Morgunblaðið - 31.12.2002, Side 1

Morgunblaðið - 31.12.2002, Side 1
Gleðilegt nýár! Morgunblaðið/Golli STOFNAÐ 1913 305. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2002 mbl.is Straumar og stefnur Árið gert upp og horft til fram- tíðar Gamlársdagur 2—9 Það besta í tónlistinni Gagnrýnendur velja bestu plötur í dægurtónlist Fólk 54 Áramóta- getraunir Spurt um fornsögur og fréttir á́rsins Gamlársdagur 35—39 NÆR sjö af hverjum tíu Rússum óska þess að Sovétríkin hefðu aldrei liðið undir lok, ef marka má viðhorfskönn- un sem birt var í gær í tilefni af því að 80 ár eru liðin frá því að Sovétríkin voru stofnuð formlega. Um 68% aðspurðra sögðust harma hrun Sovétríkjanna árið 1991 en 25% söknuðu þeirra ekki. 1.600 Rússar tóku þátt í könnuninni og þrír fjórðu þeirra sögðu að Sovét- ríkin hefðu verið betur til þess fallin að stuðla að félagslegum og efnahagsleg- um framförum. Rússar sakna Sovétríkjanna Moskvu. AFP. YFIRVÖLD á Salómonseyjum í Kyrrahafi óttuðust í gær um afdrif 3.000 íbúa tveggja afskekktra eyja, tveimur dögum eftir að mikill hvirfilbylur skall þar á. Öll fjarskipti við eyjarnar Tikopia og Anuta rofnuðu í óveðrinu á laugardagskvöld og ekkert hefur því frést til íbúanna. Eng- inn flugvöllur er á eyjunum og það tekur viku að sigla þangað frá höfuðstað Salóm- onseyja, Honiara, sem er um 1.000 km frá eyjunum. Ráðgert er að senda þangað lög- reglubát en það hefur ekki verið hægt enn vegna óveðurs. Óttast um afdrif 3.000 manna Auckland. AFP. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að síðustu daga hafi hún séð hvernig menn beiti valdi sínu í stjórnmálaflokkunum á ógeðfelldan hátt. „Mér finnst ég hafa séð inn í ákveðinn kjarna í þessum flokkum og séð kannski hvernig menn beita valdi sínu sem mér finnst heldur ógeðfellt. Ég er ekkert að segja að þetta eigi bara við um Framsóknarflokkinn. Ég held þetta sé nokkuð ríkt í stjórn- málaflokkum, að þetta liggi að ein- hverju leyti í hefðum og eðli þeirra,“ segir Ingibjörg í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag, að- spurð hvort hún beri minna traust til Framsóknarflokksins en áður. Aðspurð hvort þetta eigi líka við um Samfylkinguna segir Ingibjörg: „Ég sá það nú fyrst og fremst inni í Framsóknarflokknum.“ Ingibjörg Sólrún sagði á sunnu- dag af sér embætti borgarstjóra frá og með 1. febrúar og um kvöldið var samþykkt að ganga til við- ræðna við Þórólf Árnason, fyrrver- andi forstjóra Tals, um að hann taki við borgarstjóraembættinu. Þórólfur hitti oddvita R-lista- Ófrágengið er hvernig önnur embætti skiptast á milli flokkanna. Borgarstjóri hefur verið formaður borgarráðs en það embætti fellur nú öðrum í skaut. Árni Þór Sig- urðsson, forseti borgarstjórnar, segir að eftir sé að sjá hvort það hafi áhrif á önnur embætti. flokkanna á heimili borgarstjóra í gær, en það var fyrsti fundur þeirra. Að sögn Þórólfs gekk fund- urinn vel, en ráðgert er að ganga formlega frá ráðningu hans í emb- ætti borgarstjóra fljótlega á nýju ári. „Það var mikill sáttahugur meðal fulltrúa Reykjavíkurlistans á fundinum. Það var greinilega mikill vilji hjá þeim um að samstarfið yrði gott,“ segir Þórólfur. Hef séð valdi beitt á ógeðfelldan hátt Morgunblaðið/Árni Sæberg Oddvitar R-listaflokkanna og væntanlegur borgarstjóri, Þórólfur Árna- son, koma af fundi með Ingibjörgu Sólrúnu á heimili hennar í gær.  Afsögn borgarstjóra/ 6, 10–14, 30 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er harðorð í garð framsóknarmanna UM milljón Kenýamanna kom saman í Frelsisgarðinum í miðborg Nairobi í gær þegar Mwai Kibaki sór þar embættiseið forseta eftir að hafa borið sigurorð af for- setaefni KANU-flokksins sem hafði verið við völd í landinu frá því að það hlaut sjálf- stæði frá Bretum 1963. Kibaki, sem situr hér með annan fótinn í gifsi eftir að hafa lent í bílslysi, lofaði að koma á víðtækum umbótum. Nýjum forseta fagnað í Kenýa AP  Mwai Kibaki/21 DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra vekur máls á þeirri hugmynd í ára- mótagrein í Morgunblaðinu í dag, að sett verði á fót þverpólitísk nefnd til að fjalla um Evrópumál. Davíð segir umræðuna um veiði- leyfagjald hafa verið yfirþyrmandi á síðasta áratug, en málið hafi þó að lok- um verið skoðað af yfirvegun og nið- urstaða fengist í formi sanngjarnrar sáttagjörðar. Segist hann því nefna þetta mál til sögunnar að umræða um Evrópumál sé oft „undir áþekkum formerkjum og var þegar veiðileyfa- gjaldsumræðan var sem vitlausust“ og spyr hvort unnt sé að sameinast um þverpólitíska nefnd, sem nálgist efnið frá mismunandi forsendum. „Einhverjir munu sjálfsagt setja sig upp á móti svona hugmynd vegna þess eins að viss hætta er á að nefnd af þessu tagi gæti átt það til að ná ár- angri,“ segir Davíð og bætir við: „Sjálfsagt eru þeir til, úr báðum skot- gröfum, sem vilja ekki að púðurreyk- urinn nái að setjast svo menn sjái út úr augum. Slíkir fengu ekki að ráða för í fyrrnefnda málinu og hví ættu þeir að ráða för í svo alvarlegu deilu- máli sem Evrópusambandsmálið svo sannarlega er?“ Þverpóli- tísk Evr- ópunefnd  Við áramót/30

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.