Morgunblaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Vetrarstarf Fuglaverndarfélagsins
Málsvari
íslenskra fugla
VETRARSTARFFuglaverndar-félagsins er hafið
og þar er gróskumikið
starf á ferðinni. Áhuga-
menn um fugla eru í ýmiss
konar stússi myrku mán-
uðina þótt margir af fugl-
um landsins yfirgefi það á
haustin, t.d. er nú á dag-
skrá jólatalning fugla. Jó-
hann Óli Hilmarsson er
formaður Fuglaverndar-
félagsins.
– Fyrir hvað stendur
Fuglaverndarfélag Ís-
lands?
„Ég held að þessu sé
best svarað með því að
vitna í lög félagsins, þar
stendur í 2. grein: „Til-
gangur félagsins er vernd-
un fugla og búsvæða
þeirra, sérstaklega tegunda sem
eru í útrýmingarhættu á Íslandi.“
Í 4. grein stendur síðan: „Til-
gangi sínum mun félagið ná: 1)
með því að vekja áhuga lands-
manna fyrir fuglalífi landsins með
fræðslustarfsemi, 2) með því að
vinna með innlendum og erlend-
um fugla- og náttúruverndarsam-
tökum sem hafa svipuð markmið
og Fuglaverndarfélag Íslands, 3)
með því að aðstoða og standa að
rannsóknum á fuglum og bú-
svæðum þeirra og 4) með því að
koma fram gagnvart stjórnvöld-
um landsins og öðrum aðilum í
þeim málum, sem lúta að mark-
miðum félagsins.“
– Hvað eru félagar marg-
ir … og hvernig geta menn skráð
sig?
„Félagar eru nú hátt í 500. Það
er markmið okkar að fjórfalda þá
tölu á næstu árum. Það háir okk-
ur nokkuð að hafa ekki getað ráð-
ið starfsmann til að halda utan
um starfsemina en nær allt starf
er unnið í sjálfboðavinnu. Hægt
er að skrá sig á heimasíðunni
fuglavernd.is og með tölvupósti í
fuglavernd@fuglavernd.is.“
– Segðu okkur frá vetrardag-
skrá félagsins?
„Við stöndum fyrir fræðslu-
fundum, rabbfundum, fuglaskoð-
unarferðum, garðfuglatalningu,
gefum út fréttabréf, jólakort, er-
um aðilar að fuglatímaritinu
Blika og fleira. Félagið verður
fertugt á næsta ári og þá stendur
til að gefa út veglegt afmælisrit.
Það er best að fylgjast með dag-
skránni á heimasíðunni okkar.“
– Myndirðu segja að félagið
væri öflugt og frjótt?
„Félagið er virkt í hinni eilífu
baráttu fyrir fugla- og búsvæða-
vernd. Við vorum sennilega fyrst
til að vekja athygli á endurheimt
votlendis. Við höfum líka tekið
virkan þátt í baráttunni fyrir
vernd Mývatns, Eyjabakka,
Þjórsárvera og nú síðast Austur-
lands. Það er þó ekki svo að skilja
að félagið sé almennt á móti
virkjunum, eins og oft er haldið
fram. Við mótmæltum t.d. ekki
Sultartanga- og Búðarhálsvirkj-
un, eða minni útgáfu
Vatnsfellsvirkjunar.
Ég reikna heldur ekki
með andstöðu gegn
Núps- eða Urriðafoss-
virkjun í Þjórsá. Ógnir
við mikilvægar fugla-
byggðir í Þjórsárverum og við
Mývatn, ásamt hinni gífurlegu
óafturkræfu eyðileggingu sem
fylgir Kárahnjúkavirkjun, er það
sem við leggjumst gegn. Þjóð-
garður á NA-hálendinu, án
virkjunar, mundi skapa jafnmörg
og mikilvægari störf til langs
tíma litið heldur en virkjun og
álver, sem við álítum órétt-
lætanlega skammtímalausn.
Félagið er aðili að Alþjóða-
fuglaverndarsamtökunum Bird-
Life International og tökum við
þátt í starfi samtakanna, sem
hafa innan sinna vébanda yfir 2,6
milljónir félaga frjálsra félaga-
samtaka í 103 löndum. Auk þess
störfum við náið með öðrum inn-
lendum og erlendum systursam-
tökum, eins og Náttúruverndar-
samtökunum og Landvernd.“
– Nú er framundan svokölluð
vetrartalning fugla, segðu okkur
eitthvað frá henni …
„Vetrartalningin eða jólataln-
ingin eins og hún er oft kölluð, er
framkvæmd víða á norðurhveli í
svartasta skammdeginu. Hún er
nú haldin í 50. sinn. Það var Finn-
ur Guðmundsson sem ýtti henni
úr vör og hefur Náttúrufræði-
stofnun séð um skipulagið alla
tíð. Á annað hundrað fuglaáhuga-
menn um land allt taka þátt,
flestir telja á strandsvæðum,
mest er venjulega af fuglum við
sjávarsíðuna á veturna, en all-
margir telja einnig á svæðum inn
til landsins.“
– Hversu mikilvægar eru þess-
ar talningar?
„Þær eru mjög mikilvægar til
þess að fylgjast með stofnsveifl-
um hjá þeim fuglum sem hafa hér
vetrardvöl. Það er t.d. hægt að
grípa til ráðstafana ef fækkun
verður í stofni. Menn urðu t.d.
varir við að svartbaki var farið að
fækka verulega í vetrartalningum
og var hann í framhaldi af því
settur á válista. Einnig fyrir þá
sem eru að rannsaka ákveðna
staði, t.d. í kringum
mat á umhverfisáhrif-
um eða við skipulags-
vinnu.
Það eru oftast sömu
menn sem telja á sömu
svæðunum ár eftir ár.
Þeir eru orðnir vel þjálfaðir og
því er samanburður raunhæfur
milli ára. Það er helst að veður
geti haft áhrif á niðurstöðurnar.
Helsti ljóður á framkvæmd taln-
inganna er, hversu illa gengur að
vinna úr gögnunum og koma
þeim út, það angrar bæði talning-
armenn og þá sem þurfa að nota
talningargögnin.
Jóhann Óli Hilmarsson
Jóhann Óli Hilmarsson er
fæddur í Reykjavík 1954, en býr
nú á Stokkseyri. Hefur starfað
um árabil sem sjálfstæður fugla-
fræðingur og fuglaljósmyndari
og hefur m.a. ritað og mynd-
skreytt bókina Íslenskur fugla-
vísir. Hann hefur verið formaður
Fuglaverndarfélags Íslands frá
árið 1998, setið í stjórn þess frá
1987 og verið félagi frá 1971. Jó-
hann á eina dóttur, Oddnýju
Össu.
Mikilvægar til
að fylgjast
með stofn-
stærðum
YFIRRÉTTUR í Hollandi hefur
fallist á að framselja íslenskan
karlmann til landsins en hann er
grunaður um aðild að smygli á
fimm kílóum af amfetamíni og 150
grömmum af kókaíni til landsins.
Lögreglan í Reykjavík lagði
hald á fíkniefnin við húsleit í jan-
úar en þetta er mesta magn am-
fetamíns sem lögregla á Íslandi
hefur lagt hald á. Styrkleiki efnis-
ins var auk þess svo mikill að talið
er að drýgja hefði mátt efnið þre-
falt ef ekki fjórfalt. Miðað við það
má gera ráð fyrir að götuverðmæti
amfetamínsins hafi verið hátt í 20
milljónir króna.
Þrír karlmenn og kona voru
handtekin í tengslum við rannsókn
málsins hér á landi. Einn þeirra
gekkst við því að hafa átt fíkniefn-
in og fengið þau send frá mann-
inum sem þá var búsettur í Þýska-
landi. Hann sagðist áður hafa tekið
við fíkniefnum frá honum, m.a.
einu kílói af amfetamíni og 300
grömmum af kókaíni og ótil-
greindu magni af e-töflum.
Handtekinn á hóteli
í Amsterdam
Farið var fram á framsal á
manninum á grundvelli þessa máls
og tveggja annarra fíkniefnamála
sem maðurinn tengist. Eldri málin
tvö snúast bæði um innflutning á
kókaíni, m.a. frá Mexíkó en í þeirri
sendingu voru tæplega 700 grömm
af kókaíni. Þar sem maðurinn hef-
ur bæði íslenskan og þýskan rík-
isborgararétt féllust þýsk stjórn-
völd ekki á að framselja hann.
Eftir að maðurinn fór yfir landa-
mærin til Hollands tókst að hand-
taka hann á hóteli í Amsterdam og
segir Ásgeir Karlsson, yfirmaður
fíkniefnadeildar lögreglunnar í
Reykjavík, að sú aðgerð hafi tekist
afar vel vegna góðrar samvinnu
lögreglunnar í Reykjavík, alþjóða-
deildar ríkislögreglustjóra og lög-
reglunnar í Amsterdam. Maðurinn
neitaði að fara sjálfviljugur til Ís-
lands en nú hefur undir- og yf-
irréttur fallist á framsalið. Búast
má við að maðurinn verði fluttur
til landsins á næstu dögum eða
vikum.
Þrír karlmenn og kona voru
handtekin á Íslandi í tengslum við
rannsókn málsins og voru þau úr-
skurðuð í gæsluvarðhald að kröfu
lögreglunnar.
Mistök í reglugerð
Eftir að fólkið var handtekið
kom í ljós að vegna mistaka við
gerð nýrrar reglugerðar var ekki
merkt við að bannað væri að nota
amfetamín sem ávana- eða fíkni-
efni.
Á þessum forsendum var mann-
inum sem viðurkenndi að hafa tek-
ið við fíkniefnunum hér á landi
sleppt úr gæsluvarðhaldi.
Þessum mistökum var kippt í
liðinn þegar heilbrigðisráðherra
gaf út nýja reglugerð 27. mars sl.
Grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli
Hollenskir dómstólar
hafa fallist á framsal
TUTTUGU sveitarfélög fá allt að
80% tekna sinna frá jöfnunarsjóði
sveitarfélaga og 59 sveitarfélög fá
50–80% tekna úr sjóðnum. Alls
nema framlög úr sjóðnum meira
en helmingi tekna hjá 79 sveit-
arfélögum. Þetta kemur fram í
máli Hermanns Sæmundssonar,
ráðuneytisstjóra í félagsmála-
ráðuneytinu, í Sveitarstjórnar-
málum.
Hermann var einn af þeim sem
unnu með nefnd sem félagsmála-
ráðherra skipaði í upphafi síðasta
árs til að endurskoða lög um
tekjustofna sveitarfélaga.
Í greininni í Sveitarstjórnar-
málum kemur fram að nefndin
hafi staðið frammi fyrir tveimur
kostum, að gera róttækar breyt-
ingar á á starfsemi jöfnunarsjóðs
sveitarfélaga eða laga núverandi
kerfi að breyttum forsendum og
varð síðari kosturinn fyrir valinu.
Í máli Hermanns kemur og fram
að jöfnunarkerfi íslenskra sveit-
arfélaga gegni almennt minna
hlutverki en jöfnunarkerfi á hin-
um Norðurlöndunum og þá sé
heldur ekki gengið eins langt í
jöfnun á milli sveitarfélaga hér og
þar.
Tugir sveitarfélaga
með helming tekna
úr jöfnunarsjóði
STEFNT er að því að Byrgið, kristi-
legt líknarfélag, sem veitir endur-
hæfingarmeðferð fyrir vímuefna-
neytendur, flytji starfsemi sína úr
yfirgefinni ratsjárstöð varnarliðsins
í Rockville, að Brjánsstöðum í
Skeiðahreppi innan 6 mánaða. Ekki
hefur verið gengið frá húsnæðis-
kaupunum, en Guðmundur Jónsson,
forstöðumaður Byrgisins, segir
nokkuð öruggt að Byrgið flytjist að
Brjánsstöðum, skammt frá Selfossi.
Húsin voru reist fyrir hótelstarf-
semi og er rými á 2 þúsund fermetr-
um, í alls sjö misstórum húsum og
segir Guðmundur húsakostinn henta
vel undir starfsemi Byrgisins. Þar er
gert ráð fyrir plássi fyrir 80 manns í
eftirmeðferð og er ástand húsanna
gott. Andvirði Brjánsstaða er um
150 milljónir króna samkvæmt sölu-
skrá og greiðir ríkið þá upphæð.
Byrgið að
Brjánsstöðum