Morgunblaðið - 31.12.2002, Side 9

Morgunblaðið - 31.12.2002, Side 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2002 9 SAMKEPPNISSTOFNUN hefur frestað um sinn frekari málsmeðferð vegna kvörtunar Kortaþjónustunnar vegna meintrar synjunar Fjölgreiðslu- miðlunar á aðgangi að RÁS- þjónustu (posa-kerfi). Fjöl- greiðslumiðlun hf. (FMG) er í eigu banka, sparisjóða og korta- fyrirtækja, þ.m.t. Visa og Euro- pay og taldi Kortaþjónustan að þau hefðu reynt að koma í veg fyrir að hún fengi aðgang að posa-kerfinu. Samkeppnisstofnun telur ekki vera fullreynt hvort samn- ingur náist á milli Kortaþjónust- unnar og FMG án íhlutunar samkeppnisyfirvalda. Af þeim sökum frestar stofnunin frekari málsmeðferð, þ.m.t. að taka bráðabirgðaákvörðun eins og Kortaþjónustan hafði farið fram á. Beinir Samkeppnisstofnun þeim tilmælum til beggja aðila að ganga til samninga. Skuli fyr- irtækin gera stofnuninni grein fyrir samningum eða stöðu samninga viðræðna fyrir 21. janúar næstkomandi. Forsaga málsins er sú að Kortaþjónustan taldi að Visa og Eyropay á Íslandi hefðu reynt að koma í veg fyrir að Korta- þjónustan fengi aðgang að svo- kölluðu posakerfi og taldi Korta- þjónustan það vera lið í viðleitni fyrirtækjanna til að hamla gegn samkeppni á markaði fyrir greiðslukortaþjónustu hér á landi. Europay Ísland og Visa Ísland höfnuðu fullyrðingum um ólög- mætt samráð og að þau hefðu reynt að útiloka Kortaþjón- ustuna frá posa-kerfinu svokall- aða. Töldu Visa og Europay að PBS, reiknistofa dönsku bank- anna, sem Kortaþjónustan hefur umboð fyrir væri að reyna að komast inn bakdyramegin inn posa-kerfi FMG án þess að greiða rétt verð fyrir. Samkeppnisstofnun um kvörtun Korta- þjónustunnar Samninga- leiðin skal fullreynd FRÁ 1. janúar nk. hækka allar greiðslur almannatrygginga um 3,2%. Að auki kemur viðbótarhækk- un á tekjutryggingu að upphæð 3.028 kr. og einnig hækkun á tekju- tryggingarauka um 2.255 kr. Þá lækkar skerðingarhlutfall tekju- tryggingarauka úr 67% í 45%. Eftir hækkun verður mánaðarleg upphæð elli- og örorkulífeyris 20.630 kr. Tekjutrygging ellilífeyrisþega verður 38.500 kr. en örorkulífeyris- þega 39.493 kr. Heimilisuppbót á mánuði verður 16.960 kr.; tekju- tryggingarauki hærri 18.000 kr. og tekjutryggingarauki lægri 14.066 kr., að því er fram kemur á heima- síðu Tryggingastofnunar. Atvinnuleysisbætur hækka Þá hefur félagsmálaráðherra ákveðið, að fengnu samþykki ríkis- stjórnarinnar, að hækka atvinnu- leysisbætur um 5% frá og með 1. jan- úar nk. Trygginga- bætur hækka Gleðilegt ár þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030. Opið í dag frá 10—12 Gleðilegt nýtt ár! Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið í dag frá kl. 10.00—12.00. Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Kæru viðskiptavinir Gleðilegt ár og þökkum það liðna ÚTSALA 2. janúar kl. 9 Opið virka daga frá kl. 9-18 Laugardaga frá kl 10-15 Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Austurhraun 3, Garðabæ Sími 555 2866 Kays 2003 listinn er kominn! Hátíska í stærðum á alla fjölskylduna Verslun Kays Ný tt Útsala á útsölu - Ótrúlegt verð! Rýmum fyrir nýjum vörum - mikið úrval í búðinni Fatnaður, gjafavara, skartgripir, snyrtivörur o.fl. o.fl. Flott förðun og virk krem í næsta apóteki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.