Morgunblaðið - 31.12.2002, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 31.12.2002, Qupperneq 37
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2002 37 MINNINGAR ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Ég man fyrst eftir honum Andra þar sem hann skreið berrassað- ur eftir eldhúsgólfinu á Kársnesbrautinni í Kópavogi kannski ársgamall eða svo –sumarið sem ég var sendill í KRON og fór stundum með heim- sendingu til móður hans. Ég man að mér fannst svo gaman að koma þangað, því að hún var alltaf svo glöð, hún var líka dönsk og talaði dálítið skringilega íslensku og vék oft að manni köku eða gotteríi. Svo hitti ég Andra ekki fyrr en hann var orðinn fullorðinn og farinn að taka þátt í leikstarfinu með Leik- félagi Kópavogs. Þá lék hann hjá mér galgopann Matta-Gokk í Glöt- uðum snillingum Heinesens og gerði það af sérlega skemmtilegum húmor og með mátulegum sjarma og glannagangi. Þetta var löngu áð- ur en hann ákvað að fara í leiklist- arnám og eitthvað fleira mun hann hafa leikið með Leikfélagi Kópa- vogs. En það geislaði alltaf af hon- um þessi gleði, sem hafði einkennt móður hans í minningunni – og reyndar föður líka – í mínum barnshuga voru þau skemmtilegu hjónin á Kársnesbrautinni Svo fór hann í hinn virta leiklistarskóla í London: Webber Douglas Academy og lauk þaðan prófi sumarið 1980. Fyrsta leiksýningin sem hann tók þátt í að loknu námi var söngleik- urinn Grettir hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Þar var ég aftur við stjórnvölinn og það var gaman að endurnýja kynnin við Andra, sem eins og fyrri daginn var einstaklega glaðvær, opinn og skemmtilegur í samstarfi. Hann réðst svo til Þjóð- leikhússins þar sem hann lék í nokkur ár, á annan tug hlutverka. Meðal sýninga, sem hann lék í voru Sölumaður deyr, Gosi, Sögur úr Vínarskógi, Tyrkja-Gudda, Svejk í seinni heimsstyrjöldinni og söng- leikirnir Gustur, Gæjar og píur og Chicago, því hann var ágætur söngvari. Kannski er fyrsta hlut- verk hans í Þjóðleikhúsinu mér minnisstæðast en það var yngri bróðirinn, Happy, í Sölumaður deyr eftir Arthur Miller, sem varð fal- lega einlægur og brjóstumkennan- legur í túlkun hans. Andri hafði sjálfur eitthvert sak- leysislegt og glaðlegt yfirbragð, sem hann átti þó auðvelt með að breyta í skúrks- og skelmishátt á sviði. Hann var myndarlegur mað- ANDRI ÖRN CLAUSEN ✝ Andri Örn Clau-sen sálfræðingur fæddist í Reykjavík 25. febrúar 1954. Hann lést í hjúkrun- arheimilinu Skóg- arbæ í Reykjavík 3. desember síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Kópavogs- kirkju 10. desember. ur, alltaf með bros í augum og einhvern veginn fannst manni að honum hlyti alltaf að líða vel. En hann dvaldi ekki lengi við leiklistina heldur sneri sér að öðru námi og starfi sem líka felst í að skoða, kanna og vinna með manninn: sálfræði. Hann hafði eignast glæsilega og hæfileikaríka konu, eina af okkar fremstu leikkonum, Elvu Ósk Ólafsdóttur og saman áttu þau tvö mannvænleg börn, Agnesi og Benedikt, sem reyndar hefur fetað í fótspor foreldra sinna og er farinn að leika þótt ungur sé að árum. Andri hélt til framhaldsnáms til Árósa og lauk námi í klíniskri sál- arfræði. Hann hafði einmitt fengið spennandi starf hér heima, meðal annars við að hjálpa fólki að vinna úr sorg, þegar ólánið dundi yfir og heilablæðing varð þess valdandi að hann gat ekki lengur tjáð sig við umheiminn. Sameiginlega höfðu þau hjón í tvígang tekist á við önn- ur alvarleg veikindi hans og þótti mörgum nóg á þau lagt. Eftir að hann fékk heilablæðinguna hættum við samstarfsfólkið aldrei að dást að þrautseigju og umhyggju Elvu. Þótt hún væri að æfa og leika kröfuhart aðalhlutverk fór hún dag hvern fór hún upp á sjúkahús, tal- aði við hann, þótt engin væru svör- in, spilaði fyrir hann tónlist og vék ekki frá honum vikum og mánuðum saman. En vonin um bata fór dvín- andi og nú er Andri allur. Við sem kynntumst honum, minnumst hans sem einstaklega góðs drengs, sem hafði falleg áhrif á allt sitt umhverfi og þótt ævin yrði ekki löng tókst honum að miðla af hæfileikum sín- um og mannkostum í ríkara mæli en margur á mun lengri ævi. Samstarfsfólk Elvu í Þjóðleikhús- inu sendir henni, Benedikt og Agnesi og fjölskyldu Andra allri innilegar samúðarkveðjur á erfiðri stund. Blessuð sé minning hans. Stefán Baldursson. Fyrstu minningar mínar um Andra Clausen eru minningar um fíngerðan, hnellinn, broshýran strák, sem sjaldan sat kyrr. Kynni okkar hófust þegar við vorum að ganga inn í það heillandi en þó oft á tíðum sársaukafulla tímabil sem unglingsárin eru. Við tilheyrðum sömu „klíkunni“ í sama skóla og sóttum sömu partýin þar sem vandamál heimsins voru leyst á einni kvöldstund, ástarsorgir og ástarsæla skiptust á og síðast en ekki síst mikið sungið. Þar var Andri fremstur meðal jafningja. Með gítarinn í hendi stjórnaði hann hópnum og seiddi fram úr hljóðfær- inu hin fjölbreytilegustu hljóð og stemningar. Hann var „performer“ að eðlisfari og naut þess að vera miðpunkturinn. Hann gat enda ver- ið með afbrigðum fyndinn og hrifið aðra með sér. En hann gat líka sökkt sér djúpt niður í tveggja manna tal af einlægni og sam- kennd. Oftar en ekki snerist slíkt tal upp í vangaveltur um framtíð- ina. Hann var aldrei í vafa um, að framtíðin myndi hafa eitthvað stór- fenglegt í för með sér og var óhræddur við að byggja sér borgir og ræða þær af einlægni við aðra. Það er kaldhæðni örlaganna að skömmu fyrir áfallið var viðtal við Andra í Ríkisútvarpinu í þættinum „Að láta drauma rætast“ þar sem hann lýsti draumum sínum og hvernig hann hefði staðið af sér erfið veikindi. Hann leit svo á að nú væri hann að hefja nýjan starfs- feril, fullan af tækifærum. En ör- lögin höfðu ætlað honum annað hlutverk. Lífshlaup Andra sýnir okkur sem eftir stöndum á harka- legan hátt hversu hverful gæfan er og hversu lífið getur í einni svipan snúist upp í andstæðu sína. Innileg- ustu samúðarkveðjur sendi ég Elvu Ósk, Agnesi og Benedikt, föður hans og bróður. Þitt bros – svo bjart. Þinn hugur – svo frjáls. Þín von – svo sterk. Þitt líf – svo stutt – þitt líf. Brynhildur G. Flóvenz. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi ÁRNI GESTSSON, Efstaleiti 14, Reykjavík, andaðist á Líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi, laugardaginn 28. desember. Jónína Árnadóttir, Már Jónsson, Gestur Árnason, Judith Anna Hampshire, Börkur Árnason, Lísa-Lotta Reynis Andersen, Ásta Árnadóttir, Jón Grétar Margeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. UM ÁRAMÓT taka í gildi ný lög um útlendinga og atvinnuréttindi þeirra. Við það falla úr gildi eldri lög um eft- irlit með útlendingum frá 1965 og lög um atvinnuréttindi útlendinga frá 1994. Með lögunum og reglugerð sem þeim fylgir eru talsvert miklar breyt- ingar gerðar, t.d. varðandi dvalar- leyfi útlendinga á Íslandi. Má þar nefna sérstakt ákvæði sem fjallar um dvalarleyfi aðstandenda þeirra sem búa á Íslandi og nýtt ákvæði sem kveður á um skyldu til að sækja nám- skeið í íslensku til að útlendingar geti fengið búseturétt. Þá má nefna að greinarmunur verður gerður á því hvort fólk hefur sérþekkingu/sér- staka hæfileika eða ekki þegar dval- arleyfi er veitt. Af þessu tilefni efnir Alþjóðahús til málstofu hinn 7. janúar 2003 kl. 20 á Hverfisgötu 18, þar sem farið verður yfir helstu breytingar og þær rædd- ar. Allir eru velkomnir og það þarf ekki að tilkynna þátttöku með fyrir- vara. Þess má geta að í febrúar fara fram fræðslufundir um þessi málefni í Alþjóðahúsi sem verða túlkaðir á ensku, pólsku og rússnesku. Kynna ný útlend- ingalög HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær karlmann á sjötugs- aldri í fjögurra mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir skilasvik. Sannað þótti að honum hefði verið ljóst að hann hafði verið úrskurð- aður gjaldþrota er hann ráðstafaði hlutabréfum sínum í útgerðarfélagi á þann veg að þær eigur bús hans kæmu lánardrottnum þess ekki að gagni. Í dómnum segir að á þeim tíma sem salan á hlutabréfunum fór fram hafi ákærði átt í miklum erf- iðleikum. Andvirði hlutabréfanna hafi að öllu leyti gengið til að greiða skuldir tveggja útgerðarfélaga og það muni hann hafa gert til að firra syni sína refsiábyrgð, en ákærði fékk sjálfur ekkert af andvirði hlutabréfanna. Þá segir að við ákvörðun refs- ingar hafi borið að hafa í huga að langur tími leið frá því að maðurinn framdi brotið og það upplýstist hjá skiptastjóra og þangað til ákæra var gefin út á hendur honum. Muni þar mestu hve langur tími leið þangað til skiptastjóri sendi málið til ríkislögreglustjóra. Finnbogi Alexandersson héraðs- dómari kvað upp dóminn. Verjandi ákærða var Örn Clausen hrl. Málið sótti Helgi Magnús Gunnarsson, fulltrúi ríkislögreglustjóra. Fjögurra mánaða fangelsi fyr- ir skilasvik FJÓRUM starfsmönnum var sagt upp hjá kjúklingaframleiðandanum Reykjagarði á Hellu í gær og greindu stjórnendur fyrirtækisins frá ýmsum skipulagsbreytingum til hagræðingar í rekstri. Sigurður Rúnar Sigurðsson, slát- urhússtjóri Reykjagarðs, sagði í gær að ekki væri gert ráð fyrir frekari uppsögnum. Um 50 manns starfa hjá fyrirtækinu. Hann sagði að íslenskir kjúklingaframleiðendur hefðu átt erfitt uppdráttar að undanförnu, sérstaklega vegna þess að margir væru á markaðnum og undirbyðu hver annan. Jafnvel væri verið að bjóða vöruna undir kostnaðarverði á framleiðslunni. Uppsagnir hjá Reykja- garði á Hellu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.