Morgunblaðið - 31.12.2002, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 31.12.2002, Qupperneq 39
hugsa ég til hennar með þökk í huga. Ég bið henni Guðs blessunar og votta aðstandendum samúð mína. Hlíf Böðvarsdóttir. Ég kveð elskulega móðursystur mína með eftirsjá. Það var gott að koma til Auðar frá amstri hversdags- ins. Auður hafði lifandi áhuga og skoðanir á svo ótal mörgu og fylgdist vel með þjóðfélagsumræðunni og dægurmálum. Hún var víðlesin, ætt- fróð og minnug og oft leitaði ég til hennar þegar ættarbókin okkar var skráð fyrir nokkrum árum. Auður var mikill náttúruunnandi og síðustu misserin átti náttúruvernd hug henn- ar allan. Einn af eftirlætisstöðum hennar voru Laugarvatnsvellirnir og gamli konungsvegurinn frá Gjábakka að Laugarvatni sem er enn á sínum stað og vellirnir nær óspilltir af skóg- rækt og vegagerð. En blikur eru á lofti á þessum yndislega stað eins og svo víða í landinu okkar. Stundum rifjuðum við upp minningar frá gamla bænum á Laugarvatni, afa og ömmu. Það var bjart og hlýtt yfir þessum minningum og alltaf fann ég sterkt hversu mikla virðingu og væntum- þykju Auður bar til ömmu og afa. Við áttum líka sameiginlegar minningar heiman úr Bjarkarlundi, dýrmætar samverustundir þegar frænkur og frændur komu heim til afa og ömmu og undu þar í lengri eða skemmri tíma á sumrin. Í minningunni finnst mér alltaf hafa verið sól og alltaf stór- afmæli hjá ömmu. Ég mun sakna allra samveru- stundanna, trúnaðartraustsins og vináttunnar. Þegar erfiðleikar steðj- uðu að í okkar litlu fjölskyldu var Auður til staðar til að hugga á sinn hljóðláta hátt og fyrir það er ég æv- inlega þakklát. Ég votta Bjarnfinni, Ingunni og Rannveigu og fjölskyld- um þeirra innilega samúð mína. Bergljót Magnadóttir. Látin er kær frænka mín Auður Böðvarsdóttir frá Laugarvatni. Mig langar til að kveðja hana með nokkrum minningarorðum, en finn mig jafnframt vanhæfa til þess. Hug- urinn leitar langt aftur í tímann, til ársins 1940 að ég held. Auður kom þá í heimsókn að Minniborg til þess að hitta systur sína Ragnheiði, hún var á leið niður að Eyrarbakka til þess að byrja að búa þar, þá nýgift Hjalta Bjarnfinnssyni frá Eyrarbakka. Ég unglingurinn skynjaði hve Auður var hamingjusöm ung stúlka. Sérstak- lega vel klædd eftir nýjustu tísku og geislaði af gleði. Ég öfundaði hana af flottu kápunni og skónum. Nú var Auður fallegust systra mömmu, sagði mamma. Þetta var hennar tími. Hver systir átti sinn tíma sem fallegust í augum mömmu sem var elst af ellefu systrum. Svo liðu árin og við Einar fengum leigða stofu hjá Auði og Hjalta í nokkra mánuði á Lokastíg 18. Þá, eins og nú, var erfitt að fá hús- næði og vorum við mjög þakklát fyrir að fá að búa hjá þeim. Hjá Auði eign- aðist ég mitt fyrsta barn og fann ég strax hve hún var barngóð og ráðholl og vildi mér vel án þess að vera með nokkra afskiptasemi, enda hefur mér fundist Auður taka við erfiðleikum lífsins hughraust og tilbúin til þess að gera sitt besta. Sannkölluð hetja í löngu heilsuleysi nú síðustu ár. Þó að Auður væri hlédræg að eðl- isfari var hún einörð í skoðunum og rökföst þar sem hún vildi hafa áhrif og fór ekki milli mála að hún var bjargfastur umhverfissinni. Hún vildi fara vel með landið og eiga það eins og það er frá náttúrunnar hendi. Sómakonan Auður frænka hefur kvatt þetta líf sem hún tók þátt í og naut þess eins og hún mögulega gat, henni féll aldrei verk úr hendi prjón- aði listrænar flíkur, hún var svo verk- lagin eins og þær systur allar. Og ekki síst hafði hún gaman af að spila á spil og átti góðar vinkonur í þeim hópi. Við Einar kveðjum Auði með sökn- uði og vottum börnum hennar og öðr- um aðstandendum innilega samúð. Ólöf Stefánsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Auði Brynþóru Böðvarsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2002 39 Okkar elskulega móðir, tengdamóðir og amma, MÁLFRÍÐUR ERLA LORANGE, Bláskógum 9, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu- daginn 3. janúar kl. 13.30. Jóhann Ingi Gunnarsson, Guðfinna Nanna Gunnarsdóttir, Steindór Gunnarsson, Erna Benediktsdóttir, Aðalheiður Gunnarsdóttir, Björn Erlingsson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HERMÍNA MARINÓSDÓTTIR, síðast til heimilis í Aðalstræti 4, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Seli aðfaranótt laug- ardagsins 21. desember. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 3. janúar kl. 13.30. Sigurður Víglundsson, Aðalbjörg Garðarsdóttir, Jónína Víglundsdóttir, Þórir Björnsson, Gunnbjörg Helga Víglundsdóttir, Stefán Runólfsson, Jóhanna Alfa Víglundsdóttir, Gústaf Sigurlásson, Ingimar Víglundsson, Geirþrúður Elísdóttir, Smári Víglundsson, Ragnheiður Víglundsdóttir, Garðar Pétursson, Sóley Víglundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, AUÐUR BRYNÞÓRA BÖÐVARSDÓTTIR, sem lést fimmtudaginn 19. desember, verður jarðsungin frá Háteigskirkju fimmtudaginn 2. janúar kl. 13.30. Bjarnfinnur Hjaltason, Erna Jónsdóttir, Ingunn Hjaltadóttir, Agnar Friðriksson, Rannveig Hjaltadóttir, Jónas Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir minn, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR MARÍASSON, áður til heimilis á Tangagötu 31, Ísafirði, verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju laugar- daginn 4. janúar kl. 14.00. Hafliði Guðmundsson, Arndís Sigurðardóttir og aðrir aðstandendur. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og systir, BERGÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 19. desember. Jarðarförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 3. janúar kl. 13.30. Róbert Róbertsson, Hulda M. Róbertsdóttir, Michael A. Otero, Sigurður A. Róbertsson, Erna B. Róbertsdóttir, Jórunn H. Sigurðardóttir og barnabörn. Ástkær dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GOLDA HELEN MONTGOMERY, Fálkagötu 5, Reykjavík, sem lést laugardaginn 21. desember, verður jarðsungin frá Neskirkju þriðjudaginn 7. janúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Hilda Marie Montgomery, Jón Þór Sveinbjörnsson, Margrét Jóna Sveinsdóttir, Stefán Sveinbjörnsson, Hallbjörg Karlsdóttir, Jónína María Sveinbjarnardóttir, Haraldur Guðbjartsson, Hrafnhildur Sveinbjörnsdóttir, Helgi A. Nielsen, ömmubörn og langömmubörn. Elskuleg frænka okkar, ANNA INGUNN BJÖRNSDÓTTIR, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar- daginn 28. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Björn Kristjánsson, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Óli Jón Bogason, Guðríður Bogadóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS INGJALDSSON, áður Kleppsvegi 76, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sunnudaginn 29. desember. Júlíana Árnadóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. JÓN LEVÍ JÓNSSON, áður til heimilis á Bergþórugötu 6, lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn 26. desember. Vandamenn. Sambýlismaður minn og faðir, JÓN BENEDIKTSSON, Höfnum á Skaga, er látinn. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurlaug Magnúsdóttir, Birna Jónsdóttir. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGMUNDUR BALDVINSSON, Borgarvegi 36, áður Reykjanesvegi 46, Reykjanesbæ, lést miðvikudaginn 25. desember sl. Útför hans fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 3. janúar kl. 14.00. Anna Magnúsdóttir, Magnús Þór Sigmundsson, Jenný Borgedóttir, Brynjar Sigmundsson, Anne Sigmundsson, Ósk Sigmundsdóttir, John Cramer, Pétur Baldvinsson, Baldvin Baldvinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.