Morgunblaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 22
MINNINGAR 22 FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát okkar ástkæra GUÐJÓNS ELÍASSONAR bókaútgefanda, Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík, Helga Sigbjörnsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Faðir okkar, FRIÐRIK JÓNASSON kennari, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 27. desember, kl. 15.00. Fyrir hönd ættingja, Björk Helga Friðriksdóttir, Jóhanna Arnljót Friðriksdóttir. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi, SVEINN EGILSSON, Heiðargerði 59, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju föstu- daginn 27. desember kl. 13.30. Jakobína Sveinsdóttir, Pétur Á. Óskarsson, Sveinn Rúnar Eiríksson. ✝ HaraldurSveinsson fædd- ist á Siglufirði 3. október 1926. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja í Keflavík 18. des- ember síðastliðinn. Móðir hans var Guðbjörg Björns- dóttir, f. á Róðhóli í Sléttuhlíð í Skaga- firði 12. júlí 1899. Hún var önnur í röð fjögurra barna þeirra hjóna Þór- eyjar Sigurðardótt- ur frá Garðshorni á Höfðaströnd, f. 1872, d. 1947, og Björns Sig- mundar Péturssonar frá Fjalli í Sléttuhlíð, f. 1863, d. 1938. Faðir Haraldar var Sveinn Jóhannes- son, f. á Heiði í Sléttuhlíð í Skagafirði. Hann var einn af átta börnum hjónanna Dórotheu Sig- urlaugar Mikaelsdóttur frá Hraunum í Fljótum, f. 1851, d. 1904, og Jóhannesar Finnboga- sonar, hákarlaskipstjóra og bónda á Heiði í Sléttuhlíð frá Steinhóli í Flókadal, f. 1838, d. 1898. Guðbjörg og Sveinn giftust hvorki né hófu sambúð. Haraldur ólst upp hjá móður sinni á heimili móðurforeldra sinna við Suðurgötuna á Siglu- firði. Á sínum yngri árum á Siglufirði stundaði Haraldur margvíslegar íþróttir, m.a. skíða- mennsku, sund, hlaup, frjálsar íþróttir og knattspyrnu. Um mið- bik 5. áratugarins stundaði hann Daggrós, f. 1984 og Sigmar Þór, f. 1987; Haraldur Birgir blikk- smiður, f. 1965, búsettur í Sand- gerði, kvæntur Örnu Steinunni Árnadóttur úr Njarðvík, og eiga þau þrjú börn, Steinunni Ýri, f. 1989, Hörpu, f. 1994 og Harald Árna, f. 1996; Helgi, starfsmaður Flugmálastjórnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, f. 1967, búsett- ur í Sandgerði, kvæntur Helgu Sigurðardóttur úr Garðinum, og eiga þau þrjár dætur, Ásdísi, f. 1990 og tvíburana Agnesi og El- ínu, f. 1992. Fyrir rúmu hálfu ári fæddist síðan fyrsta barnabarna- barn þeirra hjóna, Skúli, sonur Guðmundar Skúlasonar og unn- ustu hans, Lóu Bjargar Gests- dóttur, en hún á fyrir soninn Gest Leó, f. 1998. Haraldur fékkst framan af við ýmis störf er tengdust fiskveið- um og fiskvinnslu og starfaði að mestu leyti í landi. Seinustu starfsárin starfaði hann við Íþróttamiðstöðina í Sandgerði. Tónlistin skipaði háan sess í lífi Haraldar. Hann söng mikið á Siglufirði, m.a. með Karlakórn- um Vísi og áfram þegar hann flutti til Sandgerðis með Karla- kór Miðnesinga, þar sem hann var m.a. formaður, Karlakór Keflavíkur og síðan Kór eldri borgara á Suðurnesjum. Lengst söng hann þó í Kirkjukór Hvals- neskirkju eða samfleytt hátt í um 40 ár. Verkalýðsmál og verka- lýðsbarátta voru honum einnig hugleikin og var hann m.a. í stjórn og trúnaðarráði Verka- lýðs- og sjómannafélagi Miðnes- hrepps. Útför Haraldar verður gerð frá Safnaðarheimilinu í Sand- gerði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. gagnfræðanám við Héraðsskólann í Reykholti í Borgar- firði. Um 1950 flutt- ist Haraldur suður og 1952 hóf hann bú- skap með eftirlifandi eiginkonu sinni, Sig- urbjörgu Guðmunds- dóttur frá Bala á Stafnesi, f. 24. ágúst 1934. Hún er dóttir hjónanna Guðrúnar Guðmundsdóttur, f. 1902, d. 1987, og Guðmundar Guð- mundssonar, f. 1902, d. 1999 á Bala. Þau Sigurbjörg og Haraldur settust að í Sand- gerði og bjuggu þar þegar Har- aldur lést. Þeim Haraldi og Sig- urbjörgu varð fimm barna auðið. Þau eru Guðmundur Gunnar, prófessor við HÍ, f. 1953, búsett- ur í Reykjavík, kvæntur May- Britt Haraldsson frá Suðurey í Færeyjum og eiga þau þrjú börn, Maríu, f. 1977, Harald Gunnar, f. 1987, og Hjálmar, f. 1989; Guð- björg, er starfar við rannsókn- arstöðina Botndýr á Íslandsmið- um í Sandgerði, f. 1954, búsett í Sandgerði, gift Skúla Guðmunds- syni frá Sandgerði, og eiga þau tvö börn, Guðmund, f. 1973 og Hjördísi, f. 1983; Sigrún Hjördís, er einnig starfar við rannsókn- arstöðina Botndýr á Íslandsmið- um í Sandgerði, f. 1955, búsett í Sandgerði, gift Hjálmari Georgs- syni frá Vopnafirði, og eiga þau þrjú börn, Sigurbjörgu, f. 1979, Þegar ég kveð æskuvin minn Harald Sveinsson hinstu kveðju, með þessum fáu orðum, þjóta minningarnar frá æskuárum okkar í Siglufirði upp í hugann hver af annarri. Allar eru þær hugljúfar og sveipaðar þeirri rómantík sem lék um athafnabæinn Siglufjörð á síld- arárum fjórða áratugarins. Þar gerðust ævintýrin og settu svip sinn á bæjarfélagið og íbúa þess. Við Búbbi, en svo var Haraldur jafnan nefndur af vinum og kunn- ingjum, vorum jafnaldrar og bjuggum saman á Nöfinni alllengi, þar sem hann var lengst af með móður sinni og móðurömmu. Við vorum því nánir leikfélagar og brölluðum margt að hætti tápmik- illa stráka. Það var sama hvaða árstími var, alltaf var nóg að gera í leik og starfi. Á vorin var unnið að und- irbúningi komandi síldarvertíðar og leikinn fótbolti á bryggjunum. Á sumrin var unnið í síldinni eins og kraftar leyfðu og á vetrum og hausti voru það skólinn og skíðin sem áttu hugi okkar. Margs er að minnast frá þessum árum. Ég minnist þess sérstaklega, að við færðum í eitt skipti upp leik- ritið Sigríður Eyjafjarðarsól, eftir einn kennara skólans, Sigurð Björgúlfsson. Ég lék þar hlutverk og átti m.a. að syngja fallegt lag sitjandi á steini. Á annarri sýningu gerðist það óvænta að ég sprakk á laginu og þá voru góð ráð dýr. En Búbbi bjargaði með því að syngja baksviðs, á meðan ég hreyfði var- irnar. Fróðir menn sögðu að það ólíklega hefði gerst að ég hefði far- ið í mútur á þessum óheppilega tíma. Fyrir þessa björgun var ég Búbba mjög þakklátur. Það gladdi mig líka mikið og vakti upp góðar minningar þegar við Stefán bróðir og Búbbi sungum saman í sjötugsafmæli Búbba, lög úr leikritum frá skólaárunum, al- veg undirbúningslaust, og mundum bæði ljóð og lag eftir meira en 50 ár. Máltækið segir að enginn megi sköpum renna og svo fór fyrir okk- ur að við fluttum úr firðinum fagra og til suðvesturhornsins, Búbbi til Sandgerðis og ég til höfuðborgar- innar. Ekki var þó lengra í milli okkar en svo að tækifæru gáfust til að hittast og rifja upp minningar að norðan. Höfðu báðir gaman af. Nú þegar Búbbi er farinn í síð- ustu ferðina héðan, eins og allir gera fyrr eða síðar, vil ég kveðja hann með þessum orðum Valdi- mars Briem: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Eftirlifandi eiginkonu, Sigur- björgu Guðmundsdóttur, börnum þeirra og barnabörnum sendum við systkinin frá Nöf ásamt fjölskyld- um hlýjar samúðarkveðjur. Jón Skaftason. HARALDUR SVEINSSON  Fleiri minningargreinar um Har- ald Sveinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Valgerður Þor-steinsdóttir fæddist á Seyðisfirði 25. maí 1914 en ólst upp á Akureyri. Hún lést á Droplaugar- stöðum í Reykjavík 19. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Þor- steinn Skaftason, póstmeistari, prent- smiðjustjóri og rit- stjóri Austra, f. 9.10. 1843, d. 1915, og kona hans, Þóra Matthíasdóttir, hann- yrðakennari og kaupmaður, f. 2.6. 1879, d. 1970. Valgerður var yngst þriggja systra. Elst var Guðrún, söngkona og kennari, f. 5.7. 1911, d. 1990, þá Hildur, kaupmaður, f. 21.1. 1913, d. 1998. Valgerður giftist 18.7. 1942 Steingrími J. Þorsteinssyni, pró- fessor við Háskóla Íslands, f. 2.7. 1911, d. 1973. Þau eignuðust þrjár dætur. Þær eru: 1) Þóra tónlist- armaður, f. 24.4. 1943. Hún var gift Þorbirni Friðrikssyni efna- fræðingi. Þau skildu. Sonur þeirra er Steingrímur mannfræðingur, f. 10.3. 1963. Steingrímur var giftur Zu Wen söngkonu. Þau skildu. Synir þeirra eru Þorbjörn, f. 1990, og Loftur, f. 1997. 2) Laufey, dokt- or í næringarfræði og forstöðu- maður Manneldisráðs, f. 29.3. 1947. Maður hennar er Daniel Teague þýðandi. Börn þeirra eru Ella Björt háskólanemi, f. 7.12. 1980, og Stein- grímur Karl mennta- skólanemi, f. 26.9. 1983. 3) Sigrún, org- anisti og íslensku- fræðingur, f. 12.3. 1952. Maður hennar er Baldvin Einarsson verkfræðingur. Dóttir Sigrúnar og fyrri manns hennar, Ólafs Jónssonar gagnrýnanda, er Valgerður háskóla- nemi, f. 17.7. 1977. Maður hennar er Kjartan Ásgeirsson háskóla- nemi. Sonur þeirra er Ásgeir, f. 2000. Valgerður var á húsmæðra- skóla í Osló og lærði hattasaum í Kaupmannahöfn. Hún fór til Þýskalands til tungumálanáms 1938 en varð frá að hverfa við upphaf heimsstyrjaldar. Hún var í leiklistarskóla hjá Ágústi Kvaran á Akureyri og Lárusi Pálssyni í Reykjavík. Valgerður vann við verslunarstörf og hattasaum og starfaði mikið með Leikfélagi Ak- ureyrar á sínum yngri árum eða áður en hún flutti suður til Reykja- víkur og stofnaði fjölskyldu. Útför Valgerðar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Ég vil minnast ömmu minnar, Val- gerðar Þorsteinsdóttur. Ég man fyrst eftir henni þegar ég fluttist suður með foreldrum mínum frá Suðureyri við Súgandafjörð. Þá lá leiðin beint frá strandferðaskipinu Esjunni á viðkunnanlegt heimili þar sem ávallt var eitthvað um að vera. Ég fékk að vita að þarna ættu afi og amma heima, og móðursystur mínar, þær Laufey og Sigrún. Fjórum árum síðar, árið 1973, dó afi minn, Stein- grímur J. Þorsteinsson. Amma hélt samt áfram uppi miklu af þeim heim- ilisbrag sem þau hjónin höfðu byggt upp saman. Henni varð mikið úr verki, að hverju sem hún gekk. En bak við alla gestrisnina og glæsilegt heimilishald var ýmislegt fleira sem þurfti að fást við. Heimilið var frá upphafi vettvangur lista, mennta og hugverka. Áhugi ömmu á þeim mál- um var slíkur að flesta daga varði hún mörgum stundum til lestrar og var mjög vel að sér í bókmenntum og atburðum líðandi stundar. Hún var jafnframt mikill náttúruunnandi. Þegar hún hreifst af landslagi fór hún með eitthvert ljóð sem henni fannst við eiga. Hún átti skammt að sækja áhugann á ljóðlist því hún ólst upp á heimili afa síns, Matthíasar Jochumssonar skálds, seinustu árin sem hann lifði. Hann hafði ekki af öðru meira gaman en heyra ömmu fara með ljóðið Bokki sat í brunni, og spurði gjarnan áður en hann fór að sofa: „Æ, hvar er nú barnið með hann Bokka?“ Þannig hefur hún amma reynst öllum. Ég man að ég fór oft með henni að heimsækja Þóru móður hennar og langömmu mína. Þar geymdi hún í skúffu jólakort sem móðir mín, nafna hennar, hafði teiknað og sent henni sem barn. Það var mynd af kirkju og fólki á leið til messu. Amma bað hana stundum að sýna mér kortið og þá seildist hún í það með bros á vör. Báðar voru þær miklar hannyrðakonur. Þóra rak hannyrðaverslun, og dætur hennar, Guðrún, Hildur og amma, voru til að- stoðar. Hildur tók svo við rekstrin- um. Þær bjuggu sjálfar til margt sem selt var. Þessi hefð viðhélst, og ég man vel eftir því að sjá ömmu sauma hatta sem konur þessa lands gengu með um stræti og torg þau ár- in. Fyrir vikið var amma vandvirk í fatavali og hrósaði fólki ef henni fannst það vera vel til fara. Hún ætl- aðist einnig til af öðrum að þeir létu sig allt varða jafnt í nánasta um- hverfi sem þjóðfélagsmál. Henni gast vel að því að menn stefndu að einhverju marki og ynnu að sínu. Sjálfur fékk ég margsinnis að njóta stuðnings hennar. Við nám las ég í skrifstofuherbergi afa míns, og amma bauð mér upp á kaffi og brauð eða hádegismat. Að því loknu fór hún yfirleitt til systur sinnar, Hildar, sem þá var farin að heilsu, sinnti þar heimilisverkum og var henni til sam- lætis fram á kvöld. Amma undi síð- ustu árunum á elliheimili vel. Eftir að hafa misst heyrnina og getu til að muna nöfn og sérheiti las hún það sem sagt var af vörum manna og samdi leikrit þar sem hver og einn á elliheimilinu hafði sitt hlutverk. Framgangi leikritanna lýsti hún fyr- ir gestum sínum. Hún hafði gaman af að dansa og oft bauð starfsfólk elli- heimilanna henni upp í dans. Þannig gaf hún af sér alla tíð eftir bestu getu. Guð gefi henni frið. Steingrímur Þorbjarnarson. VALGERÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR AFMÆLIS- og minningargreinum er hægt að skila í tölvupósti (net- fangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist), á disklingi eða í vélrituðu handriti. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Bréfsími fyrir minning- argreinar er 569 1115. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.