Morgunblaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Af sérlega gefnu tilefni mun ég hætta rekstri
bifreiðaverkstæðis frá og með 31.12.2002.
Um leið og ég þakka traust,
góð og ánægjuleg viðskipti liðinna ára
óska ég öllum viðskiptavinum mínum
gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Renault- og BMW-eigendur
eru beðnir að snúa sér til
B&L og þeirra þjónustuaðila.
Þeir, sem hafa verið með aðrar tegundir,
snúi sér til umboðsaðila sinna.
Viðskiptavinir ath!
Högni Jónsson,
Bifreiðaverkstæði, Suðurlandsbraut 20.
VEL viðraði til útiveru í gær á höf-
uðborgarsvæðinu og víðar um land-
ið og notuðu menn sér það óspart.
Margir tóku göngu- eða hlaupa-
sprett um stígana, stigu reiðhjól
eða þeystu um á hjólaskautum.
Enn aðrir iðkuðu íþróttir og þar
sem opið var á golfvöllum mátti sjá
fjölmenni. Ólafur Þór Ágústsson,
vallarstjóri hjá Golfklúbbnum Keili,
sagði hluta vallarins hafa verið op-
inn fyrir félagsmenn í haust og
menn nýtt sér það óspart. Um 40
manna hópur eftirlaunamanna hefði
spilað upp á hvern dag og á gaml-
ársdag ætti að halda innan-
félagsmót. Hann sagði því mikið
álag á vellinum og bjóst við að
nauðsynlegt yrði að gefa honum frí
þegar liði nær vori til að hann jafn-
aði sig vel fyrir sumarið.
Spáð er heldur kólnandi veðri í
dag og næstu daga. Gerir Veð-
urstofan ráð fyrir hægri norð-
austlægri átt sunnan og vestan til á
landinu en annars staðar verður
breytileg átt eða suðvestlæg. Víða
verða smáskúrir og slydduél og hiti
yfir frostmarki að deginum en lítils-
háttar frost í nótt.
Morgunblaðið/ÞorkellFjölmenni var á golfvelli Keilis á Hvaleyrarholti í gær.
Golf og
gönguferðir
í vorveðrinu
Háir sem lágir nýttu sér góða veðrið í gær til að liðka sig og viðra.
BIRGIR Ísleifur
Gunnarsson seðla-
bankastjóri útilokar
ekki að í framtíðinni
muni Seðlabanki Ís-
lands taka upp fastan
vaxtaákvörðunarfund,
líkt og sérfræðingar
hjá Landsbankanum
Landsbréfum ítreka að
tekinn verði upp, að því
er fram kemur í nýlegri
skýrslu bankans um
þróun og horfur gengis
íslensku krónunnar.
Þar segir ennfremur
að gagnsæi peninga-
stefnu Seðlabankans sé
ekki fullnægjandi,
óreglulega sé tilkynnt
um vaxtabreytingar og
stýrivöxtum breytt í
misstórum skrefum.
Slíkt auki ekki trúverð-
ugleika bankans.
Birgir Ísleifur segir
möguleika á föstum
vaxtaákvörðunarfundi
hafa komið til tals inn-
an bankastjórnarinnar.
Ekki hafi verið talin
ástæða fram að þessu
til að taka upp slíkt fyr-
irkomulag við ákvörð-
un vaxta. Vísir sé að
þessu með útgáfu Pen-
ingamála fjórum sinnum á ári. Þar
séu birtar greinar og töflur um
ástand og horfur á peningamarkaði
og hvort vextir séu í samræmi við
peningastefnu bankans hverju sinni.
Vöxtum hafi oft verið breytt við út-
komu þessa rits.
„Við höfum til þessa verið í óró-
leikaástandi og vaxtabreytingar ver-
ið tíðari hjá okkur en ýmsum öðrum
bönkum. Vel getur verið að við sjáum
ástæðu til að breyta þessu þegar við
verðum komin á lygnari sjó. Hins
vegar finnst mér menn gera of mikið
úr þessu. Ég tel að gagnsæi okkar
peningastefnu og trúverðugleiki sé
fullkomlega viðunandi,“ segir Birgir
Ísleifur Gunnarsson.
Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri
Útilokar ekki fastar vaxta-
breytingar í framtíðinni
Birgir Ísleifur
Gunnarsson
„JÓLIN hafa verið einstaklega ró-
leg, hátíðleg og afslappandi fyrir
okkur,“ segir Antge Hacaenberg,
þýskur þýðandi sem ásamt kærasta
sínum eyðir jólunum þetta árið í
bændagistingunni á Brekkulæk í
Miðfirði. „Við höfum haft nóg að
gera en höfum líka náð að hvílast
vel.“
Undanfarin níu ár hefur ferða-
mönnum verið boðið upp á að dvelja
um jól og áramót á Brekkulæk og
að sögn Arinbjarnar Jóhannssonar
húsráðanda hafa aðallega Þjóð-
verjar og Svisslendingar þekkst
boðið. Á borðum er hefðbundinn ís-
lenskur jólamatur sem Antge segir
að hafi verið einstaklega ljúffengur
og stemmningin yfir borðhaldinu
hátíðleg.
Antge og kærastinn eyddu jól-
unum í Sidney í Ástralíu á síðasta
ári og ákveðu að gera eitthvað allt
annað þessi jólin. Því hafi Ísland
orðið fyrir valinu. „Það var mjög
hlýtt í Sidney og okkur langaði að fá
smá vetrarstemmningu þessi jólin.
Og það hefur sannarlega gengið eft-
ir, það hefur verið smá snjór hérna
hjá okkur, þó að það hafi reyndar
verið meiri snjór í Þýskalandi þegar
við fórum þaðan um síðustu helgi!
Við vildum eyða jólunum á bóndabæ
og þess vegna varð Brekkubær fyr-
ir valinu. Hér er myrkrið allsráð-
andi sem er róandi og gott.“ Sam-
kvæmt hefð gefur Brekkulækur
gestum sínum bækur að gjöf og í
jólapakka Antge og kærastans var
að finna bók eftir Halldór Laxness
og Engla alheimsins eftir Einar Má
Guðmundsson á þýsku.
Antge segist ekki hafa setið auð-
um höndum í sveitinni, hún hafi
ásamt öðrum gestum Brekkulækjar
farið í gönguferðir, hlúð að dýr-
unum á bænum og farið í messu á
jóladag í Víðidalstungukirkju. Séra
Guðni Þór Ólafsson sagði nokkur
orð á þýsku í messunni sem kom
Antge og öðrum þýskumælandi
gestum frá Brekkulæk skemmtilega
á óvart. „Við vorum mjög dugleg og
æfðum Heilige Nacht [Heims um
ból] á íslensku daginn áður og sung-
um það stolt í kirkjunni ásamt öðr-
um gestum,“ segir hún hlæjandi.
Antge ætlar að eyða áramótunum
í Reykjavík og skemmta sér í Perl-
unni á gamlárskvöld. „Mér finnst
það góð blanda, að byrja á að eyða
jólunum í rólegheitum í sveitinni og
fara svo í borgina um áramótin.“ Á
nýársdag heldur hún ásamt kærast-
anum til Þýskalands á nýjan leik.
„Við erum þess fullviss að við mun-
um snúa til Íslands aftur einhvern
daginn. Kannski um sumar þegar
birtan er meiri til að fá aðra sýn á
landið.“
Vildu eyða jólunum í
vetrarríki á sveitabæ
RIGNING og mjúkur þeyr hefur
einkennt jólaveðrið á Fljótsdalshér-
aði. Gestafjöldi hefur verið með
mesta móti á Egilsstöðum það sem
af er vetri þótt dregið hafi úr upp á
síðkastið.
Fátt er um erlenda ferðamenn um
þessar mundir, en þó fréttist af ung-
um enskum hjónum sem birtust í
Gistihúsinu á Egilsstöðum á jóladag.
Þau eru að ferðast kringum landið
áður en konan, sem er blessunarlega
á sig komin, verður léttari. Í Gisti-
húsinu fengu þau hangikjöt og upp-
stúf, grænar baunir og heimagert
rauðkál að snæða og létu vel af. Þeg-
ar rigningunni slotaði um stund í
fyrrakvöld brugðu þau sér út að
kanna norðurljósin og íslenskar jóla-
stjörnur á festingunni.
Það eru hjónin Gunnlaugur Jón-
asson og Hulda Daníelsdóttir sem
eiga og reka Gistihúsið á Egilsstöð-
um. Þau segja veturinn búinn að
vera mjög góðan hvað gestafjölda
varðar. „September og október voru
miklu betri en í fyrra“ segir Gunn-
laugur. Gistihúsið á Egilsstöðum er
eina hótelið á svæðinu sem hefur op-
ið yfir hátíðirnar. Ekki voru aðrir
gestir en ensku hjónin á Gistihúsinu
um jólin.
Auður Anna Ingólfsdóttir, hótel-
stjóri Hótels Héraðs á Egilsstöðum
er stödd í Kanada í fríi, þar sem hót-
elið er lokað yfir jól og áramót. „Við
reyndum einu sinni að hafa opið yfir
hátíðirnar og það sýndi sig að það er
ekki grundvöllur fyrir því,“ segir
Auður. Reksturinn hefur að hennar
sögn gengið vel í vetur og gistinótt-
um fjölgaði umtalsvert, einkum í
haust sem leið.
Vaxandi fjöldi gesta á
Egilsstöðum í haust
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Hulda Daníelsdóttir og Gunnlaugur
Jónasson eiga og reka Gistihúsið á
Egilsstöðum. Þau halda hér á börn-
um sínum, Maríu Jóngerði og Jón-
asi Pétri.
Egilsstöðum. Morgunblaðið.
ÝMIS met hafa verið slegin í veð-
urfari á landinu á árinu sem er að
líða og minnir Haraldur Ólafsson
veðurfræðingur þar á met í kulda og
hita, úrkomumet og met í snjóleysi
svo eitthvað sé nefnt. Haraldur er
spurður hvort unnt sé að útskýra
þessar miklu sveiflur í veðrinu.
„Það er óskaplega erfitt að draga
einhverjar ályktanir um breytingar
því veðurfar á Íslandi er í eðli sínu
sveiflukennt. Sveiflurnar hafa verið
fyrir hendi allt frá því að land
byggðist án þess að beinlínis hafi
verið hægt með skýrum hætti að
tengja þær lögmálum sem menn
telja sig hafa gott vald á,“ segir
Haraldur og á þar við sveiflur og
breytingar í veðurfarinu sem eru
milli mánaða, ára og áratuga.
„Árið hefur verið ákaflega hlýtt
þrátt fyrir að febrúar hafi verið fá-
dæma kaldur og má sem dæmi
nefna að í Reykjavík var meðalhit-
inn 3,3 stiga frost.“ Þá rifjar Har-
aldur upp að úrkomumet var sett í
janúar á Kvískerjum þegar rigning
mældist þar 292 mm á einum sólar-
hring, snjólétt hafi verið með ein-
dæmum í janúar í Reykjavík og síð-
an hafi komið kaldur febrúar. Í
haust hafi síðan fallið annað úr-
komumet en nóvember varð blaut-
asti mánuður austanlands frá upp-
hafi mælinga.
„Þetta hefur því verið mjög
skemmtilegt ár í veðurfarinu,“ segir
Haraldur. „Síðan eru góðar horfur á
því að desember verði sá hlýjasti á
vestanverðu landinu frá því menn
fóru yfir höfuð að mæla hita á Ís-
landi.“
Árið með þeim allra
hlýjustu á hnettinum
Haraldur segir að sveiflur sem
þessar verði án þess að menn hafi á
þeim góðar og auðskiljanlegar skýr-
ingar. „Það er þó ekki þar með sagt
að útskýring sé ekki til. Nú eru
horfur á því að árið verði með þeim
allra hlýjustu á hnettinum. Menn
hafa mjög sterka tilhneigingu til að
tengja það gróðurhúsaáhrifum en
færa má fyrir því haldgóð rök að hiti
hækki vegna aukins styrks gróður-
húsalofttegunda í andrúmsloftinu.“
Ýmis met í veðurfari hafa verið slegin á árinu
Erfitt að álykta um
breytingar í veðurfari