Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ UPPSJÁVARFISKISKIP Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf., Hólmaborgin og Jón Kjartansson, héldu til veiða á miðnætti í fyrrinótt eftir afar fengsælt ár í fyrra, en Hólmaborgin SU veiddi rúm 93 þúsund tonn af upp- sjávarfiski á árinu 2002 sem er meira en nokkurt ís- lenskt fiskiskip hefur borið til lands af afla á einu ári áður. Jón Kjartansson veiddi einnig meira á síðasta ári en nokkru sinni fyrr. Elfar Aðalsteinsson forstjóri Hraðfrystihússins sagði að skipin hefðu haldið til loðnuveiða á miðnætti og stefnt á miðin norðaustur af landinu. „Nú bíðum við og sjáum hvort framvindan í loðnu- veiðunum verður jafngóð og hún var fyrir jólin,“ sagði Elfar. Hann sagðist vera sæmilega bjartsýnn á loðnuvertíð- ina en segir afurðaverð á mjöli og lýsi ekki jafnhag- stætt í upphafi þessa árs miðað við árið áður. Það ásamt verði á olíu, sem fer nú hækkandi, hefur mikil áhrif á afkomu félagsins. ,,Nýafstaðið rekstrarár er það besta í 58 ára sögu fé- lagsins og ég á ekki von á því að fjármagnsmyndunin verði eins góð í ár. Verðþróun gjaldmiðla, afurða og olíuverðs er ekki í hagstæðustu áttina eins og er, þann- ig að ég á frekar von á að það slakni eitthvað á.“ Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Skipverjar gera klárt áður en aflaskipið Hólmaborg SU leggur úr höfn á Eskifirði í fyrrinótt. Aftur á loðnuveiðar PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra hefur skipað nýja stjórn fyr- ir Íbúðalánasjóð til næstu fjögurra ára. Gerðar eru tvær breytingar á stjórninni. Árni Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri á Sauðárkróki, víkur fyrir Birki J. Jónssyni, aðstoðar- manni félagsmálaráðherra, og Kristinn H. Gunnarsson alþingis- maður, sem var varamaður í stjórn, víkur fyrir Magnúsi B. Jónssyni, sveitarstjóra á Skaga- strönd. Aðrir í aðalstjórn eru Gunnar S. Björnsson formaður, Hákon Há- konarson varaformaður, Kristján Pálsson alþingismaður og Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur. Breytingar gerðar á stjórn Íbúðalánasjóðs BRJÓSTAKRABBAMEIN er 50% algengara hjá flugfreyjum en hjá öðrum konum á Íslandi. Þá eru flug- freyjur þrisvar sinnum líklegri til að greinast með húðkrabbamein en aðr- ar konur og flugmenn eru tíu sinnum líklegri en aðrir íslenskir karlmenn til að fá slíkt krabbamein. Talið er líklegt að ástæðan geti verið geim- geislun, en hún er mikil við norður- og suðurhvel jarðar. Vilhjálmur Rafnsson, prófessor í faraldsfræði við Háskóla Íslands, fjallar um rannsóknir sínar á Vís- indaráðstefnu skólans í dag, þar sem rannsóknir í læknadeild, tannlækna- deild og lyfjafræðideild eru kynntar. Hann hefur gert rannsóknir á ný- gengi brjóstakrabbameins hjá flug- freyjum og nýgengi húðkrabba- meins hjá flugfreyjum og flug- mönnum. Vilhjálmur segir að þegar búið sé að taka tillit til aldursdreifingar flug- freyja, aldurs þeirra þegar þær hófu störf og barneigna séu líkur á að þær fái brjóstakrabbamein um 50% meiri en hjá öðrum íslenskum konum. Rannsóknin sé sú fyrsta þar sem til- lit sé tekið til barneigna, en því fleiri börn sem konur eiga og því fyrr sem fyrsta barn fæðist, því minni verði líkurnar á að konan fái brjósta- krabbamein síðar á ævinni. Mikil geimgeislun á norðurhveli Í hópi flugfreyja mælast líkur á húðkrabbameini þrisvar sinnum meiri en hjá öðrum konum og hjá flugmönnum tíu sinnum meiri en hjá öðrum körlum. Vilhjálmur segir að ekki sé nákvæmlega vitað hvernig á því standi að fólk sem starfi um borð í flugvélum sé í aukinni áhættu að fá krabbamein, en flugáhafnir verði fyrir meiri geimgeislun en þeir sem sjaldan ferðist. „Í nútímaþotuflugi er farið í 10 kílómetra hæð og meira, þar sem geimgeislun er töluvert meiri en við sjávarmál. Menn velta vöngum yfir því hvort þetta sé skýringin. Það geta verið fleiri áhrifaþættir þarna, t.d. að flugfreyjur fljúga yfir mörg tímabelti og það er hugsanlegt að ruglingur í dægursveiflunni geti leitt til aukinnar krabbameinshættu,“ segir hann. Íslendingar taka þátt í stórri rann- sókn á flugáhöfnum á Norðurlönd- unum og segir Vilhjálmur að hvergi hafi líkur á að flugmenn fái húð- krabbamein mælst jafnmiklar og hjá íslenskum flugmönnum. „Maður veltir vöngum yfir því hvort það sé vegna þess að við erum í þessu Norð- ur-Atlantshafsflugi, allir okkar flug- menn fljúga á norðlægum slóðum sem þýðir meiri geislamengun. Því nær sem maður kemur norðurpóln- um því meiri verður háloftageislun- in.“ Hlaðnar agnir og kjarnar úr at- ómum utan úr geimnum sogist inn í segulsviðið sem skýri meiri geisla- mengun í kringum pólana. Í rannsókninni, sem Vilhjálmur kynnir á Vísindaráðstefnu HÍ í dag, skoðaði hann hvort hægt væri að skýra aukna áhættu á húðkrabba- meini hjá flugáhöfnum með öðrum áhættuþáttum m.a. sólböðum, ljósa- bekkjanotkun, húðlit, augnlit og húð- gerð. Niðurstaða rannsóknarinnar er að ekki sé áberandi munur á al- gengi áhættuþáttanna milli hópa. Því verði að rannsaka frekar hvaða þýðingu geimgeislun hafi á heilsu flugáhafna. Flugáhafnir í aukinni hættu á að fá krabbamein Morgunblaðið/Jim Smart Vísindaráðstefna Háskóla Íslands um rannsóknir í lækna-, tannlækna- og lyfjafræðideild er nú haldin í ellefta sinn. Alls verða 95 erindi haldin á ráð- stefnunni og eru 173 rannsóknir kynntar á veggspjöldum. Jórunn E. Ey- fjörð, formaður vísindasiðanefndar, sem sér um framkvæmd ráðstefn- unnar, segir að um 300 manns sæki ráðstefnuna að þessu sinni. „ÞEGAR frostið fer niður fyrir 20 stig eins og núna er mjög kalt í Þránd- heimi og maður þvælist ekki mikið úti,“ segir Árni Gautur Arason, landsliðsmarkvörð- ur í knattspyrnu, sem leikur með norska liðinu Ros- enborg í Þránd- heimi, en hann hef- ur búið í Noregi í fimm ár. „Þetta er með því kaldasta sem ég man eftir og það verður kær- komið að komast í aðeins meiri hita á Kanarí,“ bætir Árni Gautur við, en hann fer þangað með liði sínu í tveggja vikna æfingabúðir í dag. Að undanförnu hefur veður verið með kaldasta móti á Norðurlöndum og frost víða farið niður fyrir 30 stig, en hins vegar hef- ur hiti verið vel yfir meðallagi víða sunnar í álfunni. Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur, segir að veðraskil liggi yfir Norður- Þýskalandi og þar fyrir norðan sé kalt loft en hlýtt fyrir sunn- an. „Þarna fyrir sunnan þessi skil er þessi sígildi vetrarlægða- gangur. Lægðastraumurinn liggur inn yfir Bretlandseyjar og meginland Evrópu og þar blæs hlý suðvestanátt inn yfir álfuna frá Atlantshafi. Fyrir norðan lægðirnar gerist ekki neitt, ef svo má að orði komast. Þar er hægur vindur og það er yfirleitt logn og léttskýjað, þar sem kaldast er.“ Haraldur segir að á þessum tíma komi lítill hiti frá sólinni á þessum norðlægu slóðum og því verði mjög kalt ef ekki komi lægðir. Nú séu þær sunnar og komist ekki norðar, en stöðugt sé breyti- leiki í lægðabraut- um. „Það hefur orðið svona kalt þarna áður en þetta er samt með kaldasta móti,“ segir hann. Að sögn Harald- ar verður kalt á Norðurlöndunum fram yfir helgi en síðan færist kuld- inn sunnar og reyndar má gera ráð fyrir gaddi á meginlandinu strax um helgina. „Það byrjar að hlýna í Skandinavíu upp úr helgi og það gæti fryst í Róm,“ segir Haraldur. Veðráttan að undanförnu þarf ekki að þýða breytingar á veðurfarinu. „Það er ekki hægt að draga svoleiðis ályktanir af þessu,“ segir Haraldur og bend- ir á að ótalmörg kuldaköst hafi komið á þessum slóðum. Hins vegar hafi nýliðið ár verið mjög hlýtt á hnettinum í heild og styðji það kenningar um aukin gróðurhúsaáhrif. Með kaldasta móti á Norðurlöndum „Þvælist ekki mikið úti“ Haraldur Ólafsson Árni Gautur Arason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.