Morgunblaðið - 31.12.2002, Side 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÞAÐ mun hafa verið á sl. hausti, sem
ég átti símtal við Styrmi Gunnarsson
ritstjóra og spurði hann hvort ekki
mætti vænta þess að Morgunblaðið
endurreisti mannorð Jóns Blöndal
hagfræðings, en blaðið lagði hann í
einelti um miðjan fimmta áratug lið-
innar aldar. Sakirnar voru þær einar
að Jón Blöndal var í hópi „lögskiln-
aðarmanna“, en þeir vildu fresta
skilnaði við Dani um sinn. Töldu að
„hraðskilnaður væri einkum til þess
að eiga hægra um vik að þjóna hags-
munum Bandaríkjanna. Þeir Jón
Blöndal og Finnbogi Rútur Valdi-
marsson, fyrrum ritstjóri Alþýðu-
blaðsins, gáfu út tímaritið Útsýn“, en
það blað skýrði fyrst íslenskra blaða
frá tilmælum ríkisstjórnar Banda-
ríkjanna 1945 til ríkisstjórnar Ís-
lands um að fá 3 landsvæði á Íslandi,
Keflavíkurflugvöll, Skerjafjörð og
Hvalfjörð, til leigu sem herstöðvar til
99 ára. Jón Blöndal ritaði fjölmargar
greinar í Allýðublaðið og Skutulblað
ísfirskra jafnaðarmanna.
Friðfinnur Ólafsson, móðurbróðir
Jóns Baldvins Hannibalssonar, bauð
mér með sér síðsumars árið 1946.
Við höfðum þá haft náið samstarf í
kosningum þeim er færðu Gylfa Þ.
Gíslasyni þingsæti. Höfðum ásamt
harðsnúnu liði hótað klofningi Al-
þýðuflokksins ef Gylfa yrði ekki
tryggt öruggt þingsæti.
Friðfinnur var starfsmaður gjald-
eyrisnefndar. Um þessar mundir
komu hingað til lands „jeppar“. Frið-
finnur bauð okkur Sveini Helgasyni
stórkaupmanni að fara með sér vest-
ur í Djúp. Hannibal Valdimarsson
kom á vélbát frá Ísafirði að sækja
okkur ferðafélagana. Við fórum í
Æðey og hlýddum á Ásgeir bónda
flytja ljóð Einars Benediktssonar.
Þau kunni hann öll utanbókar. Síðan
fórum við í Ögur, þar var Hafliði
bróðir Friðfinns og mágur Hanni-
bals. Síðan héldum við til Ísafjarðar
og dvöldumst þar eina nótt. Mér er
einkum minnisstætt kvöldið, þá las
Hannibal það sem hann kallaði „að-
senda merkisgrein“ sem mun hafa
verið eftir bróður hans Finnboga
Rút. Greinin fjallaði um herstöðvar-
tilmæli Bandaríkjamanna. Finnbogi
Rútur kallaði Ásgeir Ásgeirsson
Loðinn lepp og Stefáni Jóhanni
sendi hann kaldar kveðjur. Synir
Hannibals sátu ungir sveinar á palli
og hlýddu lestrinum. Þeir voru Jón
Baldvin, Arnór og Ólafur. Jón Blön-
dal hagfræðingur ritaði fjölda greina
í Skutul, þær voru af svipuðum toga.
Ég sendi Jóni Baldvin skeyti og
spurði hann hvort ekki væri tími til
kominn að endurreisa mannorð Jóns
Blöndal, baráttufélaga Hannibals og
Finnboga Rúts, kvað Styrmi rit-
stjóra fúsan til þess að ljá honum
pláss. Jón Baldvin hefur ekki svarað
þessu skeyti mínu. Nú hvet ég hann
til þess að verða við áskorun minni.
PÉTUR PÉTURSSON,
þulur.
Hnippt í Jón Baldvin
Frá Pétri Péturssyni
Jeppinn sem Friðfinnur Ólafsson færði systur sinni í Unaðsdal. Sigurður
Norðdal sagði að Unaðsdalur væri fegursta bæjarnafn á Íslandi. Pétur Pét-
ursson þulur, ferðafélagi Friðfinns, um borð í bátnum sem flutti jeppann.
Myndin er fengin frá safni sem opnað verður á Snjáfjallaströnd. Lilja
Helgadóttir og Ólafur Egilbertsson léðu myndina góðfúslega.
ÞAÐ var hér einn blíðviðrisdaginn í
fyrra, í svipuðu tíðarfari og nú um
stundir, að undirritaður stóðst ekki
mátið og opnaði hænsnakofann til að
lofa hænunum að spóka sig í góða
veðrinu enda sólskin. Um er að ræða
gamla íslenska hænsnastofninn,
landnámshænurnar, þessar litfögru.
Eru þetta hænur af venjulegri stærð
og svo dverghænur af sama stofni,
hálfgerðar maddömur, sem maður
nokkur á Ísafirði gaf konu minni.
Jæja. Líður nú á daginn og sól
gengur undir. Fer þá húsfreyjan að
huga að því að láta hænurnar inn. En
hvað sér konan? Hún sér að hún
Litla-Hvít húkir á steypta vatnsrör-
inu og hún Litla-Brún situr við hlið-
ina á henni og breiðir annan vænginn
sinn yfir hana, eins og hún sé að
vernda hana og passa. Þegar nánar
er að gáð, kemur í ljós að Litla-Hvít
er orðin lasin og hefur sig ekki inn í
hænsnakofann, þrátt fyrir að orðið
sé kalt og hráslagalegt. Þótt allar
hinar hænurnar séu komnar inn til
sín, tekur Litla-Brún að sér hjúkr-
unarkonuhlutverkið og hlynnir að
vinkonu sinni á þann fallega hátt sem
að framan greinir og veitir henni
hlýju sína. Þetta þótti konunni ein-
stök og fögur sjón. Því miður náðist
ekki ljósmynd af atvikinu. En Litla-
Hvít var sett á sjúkradeild ásamt
vinu sinni Litlu-Brún henni til
trausts og halds og náði sér fljótlega.
Stundum leyfa menn sér að tala
um skynlausar skepnur. Ætli hún
Litla-Brún falli í þann flokk?
HALLGRÍMUR SVEINSSON,
Hrafnseyri.
Skynlausar skepnur?
Hallgrímur Sveinsson skrifar