Morgunblaðið - 31.12.2002, Side 43
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2002 43
VGK verkfræðistofa hf. ákvað á síð-
asta ári að gefa árlega ákveðna fjár-
upphæð til góðgerðarmála. Á síð-
asta ári var styrkur veittur
Mæðrastyrksnefnd, en nú í ár var
ákveðið að styrkja Sambýlið, Barða-
stöðum 35, sem tekið var í notkun
nú rétt fyrir jólin, með fjárhæð að
upphæð 150.000 kr. Á myndinni sem
tekin var við afhendingu styrksins,
eru talið frá hægri, Ragnar Krist-
insson stjórnarformaður VGK, Lín-
ey Ólafsdóttur forstöðukona sem
veitti styrknum viðtöku fyrir hönd
Sambýlisins, og Einar Gunnlaugs-
son frá VGK verkfræðistofu.
VGK styrkir Sambýlið,
Barðastöðum 35
SKEMMTANAHALD í
borginni gekk að mestu
áfallalaust fyrir sig um
helgina, fyrir utan nokk-
ur smáóhöpp. Sama verð-
ur ekki sagt um meðhöndlun flug-
elda. Mjög mikið hefur verið um
tilkynningar frá fólki þar sem kvart-
að er undan sprengingum og flug-
eldaskotum. Þá hafa orðið mörg
rúðubrot vegna sprenginga þar sem
„kínverjar“ eru límdir við rúður og
þeir síðan sprengdir.
Níu ökumenn voru teknir vegna
gruns um ölvun við akstur og fimm-
tán fyrir hraðakstur. Tilkynnt var
um 28 umferðaróhöpp og var um
meiðsl að ræða í tveim tilvikum.
Á föstudaginn varð umferðar-
óhapp á Vesturlandsvegi við Álfs-
nes, þar sem fjórar bifreiðar rákust
saman. Bifreið á leið norður var
stöðvuð við afleggjarann að Víðinesi
vegna umferðar á móti. Bifreið sem
kom á eftir lenti á kyrrstæðu bif-
reiðinni og kastaði henni í veg fyrir
bifreiðar sem komu á móti. Lenti
bifreiðin á tveim bifreiðum en önnur
þeirra hafnaði utan vegar. Flytja
þurfi sex á slysadeild en meiðsl
þeirra voru talin minniháttar. Allar
bifreiðarnar voru fluttar af vett-
vangi með kranabifreið. Loka varð
Vesturlandsvegi í um klukkustund.
30 innbrot tilkynnt um helgina
Tilkynnt var um 30 innbrot um
helgina, 11 þjófnaði og 38 skemmd-
arverk. Á föstudaginn var tilkynnt
um grunsamlegan pakka við veit-
ingastað á Suðurlandsbraut. Taldi
starfsmaður staðarins að hugsan-
lega væri þarna um sprengju að
ræða. Var staðurinn rýmdur og kall-
að eftir sprengjusérfræðingi lög-
reglunnar. Í ljós kom að ekki var
um sprengju að ræða.
Á föstudag vaknaði grunur hjá
verslunareiganda í vesturbænum
um að par sem fór út úr verslun
hans hefði tekið ófrjálsri hendi
GPS-tæki að verðmæti um 80 þús-
und krónur. Náði hann númeri á bif-
reið þeirra og tilkynnti málið lög-
reglu. Var númer bifreiðarinnar
kallað út og stöðvaði lögreglan í
Hafnarfirði bifreiðina skömmu síð-
ar. Viðurkenndi fólkið þjófnaðinn og
skilaði tækinu sem það hafði falið
skammt frá versluninni.
Á sunnudagskvöld barst tilkynn-
ing frá lögreglunni í Kópavogi um
að kona og ungur drengur sem með
henni var hefðu stolið sex skottert-
um í kassa og farið á brott á bifreið
sem númer náðist af. Var þessum
upplýsingum komið komið til lög-
reglumanna. Lögreglumenn stöðv-
uðu þau síðan á Bústaðavegi með
þýfið.
Úr dagbók lögreglu 27.–30. desember
Mikið kvartað und-
an flugeldanotkun
Nota›u tækifæri› og far›u á Neti› í gemsanum flínum.
fiú getur sko›a› ve›urspána, gengi gjaldmi›la, komutíma
flugvéla, flett upp í Símaskránni e›a lesi› n‡justu fréttir.
fiegar stund gefst er líka tilvali› a› taka fram GPRS-símann
og ná í hringitóna og skjámyndir e›a fara á wappi› og sækja
tölvuleik, flví ekkert kostar a› spila til 6. janúar.
fia› kostar ekkert a›
nota WAP og GPRS frá
31.12.2002 til 06.01.2003.
WAP OG G
PRS
KOSTAR EK
KERT Í
7 daga
31.12.02
06.01.03
Gle›ilegt
n‡tt ár!
N
O
N
N
I O
G
M
A
N
N
I I Y
D
D
A
•
n
m
0
8
2
9
3
/ sia
.is
Rangur sýningarstaður
Í umsögn um málverkasýningu
Árna Bartels laugardaginn 28. des-
ember sl. var rangt farið með heim-
ilisfang sýningarstaðarins en hún er
í Hlíðarsmára 11.
Beðist er velvirðingar á mistökun-
um.
LEIÐRÉTT
HÚSGAGNAVERSLUNIN
Reynistaður á Selfossi afhenti
Sjúkrahúsi Suðurlands að gjöf
hægindastól ætlaðan börnum sem
inniliggjandi eru á sjúkrahúsinu.
Stóllinn er einkar þægilegur börn-
unum og kemur að sögn starfsfólks
í góðar þarfir. Þessi gjöf frá Reyni-
stað er ein af mörgum sem stofn-
uninni berast árlega og er það mik-
il hvatning fyrir stofnunina og
starfsfólk að finna þann mikla
stuðning sem starfsemin á í sam-
félaginu, eins og segir í þakkar-
bréfi frá Heilbrigðisstofnuninni á
Selfossi til gefenda.
Gáfu barnahæginda-
stól til sjúkrahússins
Fulltrúar gefenda og Sjúkrahúss
Suðurlands við afhendingu barna-
stólsins. Í stólnum situr Esther Ósk-
arsdóttir, framkvæmdastjóri Heil-
brigðisstofnunarinnar á Selfossi.
Morgunblaðið/Sig. Jónsson
Selfoss