Morgunblaðið - 31.12.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 31.12.2002, Blaðsíða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2002 43 VGK verkfræðistofa hf. ákvað á síð- asta ári að gefa árlega ákveðna fjár- upphæð til góðgerðarmála. Á síð- asta ári var styrkur veittur Mæðrastyrksnefnd, en nú í ár var ákveðið að styrkja Sambýlið, Barða- stöðum 35, sem tekið var í notkun nú rétt fyrir jólin, með fjárhæð að upphæð 150.000 kr. Á myndinni sem tekin var við afhendingu styrksins, eru talið frá hægri, Ragnar Krist- insson stjórnarformaður VGK, Lín- ey Ólafsdóttur forstöðukona sem veitti styrknum viðtöku fyrir hönd Sambýlisins, og Einar Gunnlaugs- son frá VGK verkfræðistofu. VGK styrkir Sambýlið, Barðastöðum 35 SKEMMTANAHALD í borginni gekk að mestu áfallalaust fyrir sig um helgina, fyrir utan nokk- ur smáóhöpp. Sama verð- ur ekki sagt um meðhöndlun flug- elda. Mjög mikið hefur verið um tilkynningar frá fólki þar sem kvart- að er undan sprengingum og flug- eldaskotum. Þá hafa orðið mörg rúðubrot vegna sprenginga þar sem „kínverjar“ eru límdir við rúður og þeir síðan sprengdir. Níu ökumenn voru teknir vegna gruns um ölvun við akstur og fimm- tán fyrir hraðakstur. Tilkynnt var um 28 umferðaróhöpp og var um meiðsl að ræða í tveim tilvikum. Á föstudaginn varð umferðar- óhapp á Vesturlandsvegi við Álfs- nes, þar sem fjórar bifreiðar rákust saman. Bifreið á leið norður var stöðvuð við afleggjarann að Víðinesi vegna umferðar á móti. Bifreið sem kom á eftir lenti á kyrrstæðu bif- reiðinni og kastaði henni í veg fyrir bifreiðar sem komu á móti. Lenti bifreiðin á tveim bifreiðum en önnur þeirra hafnaði utan vegar. Flytja þurfi sex á slysadeild en meiðsl þeirra voru talin minniháttar. Allar bifreiðarnar voru fluttar af vett- vangi með kranabifreið. Loka varð Vesturlandsvegi í um klukkustund. 30 innbrot tilkynnt um helgina Tilkynnt var um 30 innbrot um helgina, 11 þjófnaði og 38 skemmd- arverk. Á föstudaginn var tilkynnt um grunsamlegan pakka við veit- ingastað á Suðurlandsbraut. Taldi starfsmaður staðarins að hugsan- lega væri þarna um sprengju að ræða. Var staðurinn rýmdur og kall- að eftir sprengjusérfræðingi lög- reglunnar. Í ljós kom að ekki var um sprengju að ræða. Á föstudag vaknaði grunur hjá verslunareiganda í vesturbænum um að par sem fór út úr verslun hans hefði tekið ófrjálsri hendi GPS-tæki að verðmæti um 80 þús- und krónur. Náði hann númeri á bif- reið þeirra og tilkynnti málið lög- reglu. Var númer bifreiðarinnar kallað út og stöðvaði lögreglan í Hafnarfirði bifreiðina skömmu síð- ar. Viðurkenndi fólkið þjófnaðinn og skilaði tækinu sem það hafði falið skammt frá versluninni. Á sunnudagskvöld barst tilkynn- ing frá lögreglunni í Kópavogi um að kona og ungur drengur sem með henni var hefðu stolið sex skottert- um í kassa og farið á brott á bifreið sem númer náðist af. Var þessum upplýsingum komið komið til lög- reglumanna. Lögreglumenn stöðv- uðu þau síðan á Bústaðavegi með þýfið. Úr dagbók lögreglu 27.–30. desember Mikið kvartað und- an flugeldanotkun Nota›u tækifæri› og far›u á Neti› í gemsanum flínum. fiú getur sko›a› ve›urspána, gengi gjaldmi›la, komutíma flugvéla, flett upp í Símaskránni e›a lesi› n‡justu fréttir. fiegar stund gefst er líka tilvali› a› taka fram GPRS-símann og ná í hringitóna og skjámyndir e›a fara á wappi› og sækja tölvuleik, flví ekkert kostar a› spila til 6. janúar. fia› kostar ekkert a› nota WAP og GPRS frá 31.12.2002 til 06.01.2003. WAP OG G PRS KOSTAR EK KERT Í 7 daga 31.12.02 06.01.03 Gle›ilegt n‡tt ár! N O N N I O G M A N N I I Y D D A • n m 0 8 2 9 3 / sia .is Rangur sýningarstaður Í umsögn um málverkasýningu Árna Bartels laugardaginn 28. des- ember sl. var rangt farið með heim- ilisfang sýningarstaðarins en hún er í Hlíðarsmára 11. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. LEIÐRÉTT HÚSGAGNAVERSLUNIN Reynistaður á Selfossi afhenti Sjúkrahúsi Suðurlands að gjöf hægindastól ætlaðan börnum sem inniliggjandi eru á sjúkrahúsinu. Stóllinn er einkar þægilegur börn- unum og kemur að sögn starfsfólks í góðar þarfir. Þessi gjöf frá Reyni- stað er ein af mörgum sem stofn- uninni berast árlega og er það mik- il hvatning fyrir stofnunina og starfsfólk að finna þann mikla stuðning sem starfsemin á í sam- félaginu, eins og segir í þakkar- bréfi frá Heilbrigðisstofnuninni á Selfossi til gefenda. Gáfu barnahæginda- stól til sjúkrahússins Fulltrúar gefenda og Sjúkrahúss Suðurlands við afhendingu barna- stólsins. Í stólnum situr Esther Ósk- arsdóttir, framkvæmdastjóri Heil- brigðisstofnunarinnar á Selfossi. Morgunblaðið/Sig. Jónsson Selfoss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.