Morgunblaðið - 31.12.2002, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 31.12.2002, Qupperneq 38
MINNINGAR 38 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Auður BrynþóraBöðvarsdóttir fæddist á Laugar- vatni 13. júlí 1915. Hún lést á Landspít- ala í Fossvogi 19. desember síðastlið- inn. Auður var dóttir hjónanna Böðvars Magnússonar, bónda á Laugarvatni, f. 25.12. 1877, og Ing- unnar Eyjólfsdóttur, f. 2.8. 1873. Systkini Auðar eru: Ragn- heiður, f. 7.11. 1899, d. 10. sept. 2000, Magnús, f. 18.6. 1902, d. 12.11. 1971, Arnheiður, f. 14.7. 1904, d. 27.3. 2000, Laufey, f. 24.11. 1905, d. 6.11. 1974, Hrefna, f. 26.11. 1906, d. 8.7. 1976, Magnea, f. 20.3. kvæntur Berglindi Eymarsdóttur. Börn Hjalta eru Karlotta, Ari Hall- dór og Elías Bjarnfinnur. Börn Jóns Inga eru Klara Dögg og Erna Guðrún. Börn Birgis eru Eymar Andri og Arnar Daði. 2) Ingunn, f. 3.5. 1945, gift Agnari Friðrikssyni, framkvæmdastjóra í Grimsby í Englandi, f. 14.7. 1945. Börn þeirra: Brynjar, sambýliskona hans er Judith Ann Goll, og Krist- ín. 3) Rannveig, f. 31.8. 1947, fyrri maður Sturla Pétursson, f. 18.9. 1945, d. 7.4. 1990. Þau skildu. Son- ur þeirra er Pétur. Seinni maður Jónas Ágústsson framkvæmda- stjóri, f. 14.10. 1949. Börn; Auður, sambýlismaður hennar er Jóhann Harðarson, og Ingvi. Dóttir Péturs er Ylfa Kristín. Auður og Hjalti bjuggu á Eyr- arbakka 1940–1942 og fluttu þá til Reykjavíkur og áttu heima þar síð- an, lengst af í Eskihlíð 12. Útför Auðar verður gerð frá Há- teigskirkju fimmtudaginn 2. jan- úar og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1908, d. 22.5. 1977, Hlíf, f. 11.4. 1909, Sig- ríður, f. 29.8. 1912, d. 19.4. 1990, Lára, f. 25.8. 1913, Anna, f. 19.6. 1917, d. 2.12. 1989, og Svanlaug, f. 24.12. 1918. Auður giftist 31.1. 1940 Hjalta Bjarn- finnssyni búfræðingi frá Eyrarbakka, f. 14.3. 1917, d. 31.5. 1984. Börn Auðar og Hjalta eru: 1) Bjarn- finnur, húsasmiður, f. 23.12. 1939, kvæntur Ernu Jónsdóttur, bankastarfs- manni, f. 30.1. 1943. Börn; Hjalti, kvæntur Elísabetu Halldórsdóttur, Jón Ingi, sambýliskona hans er Sigrún Karlsdóttir, og Birgir, Í hartnær 40 ár hef ég verið þeirrar miklu gæfu og ánægju aðnjótandi að umgangast Auði Böðvarsdóttur, sem nú hefur kvatt þennan heim. Auður er einhver eftirminnilegasta mann- eskja, sem ég hef nokkurn tíma kynnst, hljóðlát, hógvær, vel lesin í hvívetna, með einstaklega gott og já- kvætt hjartalag, sem við sem henni kynntumst náið fengum ríkulega að njóta. Auður ólst upp á stóru heimili for- eldra sinna austur í Árnessýslu, nán- ar tiltekið á Laugarvatni, í faðmi for- eldra sinna þeirra Böðvars og Ingunnar ásamt ellefu systkinum, einum bróður og tíu systrum. Eins og gefur að skilja var í mörg horn að líta á þessu stóra og gestkvæma heimili og á unglingsárum sínum tók Auður virkan þátt í daglegum heimilisstörf- um á Laugarvatni. Á þeim árum stundaði Auður jafnframt nám við Héraðsskólann á Laugarvatni í einn vetur, vann við símstöðina á Laug- arvatni og við skólann á staðnum. Þá sótti Auður námskeið í matreiðslu og saumaskap á þessum árum. Hinn 31. janúar 1940 kvæntist Auður Hjalta Bjarnfinnssyni frá Eyrarbakka, sem hafði stundað ráðsmennsku á Laug- arvatni. Hjalti lauk búfræðinámi frá Hvanneyri, sótti vélstjóranámskeið á Stokkseyri og stundaði þaðan sjó- mennsku fyrstu árin eftir giftingu þeirra Auðar. Árið 1942 fluttu þau Auður og Hjalti til Reykjavíkur, þar sem þau bjuggu alla tíð, lengst af í Eskihlíð 12. Hjalti starfaði lengi sem stjórnandi kolakranans við Reykja- víkurhöfn hjá Kolum og salti hf., eða allt til 1959, er hann ásamt tveimur öðrum stofnaði fyrirtækið Etnu hf., sem hann starfaði við og stjórnaði allt til þar til hann lést árið 1984, langt fyrir aldur fram. Heimili þeirra Auð- ar og Hjalta var eftirminnilegt fyrir margra hluta sakir. Mikið bókasafn Hjalta setti sinn svip á heimilið og umræðuna sem þar fór fram. Þau voru gestrisin svo um munaði og var heimili þeirra tíðsótt af ættingjum og vinum bæði af Reykjavíkursvæðinu og austan úr sveitum. Þau bæði voru einkar næm á vel skrifað orð, tónlist og fallega dregnar línur í myndum, sem prýddu veggi heimilisins. Þá voru þau afar áhugasöm um þjóðmál, ekki í flokkspólitískum skilningi, heldur frekar frá sjónarhorni réttlæt- is og sanngirni öllum þjóðfélagsþegn- um til handa. Réttlætiskennd var þeim í blóð borin og mótaði afstöðu þeirra til manna og málefna hverju sinni. Mér eru minnisstæðar margar ánægjustundirnar á þeirra heimili, þar sem snarpt var deilt um helstu mál líðandi stundar og oftast fannst mér Auður hafa lög að mæla. Reynd- ar var áhugasvið þeirra beggja svo vítt að sjaldan kom eitthvert það mál til umræðu, þar sem komið var að tómum kofunum hjá þeim, og þau höfðu ekki sitthvað vitlegt til mál- anna að leggja. Ekki má gleyma mikl- um spilaáhuga þeirra Auðar og Hjalta og ósjaldan var gripið í spilin á heimilinu og tekin ein berta eða tvær. Jafnan spiluðu systurnar og fjöl- skyldur þeirra brids og félagsvist reglulega. Á síðari árum eignaðist Auður sérlega góðar vinkonur, en hún spilaði allt fram á síðustu vikur víða um borgina í félagsmiðstöðvum aldraðra með Hlíf systur sinni, sem ég veit að var Auði ómetanlegt. Eftir andlát Hjalta stundaði Auður prjónamennsku af atorku og af slíkri snilld, sem víða hefur farið. Hannyrð- ir hvers kyns léku í höndum Auðar og sjaldan lét hún verk úr hendi falla. Með prjónaskap á efri árum náði Auður að drýgja tekjur sínar svo að með ólíkindum var. Jafnframt tók hún virkan þátt í uppeldi barna- barnanna. Oft dvaldi Auður á sumrin á Laugarvatni, þar sem systurnar höfðu afnot af hluta af Bjarkarlundi í byggðinni sjálfri, og á síðari árum af sumarbústöðum, sem fjölskyldur af- komenda þeirra Böðvars og Ingunn- ar höfðu byggt í Skógarlundi, vestan við byggðina á Laugarvatni. Minnis- stæð eru sumarsíðkvöldin, er Anna systir hennar kom niður til að spila brids með okkur gestkomendum. Með fylgdu sögur af æskuárunum þeirra systra þar á staðnum, sem við hlustuðum á af athygli. Með spila- mennskunni voru þjóðmálin rædd fram og aftur af miklum áhuga. Börn- in okkar Ingunnar, þau Brynjar og Kristín, dvöldu oft langdvölum þar eystra með afa sínum og ömmu, og ömmu Auði á síðari árum. Þar og þá lærðu þau að meta náttúruna, bera virðingu fyrir öllu sem kvikt er, meta gróðurinn og umhverfið í víðasta skilningi. Umhverfismál, verndun óbyggðanna og náttúru landsins voru sérstakt áhugamál Auðar, einkum þó á síðari árum. Lét hún skoðanir sínar í ljós af mikilli sannfæringu, sem bar keim af einlægri virðingu Auðar fyrir landinu og þeirri ábyrgð sem hvílir á okkur þegnum þessa oft harðbýla lands að ganga varlega um það og af hógværð. Betra og hollara uppeldi hverju barni er vart unnt að hugsa sér og veit ég að börnin okkar Ing- unnar eru ömmu sinni ævarandi þakklát fyrir hvernig henni tókst á sinn einstaka máta að auðga æsku þeirra, víkka sjóndeildarhringinn og fyrir þau sérlega jákvæðu áhrif, sem hún hefur haft á uppeldi þeirra og þroska. Ég kveð Auði með miklum söknuði, og þakklæti fyrir allt það góða og já- kvæða sem hún skilur eftir sig. Agnar Friðriksson. Söknuður er mér efst í huga þegar ég kveð systur mína og vinkonu, Auði Böðvarsdóttur. Nú get ég ekki lengur hringt á kvöldin og spjallað við hana um viðburði dagsins og margt þar fyrir utan. Í stað þess hef ég minning- arnar að orna mér við, allt frá þeim tíma sem við systkinin vorum öll sam- an í foreldrahúsum á Laugarvatni – ellefu systur og einn bróðir. Lífs- brautir okkar Auðar héldu áfram að liggja saman, sérstaklega seinni árin, og hafa samvistirnar við hana ávallt verið mér til góðs. Við Auður tókum að okkur verkefni í nokkur ár sem var okkur bæði til gagns og gleði. Og síð- ar, á efri árum, leyfðum við okkur þann munað að sitja við bridgeborðið tvisvar í viku og stundum oftar og nutum þess að vera til. Þessar spilast- undir gáfu okkur í raun og veru miklu meira. Við kynntumst góðu og skemmtilegu fólki sem alltaf er ómet- anlegt í þessu lífi. Það var alltaf dýr- mætt að eiga Auði að ef hjálpar var þörf. Það munaði um hana því að hún var hagsýn, verklagin og fljótvirk. Nú er Auður horfin sjónum, en því meira AUÐUR BRYNÞÓRA BÖÐVARSDÓTTIR Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EGGERT A. SIGURÐSSON, Miðgarði 10, Keflavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans föstu- daginn 27. desember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 3. janúar kl. 13.30. Elísabet Lúðvíksdóttir, Guðrún Eggertsdóttir, Kristján Guðmundsson, Lúðvík J. Eggertsson, Agnes D. Friðriksdóttir, Jenný Olga Eggertsdóttir, Gunnar Þór Þórmarsson, Helga Ágústa Eggertsdóttir, Bragi Páll Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær faðir okkar, sonur og bróðir, GUNNAR INGI LÖVDAL, Blásölum 24, Kópavogi, lést af slysförum. Jónas Ingólfur Gunnarsson, Sonný Gunnarsdóttir, Sunna Lind Gunnarsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Hafsteinn Á. Ársælsson, Edvard Lövdal, Elsa Pálsdóttir, og systkini hins látna. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR EYVINDS, Sóltúni 2, áður til heimilis á Bárugötu 14, Reykjavík, lést á Sóltúni 2, föstudaginn 27. desember. Jarðsungið verður frá Fossvogskapellu þriðju- daginn 7. janúar kl. 13.30. Þröstur Eyvinds, Sigurlaug Kr. Bjarnadóttir, Sigrún Ragnarsdóttir, Skúli Ólafsson, Fjóla Ragnarsdottir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SVERRIR SIGFÚSSON, Hringbraut 67, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 17. desember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey í Hafnarfirði. Kærar þakkir til þeirra sem hafa sýnt okkur hlýhug. Einnig eru starfsfólki á Landakoti og á Hrafnistu í Hafnarfirði færðar þakkir fyrir góða umönnun og stuðning. Sólveig Þórðardóttir, Þórður Sverrisson, Hafrún Dóra Júlíusdóttir, Ingibjörg G. Sverrisdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUNNAR MAGNÚS DAVÍÐSSON, Þiljuvöllum 37, Neskaupstað, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað föstudaginn 27. desember. Útförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju laugar- daginn 4. janúar kl. 14.00. Nikólína Halldórsdóttir, Lilja Dóra Gunnarsdóttir, Ingibergur Elíasson, Rúnar Már Gunnarsson, Aldís Stefánsdóttir, Víglundur Jón Gunnarsson, Jóna Björg Óskarsdóttir, Dagný Petra Gunnarsdóttir, Magni Björn Sveinsson og barnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGVAR INGVARSSON, Elliheimilinu Grund, áður Safamýri 25, lést fimmtudaginn 27. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðju- daginn 7. janúar kl. 15.00. Guðni Þór Ingvarsson, Matthildur Hjartardóttir, Sigurjón Ingvarsson, Magnús Þór Jónsson, Aðalheiður Gústafsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN HELGADÓTTIR, Ártúni, Stöðvarfirði, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup- stað aðfaranótt laugardagsins 28.desember. Jarðarförin fer fram frá Stöðvarfjarðarkirkju laugardaginn 4. janúar kl. 14. Svanhvít Björgólfsdóttir, Hávarður Helgason, Kolbrún Björgólfsdóttir, Magnús Kjartansson, Berglind Björgólfsdóttir, Hafþór Valentínusson, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.