Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ● HALLDÓR Arnarson, fyrrum sölustjóri hjá SÍF, og eiginkona hans, Ingibjörg Bjarnadóttir, hafa ásamt fleiri íslenskum fjárfestum keypt meirihluta hlutafjár í danska saltfiskfyrirtækinu JekaFish A/S. Að ósk seljenda er kaupverð JekaFish trúnaðarmál, en kaupin eru gerð með fyr- irvara um niðurstöðu áreiðanleikakönn- unar. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Kaupþingi banka sem var ráðgjafi fjár- festa við kaupin. Verkefnið var unnið af fyrirtækjaþjónustu bankans á Íslandi og í Danmörku. JekaFish hefur um árabil framleitt salt- fiskafurðir og einkum selt til Ítalíu og Spánar. Velta félagsins árið 2002 var um 1.850 milljónir íslenskra króna og eru stöðugildi hjá JekaFish um 60 talsins. Samhliða kaupunum tekur Halldór Arn- arson við starfi framkvæmdastjóra og mun hann starfa þar við hlið Jens Binde- rup, meðeiganda íslensku fjárfestanna og annars af stofnendum félagsins. Haft er eftir Halldóri í tilkynningunni að JekaFish hafi byggt upp sterka markaðs- stöðu þau 18 ár sem það hefur verið starfrækt. „Regluleg og sérhæfð fram- leiðsla úr gæðahráefni, gott starfsfólk og tæknivædd vinnsla hafa verið grunnstoðir félagsins. JekaFish er og hefur verið í ágætum rekstri og við tökum hér við góðu búi sem ætlunin er að styrkja enn frekar,“ segir Halldór. Keyptu danskt saltfiskfyrirtæki ● HAUKÞING hefur keypt 9,7% hlut í SR- mjöli en fyrir kaupin átti Haukþing ekki hlut í félaginu. Seljandi bréfanna er Út- gerðarfélag Akureyringa en ÚA á ekki hlut í SR-mjöli eftir viðskiptin, sem fóru fram síðasta viðskiptadag nýliðins árs. Verð bréfanna í viðskiptunum var 3,65 krónur á hlut og nafnverð hlutafjárins 120 milljónir króna. Viðskiptin námu því alls 438 milljónum króna. Lokaverð SR-mjöls á síðasta ári var 3,39 krónur á hlut. Eigendur Haukþings eru Eimskipa- félagið, Sjóvá–Almennar tryggingar og Skeljungur. Eftir kaupin er Haukþing þriðji stærsti hluthafi SR-mjöls. Síldarvinnslan er stærst með 30,6% hlut og Samherji er næstur með 12,9. Fjórði stærsti hluthafi SR-mjöls er Sjóvá–Almennar tryggingar með 9,5% hlut. Haukþing kaupir 9,7% í SR-mjöli ● SAUTJÁN starfsmönnum Aco Tækni- vals, ATV, var sagt upp störfum um ára- mótin, þar á meðal framkvæmdastjóra fjármálasviðs félagsins, að því er fram kemur í til- kynningu frá ATV. Uppsagn- irnar koma til viðbótar upp- sögnum 1. desember sl. en þá var 10 manns sagt upp störfum. „Þessar uppsagnir eru einn liður í aðgerðum sem unnið er að í félag- inu til að bæta rekstur þess,“ segir í til- kynningu félagsins. Ný stjórn Aco Tæknivals var kjörin á hluthafafundi félagsins í gær. Stjórnina skipa þeir Skarphéðinn Berg Steinarsson, sem er formaður stjórnar, Einar Þór Sverr- isson, varastjórnarformaður, Pálmi Har- aldsson, Ágúst Einarsson og Birgir Ómar Haraldsson. Varamenn í stjórn eru þau Kjartan Már Friðsteinsson og Íris Ansnes. Eins og kunnugt er urðu umtalsverðar breytingar á eignarhaldi félagsins í síð- asta mánuði þegar Baugur ID og Eign- arhaldsfélagið Fengur hf. keyptu sameig- inlega 48% hlut í félaginu. Skömmu síðar keypti Fludir Holding 10% hlut í félaginu af Kaupthing Bank Luxembourg. Uppsagnir og ný stjórn hjá Aco Tæknivali ● HAUKÞING, sem er í eigu Eimskipa- félagsins, Skeljungs og Sjóvár–Almennra trygginga, keypti tæplega 1% hlut í Eim- skipafélaginu á síðasta viðskiptadegi ný- liðins árs. Gengi hlutabréfanna í viðskipt- unum var 6,30 og markaðsverðið 319 milljónir króna. Sjóvá-Almennar tryggingar er stærsti hluthafi Eimskipafélagsins með 10,3% hlut. Næststærsti hluthafinn er Skeljungur með 5,8%, Fjárfestingarfélagið Straumur á 4,9% og Grandi 4,8%. Haukþing kaupir í Eim- skipafélaginu FORSVARSMENN hjá Búnaðar- bankanum Verðbréfum, Íslands- banka og Landsbankanum Lands- bréfum eru ánægðir með kaup einstaklinga í hlutabréfasjóðum og á hlutabréfum í einstökum félögum í desember síðastliðnum, í þeim til- gangi að tryggja skattaafslátt. Hjá Íslandsbanka og Lands- bankanum Landsbréfum fengust þær upplýsingar að kaup einstak- linga í hlutabréfasjóðum eða á hlutabréfum í félögum hefðu verið minni í desember 2002 en í sama mánuði árið áður. Kaupin hefðu engu að síður verið meiri en gert var ráð fyrir. Hjá Búnaðarbankan- um Verðbréfum fengust hins vegar þær upplýsingar að kaup einstak- linga í Hlutabréfasjóði bankans og á einstökum hlutabréfum hefðu verið meiri í desember síðastliðn- um en í sama mánuði árið 2001. Kaupþing banki lagði litla áherslu á skattaafslátt einstaklinga vegna hlutabréfakaupa að þessu sinni og fengust þær upplýsingar hjá bankanum að dregið hefði úr þeim milli ára. Aukning hjá Búnaðarbanka Viggó Hilmarsson, forstöðumað- ur sjóðastýringar hjá Búnaðar- bankanum Verðbréfum, segist dreifst á sjóði og einstök félög. Hermann Jónasson, forstöðu- maður hjá Landsbankanum Landsbréfum, segir að þó ásókn í hlutabréfasjóði bankans hafi verið minni á árinu 2002 en árið áður hafi salan í desember farið fram úr von- um. Hann segir að bankinn hafi ekki lagt eins mikla áhersla á sölu úr hlutabréfasjóðum og áður. Lög- um um skattaafslátt vegna hluta- bréfakaupa hafi verið breytt og ýmis önnur sparnaðarform hafi tekið við, svo sem reglulegur sparnaður, lífeyrissparnaður o.fl. Engu að síður hafi salan úr hluta- bréfasjóðum Landsbankans Landsbréfa verið ágæt fyrir ára- mótin. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Þorvarðarsyni, deildar- stjóra einstaklingsráðgjafar Kaup- þings banka, lagði bankinn ekki sérstaka áherslu á að kynna mögu- leika einstaklinga á skattaafslætti vegna hlutabréfakaupa í desember síðastliðnum. Hann segir að dregið hafi úr slíkum kaupum milli ára. Þó hafi töluvert verið um að einstak- lingar hafi fjárfest í einstökum hlutafélögum í þeim tilgangi að eiga hlutabréfin yfir fimm áramót og þannig tryggja sér umrædda skattalækkun. ing frá því í desember árið áður. Að sögn Margrétar Sveinsdótt- ur, forstöðumanns hjá eignastýr- ingu Íslandsbanka, voru kaup ein- staklinga á hlutabréfum í desember síðastliðnum af bankan- um í samræmi við það sem gert hefði verið ráð fyrir. Hún segir að kaupin hafi verið eitthvað minni en árið áður. Erfitt sé þó að gefa upp nákvæmar fjárhæðir í þessu sam- bandi því bankinn hafi ekki lagt sérstaka áherslu á ákveðna hlutabréfasjóði og því hafi kaupin mjög ánægður með kaup einstak- linga í Hlutabréfasjóði Búnaðar- bankans í desembermánuði síðast- liðnum. Nákvæmar tölur um söluna hafi ekki verið teknar saman en þó liggi fyrir að salan hafi verið meiri en árið áður og hafi líklega numið um 300 milljónum króna að markaðsvirði. Hann segir að þessu til viðbótar hafi einstaklingar keypt hlutabréf í einstökum hlutafélögum fyrir um 50–60 milljónir króna hjá Búnaðarbankanum síðustu daga ársins 2002. Það sé veruleg aukn- Ánægja hjá viðskiptabönkum með hlutabréfakaup vegna skattaafsláttar Meiri kaup en gert var ráð fyrir Morgunblaðið/Golli VÖRUSKIPTIN við útlönd voru hagstæð um 2,3 milljarða króna í nóvembermánuði 2002. Í sama mánuði árið áður voru vöruskipt- in hagstæð um 1,6 milljarða á sama gengi. Afgangur á vöruskiptum við útlönd á tímabilinu janúar til nóvember 2002 nam 14,2 millj- örðum króna. Á sama tímabili á árinu 2001 voru vöruskiptin hins vegar óhagstæð um 10,8 millj- arða. Vöruskiptajöfnuðurinn batnaði því um 25 milljarða króna milli ára. Frá þessu var greint í tilkynningu frá Hagstofu Íslands í gær. Í nóvembermánuði síðastliðn- um voru fluttar út vörur fyrir 17,5 milljarða króna og inn fyrir 15,2 milljarða króna fob. Á tíma- bilinu janúar til nóvember 2002 voru fluttar út vörur fyrir sam- tals 191 milljarð króna en inn fyr- ir 176,8 milljarða króna fob. Verðmæti vöruútflutnings á tímabilinu janúar til nóvember 2002 nam 15,4 milljörðum króna eða 9% meira á föstu gengi en á sama tímabili árið áður. Segir í tilkynningu Hagstofunnar að aukningu vöruútflutnings á árinu 2002 megi helst rekja til aukins útflutnings á sjávarafurðum, að- allega fiskimjöli, frystum flökum og frystum heilum fiski. Útflutn- ingur á flöttum saltfiski hafi hins vegar dregist saman. Sjávaraf- urðir voru 63% alls útflutnings á tímabilinu janúar til nóvember 2002 og var verðmæti þeirra 9% meira en á sama tímabili á árinu 2001. Útflutningur iðnaðarvara hefur einnig aukist, aðallega á lyfjavörum og lækningatækjum. Verðmæti vöruinnflutnings á tímabilinu janúar til nóvember 2002 var 9,4 milljörðum eða 5% minna á föstu gengi en á sama tímabili árið áður. Segir Hagstof- an að samdráttinn megi að stærstum hluta rekja til minni innflutnings á fjárfestingarvör- um og flutningatækjum. Vöruskiptin við útlönd janúar- nóvember 2002 Afgangur 14,2 millj- arðar króna GEIR Magnússon, forstjóri Kers hf., eignarhaldsfélags Olíufélags- ins hf., hefur náð samkomulagi við stjórn félagsins um að hann láti af störfum 1. mars næstkom- andi. Hann mun nú taka að sér nokkur sérverkefni fyrir félagið. „Ég ætla að labba hægar,“ sagði hann við Morgunblaðið í gær. Geir, sem er sextugur, segist hafa átt frumkvæði að ákvörð- uninni, en samningur hans hefði runnið út 1. mars 2004. „Ég upp- lifi það, eftir því sem færri mán- uðir eru eftir í starfi, að staðan er óþægileg; bæði fyrir mig og fyrirtækið. Breytingarnar í tækinu og vilji væntanlega halda embættinu. Einu föstu starfsmenn Kers eru Geir og Jakob Bjarnason, sem er framkvæmdastjóri. Stjórnarformaður er Kristján Loftsson. „Ker var fyrst hugsað sem stærra fyrirtæki, til að hugsa um fjölda fasteigna Olíu- félagsins um allt land, en nið- urstaðan varð sú að Olíufélagið ehf., sem sér um sölumál, hefur umsjón með viðhaldi þeirra. Þar af leiðandi urðu starfsmenn Kers færri en ella,“ segir hann. Geir segist vera mjög sáttur við unnið verk hjá Olíufélaginu og Keri. ist hafa verið að minnka við sig í stjórnarsetu í hinum ýmsu fyr- irtækjum. „Ég var í allt of mörg- um stjórnum, en þeim skyldum hefur fækkað að undanförnu. Ég reikna með að hætta alfarið stjórnarsetu í fyrirtækjum,“ seg- ir hann. Sáttur við unnið verk Geir er stjórnarformaður í Samskipum og segist reikna með því að hætta þar innan tíðar, enda eigi Ker stóran hlut í fyrir- rekstri eru svo miklar um þessar mundir að það háir mér í starfi að hafa svo stuttan tíma sem raun ber vitni. Það háir líka fyr- irtækinu ef sá sem kemur breyt- ingunum í framkvæmd fylgir þeim ekki eftir,“ segir hann. Ekki búið að ráða eftirmann Eftirmaður Geirs hefur ekki verið ráðinn til fyrirtækisins. „Það er næsta verkefni og til þess gefast stjórninni tæpir tveir mánuðir,“ segir hann. Geir seg- Geir hættir sem forstjóri Kers „Ætla að labba hægar“                                   ! "# $%  &'(       )     !"                       !    !"            "! #! !    "!# " $ %& %'( )%  *+(  !,%  -!$  $ %&   +  $   $! % ./ , ! .(( (  !(% 0%      . ! &!   '   (                                                                                                !  "     2 2 4 3 4 3 "    2 4   4 4     2 4 4 3 2    #$%&' () *  + ),#*-      ! "    #   $ ! 05 +  /+ /!  % 6  1   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.