Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 27
ki er engan veginn um raunveru- étti til náms að ræða og banda- félag er mun stéttskiptara hvað ðar en hið íslenska sem hingað til ggst á jöfnum aðgangi allra að Ýta má undir slík framlög með nunum, aðgerðum til hugarfars- a, en slíkt tekur langan tíma. ynd Dahrendorfs um sundurgrein- erentiation) háskólastigsins er r nauðsynleg. Fjölgun háskóla og mendasamsetning gerir brýnt að eina, eins og gert er erlendis, há- háskóladeildir í ríkara mæli eftir fyrst og fremst sé lögð áhersla á g þjálfun í grunnnámi eða kennslu óknir í framhaldsnámi. Þetta þurfa ólar að horfast heiðarlega í augu r engin minnkun í því fólgin að kóli eða háskóladeild sem fyrst og ggur rækt við vandaða kennslu og Háskólanafnið felur ekki í sér sjálf- sun á að vera „rannsóknaháskóli“, rir deildir Háskóla Íslands né aðra Stjórnvöld, fagfélög og skólarnir gi hlutlaust mat á kennslu og ir, mat sem er nauðsynleg for- ir því að bæði stjórnvöld og nem- ti tekið upplýstar ákvarðanir. Svo er ekki nú. Í almennum lögum um háskóla eru ekki skilgreindar gæðakröfur sem gera þarf þegar háskólum er veitt starfsleyfi eða prófgráður veittar. Verðandi háskólanemar hafa oft lítið annað til að reiða sig á en orð- spor og auglýsingar skólanna lýsa á stund- um fremur óskum þeirra en veruleikanum. Aukið frelsi og jafnræði Dahrendorf vill „frelsa háskólana“. Sjálf- stæði íslenskra háskóla hefur aukist veru- lega með háskólalögum frá 1997, en e.t.v. má ganga enn lengra og skoða kosti þess að ríkisháskólar verði sjálfseignastofnanir með tilteknar skyldur um námsframboð og starfshætti. Háskólarnir hefðu þá meira frelsi til fjárfestinga og rekstrar, væru t.d. ekki lengur seldir undir ósveigjanleg lög um opinbera starfsmenn. Evrópsk háskóla- hefð byggist á rannsóknafrelsi og sam- stjórn háskólakennara í yfirstjórn og há- skóladeildum. Víða hefur farið fram gagnrýnin umræða um þessa rótgrónu lýð- ræðishefð háskóla. Sú umræða hefur ekki farið fram að neinu marki hér á landi. Í Danmörku lögðu stjórnvöld fram tillögur í október sl. undir heitinu „Tid til forandring for Danmarks universiteter“, sem gera m.a. ráð fyrir að ríkisháskólar verði sjálfseign- arstofnanir, dregið verði úr samstjórn- arfyrirkomulagi háskólanna með auknum völdum háskólaráðs og rektors, sveigj- anleiki aukist í mannaráðningum og kjörum starfsfólks og að árangursmarkmið um magn og gæði menntunar verði skilgreind í samningum við stjórnvöld. Hér er samkeppni milli háskóla á til- teknum sviðum. Verðandi nemendur verða að hafa hlutlausar upplýsingar um gæði náms og prófgráða þegar þeir taka ákvarð- anir. Nauðsynlegt er ennfremur að sú sam- keppni milli háskóla fari fram á jafnræð- isgrundvelli. Það gengur ekki til lengdar að ríkisháskólar og einkaháskólar fái sömu ríkisframlög til kennslu, en þeir síð- arnefndu geti að auki innheimt skólagjöld, sem í raun eru niðurgreidd af ríkinu í gegn- um námslánakerfið, og valið sér þær kennslugreinar sem koma fjárhagslega vel út úr fjármögnunarkerfi ríkisins. Ann- aðhvort þarf ríkið að bæta ríkisháskólunum upp mismuninn eða láta sömu heimildir til skólagjalda gilda fyrir alla. Annars keppa skólarnir ekki á jafnræðisgrundvelli. si, jafnræði Höfundur er forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. Morgunblaðið/Kristinn anga lengra og skoða kosti þess að ríkisháskólar verði sjálfseignarstofnanir, segir greinarhöfundur. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 2003 27 978 til 1982, fnaskrá. amda kerf- stanum, minna máli réttlæta istinn er úr ist um að með at- ð þann n Alþýðu- að er Sam- boð. yrir ða borg- ð á sér at- sínum inn- um aðild -samnings- n flokks- ðtali við ega til gar tók hún mningnum. Evrópusam- sumarið ný Guð- ur Reyk- ekki for- a flokka í gi. 95, sætti alistaþing- afa sótt nnalistans, lþýðu- nu fullum hálsi, sagði ímynd Kvennalistans einfaldlega hafa verið veika, hún hefði haldið ræður á tveimur baráttufundum listans og gert allt, sem um var beðið af hans hálfu. Hins vegar minntist hún þess, að ekki hefði verið mikill fögn- uður á vorþingi Kvennalistans eftir sigur Reykjavík- urlistans árið 1994. „Ég varð engu að síður mjög hissa og vonsvikin í fyrrasumar þegar ég mætti á vorþing Kvennalistans skömmu eftir kosningar og leið eins og ég væri að mæta í jarðarför,“ sagði hún í Mannlífsviðtali sumarið 1995. Kvennalistinn dó drottni sínum eftir kjörtímabilið 1995 til 1999. Ummæli Ingibjargar Sólrúnar frá árinu 1995 benda til, að listinn hafi ekki orðið henni neinn harmdauði. Eftir hið mikla tap Kvennalistans í þing- kosningunum 1995 sagði Ingibjörg Sólrún gleði hafa ríkt á vorþingi listans: „Það er alvarlegt mál ef þörf kvenna fyrir píslarvætti er svo sterk að við leyfum okkur ekki að gleðjast yfir því að fá völd og geta haft áhrif,“ var dómur hennar um andrúmsloftið í gamla flokknum sínum. x x x Í kosningaviðtali við Morgunblaðið 19. maí 2002 lagði Ingibjörg Sólrún meðal annars mat á eigin stöðu og komst þannig að orði: „Ég hef umtalsverðan stuðning meðal borgarbúa, meiri stuðning en Reykjavíkurlistinn og meiri stuðning en Alfreð Þorsteinsson, með allri virð- ingu fyrir honum.“ Í viðtalinu eru einnig þessi orðaskipti: „Er tryggt að þú verðir borgarstjóri næstu fjögur ár ef þú nærð kjöri? „Nei, það er ekki tryggt. Ég gæti nátt- úrlega hrokkið upp af!“ Spurt er vegna þess að oft er tal- að um að Samfylkinguna vanti nýjan leiðtoga og þú nefnd til sögunnar. „Það er ekki mitt viðfangsefni. Ég er að bjóða mig fram til næstu fjögurra ára en ætla mér hins vegar ekki að verða ellidauð hérna í Ráðhúsinu.“ En þú ætlar að vera þar næstu fjögur ár? „Já, ég er ekki á leið í þingframboð að ári ef það er spurningin sem undir liggur.““ x x x Þetta er undarleg og sorgleg stjórnmálasaga, þar sem hvorki flokkar, flokkabandalög né skoðanir standa leng- ur en hentar einstaklingi, sem segist hiklaust hafa meiri stuðning sjálfur en allir í kringum sig. Næsta átakalína er dregin innan Samfylkingarinnar, þar sem nú er hart sótt að Össuri Skarphéðinssyni og þess krafist af honum, að hann dæmi sjálfan sig úr forystuhlutverki til að þókn- ast persónulegum og pólitískum hagsmunum Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur. Innan Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur löngum verið um það deilt, hvort flokkurinn ætti að leggja R-listanum lið. Var fjallað um þennan ágreining innan Framsóknarflokksins í Reykjavíkurbréfi Morg- unblaðsins 25. júní árið 2000 og þeir nefndir sem fulltrú- ar andstæðra fylkinga, Finnur Ingólfsson, þáverandi seðlabankastjóri og fyrrverandi þingmaður Framsókn- arflokksins í Reykjavík, og Alfreð Þorsteinsson borg- arfulltrúi. Taldi höfundur Reykjavíkurbréfsins, að framtíð Framsóknarflokksins gæti ráðist af því, hvort hann stæði innan eða utan R-listans. Hættan á hruni flokksins væri meiri innan R-listans en utan. Lauk Reykjavík- urbréfinu á þessum orðum: „Þess vegna er afar ólíklegt að áframhaldandi samstarf á vettvangi Reykjavíkurlist- ans sé jafn sjálfsagt mál og Alfreð Þorsteinsson vill vera láta. Þvert á móti er þessi spurning sennilega stór- pólitískasta spurning, sem Framsóknarflokkurinn hefur staðið frammi fyrir áratugum saman.“ Sumarið 2000 lýsti Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, efasemdum um ágæti R-lista- samstarfsins en sjónarmið Alfreðs vógu þyngra. Í rimm- unni núna vegna þingframboðs Ingibjargar Sólrúnar varð það enn ofan á, að framsóknarmenn skyldu halda R-listasamstarfinu áfram. Það hlakkar í óvildarmönnum Halldórs Ásgrímssonar yfir því, að framboð Ingibjargar Sólrúnar kunni að útiloka hann frá þingsetu. Án mín verður Framsóknarflokkurinn ekki í ríkisstjórn, segir Halldór. Morgunblaðið taldi þetta mál allt áfall fyrir Ingi- björgu Sólrúnu. Miklu fleiri eiga um sárt að binda vegna ákvarðana hennar – og líklega eru ekki öll kurl komin enn til grafar. far bjorn@centrum.is Í KJÖLFAR kreppu líf- eyris- og heilbrigðis- kerfisins er staða æðri menntunar nú alvarleg í mörgum ríkjum, ekki síst í Evrópu. Í Þýskalandi, þar sem menn eru stoltir af því að vera upphafsmenn háskólakerfis nútímans, standa þeir frammi fyrir því að þýskir stúdentar lenda í neðstu sætum þegar mæld er þekking og hæfni. Vandinn sem æðri menntun á við að stríða er sama eðlis og sá vandi sem almannaþjónusta á öðrum sviðum á við að stríða: eftirspurnin hefur aukist gíf- urlega og henni er ekki lengur hægt að anna með almannafé. Þetta hefur í för með sér að millistéttirnar verða – eða munu verða – að leggja sitt af mörk- um til að greiða kostnað við þessa þjónustu. Annaðhvort með hærri sköttum eða þá einkavæð- ingu þessara útgjalda. Sjálf- stæðir lífeyrissjóðir í Þýska- landi, aukin kostnaðarþátttaka í heilbrigðismálum alls staðar og aukin gjöld vegna háskóla- menntunar í Bretlandi eru til marks um þann vanda sem stjórnvöld í nær öllum ríkjum standa frammi fyrir. Til þessa hafa þær skyndilausnir sem gripið hefur verið til reynst skammgóður vermir. Hvað æðri menntun varðar er auðvitað augljós valkostur fyrir hendi. Þar sem ekki eru nægi- legir fjármunir til er auðvitað hægt að láta háskólana drabbast niður. Það hefur verið að gerast á meginlandi Evrópu frá því á áttunda áratugnum. Yfirfullar kennslustofur, ófullnægjandi að- staða og skortur á búnaði hefur leitt til lengri námstíma, dregið úr gæðum menntunar og valdið óánægju meðal nemenda jafnt sem kennara. Í Bretlandi, þar sem þessi þróun var ekki hafin á áttunda og níunda áratugnum, hefði verið hægt að fylla hvert einasta sæti í háskólunum með nemendum af meginlandinu er reyndu að flýja hrörnandi stofn- anir í heimalandi sínu. Nú hefur það hins vegar einn- ig gerst í Bretlandi að nem- endum hefur fjölgað án þess að nauðsynlegar fjárveitingar komi á móti. Jafnvel mennta- málaráðherra Bretlands við- urkennir að leggja verði fram 18 milljarða evra í viðbót til æðri menntunar til þess eins að ná sama stigi og menn bjuggu við fyrir áratug varðandi hlutfall kennara á nemanda og ástand bygginga og búnaðar. Á ein- ungis áratug hefur framlag á nemanda lækkað um 40%. Hvað- an getur viðbótarframlagið kom- ið? Það er ljóst að ekki er hægt að beita aukinni skattheimtu að neinu marki. Þótt sumir séu þeirrar skoðunar að hægt sé að telja skattgreiðendur á að greiða aukapens á pund (þ.e. auka skattheimtu um eitt pró- sentustig) til að viðhalda æðri menntun gera sér flestir grein fyrir því að sú leið er ekki fær jafnt af efnahagslegum sem póli- tískum ástæðum. Því verður að leita annarra leiða þrátt fyrir að þær muni allar bitna á þeim hópum sem stjórnvöld verða að treysta á varðandi endurkjör. Ein leið væri að draga úr um- svifum háskólanna þannig að þau yrðu viðráðanleg. Það hefur að hluta til gerst í Evrópu. Í Bretlandi er þróunin hins vegar í hina áttina. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að 50% hverrar kynslóðar skuli leita sér æðri menntunar árið 2010. Þótt það markmið sé fráleitt er ljóst að fjöldamenntun er varanlegt fyrirbæri. Þess vegna snýr þetta mál ekki lengur að fámennri forréttindastétt heldur er orðið hluti af hinni almennu pólitísku umræðu. Önnur leið væri sú að láta þá er njóta góðs af æðri menntun standa undir kostnaðinum. Það er hægt að gera á margvíslegan hátt: með tekjutengdum gjöld- um; hagstæðum lánum; sér- stökum skatti á háskólamenntað fólk; eða blönduðu kerfi er byggði annars vegar á styrkjum og hins vegar gjöldum á þá efnameiri. Engin þessara leiða er gallalaus. Í þeim öll- um felst gífurleg til- færsla fjármuna þegar þeim er hrint í fram- kvæmd. Þær gætu orðið til þess að letja hæft fólk frá námi. Þær leggja auknar byrðar á pólitískt viðkvæma hópa. Engin trygging er fyrir því að þær komi í veg fyrir gjaldþrot háskólanna. En hverra kosta er völ? Evr- ópsku nemendurnir, sem eitt sinn streymdu til Bretlands, horfa nú líkt og Bretar sjálfir yfir Atlantshafið. Bandaríska skólakerfið verður í augum sí- fellt fleiri sú fyrirmynd sem horft er til. Á einhvern dul- arfullan hátt virðist það kerfi tryggja jafnt almennan aðgang að háskólum sem afburða- menntun. Lykillinn að leynd- armáli þessa kerfis liggur í aug- um uppi: sundurgreiningin. Bandaríska kerfið er ekki tveggja stiga eða tveggja flokka kerfi heldur kerfi er byggist á nær óendanlegri fjölbreytni. Það á einnig við um peningahliðina. Opinberum fjármunum og einkaframlögum er blandað saman á mismunandi vegu. Að auki eiga margar æðri mennta- stofnanir gilda sjóði sem þær nota til að draga úr misrétti. Það mun taka nokkurn tíma að byggja upp slíka sjóði í Evr- ópu og víðar. En jafnvel þótt svo sé þá á sú regla við að það verður að frelsa háskólana. Þeir verða að hafa frelsi til að taka inn nemendur samkvæmt eigin vali og láta þá greiða þau gjöld sem þarf. Hlutverk ríkisins, á þessu sviði sem öðrum, á að vera að leiðrétta ójöfnuð en ekki að stjórna allri sýningunni. Skoðanir sem þessar kunna nú að hljóma sem guðlast en engar breytingar munu eiga sér stað nema viðteknum gildum sé snúið á hvolf. Kynslóðir framtíð- arinnar standa frammi fyrir þeim vanda að laga opinber framlög og einkaframlög að þjónustu sem ekki verður hægt að fjármagna með skattpen- ingun einvörðungu og reka af ríkisstofnunum. Frelsum háskólana Eftir Ralf Dahrendorf ’ Evrópsku nemendurnir,sem eitt sinn streymdu til Bretlands, horfa nú líkt og Bretar sjálfir yfir Atlants- hafið. Bandaríska skóla- kerfið verður í augum sí- fellt fleiri sú fyrirmynd sem horft er til. ‘ Höfundur á sæti í bresku lávarða- deildinni. Hann er fyrrverandi rektor London School of Econo- mics og St. Anthony’s College í Oxford. © The Project Syndicate.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.