafið samband við Sigurdísu í síma 552 2548. Tapað/fundið Lykill og hanskar KONAN sem saknar lykils og hanska eftir útskriftar- athöfn Menntaskólans í Kópavogi 20. des. í Digra- neskirkju er beðin að hafa samband við kirkjuvörð. Peysa og gallakápa TÓK einhver í misgripum peysu og gallakápu á Hverfisbarnum þriðjudag- inn 17. des.? Þessara hluta er sárt saknað. Vinsamlega hafið samband í síma 698 1833. Dýrahald Marglit læða í óskilum LÆÐA fannst við Vega- mótastíg lau. 22. des. Hún er u.þ.b. 5 mán. þrílit svört, hvít og brún og er skjöldótt. Upplýsingar fást í síma 898 6495. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÉG vil í þessum fáu orðum leyfa mér að þakka frú Siv Friðleifsdóttur umhverf- isráðherra og þeim sem komu að björgun storksins sem villtist til landsins fyrir að standa jafnmyndarlega að verki við að koma fugl- inum í hlýjar hendur starfsmanna Hús- dýragarðsins í vetur. Framtakið er til mikllar fyrirmyndar, líklega í huga flestra þó sérstaklega þeirra sem áhuga hafa á dýraverndunarmálum, hér á landi og erlendis. Það verður landkynning, á sinn hátt, þegar fram líða stund- ir. Það var ekki sjálfgefið, í raun fremur ólíklegt í aug- um leikmanna, að hið op- inbera myndi beita sér fyr- ir að koma þessu dýri til aðstoðar og vista í vetur, með tilliti til umdeilanlegra sóttvarnarlaga. Hingað til hafa dýr sem villst hafa til landsins verið aflífuð, það hefur líklega verið þægi- legasta lausnin í huga þeirra sem með slík mál hafa haft að gera. Síðasta dæmið, að því er ég best man, var loðdýr sem villtist með gámaflutningaskipi til landsins fyrir allnokkru. Það var sent til feðra sinna, auðveldlega hefði verið hægt að koma því í heima- haga. Framtak Sivjar Frið- leifsdóttur sýnir mikla hug- arfarsbreytingu og áhuga á málum sem varða dýra- vernd og er það vel. Þakka þér fyrir, Siv, ákvörðun þín hefur vonandi fordæm- isgildi fyrir komandi kyn- slóðir ráðamanna. Árni Stefán Árnason. Dýravernd til fyrirmyndar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.